Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 1(1. ágúst 1972 UTSALA Herrabuxur frá kr. 480/- Gallabuxur " " 390/- Manchestskyrtur" " 395/- Gallabuxurdrengja "275/- Drengjaskyrtur " " 150/- LITLI5KÓGUR Snorrabraut 22 simi 25044 Bréf frá lesendum Magnús E. Baldvlnssor 1 turivrr.l 11 - Slmt 1IB04 KABB UM DKEIFBÝLIÐ. Ungur maður úr uppsveitum Árnessýslu, Gisli Sigurðsson, finnur sárt til þess i ,,Rabbi"Les- bókar Morgunblaðsins 6. ágúst s.l., að hluti opinberra gjalda hins almenna borgara sé notaður til vegalagna 0g brúargerðar þar á landinu, sem fámenni er. Sérstaklega reynir Gisli að gera einn þingmann ábyrgan i þessu sambandi, en það er Stein- grimur Hermannsson, og svo hrapallegt sem það nú væri l'yrir drenginn, þá er það áreiðanlegt, að Steingrimur yrði Gisla þakk- látur ef hann gæti sannað/að allir um auglýsingar meðf ram vegum Náttúruverndarráð vekur athygli á 19. grcih náttúruverndarlaganna, en þar seg- ir: „óheimilt er að setja upp auglýsingar meðíram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. t»ó er heimilt að setja upp lát- lausar auglýsingar um atvinnurekstur eða þjónustu eða vörur á eign, þar sem slík starfsemi eða íramleiðsla fer fram. Ilvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar. Spjöld meö leiöbeiningum fyrir vegfar- endur, svo sem um leiðir, nöfn bæja, án- ingastaði, þjóðgarða og friðunarsvæði lalla ekki undir ákvæði þessi." Náttúruverndarráð úrskurðar vafaatriði. vegir i dreifbýli væru lagðir aö hans tilhlutan. Þessi Árnesingur mætti gera sér grein fyrír þvi, að hver ein- asta byggð á landinu á sama rétt, ekki aðeins til að vera, heldur og til uppbyggingar. Margar þær byggðir,sem nú eru fámennar hafa verið fjölmennar og þá lagt af mörkum til þjóðar- búsins miklu meir en til þeirra var kostað. Þvi má lita á útgjöld nútimans til margra afskekktra byggða sem nokkurs konar lifeyr- isgreiöslur. Á það er og vert að benda, aö f jölmenn byggð i dag er það ekki endilega á morgun ogöf- ugt, þar um ræður og veldur fjár magnið, en það sker úr um hvort byggð eykst eða eyðist. Hver smá byggð á tslandi er lifvænleg svo fremi sem að fjármagn fáist til byggingar undirstöðuatvinnu- vega.en undirstaða þeirrar bygg- ingar eru góðar samgöngur. Gisli talar af mikilli fyrirlitn- ingu um krummavikur.sem séu litt byggilegar, en honum láist að geta þess að margar hverjar eru þær litt byggilegar vegna þess eins, að ibúar þeirra njóta ekki sömu þjónustu og ibúar þéttbýlis. (Innan sviga má geta þess, að flestar krummavikur, sem fara i eyði vegna skilningsleysis þétt- býlismanna, lenda i eigu þessara sömu þéttbýlismanna). Sem vel er mun sá hugsunar- háttur, er fram kemur i ,,Rabbi" Gisla vera á hröðu undanhaldi, en góð sönnun þess er eftirfarandi setning^úr greininni „Lifið i kringum okkur", er birtist i sömu lesbók. ,,Þegar áætlanir um hina hljóðfráu SST farþegaflugvél voru teknar af dagskrá i Banda- rikjunum, vöknuðu nýjar vonir um.að ný hugsun væri fædd og að kannski mundi heimskan ekki alltaf sitja i fyrirrúmi og stjórna öllu með hagfræðilegum útreikn- ingum um efnahagslega afkomu, framleiðni og tekjuafgang." Þetta heimatilbúna svar Les- bókarinnar til Gisla ætti að vera honum hæfileg kveöja. K.Sn. FLATEY Það er skömm aö þvi að lesa stöðugt greinar, sem dásama þá stöðnun og niðurniðslu.sem Flat- ey á Breiðafirði býr við, auk fleiri álika byggða. Æskilegt væri i stað þess aösjá öllu þvi sama bleki varið i það að krefjast umbóta og framfara þessum byggðum til handa , Ferðamennska og sumar- dvalargestir eru afar óæskileg þróun og leiðir að sumu leyti til enn hraðari afbyggðar og niður- niðslu. Nútima tækni. meðal annars bilar, er ekki hlægileg i augum þeirra sem hana vantar. Þvi er áreiðanlegt, að þótt brosaö hafi verið i Flatey að akandi ferða- fóiki, þá stekkur Flateyingum áreiðanlega ekki bros, ef rætt er við þá um tæknilega uppbyggingu i eynni. Þeim til ábendingar, er dásama svo i orði hið fábrotna og einfalda lif, sem eyjaskeggjar búa við, er vert að taka fram aö um allt land eru til jarðir, bæði i eyjum og landi, sem falar eru til búskapar. Dýrkið þvi hið einíalda lif ekki i orði heldur og á boröi. Breiðfirðingur. TENNUR i útvarpi kom fram þann 8.10 sl., að ekki væri i ráði að gera neinar breytingar varðandi tann- læknaþ.jónustu fyrir fullorðna. Tannviögerðir eru nú svo dýr- ar, að með öllu er óþolandi, að mál þetta sé ekki afgreitt þannig. að leiði til ódýrari tannviðgerða fyrir almenning. Ekki væri fráleitt að hugsa sér, að byrjað hefði verið með þvi, að rikið greiddi t.d. 15% koslnaðar tannviðgerða hvers manns. Með þvi hefðifljóttsézt hver þörfin er, og spurningin er, hvort þetta hefði aukið að nokkru raunveru- leg útgjöld rikisins. Kaktus. Akerrén-ferðastyrkurinn D Dr. Bo Akerrén, læknir i Sviþjóð, og kona hans, tilkynntu islcn/.kum stjórnvöldum á sinuril tima, að þau hefðu í hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæð sem ferða- styrk handa islcndingi, er óskaði að fara til náms á Norð- urlöndum. Ilcfur styrkurinn verið veittur tiu suinum, í fyrsta skipti vorið 1902. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um haiin skulu scnda umsókn til menntamálaráðuneytisins, llverfisgötu 0, Keykjavik, fyrir 15. september n.k. í uinsókn skal greina, hvaöa nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskirteina og meðmæla. — Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðu- neytinu, Menntamálaráðuneytið, 14. ágúst 1972. Ém$mm ATVINNA fyrir kvenfólk Óskum að ráða nokkrar stúlkur til starfa nú þegar. Góð vinnuaðstaða. Góðir tekjumöguleik- ar. Upplýsingar á staðnum kl. 2-6. Fataverksmiðjan Gefjun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.