Tíminn - 16.08.1972, Page 7

Tíminn - 16.08.1972, Page 7
MiAvikudagur 16. ágúst 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurfnn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlssonji;;!; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns)JW Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislason;. • Ritstjórnarskrif-j;:;:; stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306];;;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-í;;;:; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald!;:;: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein->;!;;! takið. Blaðaprent h.f. Orðsending Norðmanna Norska rikisstjórnin hefur sent hinni is- lenzku orðsendingu, þar sem látin er i ljós sú von, að Norðmenn muni njóta sömu friðinda og Bretar og Vestur-Þjóðverjar kunni að fá. Þessi beiðni Norðmanna kemur ekki á óvart og getur vart talizt óeðlileg, og islenzka rikis- stjórnin hlýtur að taka hana til vinsamlegrar athugunar. En enn er þvi miður allt i óvissu um það, hvort bráðabirgðasamkomulag næst við Breta og Vestur-Þjóðverja um friðindi þeirra innan nýju 50 mílna markanna. Bretar höfnuðu fyrri tilboðum íslendinga, og enn hafa þeir enga afstöðu tekið til hins nýja tilboðs, sem gengur verulega til móts við höfuðkröfur Breta, en fyrstu kveðjur frá brezka utanrikis- ráðuneytinu i tilefni af hinu nýja tilboði íslend- inga voru ótrúlega kuldalegar, ef rétt er með farið i erlendum fjölmiðlum. Um þetta sagði Einar Ágústsson utanrikisráðherra i viðtali við Timann: ,,Mig furðar á að sjá þá fullyrðingu hafða eftir embættismönnum i brezku ráðu- neyti, að hér sé ekki um neina breytingu að ræða frá fyrra tilboði. Ég trúi þvi ekki, fyrr en ég tek á þvi, að það sé rétt eftir haft.” Takist ekkert samkomulag og hefjist nýtt þorskastrið á íslandsmiðum, er íslendingum ókleift að veita öðrum þjóðum friðindi innan nýju 50 mílna markanna en þeim, sem viður- kenna islenzka lögsögu á fiskimiðunum við ís- land. Hingað er nú komin 12 manna færeysk sendi- nefnd til að ræða undanþágur til handa fær- eyskum fiskimönnum innan nýju fiskveiðilög- sögunnar. Smdfiskveiðar Breta Fiskifræðingar telja, að dánartala islenzka þorskstofnsins sé hæst allra fiskstofna i Norð- ur-Atlantshafi. Er um að ræða 70% kynþroska fiska og 65% ókynþroska fiska á ári hverju. Þessi ofveiði á ókynþroska fiskum er stofnin- um auðvitað sérstaklega hættuleg. Þeir togar- ar, sem afkastamestir eru i þessari ofveiði á smáfiski, eru brezkir. Árið 1966 veiddu Bretar 30.6% alls þorskafla, sem veiddur var við Island, miðað við þyngd. En sé miðað við f jölda fiska, er afli Breta 52.9% af þeirri tölu þorska, sem dregnir voru á ís- landsmiðum 1966. Þessi mismunur i hundraðstölu sýnir glögg- lega, að brezkir togarar veiða mikið magn smáfisks — eða meira en nokkur önnur þjóð,sem stundað hefur veiðar á íslandsmið- um. Þarf þvi ekki að deila um það, hverjir eru mestir vargar i þorskstofninum við ísland. Skattar aldraðra Samkvæmt fyrri skattareglum var gert ráð fyrir, að 5.400 aldraðir greiddu einhvern tekju- skatt. Eftir setningu bráðabirgðalaganna verða það hins vegar 3.950, sem greiða ein- hvern tekjuskatt, og þar af 1900 fullan skatt en 2050 skertan skatt. Aldraðir framteljendur eru rúmlega 14 þúsund. Yfir 10 þúsund þeirra verða tekjuskattslausir, og aðeins 1900 af þess- un 14 þúsund greiða óskertan tekjuskatt. — TK Forustugrein úr The Economist: Sameining Egyptalands og Libyu kom á óvart Arabar fagna, en vestrænir menn eru vantrúaðir Sadat forseti og Quaddafi ofursti takast i hendur. ÞEGAR ættjarðarsöngvar óma i útvarpinu, er vissara fyrir Egypta að gæta varúðar. Sungnir voru lofsöngvar um einingu Araba áður en hin ó- vænta tilkynning frá Benghazi var birt um þá ákvörðun Sad- ats forseta og Qaddafi of- ursta að sameina Egyptaland og Lybiu frá og með 1. sept- ember 1973. Fyrir fáeinum vikum hefðu þessi tiðindi þótt jafn ótrúleg og brottrekstur rússnesku hernaðarráðunaut- anna frá Egyptalandi. Sadat hefir komið algerlega á óvart með hvoru tveggja, en hið sið- ara kemur þó i rökréttu fram- haldi hreystiyrðanna um afl og getu Araba sjálfra og sam- einað og einbeitt átak um afl þeirra. Ætla má að þetta sé þó sýnu rökréttara en hvað það er vin- sælt i hvoru rikinu um sig. Sameiningin á að koma smátt og smátt. „Sameigin- legt stjórnmálavald” á að skipa sjö nefndir frá báðum aðilum til að leggja á ráðin um sameininguna. Hugsazt getur, að endanlegur árangur verði litlu meiri en efling þeirra grönnu samveldisþráða, sem hafa tengt Egyptaland, Sýr- land og Lýbiu siðan i septem- ber i haust sem leið. Ef til vill er dagurinn 1. september 1973 ekki annað en nýr lokafrestur Sadats forseta. Hins vegar er hætt við að framandi menn að- hyllist það, sem þeim þykir rökrétt og eðlilegt, og láti þvi blekkjast af öllu athæfi Araba og einingarskrafi. EINING Araba er ástand sem aðrar þjóðir visa frá sem draumórum, og það með full- um rökum. Enn hefir ekki ver- ið sannað að einingarvilji Ar- aba hrökkvi gegn þjóðlegum sérhagsmunum. Eina dæmið um raunverulega einingu i nú- tiðinni er samruni Egypta- lands og Sýrlands árið 1958, sem upp ur slitnaði árið 1961, og var hvor aðilinn um sig sannfærður um svivirðilega misbeitingu hins. Svipaður, og þó gætilegri, samruni hinna stærri Araba- rikja á liðinni tið hefir farið út um þúfur jafnvel enn fyrr. Litlu furstadæmin við Persa- flóa hafa augljósari, og ef til vill varanlegri þörf fyrir fé- lagsskapinn. Aðkomumaður verður yfirleitt fljótt var magnaðrar, staðbundinnar þjóðerniskenndar samfara skeytingarleysi, tortryggni eða andúð i garð annarra Ar- abarikja. Slikar tilfinningar eru þó ef til vill hvergi jafn augljósar og áberandi og i E- gyptalandi. ARABAR halda fram, að jafnvel þó að færa megi þetta allt til sanns vegar, séu yfir- leitt dregnar af þvi rangar á- lyktanir. Mistök á liðinni tið þurfa ekki að útiloka, aö sam- eining takist á endanum. Ein- ing verður að eiga upptök sin hjá Egyptum, þrátt fyrir fyr- irlitningu þeirra á öðrum Ar- öbum og andúðina sem þeir vekja. Egyptaiand er i fyrsta lagi stærra og sterkara en önnur Arabariki, i öðru lagi eru E- gyptar i fremstu viglinu i á- tökunum við tsraelsmenn, og i þriðja lagi er arfurinn sem Abdel Camel Nasser skildi eft- ir. Hvatningarræðan um ein- ingu, sem Qaddafi ofursti flutti 23. júli, var lofgerðaróð- ur til Nassers. Nasser velti snjóboltanum af stað með undirskrift Tripoli-yfirlýsing- arinnar árið 1969, en þó er efa- mál, að hann hefði reynt að nýju meðan minningin um mistökin i sambandi við sam- runann við Sýrland voru fersk i huga hans. SATT er að visu, að eining Libýu og Egyptalands er að mun skynsamlegri efnahags- lega en samruni Sýrlands og Egyptalands. ( Sýrlendingar hafa fagnað sameiningunni, en látið sér hægt, enda þótt þeir séu eðlilegur þriðji aðili vegna samveldistengslanna). Egyptaland og Libýa hafa sameiginleg landamæri og bæta hvort annað upp. E- gyptaland er fátækt og of fjöl- mennt, þar á meðal er ofgnótt þjálfaðra og lærðra starfs- manna. tbúatala Libyu er um 2,2 milljónir, en ibúatala Egypta- lands um 35 milljónir. En Li- býumenn eiga gnægð oliu, og þvi mun meiri auð en þeir geta hagnýtt, og skortir auk þess hvers konar þjálfun og kunn- áttu. Astæða er jafnvel til að ætla, — ef áhugi Qaddafis of- ursta endist þar til samruninn er kominn á — að mannfjölda- munurinn og girnileiki Libýu i augum Egypta fái þvi áorkað að Egyptar láti Libýu ekki lausa á ný. BEIN skipti á mönnum og fé hafa farið fram um hrið innan hins lauslega samveldissam- bands. Libýumenn hafa látið af hendi rakna við Egypta drjúgum meira en gert var ráð fyrir i samkomulaginu, sem undirritað var i Kharto- um árið 1967, rétt eftir að styrjöldinni við Israel lauk. Hins vegar starfa nú þegar i Libýu um 100 þúsund Egyptar. Hætturnar við breytinguna úr samveldi i sameiningu eru augljóslega meiri en hagur- inn. Ein hættan er i þvi fólgin, að .Qaddafi ofursti er miklum mun áfjáðari i sameiningu en flestir landa hans. Hann virð- ist enn hafa vald og búa yfir nægilegum krafti til að halda saman byltingarráðinu og sameina þjóðina, en þessir eiginleikar hrökkva ef til vill ekki til, ef Egyptar fara að nýta sér land og auðlindir Li- býu án tillits til tilfinninga Li- býumanna. Eining sem bygg- ist á vilja eins manns, er siður en svo traust, einkum þó þeg- ar sá maður er jafn bráöur og undarlegur og Qaddafi of- ursti. ÖNNUR hætta fyrir Egypta felst i þvi, að ofurstinn verði öllu ófúsari en áður til að láta fara með sig sem gjaídkera E- gyptalands, ef hann fær ekki samsvarandi ákvörðunaraðild um stefnu Egypta. Þetta á einkum við um afstööuna til tsraels. iQaddafi hélt fram i ræðu sinni 23. júli, aö hann væri ekki sammála striðsáætl- unum Egypta og Sýrlendinga. Agreininginn skýrði hann undir eins með þvi að honum væru ekki nægilega kunnar striðsáætlanir þeirra, ,,ef til vill vegna fjarlægðar”. En hann vildi umfram allt hefjast handa. Egyptar finna sárt til hernaðarlegs vanmáttar sins og eru i vafa um stjórnmála- samskiptin út á við, en þeim mun siður en svo hafa verið skemmt, þegar ofurstinn lýsti yfir, að hann berðist gegn tsraelsmönnum með grjóti, ef ekki vildi betur til, og ef grjót- ið brysti, þá með kjafti og klóm. FAIR kostir virðast geta vegið þetta upp. Heyrzt hefir að Egyptar séu farnir að hug- leiða möguleikana á að beita arabiskri oliu i baráttunni. Sadat forseti sagði við de Borcgrave frá Newsweek, að hagsmunir Bandarikjamanná i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins yrðu fljótlega liður i baráttunni, en hann sló þann varnagla, að oliuverzlun væri viðkvæmt og flókið mál. Tvö bandarisk fyrirtæki vinna oliulindir Egyptalands, og Egyptar kunna að komast að raun um, að hentara sé fyr- ir þá að reyna að halda aftur af Qaddafi ofursta en að brýna hann til da'ða. Hvað her- gögn áhrærir er gild ástæða til að ætla, að Egyptar geti þegar i stað fengið ráð á þeim vopn- um, sem þeir þurfa á að halda og Libýumönnum eru tiltæk. Formleg sameining rikjanna mun valda þvi, að franska rik- isstjórnin á erfiöara með en áður að halda þvi fram, að vopnasölubanniö til striðandi rikja eigi ekki við Libyu. Hér að framan hefir ein- vörðungu verið á sameining- una litið gegn um vestræn gleraugu. Svo gæti farið að eining Arabarikja reynist nú loksins framkvæmanleg og varanleg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.