Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 17
Sumiudagur 13. ágúst 1!)72 TÍMINN 17 aðeins þekkja leiði sinna nánustu. Alltof viða eru það fá leiði, sem vis eru. Fyrir nokkrum árum voru prentuð legstaðaskráar- form. sem bundin voru i vandað band. en þau liggja viðast ónotuð og eru af mörgum talin óaðgengi- leg. Þessi skoðun held ég að sé á misskilningi byggð. Hjá okkar söguriku þjóð ætti að vera sjálf- sagt að saga hvers kirkjugarðs væri skráð og til sé uppdráttur af garðinum ásamt legstaða- og minnismerkjaskrá. Einnig væri fróðlegt fyrir ókomna tið að eiga gamlar myndir af kirkju og garði. — Hver eru að þinum dómi mikilvægustu atriðin er lúta að umhirðu kirkjugarða? — Gamlir kirkjugarðar eru ekki greiðfærir til hirðu og snyrtingar og er margt sem veldur. Grasvöxtur i kirkjugörðum er viða það mikill að nauðsynlegt er að slá þá, ef umferð um þá á að teljast eðlileg, að ekki sé minnzt á sjálfsagöa snyrtingu. Eg tel þvi aö sléttun á kirkjugörðum hljóti að vera nauðsynleg, þvi að ekki liöa mörg ár, þar til enginn eða fáir kunna að halda á orfi og sizt á ósléttu landi. Nú er óheimilt að setja girðingar um einstök leiði eða fjölskyldugrafreiti, og gerð minnismerkja og legsteina er háð samþykki kirkjugarðsstjórna. Steypuþrær um leiði eru hvorki fallegar né haganlegar. Þær safna snjó og klaka á vetrum og sigur þvi vatn niður i gröfina þegar jörð þiðnar; einnig hefur allt rusl, sem berst með vindi, gott aðsetur þar. Þá veita þær ekki þau vaxtarskilyrði fyrir plöntur á legstöðum, sem til var ætlazt að ekki sé minnzt á smiði sumra þeirra eða staðsetningu. Kostir þeirra eru þvi sannarlega ekki margir, þegar einnig er tekið með i reikninginn, að með aldrinum koma brestir i veggi, og þær hallast. A einum stað kom ég að steyptri gryfju i kirkjugarði, sem var barmafull af vatni og is, og i þvi stóð greinitré, sem i raun og veru var nokkuð fallegt. Neðst grillti svo i plastvönd. Gerviblóm eiga að minum dómi alls ekki heima i kirkjugörðum, sömuleiðis plastnet eða plast- girðingar um leiði, sem auk þess eru óheimilar, svo sem áður er sagt. Þegar komið er fyrir minnis- merkjum i skipulögðum legsam- stæðum, eru þau staðsett i sam- ráði við umsjónarmann garðsins, sem og annar frágangur á leg- staðnum ákveðinn. Limgerði gera oft garðana hlýlegri og ljá heildarsvip þeirra meiri ró og festu. Snúin og höll minnismerki setja óhirðusvip á kirkjugarðinn, þau á að rétta við, einnig á að lyfta fornum hellum úr jörðu sem oft bera iistilega gerða grafskrift og sögurika. Uppsetningu og frá- gangi minnismerkja hefur oft verið mjög ábótavant, og talsvert borið á tilgerðarlegum skreytingum. Nú gera flestir sér greiií fyrir að minnismerkin eiga að vera einföld i sniðum og traust að gerð. Úr mörgum tegundum er að velja svo að enginn hætta er á að fjölbreytni skorti. Stærðin gerir minnismerkið ekki fagurt, heldur gerð, efni þess og hirða. Yfir heildina séð er gróðurfar verra innan kirkjugarðs en utan, sem byggist m.a. á þvi að eigendur leiða hafa komið með plöntur, sem með tið og tima hafa orðið að illgresi vegna slæmrar hirðu og ónógra vaxtarskilyrða. Einnig hefur verið gert of mikið að þvi að gróðursetja stórgerðar plöntur fast fyrir framan minnis- merki með þeim árangri, að plantan hefur hulið grafskriftina. t kirkjugarðslögunum stendur m.a. að „vanræki hlutaðeigendur aðhirða sómasamlega um gróður á leiði, skal kirkjugarðsstjórn láta þekja og hreinsa leiðið á kostnað þeirra eða kirkju- garðsins”. Þessu ber að sjálf- sögðu að framfylgja. Það er ekki einungis umhirða kirkjugarða, sem er ábótavant hér á landi. Viða á merkis- stöðum og menntasetrum er ástandið þannig, að okkur er til litils sóma, þótt mikil framför hafi orðið á siðustu tveim ára- tugum í skrúðgarðarækt og l'egrun umhverfis ýmissa stofnana. Kirkjugarðarnir og aðrir þeir staðir, þar sem um- hirðu er ávótavant, ættu einnig á tiltölulega skömmum tíma að geta mótazt af nýrri garð- menningu. En aðgerðum i þessum efnum þarf að flýta nú á dögum sivaxandi samgangna og ferðamannastraums. Til þess að auðvelda fram- kvæmd á endurbótum og hirðu kirkjugarðanna, gætu sóknar- nefndir sameinazt innan prófastsdæmis, um að ráða 1-2 menn eða fleiri til umferðavinnu i göröunum, einnig gætu þær látið gera tilboð i framkvæmdir við kirkjugarðana. — Hverjir eru meginþættirnir i starfi þinu, sem eftirlitsmaður kirkjugarða, Aðalsteinn? — Það er fyrst og fremst að gefa leiðbeiningar og sjá um ýmsar út- veganir fyrir kirkjugarðs- og safnaðarstjórnir. Yfirumsjón með kirkjugörðum landsins hel'ur hins vegar skipulagsnefnd kirkju- garða. i henni eiga sæti biskup ls- lands, húsameistari rikisins og þjóðminjavörður einn maður kosinn af Kirkjuþingi og annar af Safnaðarráði Reykjavikur- prófastdæmis. — Er nú ekki larið að móta fyrir framför i kirkjugarðsmálunum? — Jú.vissulega. Og þótt mér hafi orðið tiðrætt um hinar svörtu hliðar, vil ég alls ekki vanmeta það sem vel er gert. Á stærri stöðum fjalla garð- arkitektar og verktakar um skipulag og framkvæmdir fyrir kirkjugarðsstjórnirnar, þegar um nýbyggingu er að ræða. Að öðru leyti sér fastráðinn maöur um daglega hirðu , og ræður þá miklu val hans um útlit og hirðu garðsins. Kirkjugarðar til sveita eru háðir þeim naumu stundum, sem fámenn heimili geta i té látið Irá annasömum bústörfum. Það er heldur ekki ætlunin að fara að róta upp og umskipuleggja litlu sveitakirkjugarðana. Aðalatriöið er að þeim sé haldið i hirð og virð- ingu. Kvenielagasamband Suður- lands hefur gert sitt til að eíla garðmenningu með þvi að veita verðlaun árlega, annað hvert ár, fyrir velhirtan kirkjugarð, og hlaut Skarðskirkjugaröur verð- launin fyrstur kirkjugarða á Suðurlandi. Þá er umhirða kirkjugarða, sem ekki eru lengur i notkun, einnig mikilvæg. t hverri sveit eru fleiri eða færri niöurlagðir kirkjugarðar. Oft eru þeir tengdir gömlum prestssetrum eða kirkjustöðum, sem þróun timans hefur lagt i eyði. Eigi að siður eru þessir staðir rikir að sér kP1" um og fegurð. Ferðafólk sa þá heim og rifjar upp gai .r minningar eða skoðar þá göm 1 menningartákn. En finnur oft litið annað en gamlar girðingar, slitin og ryðbrunnin þök og fallna veggi. A slikum stöðum á aö setja upp minnis- varða þeim til heiðurs, sem byggðu staðinn og hinum til fróð- leiks sem sækja hann heim. Þar sé uppdráttur af kirkjugarðinum getið um staðarheiti og hvenær kirkja varð niðurlögð og ef tilvill fleiri upplýsingar. Við látum þessu spjalli við Aðalstein Steindórsson lokið. Hann tók við starfi eftirlitsmanns kirkjugarða á landinu 1964 eftir að ákveðið var að það yrði fullt starf, en áður höfðu þeir Felix Guðmundsson kirkjugarðsvörður og siðan sr. Sveinn Vikingur gengt þvi að hálíu. Hverjum sem ihugar máiið má ljóst vera að átaks var þörf i umhirðu kirkju- garðanna.og enn er fjarri að loka- marki sé náð. SJ. Kirkjiigaröiirinii ú Skaröi á Landi er til Ivrirniviidar. Svona cr ástandiö i ööriiin kirkjugaröi. Og oiiii eitt dæmi uin liiröuleysi gagnvart þeim framliönu. Þessi mynd er talandi dæmi um niðurniðsluna i mörgum kirkju- giirðum hér á landi. Svar til iðnaðar- ráðuneytis- ins um raforkumál Nú nýverið hefur iðnaðarráðu- neytið birt athugasemd við álykt- un, sem stjórn Sambands is- lenzkra rafveitna : (SIR) setti fram um meðferð ráðuneytisins á málefnum raforkuiðnaðarins i landinu. 1 athugasemdinni segir, að ályktun stjórnar StR hafi ekki veriörædd og afgreidd á lögform- legan hátt, að ekki hafi fengizt haldinn lundur i stjórninni um málið, að yfirlýsingin túlki ekki sjónarmið SIR eða stjórnar þess, að um frumhlaup einstaklinga sé að ræða, og að ekki sé unnt að taka neitt mark á umræddri yfir- lýsingu. Hið rétta er, að stjórn SIR hélt fund um raforkumálin hinn 13. júli s.l. Var þar einróma sam- þykkt að fela formanni og vara- l'ormanni að gera uppkast að ályktun i samræmi við umræður og bera það undir stjórnarmenn.* Þetta var gert og uppkastið raun- ar einnig borið undir varamenn. Enginn óskaði el'tir öðrum stjórn- arlundi um málið, og allir sam- þykklu uppkastið, nema einn, sem sendi inn sérálit. Þessa niðurslöðu tilkynnti SIR iðnaðarráðuneylinu með brél'i. Eftir það óskaöi sá, er séráliti halði skilað, en það var raf- magnsveitustjóri rikisins, eftir þvi, að annar stjórnarfundur yrði haldinn um málið. Formaður skýrði st jórnarmönnum og varamönnum frá þessu, og kom þá i Ijós, að sjö af niu töldu slikan l'und óþarfan, þar eð málið hel'ði þegar lengið lögformlega al'- greiðslu. Að framansögðu má vera Ijóst, að alhugasemd iðnaðarráðuneyt- isins cr byggð á misskilningi eða röngum upplýsingum. lO.ágúst 1972 I stjórn SIR: Aðalsteinn Guðjohn- sen, lltr. Rafmagnsveitu Reykja- vikur. Eirikur Briem, fltr Lands- virkjunar. Knútur Otterstedt, fltr. Rafveitu Akureyrar og Lax- árvirkjunar, Magnús Oddsson, fltr. Rafveitu Akraness. Sverrir Sveinsson, fltr. Ralveilu Siglu- fjarðar. Einar Ingvarson. fltr. Ralveitu Isafjarðar (varamaður) Sigfús Guðlaugsson, fltr. Ral'- veitu Reyöarfjarðar (varamað- ur). íþróttasvæði í uppsigl- ingu við Kópavogslæk ÞM—Reykjavik Hafnar eru framkvæmdir við hið nýja iþróttasvæði i Kópavogi. Svæðið, sem verður knattspyrnu- völlur með hlaupabraut og til heyrandi áhorfendastúkum, er sunnan við Kópavogslækinn svo- nefnda. Reyndar var byrjað á fram- kvæmdum á siðasta ári. Skipt verður fullkomlega um jarðveg, og nýlega var boðinn út hluti verksins, sem er undirbúningur og frágangur undir slitlag og frá- rennsli i jörðu. Áætlaður kostnað- ur er 12,2 milljónir króna. Tilboð- in verða opnuð i lok ágúst. Næsta ár verður kostnaður 12.3 milljónir og 1974 16,6 milljónir. Búizt er við að hægt verði að taka völlinn i notkun 1974, en fullgerö- ur veröi hann 1975. I stað þess jarðvegs, sem flutt- ur verður i burt, verður sett 2,5 m þykkt lag af gjalli og 30 cm lag af mold.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.