Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. ágúst 1972 TÍMINN 11 lla jafna. Myndin til hægri sýnir linurit þegar áhrifa sólgoss gætir. Báðar SEGULSVIÐ ÍG OG ÞIG i þvi sambandi. Stefnu segulsviðs má lesa út úr berglögum, og má t.d. sjá, að hún hefur ekki alltaf verið sú sama, ef gaumgæfð eru hraunlög frá mismunandi tima. Alls konar hugmyndir eru uppi um áhrif sólgosa á jarðarbúa, en áður en við minnumst á þau, er ekki úr vegi að drepa á eina kenn- ingu, sem stöku spekúlant aðhyll- ist. Hún er eitthvað á þá leið, að flestir mikilvægir áfangar jarð- lifsins hefjist með arfgengum stökkbreytingum á milljón ára fresti. Orsökina telja þeir aö vera að finna i segulsviðinu. Það standi á núlli á milljón ára fresti og geislavirkar agnir bylji þá á jarðarbúum, drepi suma og Framhald á bls. 19 • Hin germanska sál 1 næstsiðustu viku fór ég i ferðalag noröur i land — þar sem sólskinið var eins og allir vita — fór viöa og kom siöan aftur suður yfir Sprengisand. 1 för með mér voru nokkrir erlendir kunningjar og við áðum á Laugarvatni. Raunar er það ekki i frásögu færandi, þótt áð sé að Laugar- vatni. Fáir eöa engir staðir á landinu hafa upp á jafn mörg hótelherbergi að bjóða — og þar að auki er bar i einu þeirra — sem við heimsóttum að sjálfsögöu. Þar var margt um manninn en fátt um erlenda ferðamenn. Og svo mikið um þá kenningu, aö allir útlendingar, sem hingað koma, heimti bari hvar sem þeir eru staddir. Flestir gestanna voru islenzkir — bjuggu ýmist i nýju glæsilega húsmæðraskóla- hótelinu ellegar i hjólhýsum og tjöldum þarna skammt frá. Allt gekk fyrir sig eins og vera ber — menn fjölguðu ferðum sinum að barborðinu eftir þvi sem á kvöidið leið — stifheitin fóru að láta á sjá —-ókunnugt fólk tók að gefa sig á tal hvert viö annað. Viö borð i einu horninu var hópur ungs fólks — og kvenfólk raunar i meirihluta. Stúlkurnar voru raunar á þeim aldri, að þær gátu verið nýútskrifaðar úr hús- mæðraskóla — þetta var friskur hópur og glæsilegur. Allir voru i sólskinsskapi og bráttkom aö þvi, að söngur bærist úr horninu. Það er bezt að taka fram strax, að þetta var enginn leiðinda fylli- rissönglist — heldur framúr- skarandi vönduð og skemmtileg rútusönglist. Það var sungið margraddað — gamalkunnir slagarar blönduðust við nýjustu dægurlögin — textar ýmist á islenzku eöa ensku. Aðrir gestir kunnu söngnum vel — miðaldra frúr tóku aö dilla sér eftir hljóð- fallinu — einstak miðaldra eigin- maður að slá taktinn. En einn gestur var samt öðrum hugfangnari af sönglistinni. Þetta var ungur maöur, hár og herðar- breiður, sólbrenndur og karl- mannlegur. Hann geislaði af ánægju — og bauö öllum hópnum upp á drykk — og lét sig ekki muna um það. Söngfólkið vissi ekki fyrsti staö hverju þetta sætti — það gerist ekki á hverjum degi að ókunnugur maöur bjóöi 10 manns upp á drykk — eins verð- lagið er orðið á áfenginu — en allir sögðu takk. „Sing, Sing”, hrópaöi nú ungi maðurinn, syngið, syngið — and- litið var eldrautt af ákafa — en framburður essanna leyndi ekki þjóðerninu — þetta var Þjóöverji. Og söngurinn hélt áfram af enn meira krafti en áður. Þjóðverjinn varð sifellt hamingjusamari — sló taktinn — svitinn bogaði af honum — sing, sing, en skyndi- lega hóf hann að ræða viö sessunaut sinn — talaði hátt og þýzki hreimurinn á enskunni varð enn sterkari en áður. „Hvað er það eiginlega sem Islendingar hafa á móti okkur Þjóðverjum?” spurði hann. Ég heyrði ekki hverju félagi hans svaraði — sennilega þvi að við hefðum ekkert á móti Þjóð- verjum öörum fremur — en sá þýzki var nú hættur að hlusta. „Af hverju hafa allir horn i siðu okkar? Það eru allir á móti okk- ur.” Og nú tók hann skyndilega eftir þvi, að söngurinn hafði dáiö út. „Sing, Sing”, hrópaði hann — og söngkórinn hlýddi — slikt var ekki nema sjálfsagt i þakkar- skyni fyrir veitingarnar. „Það er ekki okkur að kenna, að við erum Þjóðverjar” — kveinaði sá þýzki. Við erum alveg eins og annað fólk — af hverju eru allir á móti okkur?” „Vesalings maðurinn — er eitt- hvað aö honum” spurði ein söng- konan — en félagar hennar slógu hring um vesalings óhamingju- sama Þjóðverjann, og allir sungu — sá þýzki lika — hin söngvisa germanska sál örvuð af vodka og viski, rommi og sénever — og Þjóðverjinn gleymdi hörmum sinum — i bili. Páll Heiðar Jónsson. msp? ffSB \ IH-' l BKÍ- jHMtVi yK::{ i U m 9R1MH Æpi * TfmP- $É£/jíI 1* Æfj m * ■ PH S > 1 W llHrfl Ir «WCII 1 llMl mKB&l .|JHH Samband ísl. samvinnufélaga -] INNFLUTNINGSDEILD Gefjtm Austurstræti, DomUS Laugavegi og kaupfélögin um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.