Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. ágúst 1972 TÍMINN 5 Kaninubúskapur i Reykjavík. Kanlnubændurnir eru nr. 1 og 3 frá vinstri, binir piltarnir eru vinir og aödaendur. Annar kaninueigandinn með ættföðurinn Blesa, niðjar hans skipta nú tugum eftir nokkra mánuöi. Auglýsingastofa Tlmans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. Ekki er allur búskapur útdauður i Reykjavikurborg, þótt fjáreigendum hafi verið visað burt með skepnur sinar. Við rákumst nýlega á tvo unga pilta, sem stunda kaninurækt af miklu kappi, og þykir ekki siður vænt um þessi húsdýr sin en hverjum öðrum sveitabóndanum. Þegar þeireru búnir i vinnunni fara þeir að hirða um og gefa kaninunum, sem þeir hafa á óbyggðu svæði i borginni. Þar reistu þeir handa þeim vel einangraðan kofa, sem er nógu hlýr vetur jafnt sem sumar, og við enda hans er pallur girtur neti. Kaninurnar viðra sig á honum og borða matinn sinn, en piltarnir eru jafnan lengi dags þarna hjá þeim og hleypa þeim elztu og skynsömustu jafnvel út á viöavang. Þær fara aldrei lengra en nokkra metra frá heim- kynnum sinum nema ein þeirra, Pisa að nafni, hún tók sér þriggja daga sumarfri fyrir nokkru. — Við keyptum Blesa og Trinu úti á Nesi i fyrrasumar, sögðu kaninueigendurnir, svo fengum við Mjallhviti i vetur og loks Pisu hjá einum vini okkar. Sá vinur var raunar á staðnum þegar blaðamaðurinn kom og nefndi sig sömuleiðis Pisa, — „sáttasemjari þú skilur”. Þetta eru lika frið- elskandi kaninur og kaninu- eigendur. Þó hefur einu sinni verið brotizt inn i kaninubúið i þjófnaðarskyni, en eigendurnir og vinir þeirra komu á vettvang nógu snemma og hröktu ófriðarseggina á braut. Uppfrá þvi er kaninubúið harð- lokað og læst og ekki opið út á pallinn nema þegar eigendurnir eru nærri. Kaninurnar eru nú um 30 að tölu, og þó hafa piltarnir selt 15 kaninuunga. Verðið á þeim er 300 kr. Blesi vill vera húsbóndi á sinu heimili og er stundum heldur aðgangsharður. Hann er þvi oftast hafður einn i búri. Þegar litlu kaninuherrarnir taka að stálpast gerist hann lika afbrýði- samur og hikaði ekki við að stytta þeim aldur ef hann fengi tóm til, en það hefur þó ekki gefizt enn. Kaninufrúrnar þrjár eru lika hafðar i búrum þegar þær gjóta, svo að hinir i kaninusamfélaginu áreiti ekki litlu ungana. Það er auðseð, að þessir ungu piltar hugsa vel um káninurnar sinar, svo fallegar eru þær á feldinn, hvitar, silfurgráar og flekkóttar. — Við ræktum kál og gulrætur út við Tivoli, segja þeir. Hirðum kartöflugrös, arfa, fifla, njóla og yfirleitt allt sem heitir grænt handa þeim. Við söfnum heyi úr görðum til vetrarins og auk þess gefum við þeim fóður- köggla og bygg. Það var sól og vindur þegar við kvöddum þessa kátu drengi með bumbur sinar og kaninur. — Þú mátt ekki segja hvar við erum svo það verði ekki of mikill áeaneur. báðu beir að lokum.SJ Einn aðdáandi kaninanna leikur gjarnan fyrir þær á trommur. Sú tónlist likar þeim vel, en fari flug- vélar lágt yfir, verða þær hræddar og hlaupa inn i hús. Timamyndir SJ Næturhólf VIÐ VILJUM VEKJA ATHYGLI VIÐSKIPTAVINA OKKAR Á ÞVÍ, AÐ BANKINN HEFUR OPNAÐ NÆTURHÓLF OG VÆNTUM VIÐ ÞESS AÐ VIÐSKIPTAVINIRNIR HAGNÝTI SÉR ÞESSA NÝJU ÞJÓNUSTU Alþyðubankinn rSÖKKAK RJtFOEYMJfc j þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta i Tæhniver AFREIÐSLA I Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 „SÖNNAK RÆSIR BlLINN^ Blesi kanínukóngur og kvennabúr hans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.