Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miövikudagur 16. ágúst 1972 Þar sem síldin var fyrrum sannleikurinn, vegurinn og lífið t gamla daga sendu efnaðir Kaupmannahafnarbiiar, i tengsl- um við Islandsverzlunina,baldna syni sina út hingað, svo að þeir gerðu þeim ekki skráveifur heima fyrir. Fyrir ekki ýkjalöngu komu Reykvikingar í þægilegri aöstöðu sinum sonum, er áttu dá- litið erfitt með að halda sér á rétt- um kili, til sumardvalar i sildar- verið mikla á Raufarhöfn. Auðvitað voru það þó ekki þess konar piltar, sem greiddu millj- ónunum, er flutu um sildarplönin og verksmiðjurnar, veg i þjóðar- búið. Það var fólk af allt annarri gerð — sjómenn, verkamenn og sildarstúlkur, sem kverkuðu og söltuðu án afláts i langdegi hinna nyrztu tanga undir þeim himni, sem hvelfist yfir Melrakkasléttu og Þistilfirði, heiður eða skýjaður eftir atvikum. Sildin var upphaf og endir alls á Raufarhöfn þessi ár. Fyrir alda- mót hafði hún hleypt fjörkipp i kauptúnin á Austfjörðum. Seinna var aflgjafi mikilla umsvifa á Hesteyri, i Ingólfsfirði og Pjúpu- vik. Nú eru tveir þessara staða i eyði, einn hjarir i byggð fyrir þrautseigju fárra manna. Jafnvel höfuðborg sildveiðanna um lang- an aldur, Siglufjörður, varð að sjá á bak sildinni, gullfiskinum sin- um silfraða, svo að ekki sé nefnd- ur Hófðakaupstaður, sem fékk verksmiðju, nýtt nafn og marg- auglýst skipulag, rétt sömu miss- erin og sildin fór að hundsa Húna- fióa. Raufarhöfn og Austfirðir urðu i bili arftakar sildarstöðvanna, sem misstu bitann mikla úr ask- inum sinum. En svo kvaddi síldin enn, langþreyttari á skiptum sin- um viö landsmenn en áður, þvi að hún hefur varla sézt siðan, kannski af þvi að likt var ákomið fyrir henni og Indiánum i Ame- riku: Dugnaðarfólk hafði langt til útrýmt henni. , Skran, sem eitt sinn var hluti mikilvægra atvinnutækja, byltist í sjónum við höfðann, sem enn sem fyrr- um er of fallegur til þess að safna að sér rusli. (Timamyndir VH ) Þeim, sem kynntust Raufar- höfn eins og hún var að sumarlagi fyrir ekki ýkja löngu, verður und- arlega innan brjósts, þegar þeir koma þangað. Þar er svo hljótt og autt og allt gerólikt þeirri mynd, Ili'-r varáður athufnasvæði þeirra, sem við síldina sýsluðu. Þeim, sem hér störfuou fyrir ekkiýkja löngu, bregður ibrún aðsjá alltautt og dautt. Sigvaldi Hjálmarsson: BÆÐI GOTT OG ILLT ER BÖL SAGT er að fern vandamál vofi yfir mannkyninu i dag: Mengun, gereyðingarstyrjöld, offjölgun og þarmeð hungur — og tómstundir. Ef við sleppum við kjarnorku- styrjöld og að fara á kaf i rusl og óþverra litur helzt út fyrir að mannkyninu fjölgi svo óskaplega að fæðu skorti handa þvi og það hrynji niður úrhungri En ef okk- ur tekst að vinna bug á þvi vanda máli — þá virðist svo sem tólk verði ært af leiðindum af þvi það hafi ekkert við timann að gera. Viðhcrfumst i augu við að bæði gott og illt virðist böl. Þetta er furðuleg mótsögn, en við erum á öllum sviðum i úlfa- kreppu vegna mótsagna. Litum á eftirfarandi: Við höfum eitthvað sem við köllum „menningu", og fólk er að rifna af aðdáun á „menningar- postulum" og „menningar- ráðum". Aldrei skortir pening ef menningin er annars vegar. En menning er ekki að vera góður, gera gott, hjálpast að. Svo- leiðis lagaðkemur menningu ekk- ert við. Menning er bara það að gera hluti snyrtilega og eftir viss- um reglum. Það má til dæmis drepa mann, ekki stefnir það gegn menningunni, bara ef hann er drepinn á réttan hátt og sam- kvæmt gildandi formúlu, og sú formúla heitir strið og aftaka. Það er ekki til sá glæpur að ekki megi afsaka hann menningarlega séð, þvi menning skiptir sér aldrei af öðru en aðferð, aldrei af meiningu. Það er alkunna hve menn eru óð- fúsir að taka að sér stjórn á öllum hlutum, allra helzt á öðru fólki, sbr. stjórnmálamenn. Hitt þykir litlu skipta, og er ekki til umræðu, hvort menn yfirleitt kunna að stjórna sjálfum sér, ekki einu sinni spekúlerað i hvort stjórn- endur fólks og þjóða kunna að . stjórna sjálfum sér! Er samt ekki sá sem stjórnað getur sjálfum sér trúlega efni- legri stjórnandi annarra manna? Maðurinn á afar bágt með að vera einn, getur misst vitglóruna af þeim sökum. En ef fleiri eru saman byrja þeir ævinlega að hatast. Dæmi um það er að ef tveir menn eru settir á eyðiey, er algengast að þeir séu orðnir fjandmenn eftir skamman tima. t framhaldiaf þessu máog geta hins að oftast er ómögulegt aö fá þjóðir til að standa saman nema þær geti fundið einhvern eða ein- hverja til að hata eða óttast sam- eiginlega. Og bezta ráðiö til að sameina mannkynið er senniíega að telja þvi trú um að einhver voðaskepna utan úr geimnum sé aö undirbúa að ráðast á jörðina! Samt veldur hatur og ótti hverj- um sem hlut á að máli þjáningu. Við drepum til að koma i veg fyrir manndráp heyjum strið til að stuðla að friði. Meira að segja unga fólkið sem þykist vera að vinna að friði og gengur með svo- kallað friðarmerki utaná sér, á i sifelldum útistöðum við umhverfi sitt og hefur jafnvel tekizt að gera meinleysið að árás með þvi að setjast þar niður sem það veit að það fær ekki að vera i friði. Við gefum til að fá launað, hjálpum til að fá hjálp. Hjálp til vanþróaðra er básúnuð út i hinum riku löndum. Samt er hún ekki meiri en svo að ekki einn einasti maður þarf að vera matarlaus i einn dag hennar vegna og enginn þarf að hætta að þjóna sinum kenjum, svo sem að fresta að kaupa sér nýjan bil og svoleiðis. Þannig er gjöf og hjálp ekkert annað en sýndarmennska og prang. Það er komið i ljós að góð skil- yrði nægja ekki til að skapa frið og hamingju. Ekkert skipulag, engin skilyrði eru friður og ham- ingja. Friður og hamingja er ekkert annað en friðsamt og hamingjusamt fólk. Ungt fólk vinnur bezt að friði með þvi að vera sjálft friður, ekki stofna til ófriðar vegna friðarins. Það vantar svo sem ekki að margir vilji bæta heiminn. Allt veður uppi af fólki sem vill bæta þennan heim. Við höfum menn- ingarstofnanir, trúflokka, trú- boða, móralista — óhemju fé er varið til að bæta heiminn. Ég þekki ekki einn einasta mann sem ekki vill bæta aðra. Þú vilt bæta mig og ég vil sjálfsagt bæta þig. En þetta verður einhvern veg- inn allt að engu þvi enginn virðist koma auga á þann möguleika að hver taki til i sinu horni og reyni að bæta sjálfan sig. Það ætti þó ekki að vera nein fjarstæða. Og úr þvi ég er farinn að tala um heiminn: Hvað er heimurinn? Við heyrum talað um eitthvert hálf-yfirskilvitlegt fyrirbæri sem er kallað „heimur". En hvað er það annað en slógan. Það einasta sem „heimurinn" getur raunverulega merkt er fólkið. Ef heimurinn er vondur er ver- ið að setja útá okkur mennina. Ef á að bæta heiminn verður að bæta mennina. Ef á að bæta mennina verður hver og einn að vilja bæta sjálfan sig. Mannfólk er nefnilega ekki massa-pródúserað . Það er ekki búið til eins og til að mynda pissudúkkur! Þarna stendur hnifurinn i kúnni. Þegar að þessu er komið setur menn hljóða, þeir fara að tala um veðrið og sprettuna! Það er nefnilega ekkert interes- sant að taka sjálfan sig i gegn, i rauninni hrein fjarstæða þvi ,,ég er eini maðurinn sem er olræt i gervallri tilverunni". Samt held ég að ekki sé nokkur vafi að menn vilji frið og ham- ingju. Eg hef nefnilega aldrei rekizt á vondan mann, raunverulega ill- viljaðan mann. Þess vegna hefur mér dottið i hug hvort verið getiað við séum ekki heilir á sönsum, bókstaflega allir upp til hópa: brjálaðir. Að vera normal er ekkert nema meirihluta samþykkt. Og þá getur verið að við lokum þessa fáu sem eru með öllum mjalla inni spitölum! Þetta er ekki sagt i grini. Heilar þjóðir hafa stundum verið haldnar vissri brjálsemi, t.d. Azrekar sem fundu mesta göfgi og andlega fullnægju i pynting- um: einu sinni á ári var maður fleginn lifandi guði til dýrðar og á hverjum degi var einum manni er þeir hafa varðveitt innra með sér. Sildarplönin grotna niður, verksmiðjurnar ryðga i hljóðri þögn, bústaðir embættismanna standa auðir. Þótt ibúarnir hafi ekki yfirgefið byggð sina i ör- væntingu, er svipurinn ömurlegur eins og jafnan verður, þegar mik- il umsvif hverfa skyndilega úr sögunni og mannvirki og marg- brotin tæki hætta að hafa verk- efni, sem þeim voru ætluð.. tslendingar eru þvi vanir að þreyja þorrann og góuna — biða vetrarlangt eftir þvi, að vorið og batinn komi. Ef til vill kemur sildin aftur og hleypir lifi í allt á Raufa.rhöfn og viðar, þar sem verksmiðjur standa auðar og yf- irgefnar — sumar án þess að nokkurn tima hafi komið i þær sildarsporður. Að visu verður þá fátt af þvi til nokkurs nýtt, er áður málaði gull og gróða á Raufar- höfn. En úr þvi verður fljótt bætt, ef til kemur. Að öðrum kosti skul- um við vona, að aðrir bjargræðis- vegir endist til þess, að Raufar- höfn haldi velli, og fólkið þar sog- ist ekki inn i þá mannlifsdælu, sem spýtir mönnum nauðugum viljugum á fjarlægar slóðir, unz allt er i auðn. KASTLJOS slátrað svona á venjulegan hátt i sama tilgangi. Okkur þætti þetta ekki normalt. En hvað finnst framtiðarmönn- unum ónormalt um okkur? Ég er hálfhræddur um að það verði ýmislegt. En af þvi ég er nú bara einn af vitfirringunum er bezt að ég haldi mér úr þessu saman um minar skoðanir þar að lútandi. Samt vil ég segja að svo vitlausir erum við ekki að við ekki sjáum að lagfæringin verður að gerast iokkursjálfum. Og til þess að svo megi verða þurfum við aö vita eitthvaö meira um okkur sjálf, botna pinulitið meira i þessu fyrirbæri: maður. Annað getum við lika séð þótt við séum kannski bilaðir á geðs- munum: t okkur öllum er fyrirbæri sem við kóllum sjálfselsku eða eigin- girni. Hún er sjúkleg, þvi sam- timis þvi sem hún ræöur mestu I fari okkar gerir hún okkur lifið óbærilegt. Það sést á þvi að þú missir matarlystina ef annar maður er að deyja úr hungri fyrir augunum á þér. Aðeins hungur og hörm- ungar i Vietnam eða Bangladesh eru nógu fjarri til að við getum haldið áfram að borða með góðri lyst. Og þarna kemur eitt geð- veiklunareinkennið enn: Við stingum höfðinu i sandinn einsog strúturinn, litum i aðra átt og þykjumst ekki vita það sem við vitum. Að skilja manninn betur er þvi vænlegasta ráðið ef bæði gott og illt á ekki að halda áfram að vera böl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.