Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. ágúst 1972 TÍMINN SfiQfl Ræöur forsetans einkaeign Ræður þær, se'.n de Gaulle fyrr- um Frakklandsforseti flutti op- inberlega hafa nú verið dæmdar einkaeign erfingja hans. Dóms- uppkvaðning þessi kom til af þvi, að út hefur komið i Frakk- landi bók, sem nefnist De Gaulle 1958-1969 og eru i henni allar helztu ræður, sem forsetinn hélt á þessu timabili. Blaðamaður- inn Andre Passeron tók saman efni bókarinnar en Bordas út- gáfufyrirtækið gaf hana út. Hef- ur bókin nú verið gerð upptæk, og Passeron og Bordas dæmd til þess að greiða 10 þúsund dollara i skaðabætur til ekkju de Gaull- es og tveggja barna hans og einnig til útgáfufyrirtækisins Plon, sem hefur einkarétt á út- gáfu allra verka hershöfðingj- ans. Nálarstungur í Frakklandi Fyrir skömmu var brjóst tekið af konu i Marseilles i Frakk- landi án þess að hún væri deyfð eða svæfð á venjulegan hátt. Aðeins var notuð nálstunguað- ferð sú, sem mikið hefur verið talað um að undanförnu og not- uð er i Kina. betta mun vera i fyrsta sinn, sem þessi deyfing- araðferð er notuð eingöngu við uppskurð i Evrópu. Skurðlækn- inum, dr. Georges Gastraud, til aðstoðar var vietnamskur sér- fræðingur dr. N'Guyen Van Ngi. Skurðaðgerðin tók eina og hálfa klukkustund, og sjúklingurinn var með fulla meðvitund allan timann. Eftir aðgerðina var konan flutt aftur i rúm sitt, óþreytt og i fullkomnu jafnvægi að sögn læknisins. Þetta mun vera áttunda skurðaðgerðin, sem Gastaud hefur framkvæmt ¦^T o á þennan hátt og með nálar- stungudeyfingu, en þetta var þó i fyrsta sinn, sem hún var notuð eingöngu. Þeir horuöu sameinast Mikil hreyfing hefur nú verið vakin upp meðal horaðs fólks i Bandarikjunum. Fulltrúi þess og leiðtogi, Barry Goldsmith, segir, að fólk, sem sé langt og mjótt, sé nú fyrir löngu orðið þreytt á þvi að heyra, hve óhraustlega það liti út, og að eitthvað hljóti að vera að þvi. Hann segir, að þetta fólk eigi rétt á að vera virt og metið, og að þvi skuli dást ekki siður en kraftajötnum og fitubollum eins og hann orðar það. Goldsmith er sex fet á hæð, og aðeins 118 pund á þyngd, sem sagt langur og mjóY. Hann leggur stund á list við Columbia Háskólann i New York. Hann sagði i sjónvarps- viðtali nú nýverið, að þegar hefðu um 20 þúsund manns sýnt áhuga á stofnun þessa nýja félagsskapar, sem á að berjast fyrir hagsmunum hinna grönnu. Ég er gjaldþrota Ég er gjaldþrota segir ,,Hr. Fabiolo" eða don Jaime de Mora y Aragon, bróðir Fabiolu drottningar. Það hefur vakið mikla athygli, og litla hrifningu meðal belgisku hirðarinnar, að don Jaime hefur undirritað samning um að koma fram sem nautabani á Spáni. Don Jaime, sem er af mjög góðum ættum á Spáni hefur hefur hvað eftir annaðorðiðtilþess að hneyksla bæði ættfólk sitt og tengdafólk i Belgiu, en sjaldan eins mikið og nú. Hann segir þó, að ekki hafi verið um annað að gera, þvi hann sé algjörlega peningalaus, og hafi þvi orðið að fá sér ein- hverja vinnu. Markgreifafrúin af Casa Sierre, móðir Fabiolu og Jaimes, hefur gert allt, sem i hennar valdi stendur fyrir son sinn, en hún hefur ekki með nokkru móti getað fengið hann til þess að hætta við þessa sið- ustu ráðagerð. Hún hefur orðið að leggja enn meira að sér við að fá son sinn ofan af nautaat- shugmyndinni fyrir þá sök, að maður henn er formaður dýra- verndunarfélags, og þykir mörgum, sem þaðsæmi ekki, að sonurinn leggi fyrirsig nautaat. Jaime segist þó ekki muni skipta um skoðun, og hann er farinn að koma fram á nautaati, þótt á þvi sviði hafi hann enga æfingu fyrir. Vill eiga barn utan hjónabands Allir muna eftir Irene úr Forsyte-ættinni. Sú, sem fór með hlutverk hennar er Nyree Dawn Porter, og hefur hún nú hneykslað alþjóð i Englandi með þeim ummælum sinum, að hana langi til þess að eignast barn, en samt vilji hún ekki gifta sig til þess að eignast það. Hún vill sem sagt eiga það utan hjónabands. Nyree Dawn Port- er segist alls ekki skilja, hvern- ig standi á þvi, að fólk hafi orðið svona hneyklsað á þessum um- mælum sinum, þvi hún geti á augabragði nefnt heila tylft ungra leikkvenna og annarra, sem hafi átt börn, en þó ekki verið giftar. Engin hafi orðið hissa á þeim, eða látið i ljós lit- ilsvirðingu sina. Munurinn sé einungis sá, að hún hafi sagt þetta opinberlega, og þorað að standa við skoðun sina i þessu máli. Nyree, sem er frá Nýja Sjálandi var gift æskuvini sin- um Byron O'Leary, en hann dó fyrir nokkru eftir að hafa tekið inn of mikið af svefnlyfjum und- ir áhrifum áfengis. Þau Nyree og Byron höfðu veriö vinir frá þvi þau léku saman sem börn heima á Nýja Sjálandi. Árið 1959, þegar Nyree var tvitug/ vann hún til ferðar til Englands eftir að hún hafði verið kjörin Ungfrú kvikmynd það ár i föð- urlandi sinu. Eftir að hún kom til Englands fór hún að fá smá- hlutverk i kvikmyndum. Árið 1960 kom vinur hennar á eftir henni, og þau giftu sig. En Nyree hlaut skjótari frama en maöur hennar i kvikmynda- heiminum, og smátt og smátt fór að halla undán fæti fyrir honum, og hann lézt sem sagt nýlega. Nyree segist ekki geta hugsað sér að gifta sig á nýjan leik, en sig langi samt til þess að eignast barn, áður en hún sé oröin of gömul. Hún missti tvi- vegis fóstur á meðan hún var gift, og það segist hún ekki geta hugsað sér að þurfa að gagna i gegnum aftur. Svo var það kjúklingamamman sem sagði við ungann sinn: — Ef hann pabbi heyrði til þin núna mundi hann snúa sér við i frystikistunni. • Það var lika maðurinn, sem eyði- lagði heilsu sína, af þvi að vera alltaf að skála fyrir heilsu annarra.. . — Jæja ungfrú. Nú skuluð þér létta á hjarta yðar. Maður nokkur kom of seint til borðhaldsins og borðdama hans sagði við hann: — Leiðinlegt að þú skyldir verða of seinn, við vorum einmitt að syngja þennan skemmtilega söng. Svo rétti hún WFfJ(j~~ K^~~^-~^_~3 ~~* honum óvart sérviettuna i stað *".>"'.¦•- blaðsins með textanum. Hann — Jæja, svo ykkur finnst ég horfði um stund á serviettuna, og ófrýnilegur. Þá ættuð þið að sjá sagði svo. — Já, þetta hlýtur að konuna mina. hafa verið skemmtilegt, fyrst þið hafið sungið það upp til agna. Efmaðurhlær of mikið er maður asnalegur. Ef maður hlær ekki, er maður leiðinlegur. Ef maður hlær ekki nóg, er maður kimnigáfu laus. Ef maður hlær of hátt er maður ruddalegur. Ef maður hlær oft, er maður að vekja á sér athygli. Ef maður flissar, er maður heimskur. Ef maður hlær litið, er maður merkilegur með sig. Þetta er hreinlega grátlegt.... DENNI DÆAAALAUSI Égskalsegja þér, hvers vegna ég ætla aldrei að gifta mig. Ég ætla sko ekki að eyðileggja heilan laugardag með þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.