Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIBJAN RAFTORG SlMI: 19294 SÍMI: 26660 183. tölublað —Miðvikudagur 16. ágúst —56. árgangur. J í IERA kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Landmælingar fá nýja myndavél: Ódýrasta filman kostar 14 þúsund Þannig er umhorfs á þeim slóðum, sem vatnið mun flæoa yfir. VETRARFORÐABÚRIÐ ER FARIÐ AÐ MYNDAST Bráðabirgðafarvegi Köldukvíslar og flóðgátt stíflugarðsins lokið SB-Þórisósi. Vatnsforöabúrib mikla á öræf- uiiuin er tekiö aö myndast. Þegar klukkan var tuttugu mlnútur gengin i fimm I gær var skurði þeim, sem verið hefur bráöa- birgöafarvegur Köldukvislar lok- að með dýnamitsprengju. Sjö risastórir bitar úr steinsteypu, tuttugu og fimm smálestir hver, settir i flóðgátt stiflunnar, er gerð hefur verið. Viðstaddir þennan atburð voru verkfræðingar og verkstjórar verktakafélagsins Hlaðbæjar, sem annars þarna framkvæmdir, auk blaðamanna og blaðaljós- myndara, sem boðið var upp að Þórisósi til þess að fylgjast með þessum sögulega atburði. Fyrsta klukkutímann hækkaöi ört ofan stiflunnar, og var komið þrjátiu til fjörutiu sentimetra djúpt vatn við garðinn. En eftir þvi sem vatnið dreifist yfir stærra svæði mun yfirborðið hækka hæg- ar, og er torsagt fyrirfram, hversu lengi hið mikla uppistöðu- lón verður að myndast. Óraflæmi fer þarna undir vatn, og það er háð úrkomu og vatnsrennsli, hversu langan tima þetta tekur. Vatn úr uppistöðulóninu við stifluna mun renna hálfs annars kilómetra veg i Þórisvatn, og mun yfirborð þess hækka til ' muna, þar sem það verður stlflað við Þórisós. Tekur það þá sess Þingvallavatns og verður stærsta vatn landsins, um áttatiu ferkíló- metrar. Á vetrum mun þó lækka I þvi um allt að fimmtán metra vegna vatnsmiðlunar i þágu fyrirhug- aðrar Tungnárvirkjunar og orku- versins við Búrfell. KJ-Reykjavik. — Nú getum við tekið myndir af landinu úr allt að 25 þúsund feta hæð i stað 18 þúsund feta áður, sögðu þeir Agúst Böðvarsson og Ágúst Guðmundsson laud- mælingamenn, er þeir sýndu fréttamanni Tlmans splunkunýja svissneska myndavél, sem Land- mælingar tslands hafa eignazt. Myndavélin er af gerðinni Wild, og verður hún notuð til að taka loftmyndir úr nýju Fokker Friendship-landhelgisgæzluvél- inni. Myndirnar úr þcssari vél eru 23x23 sm á hvora hlið. Hægt er að nota ferns konar filmur i nýju vél- ina: Venjulegar svarthvitar, infrarauðar filmur litfilmur og infrarauðar litfilmur. Minnsti tlmi milli mynda er ein og hálf sekúnda, en filmurnar i þessa nýju vél eru allt að 120 metra langar og kostar hver slik filma af ódýrustu gerð um 28 þúsund krónur.en 60 metrarnir 14 þúsund. 120 metra litfilma af ódýrustu gerð kostar um 70 þúsund krónur. Ljósopið á þessari nýju mynda- vél er frá 5,6-22, og venjulega er tekið á hraða 1/300-1/500. Brenni- vidd linsunnar er 15 sm, en til samanburðar má geta þess, að algeng brennividd 35 mm mynda- véla er um 5 sm. Agúst Böövarsson, forstöðu-. maður Landmælinganna, sagði Timanum, að lengi hefði staðið til að fá nýja myndavél, þvi mikil verkefni biða svona tækis. Hingað komin kostar vélin um 3,3 mill- jónir. Hjá Landmælingum liggur fyr- ir að taka nýjar loftmyndir af öll- um jörðum á landinu, en byggðin er stöðugt að breytast, og þvi verða myndir úreltar eftir nokkur ár. Inn á hverja loftmynd, sem tek- in er kemur dagsetning, tima- setning og hæð flugvélarinnar, auk númers myndarinnar og eru sérstakar litlar myndavélar fyrir hvert þessara atriða. I næstu viku koma hingað til lands sérfræðingar frá Fokker- verksmiðjunum, og verða til ráðuneytis um, hvernig mynda- vélinni skuli komið fyrir I flugvél- inni, en myndavélin vegur um 150 kg, og tekur dálitið pláss. Sauðárkrókur: 2 GÖTUR MALBIKAÐAR ÞM-Reykjavik Nú er unnið að malbikun gatna á Sauðárkróki. Er verið að mal- bika tvær götur, Aðalgötu og Skagfirðingabraut. Vegalengdin sem malbikuð verður er um 11/2 km á lengd og nær i gegnum bæ- inn. Malbikið er keypt á Akur- eyri, og flutt á s.s. 12 bllum, sem hver um sig fer einar tvær ferðir á dag. Það eru bílar sem taka 8-12 tonn, sem annast þessa flutninga. Fyrir einum átta árum hafði ver- ið malbikað á Sauðárkróki, en með ófullkomnum tækjum, svo að þær framkvæmdir heppnuðust ekki mjög vel. Einnig er unnið að nýrri vatns- veitu fyrir staðinn, og er meining- in að hún verði tilbúin i haust. Þá er einnig verið að vinna aö skóla- byggingu á Sauðárkróki. DYPSTU LEYNDARDOMAR JARÐ- SKORPUNNAR GÆTU RÁÐIZT HÉR Það er ofarlega á óskalista nefndar þeirrar, sem skipu- leggur rannsóknir á Mið- Atlantshryggnum, að bora niður i lag þrjú, fer vlsinda- menn nefna svo. Það er viðast hvar mjög djúpt i jörðu á þurrlendi, en sums staðar á tslandi er tiltölulega grunnt á þvi, og þess vegna getur rekið að þvi, jafnvel einhvern tima á næstu árum, að slik borun verði gerð hérlendis. Þetta lag hefur fundizt við jarðskjálftamælingar, og er einkenni þess, aö bylgjuhraði er meiri i þvi, en yfirborðs- bergi. En menn vita ekki, hvernig varið er eðli þess og uppruna, þótt sú kenning hafi verið sett fram, að það hafi upphaflega verið basaltlag, er á einhvern hátt hafi umbreytzt i þéttara form. 1-2 kilómetrar i jörðu niðri á þrem stöðum Við ræddum i gær við dr. Guðmund Pálmason, for- stöðumann jarðhitadeildar Engin f jarstæða, að hérlendis á næstu Orkustofnunar, um þær likur, sem á þvi kunna að vera, að borað verði niður i þetta lag hérlendis, en doktorsritgerð Guðmundar fjallaði einmitt um gerð jarðskorpunnar undir Islandi og fylgdu henni kort, sem sýndu, hversu djúpt er á þessu lagi á lslandi. Það var einnig hann, sem hreyfði þvi á þingi jarðfræðinga hér- lendis árið 1967, að i þessa bor- un yrði ráðizt. — Það er ákaflega misdjúpt á þessu lagi hér á landi, sagði dr. Guðmundur — sums staðar djúpt, en annars staðar grunnt, þetta einn til tveir kil- ómetrar. Einna grynnst er niður á það á Snæfellsnesi, á allstóru svæði i Húnavatns- sýslu, i Vatnsdal og þar i grennd, og i Hornafirði. Eigi að siður yrði borun af þessu tagi ákaflega kostnaðarsöm. Fyrirsjáanlegt gildi hennar yrði fræðilegt, þó enginn geti á hinn bóginn fullyrt til hvers ráðizt verði í að bora niður á lag þrjú árum, segir dr. Guðmundur Pálmason slikar rannsóknir geta leitt siðar meir. Ofarlega á óskalista í janúar í fyrravetur Menn hafa verið að ná úr jarðskorpunni á hafsbotni bergtegundum, sem getgátur eru um, að séu úr þessu lagi þrjú, sem við köll um, hélt dr. Guðmundur áfram. En ósannað er, að svo sé. Þess vegna er ekki nein fjarstæða, að að þvi geti rekið innan tiítölulega skamms tima, að i könnunarboranir verði ráðizt hér, þegar visindamenn hafa fengið sig fullreynda á borunum i hafs- botninn. Fyrir tveimur eða þremur árum beindi banda- riskur háskóli til okkar fyrir- spurnum um þetta mál, og á fundi nefndar þeirrar, sem fjallar um rannsóknir á Mið- Atlantshryggnum, i Princeton i Bandarikjunum i janúar- mánuði siðast liðinn, var slik borun sett ofarlega á lista um verkefni, sem æskilegt væri að leysa. A þessum fundi, sem dr. Guðmundur vitnar til, voru nokkrir islenzkir vlsinda- menn, þeirra á meðal hann sjálfur, og er skýrsla um þennan fund væntanleg innan skamms. Eins konar uppfylling hugmynda Jules Vernes Það er skemmtilegt til þess að hugsa, ef svo kynni að fara, að einhverjir dýpstu leyndar- dómar jarðskorpunnar i eigin- legustu merkingu yrðu ráðnir hér á landi, hvort sem það yrði nú i Húnaþingi eða Hornafirði eöa á Snæfellsnesi, þar sem furöusagnahöfundurinn Jules Verne lét sögupersónur sinar fara ævintýralegt ferðalag niður i iður jarðar. Nú er ekki lengur neinn galdur að fara umhverfis jörð- ina á áttatiu dögum, og þótt ekki væri nema á broti úr þeim tima, og kannski rennur sú stund upp, að undirstaða Snæfellsness verði könnuö til dýpstu róta. -JH. Dr. Gu&mundur Pálmason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.