Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 16. ágúst 1972 TÍMINN U ALLIR ARAR avelli smiða menn eidflaugar, og bara venjuleg hús smiðihérna.segir Guðmundur. — Við höfum nóg af efni, nöglum ogverkfærum. Gatnagerðarmenn væru lika vel þegnir. Göturnar hérna eru i hálfgerðum ólestri. Qti á túni á bak við kirkjuna, er greinilega verið að reisa sögu- aldarbæ. Er við leggjum leið okk- ar þangað, förum við yfir kirkju- garðinn og rekum þá augun i tvo litla krossa. Aletranirnar eru á þessa leið: Naggur (Tigris) og Lafði Hamilton. Auk þess fæð- ingaig og dánardægur og þar er stntbá milli. Spyrjandi augnaráði okkar. er mætt með flaumi út- skýringa og greinilegt er að hinir látnu hafa verið i hávegum hafðir i þorpinu. Þetta voru tveir blindir kettlingar, sem fundust i einum kassanum, sem átti að fara að smiða úr. Við urðum að láta nægja, að taka mynd af sögualdarbænum, þvi smiðirnir földu sig og vildu enga samvinnu. Guðmundur fer nú með okkur inn I vinnuskúrinn og þar er ýmis- legt að sjá. Teikningar og mál- verk uppi um alla veggi, vefir og munir úr pappamassa eru á borð- um, og á gólfinu situr litið par og málar nýsmiðuð húsgögn. Uppi við vegg stendur altaristaflan, sem fara á i kirkjuna, myndar- legasti gripur og skrautleg mjóg. — Hérna inni dunda krakkarn- ir, þegar hann rignir, segir Guð- mundur. — Hér höfum við allt mögulegt handa þeim að gera og það þarf áreiðanlega engum að leiðast. — Hvar fáið þið allt þetta efni? — Við höfum styrk frá borginni og kaupum mikið af efninu, en auk þess eru ýmsir góðir menn og fyrirtæki, sem leggja okkur til kassa, pappa og hitt og þetta. — Vill ekki verða ósamkomu- lag meðal barnanna? — Nei, nei. Þau eru svo mikið upp á hvert annað komin með verkfærin og samvinnuna, að það borgar sig ekki að byrja að þrasa. Inni i litilli kampu er setið yfir heimagerðu tafli. Það er einn af gæzlumönnum vallarins, sem þar leiðbeinir, Kristján „Fischer" Jónsson heitir hann, að sögn starfsfélaganna. Miðnafnið á ágætlega við hann, sérstaklega er hann lýsti þvi yfir, að hann vildi ekki láta taka neinar myndir af taflmennskunni. Börnin, sem koma á Meistara- vellieru yfirleitt á aldrinum 7—12 ára, en þó er þarna aðstaða fyrir enn yngri börn i sérkennilegum sandkössum og sagði Guðmund- ur, að barnfóstrur legðu oft leið sina á völlinn með þau. Hæglega geta 150—160 börn verið á vellin- um i einu, án þess að þröngt verði. Völlurinn er opinn frá kl. 9—4 á daginn og eru allir vel- komnir i leik og starf. 1 haust verður lokað, en að vori verður opnað á ný og verður það fjórða sumarið, sem hinir ungu meistar- ar fá að veita vinnugleðinni utrás á Meistaravöllum. SB. Sigurður og Bragi eru aðhefjasthanda á beztu lóðinni IMeistaravalIaþorpi. (Tímamyndir Róbert) Aslaug, Anna Lisa og Berglind gefa strákunum ekkert eftir viðhúsasmlðina. £ llka. Torfið I þekjuna er rist úti I Meistaravallakirkja. Smiðin tók 2 vikur og þaö er Gaui, einn smiðanna, sem sést á myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.