Tíminn - 16.08.1972, Side 9

Tíminn - 16.08.1972, Side 9
TÍMINN Miðvikudagur 16. ágúst 1972 Miðvikudagur 16. ágúst 1972 TtMINN 9 Þcir lciðbcina og lita cftir. K.v. Valur Pórarinsson, Guðmundur Magnússon og Gunnsteinn Glslason. A niyndina vantar Kristján Jónsson. ÞAR ERU ALLIR MEISTARAR — á starfsvellinum við Meistaravelli smíða menn eldflaugar, kirkju, sögualdarbæ og bara venjuleg hús Þar er smiðað, málað, mótað, ofið, byggt, sprangað og hver veit hvað. Auk þess hafa menn undan- farið sezt að tafli annað slagið. Hvertsem verkefnið er, er starfs- gleðin svo mikil, að varla er litið upp, þó gesti beri að garði. Þannig var það, er við heim- sóttum starfsvöllinn við Meist- aravelli á dögunum. Um 50 börn voru önnum kafin og gæzlumenn- irnir litu eftir að allsstaðar væri allt i lagi. Svæðið,sem börnin hafa þarna til umráða, er 4800 fermetrar og við fórum i gönguferð. 1 einu horninu hafa verið reistir háir staurar og i þeim komið upp „spröngu” þar sveiflar Ingvar örn sér af hjartans lyst á lóða- belg. Þegar hann kemur niður á jörðina aftur, lýsir hann því yfir, að þetta sé það skemmtilegasta, sem hann geri hérna og komi á hverjum degi. Guðmundur Magnússon, um- sjónarmaður vallarins er þarna að setja upp pall handa „spröng- urunum” og segir okkur, að það sem komið sé af leiktækjum þarna i hornið, eigi eftir að auka talsvert og endurbæta. Næst skoðum við kirkjuna. Þetta er myndarlegasta kirkja, hvit með rauðu þaki. Innréttingin er ekki alveg búin, en þó er þar að minnsta kosti einn bekkur. Guð- jón Pétur, kallaður Gaui, sagði að þeir hefðu verið einir 5 eða 6 við kirkjusmiðina, sem heföi tekið hálfan mánuð. — Hafið þið nokkurn prest? — Neeeei, sagði Gaui. — En það gerir ekkert til. Andspænis kirkjunni, er mikið mannvirki i smiðum. Guðmundur segir, að þarna séu þeir að smiða eldflaug uppi á skotpalli. Uppi i eldflauginni er valdsmannslegur strákur með gula húfu. Hann heitir Kári og við köllum til hans. — Hvenær á að skjóta? — 1. september ef við verðum búnir. Hún heitir Apollo og á að fara til tunglsins! kallar Kári til baka. — Ætlarðu með? — Það er ekki vist! er svarað og siðan snúið sér að vinnunni aft- ur. Bragi og Sigurður eru að byrja að byggja sér hús á einni af beztu lóðum Meistaravalla og saga i ergi og grið. Við hliðina eru stúlkurnar einnig að byggja og sýnast okkur handtökin þar ekki lakari. Það eru Aslaug og syst- urnar Anna Lisa og Berglind, sem rétt gefa sér tima til að lita upp og fullvissa okkur um,að strákar hafi engan einkarétt á húsasmið- um. — Okkur vantar tilfinnanlega smiðihérna.segir Guðmundur. — Við höfum nóg af efni, nöglum ogverkfærum. Gatnageröarmenn væru lika vel þegnir. Göturnar hérna eru i hálfgerðum ólestri. Oti á túni á bak við kirkjuna, er greinilega verið að reisa sögu- aldarbæ. Er við leggjum leið okk- ar þangað, förum við yfir kirkju- garðinn og rekum þá augun i tvo litla krossa. Áletranirnar eru á þessa leið: Naggur (Tigris) og Lafði Hamilton. Auk þess fæð- ingaig og dánardægur og þar er stuttá milli. Spyrjandi augnaráði okkar er mætt með flaumi út- skýringa og greinilegt er að hinir látnu hafa verið i hávegum hafðir i þorpinu. Þetta voru tveir blindir kettlingar, sem fundust i einum kassanum, sem átti að fara að smiða úr. Við urðum að láta nægja, að taka mynd af sögualdarbænum, þvi smiðirnir földu sig og vildu enga samvinnu. Guðmundur fer nú með okkur inn I vinnuskúrinn og þar er ýmis- legt að sjá. Teikningar og mál- verk uppi um alla veggi, vefir og munir úr pappamassa eru á borð- um, og á gólfinu situr litið par og málar nýsmiðuð húsgögn. Uppi við vegg stendur altaristaflan, sem fara á i kirkjuna, myndar- legasti gripur og skrautleg mjög. — Hérna inni dunda krakkarn- ir, þegar hann rignir, segir Guð- mundur. — Hér höfum við allt mögulegt handa þeim að gera og það þarf áreiðanlega engum að leiðast. — Hvar fáið þið allt þetta efni? — Við höfum styrk frá borginni og kaupum mikið af efninu, en auk þess eru ýmsir góðir menn og fyrirtæki, sem leggja okkur til kassa, pappa og hitt og þetta. — Vill ekki verða ósamkomu- lag meðal barnanna? — Nei, nei. Þau eru svo mikið upp á hvert annað komin með verkfærin og samvinnuna, að það borgar sig ekki að byrja að þrasa. Inni i litilli kampu er setið yfir heimagerðu tafli. Það er einn af gæzlumönnum vallarins, sem þar leiðbeinir, Kristján „Fischer” Jónsson heitir hann, að sögn starfsfélaganna. Miðnafnið á ágætlega við hann, sérstaklega er hann lýsti þvi yfir, að hann vildi ekki láta taka neinar myndir af taflmennskunni. Börnin, sem koma á Meistara- velli eru yfirleitt á aldrinum 7—12 ára, en þó er þarna aðstaða fyrir enn yngri börn i sérkennilegum sandkössum og sagði Guðmund- ur, að barnfóstrur legðu oft leið sina á völlinn með þau. Hæglega geta 150—160 börn verið á vellin- um i einu, án þess að þröngt verði. Völlurinn er opinn frá kl. 9—4 á daginn og eru allir vel- komnir i leik og starf. 1 haust verður lokað, en að vori verður opnað á ný og verður það fjórða sumarið, sem hinir ungu meistar- ar fá að veita vinnugleðinni útrás á Meistaravöllum. SB. Áslaug, Anna Lisa og Berglind gefa strákunum ekkert eftir við húsasmíöina. Siguröur og Bragi eru aö hefjast handa á beztu lóðinni I Meistaravallaþorpi. (Tímamyndir Róbert) ^8® Ingvar örn sagöi aö „sprangiö” væri þaö skemmtilegasta á vellinum. Þarna er veriö aö byggja eldflaug, sem skjóta á til tunglsins 1. sept Auðvitaö þarf aö hafa sögualdarbæ líka. Torfiö I þekjuna er rist úti I mýri og ekið i hjólbörum heim. Meistaravallakirkja. Smiðin tók 2 vikur og þaö er Gaui, einn smiöanna, sem sést á myndinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.