Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 16. ágúst 1972 ÞAR ERi MEIST ¦ á siarfsvellinum við Meistara kirkju, sögualdarbæ o< Þcir lciöbcína og lila eftir. K.v. Valur Þórarinsson, Guömundur Magnússon og Gunnsteinn Gislason. A myndina vantar Kristján Jónsson, Þar er smiðaö, málað, mótað, ofið, byggt, sprangað og hver veit hvað. Auk pess hafa menn undan- farið sezt að tafli annað slagið. Hvert sem verkefnið er, er starfs- gleðin svo mikil, að varla er litið upp, þó gesti beri að garði. Þannig var það, er við heim- sóttum starfsvöllinn við Meist- aravelli á dögunum. Um 50 börn voru önnum kafin og gæzlumenn- irnir litu eftir að allsstaðar væri allt i lagi. Svæðið,sem börnin hafa þarna til umráða, er 4800 fermetrar og við fórum i gönguferð. I einu horninu hafa verið reistir háir staurar og i þeim komið upp „spröngu" þar sveiflar Ingvar Orn sér af hjartans lyst á lóða- belg. Þegar hann kemur niður á jörðina aftur, lýsir hann því yfir, að þetta sé það skemmtilegasta, sem hann geri hérna og komi á hverjum degi. Guðmundur Magnússon, um- sjónarmaður vallarins er þarna að setja upp pall handa „spröng- urunum" og segir okkur, að það sem komið sé af leiktækjum þarna i hornið, eigi eftir að auka talsvert og endurbæta. Næst skoðum við kirkjuná. Þetta er myndarlegasta kirkja, hvit með rauðu þaki. Innréttingin er ekki alveg búin, en þó er þar að minnsta kosti einn bekkur. Guð- jón Pétur, kallaður Gaui, sagði að þeir hefðu verið einir 5 eða 6 við kirkjusmiðina, sem hefði tekið hálfan mánuð. — Hafið þið nokkurn prest? — Neeeei, sagði Gaui. — En það gerir ekkert til. Andspænis kirkjunni, er mikið mannvirki i smiðum. Guðmundur segir, að þarna séu þeir að smiða eldflaug uppi á skotpalli. Uppi i eldflauginni er valdsmannslegur strákur með gula húfu. Hann heitir Kári og við köllum til hans. — Hvenær á að skjóta? — 1. september ef við verðum búnir. Hún heitir Apollo og á að fara til tunglsins! kallar Kári til baka. — Ætlarðu með? — Það er ekki vist! er svarað og siðan snúið sér að vinnunni aft- ur. Bragi og Sigurður eru að byrja að byggja sér hús á einni af beztu lóðum Meistaravalla og saga i ergi og grið. Við hliðina eru stúlkurnar einnig að byggja og sýnast okkur handtökin þar ekki lakari. Það eru Aslaug og syst- urnar Anna Lisa og Berglind, sem rétt gefa sér tima til að lita upp og fullvissa okkur um, að strákar hafi engan einkarétt á húsasmið- um. — Okkur vantar tilfinnanlega S) V O! \í h< al ai & li þ L ir sl ol sl lí i k k S) ti þ e ii li V n u r> v s 1. i: r r Ingvar úrn sagði ao „sprangið" værl það skemmtilegasta á vellinum. Þarna er verið að byggja eldflaug, sem skjóta á til tunglsins 1. sept Auðvitað þarf að hafa sögualdarbæ mýri og ekið i hjólbörum heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.