Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. ágúst 1972 TÍMINN Friðrik Ólafsson skrifar um fjórtándu skákina Spassky Friðrik Fischer Hv.: Fischer. Sv.: Spasský. Drottningarbragö. 1. C4 Fischer virðist hafa lítið dá- læti á kóngspeðsbyrjun þessa stundina enda virðist Spasský vel undir hana búinn. 1.— e6 Spasský viðhefur ekki mikla fjölbreytni i byrjanavali. Hann beitir ávallt sömu upp- byggingunni gagnvart 1. c4.' 2. Rf:s d5 3. d4 Rf6 4. Rc3 Be7 Þessi staða kom einnig upp i 6. skákinni, en þar lék Fischer 5. Bg5, sem er hið venjubundna framhald i drottningarbragði. 5. Bf4 Það er eftirtektarvert, að Fischer forðast að beita af- brigði, sem hann hefur áður notazt við i þessu einvigi. Hann gefur ekki andstæðingn- um kost á að koma endurbót- um á framfæri. 5. leikur Fischers beinir skákinni inn á nokkuð aðrar brautir en i venjulegru drottningarbragði, leiðir m.a. ekki til uppskipta á svart-veita biskupunum, eins og oft'á sér stað eftir 5. Bg5. 5. — 0-0 f 8. einvigisskákinni milli Spasskýs og Petrosjans i Moskvu 1969 varð framhaldið 5. —, c5 6. dxc5, Ra6 7. e3, Rxc5 8. cxd5, exd5 9. Be2, 0-0 10. 0-0, Be6 11. Be5, Hc8 12. Hcl, a6 13. h3, b5 14. Bd3?, og svartur nældi sér nú i skipta- mun: 14. —, d4! 15. Bxd4, Rxd3 16. Dxd3, Bc4 o.s.frv. 6. e3 c5 Með þessum hætti losar svart- ur um stöðu sina, en i staðinn verður hann að taka á sig stakt peð á d-linunni sem gæti reynzt veikleiki, ef ekki er gát höfð á. 7.dxc5 Rc6 Onnur leið er 7. — Da5 8. a3, dxc4 9. Bxc4, Dxc5 10. De2, a6. 11. e4, b5 12. Bd3, Bb7 13. Hcl, Dh5 14. 0-0 Rbd7 sbr. skákin Lengyel-Ivkov Beverwijk 1965. Einnig kemur til greina 7. — b6, sem svipar til Tarta- kovérs afbrigðisins í drottn- ingarbragði, sjá 6. skák ein- vigisins. 8. cxd5 exd5 9. Be2 Bxc5 10.0-0 Be6 Er staka peðið á d5 styrkleiki eða veikleiki? I framhaldinu snýst allt um þetta eina peð. Fischer reynir að veikja að- stöðu þess með uppskiptum á mönnum, þvi að i endatafli væri peðið svipt máttarstoð- um sinum. Spasský reynir á hinn bóginn að torvelda þetta og sjá til þess að of mikil upp- skipti eigi sér ekki stað. ll.Hcl Hc8 12. a3 12. Rxd5 væri misráðið þvi að hvitur tapar skiptamun eftir 12. — Dxd5 13. DxD, Rxd5 14. Hxc5, Rxf4 15. exf4, Rd4 16. He5, Rxe2+ 17. Hxe2, Bc4. 12.— h6 13. Bg3 Athugasemdin næst á undan átti enn við. Nú hótar Fischer hins vegar að drepa á d5. 13.— Bb6 14. Re5 Re7 Fischer vill fá fram skýrari linur á miðborðinu,en Spasský vikur undan, sjá athugasemd við 10. leik. Fischer þreifar fyrir sér með næstu leikjum sinum en tekst ekki að ná tangarhaldi á andstæðingi sin- um. 15. Ra4 Re4 Um leið og hviti riddarinn vik- ur af c3 tekur svarti riddarinn sér bólfestu á e4. Nú gæti Fischer stofnað til manna- kaupa á b6, en lendir þá i erfiðleikum með að valda peð- ið á b2 (15. Rxb6, Dxb6). 16. Hxc8 Bxc8 17. Rf:t Treystir vald sitt á d4-reitn- um, enda gegndi riddarinn ekki mikilvægu hlutverki á e5. 17.— Bd7! Með þessum leik jafnar Spasský taflið fyllilega og skapar sér góð færi. 18. Be5 Bxa4 19. Dxa4 Rc6 20. Bf4 Biskupinn átti ekki mikið er- indi á e5, likt og samherji hans riddarinn fyrr i taflinu. Fisch- er hefur teflt byrjunina dálitið losaralega. " 20.— Df6 Beinir skeytum sinum að b- peðinu hvita. Fischer vill nú einfalda stöðuna með manna kaupum, en verður illilega á i messunni. 21. Bb5? Hér er um hreinan afleik hjá Fischeraðræða. Honum hefur greinilega yfirsézt millileikur Spasskýs i 22. leik. Nauðsyn- legt var 21. Db5 eða 21. Db3. 21.— Dxb2 22. Bxc6 Rc3! Nú verður Fischer að láta af hendi peð án þess að fá nokkuð i staðinn. Framtiðarhorfur hans eru sannarlega ekki bjartar. 23. Db4 DxD 24. a3xD bxc6 25. Be5 Rb5 26. Hcl " Hc8 27.Rd4 f6? En Adam er ekki lengi i Para- dis. Spasský skilar peðinu til baka! Með 27. — Bxd4 eða 27. —, Rxd4 hefði Spasský haft at- burðarásina i sinni hendi. 28. Bxf6! Þetta hafði Spasský yfirsézt. Hann hefur sennilega aðeins reiknað með 28. Rxb5. Nú koðnaði skákin niður i jafn- tefli. 28.— Bxd4 Eða 28. —, gxf6 29. Rxb5 og vinningshorfur svarts eru hverfandi litlar ef nokkrar. 29. Bxd4 Rxd4 30. exd4 Hh8 Hróksendataflið skapar hviti enga erfiðleika. 31.KÍ1 Hxb4 32. Hxc6 Ilxtll 33. Ha6 Þarna lá hundurinn grafinn. Svarta a-peðið er dauðadæmt. 33. — Kf7 34. Hxa7+ KfG 35. Hd7 ii5 36. Ke2 g5 37. Ke3 He4 + 38. Kd3 Ke6 39. Hg7 Kf6 40. Hd7 Ke6 Þrátefli og jafntefli. FÓ ABCDEFfiH 14. einvígisskákin: LEIKUR MISTAKANNA FYRIR FULLU HÚSI ÁHORFENDA ET-Reykjavfk. 14. einvigisskákinni, sem tefld var i gær, lauk með jafntefli eftir 40 leiki. Skákin var fremur rislitil, þótt nokkrar sviptingar ættu sér stað á taflborðinu. Bandaríski blaða- maðurinn Frank Brady sagði um skákina að henni lokinni: „Það úði og grúði af afleikjum i skák- inni. í<:g held, að flesta fingur- brjóta megi finna í henni af iillum þeim skákum, sem tefldar hafa verið i einvigi sem þessu!" 14. skákin hófst á drottningar- peðsbyrjun og upp kom jöfn staða. i 21. leik náði Spasski peði af Fischer og virtist hafa betri stöðu. Alll kom þó fyrir ekki, Fischer jafnaði metin og i lokin kom upp „dauð jafnteflisstaða". Fischer hefur 8 1/2 vinning, gegn 5 1/2 vinningi Spasskis að lokinni þessari skák. 15. einvigis- skákin verður svo tefld á morgun, fimmtudag, og hefst kl. 5. DROTTNINGAR- BRAGD EINU SINNI ENN Jæja, þá er Spasski staðinn upp Ur veikindunum og ekkert þvi til fyrirstöðu, að 14. einvigisskákin hefjist. Fischer mætir sjö minút- um of seint og leikur c4. Spasski svarar e6 og upp kemur drottn- — Spasskí hafði betri stöðu um tíma — ingarbragð. (Fischer hafði aldrei beitt þessari vörn fyrir einvigið. t þessari skák teflir hann vörnin samt sem áður i þriðja skipti.) Ég tek eftir þvi, að óvenju margir gestir eru i Laugardals- höllinni i kvöld. 1 ljós kemur við nánari eftirgrennslan, að u.þ.b. 1200 manns hafa keypt sig inn (þegar kl. 6) og er það metað- sókn, sé ekki reiknað með fyrstu skákinni. Meðal gesta er eigin- kona Spasskis og konur hinna rússnesku skákmeistaranna. Þá hafa i dag hvorki meira né minna en 18 erlendir blaðamenn bætzt i hóp þeirra, sem fyrir voru. RÆTT VIÐ ROBERT BYRNE Skákin liðast áfram. Fischer leikur hratt og örugglega, enda með mun betri tima að 15 leikjum loknum. (Fyrstu 10 leikina lék hann á 3-4 min.) Ég sný mér að Robert Byrne, stórmeistara frá Bandarikjunum, og spyr hann fáeinna spurninga. Byrne kann ágætlega við sig hér á landi, þótt hann sakni sumarsins. ,,Ég hef eiginlega farið á mis við sumarið i ár, en vonast til að komast eitthvað suður á bóginn i haust. T.d. er liklegt, að undan- keppni fyrir bandaríska meistaramótiðverði háð i Miami i desember næstkomandi." Ég spyr, hvort hann hafi ferðast eitt- hvað um landið. Vissulega hefur hann farið viða, t.d. að Geysi, til Þingvalla og i Hval- fjörð. „Ég hef hins vegar ekki haft tækifæri til að fara til Vestmannaeyja og sjá Surtsey. Það verð ég að gera, áður en ég fer héðan." Þessu næst berst tal okkar að skákinni. ,,Ég er að sjálfsögðu ánægður með aukinn skákáhuga i heimalandi minu. Það er samt ekki eingöngu i Bandarikjunum, sem áhugi á skák fer vaxandi. í löndum eins og ttaliu hefur áhug- inn einnig aukizt." „Fischer vinnur þetta einvigi, það er svo til öruggt. Mér finnst hann hafa teflt betur, t.d. er áber- andi, hve vel hann kemur út úr byrjununum. Spasski hefur að- eins gengið vel i byrjun tveggja skáka, 4. og 11." (Þess má geta, að Byrne skrifar um einvigið fyr- ir fjölda bandariskra blaða, þ.á.m. New York Daily News.) SVIPTINGAR Á BAÐA BÓGA Leikjunum fjölgar og gestir streyma inn um dyr Hallarinnar. Einn þeirra, er hvað lengst er að kominn er tvimælalaust Jón Ei- riksson, bóndi i Vorsabæ á Skeið- um. Jón segist vera einn á ferð og ekki vita af sveitunga sinum i Höllinni i kvöld. Hann kveðst hafa einhvern áhuga á skákinni, en er ekki siður sólginn i minjagripi, tengda einviginu. Honum lizt vel á þá keppendurna, ekki sizt Spasski. Ég kveð Jón og sný mér að Guðmundi G. Þórarinssyni. Forsetinn er hýr á svip og segir, að fjárhagur Skáksambandsins sé, eitthvað að réttast við. I 21. leik nær Spasski peði af andstæðingnum og virðist koma út með sterkari stöðu. Ég sé, að Bandarikjamennirnir fölna og tauta sin á milli: „It's dead lost for Bobby!" Rússarnir gera aftur á móti að gamni sinu og eru greinilega i bezta skapi. Menn ræða það, hvort Fischer hafi fórn- að peðinu eða leikið svona ferlega af sér. Flestir hallast að þvi siðar- nefnda og telja, að tölvunni hafi nú loks orðið á i messunni! En Fischer er ekki allur, þar sem hann er séður. Kappinn teflir sterkt og tekst að vinna upp peðs- vinning heimsmeistarans. „DAUTT JAFN- TEFLI" I LOKIN Eftir 34. leik standa kapparnir Frh. á bls. 15 Hafréttarráðstefnunni frestað fram á árið 1975? Skv. fréttum, sem borizt hafa frá Genf mun ekki verða unnt að hefja hafréttarráð- stefnu S.þ. fyrr en 1974 eða ári siðar en fyrirhugað hafði verið og allt útlit er fyrir að ráð- stefnunni verði skipt i tvennt, þannig að siðari liluti hennar verði ekki fyrr en á árinu 1975. Sá málflutningur islendinga að cngin trygging væri fyrir þvi að hafréttarráðstefnu S.þ. yrði ekki frcstað og þess vegna ókleift fyrir islendinga að biða með útfærsluna hefur þvi reynzt á rökum reistur. Auk þess er engin trygging fyrir þvi að ráðstefnan komizt að neinni niðurstöðu um við- áttu fiskveiðilögsögu á árinu 1975 eða siðar og fiskimiðin við island gætu sannarlega orðið uppurin áður en alþjóðasam- komulag næst uin þessi mál. Þessari skoðun til stuðnings er sú staðreynd, að fyrri ráð- stefnur gáfust upp við að finna lausn þessara mála. Hvatning til fiskræktarmanna Hcr á landi er staddur Olof Jöker, silungsræktarmaður, frá Danmörku. i viðtali við eitt dagblaðanna segir hann: „llcr virðast vera ótæmandi mögulcikar á þvi að rækta hcilbrigðan silung og lax og er óhætt að fullyrða, að íslautl er eina landið, sem hefur með öllu sloppið við sjúkdóma i þessum fiskum." Knnfremur segir Jöker: ,,ftg hcltl að óhætt sé að scgja að allir, sem sinna sil- ungsrækt, hafi mikinn hug á þvi að fá keypt hrogn eða seiði frá islantli. og reyna þannig að koma upp heilbrigðum slofni. Það cr þvi frá minum bæjar- dyrum séð hálf furðuleg af- staða þeirra, sem um þessi mál fjalla hcr á landi, að synja um nauðsynlcga fyrirgreiðslu til þcss að hægt sc að flytja út seiði og hrogn. Hér er um mikla atvinnumöguleika að ræða, auk þess, sem verulegt fjármagn er i húfi. Silungs- ræktarbændur i Evrópu myndu ckki hugsa sig tvisvar um að borga margfalt gang- verð á þessari vöru, ef tryggt væri að silungurinn væri hcil- brigður. Það má þvi segja að peningarnir liggi i rennu- steininum, og það eina sem gcra þarf, cr að bcygja sig niður og taka þá." Miklir möguleikar Um mögulcikana til rekst- urs eldisstöðva hér á landi segir hinn danski fiskræktar- maður: „fcg hef náttúrlega ekki séð þær allar, en i Laxalóni, þar sem vinur minn Skúli rekur eldisstöð, er sá alfallegasti lax, sem ég hef nokkurn tima- nn scð. Ef möguleiki væri á að þéna peningana með svo auð- veldum hætti við fiskeldi i Danmörku, og það virðist vera hér á landi, þá væri nú gaman að lifa. Já, ég held að ef ég væri ógiftur ungur maður, þá myndi ég setjast að á islandi og hefja stórfellda fiskirækt." —TK Grœðuni laudið gcymtim f« IBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.