Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. ágúst 1972 TÍMINN 7 Stríö eöa veizla Varla var hægt að gera sér grein fyrir þvi, hvort styrjöld væri skollin á, eða hvort aðeins ætti að halda stórveizlu við * Greta Garbo ástfangin Greta Garbo brá sér i þriggja mánaða hnattreisu með hinum 31 árs gamla italska milljónamæringi, Massimo Gargia. Vinir Gretu fullyrða, að hún sé farin að brosa á nýjan leik. eftir að hún eignaðist þennan nýja vin og hún geisli af ást. Sjálf hefur hún ekkert viljað um máliö segja og sama er að segja um Gargia. Þau kynntust fyrir þremur árum hjá sam- eiginlegum vini, Cecile de Rothschild barónessu i Paris. Frankfurt-Kassel hraðbrautina i nánd við Bad Herstfeld i Þýzkalandi nú fyrir nokkru, þegar tapparnir fuku úr kampa- vfnsflöskum að verðmæti 30 þúsund dollarar. Þarna hafði kviknað i dekki flutningabilsins, sem flutti kampavinið, og magnaðist eldurinn svo, að hann komst i flöskurnar og þá sprungu úrþeim tapparnir. Það tók nokkrar klukkustundir að hreinsa til við veginn eftir þetta slys. að sögn lögreglunnar. ★ Stjörnubíll á uppboði Dusenberg-bill Gretu Garbo verður seldur á uppboði i Auburn i Indiana i Bandarikj- unum 4. sept. næst komandi. Þá fer fram mikið uppboð á gömlum og merkilegum bif- reiðum. Billinn var sérstaklega smiðaður fyrir stjörnuna árið 1933 og kostaði þá 24 þúsund dollara eða rúmar tvær milljónir króna. Núverandi eigandi bilsins er Lew Lazarus, sem sagður er hafa borgað 85 þúsund dollara fyrir bilinn eða rúmlega 7,5 milljónir króna. Hann mun vonast til þess að fá ekki innan við 100 þúsund dollara fyrir bilinn á þessu upp- boði, svo töluvert hefur hann hækkað i verði frá þvi fyrst hann var smiðaður, að minnsta kosti i krónutölu en ef til vill ekki ef miðað er við verðgildi Denineanna hverju sinni. ¥ Enn neitar hann ráöum læknann Sir Francis Chichester, sem virti að vettugi ráð lækna sinna og sigldi einn yfir Atlantshafið fyrir nokkru, enda þótt hann væri bæði veikur og illa haldinn, hefur enn einu sinni sýnt lækn- um sinum litilsvirðingu með þvi aö yfirgefa sjúkrahúsið, sem hann lá i, þrátt fyrir það, að læknarnir vildu endilega, að hann væri þar áfram. Sir Fran- cis, sem er nú 71 árs gamall, yfirgaf sjúkrahúsið, þótt læknar væru búnir að skipasvofyrir, að hann yrði þar áfram, en hann gerði það á eigin ábygð, segja sjúkrahúsyfirvöldin. Hann var þó heldur betur á sig kominn þegar hann fór af sjúkrahúsinu, heldur en þegar hann var lagður þar inn eftir siðustu sjóferöina, sem mikið var sagt frá i blöðum fyrr i sumar.. Nýju fötin hans Nurejevs Þegar ballettstjarnan Rudolf Nurejev fór siðast i bió, en þaö gerir hann aðeins örsjaidan — var hann i nýjustu og finustu fötunum sinum — Hróa Hattar- búningi. Þetta voru föt og stig- vél allt úr finasta og mýksta skinni. Þar að auki hafði hann látið skera hár sitt i samræmi við fötin. Nú eru ellefu ár siðan Nurejev settist að á Vestur- liindum en siðan hann gerði það hefur hann aðallega haldiJð sig i London. ifil W'flOUN — Jæja börn, nú skuluð þið hlusta, tilkynnti faðirinn við matarborðið. — 1 sumarfriinu ætlum við öll tii Parisar og til að spara tima förum við fljúgandi. Börnin fögnuðu þessu, nema Sigga litla, sem var bara þriggja ára. Hún leit stórum augum á mömmu sina, og sagði svo vand- ræðalega: — Mamma, má ég ekki halda i hendina á þér, þvi ég kann ekki að fljúga? w — Mamma,sefur guð aldrei? — Nei, aldrei barnið mitt. — Sofa englarnir þá ekki heldur? — Nei, það held ég ekki. — Já, en mamma. Til hvers er þá himinsæng notuð? Veiztu ekki að það þýðir sjö ára ó- lán að brjóta spegil? — Nei.það er della. Tengda- mamma braut spegil og hún varð undir bil og dó strax daginn eftir. DENNI DÆMALAUSI llugsaöu, þér, hann er með gólfskiptingu og sæti eins og sportbill, og svo er hann ofsa kraftmikill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.