Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. ágúst 1972 TÍMINN n Umsjón:Alfreð Þorsteinssoi Hér á myndinni sést leikvöllur Real Madrid, Estadio Santiago Bernabeu. Hann tekur 110.000 áhorfendurog er alltaf fullsetinn, þegar Real Madrid leikur I Evrópukeppni. (Tímamynd). Hvað gera Keflvíkingar á Estadio Santiago Bernabeu? sos Eftir stórtap Keflvikinga i Eyjum, eru menn farnir að velta þvi fyrir sér, hvað Kefl- vfkingar geri á hinum heims- fræga velli Estadio Santiago Bernabeu, þegar þeir mæta Real Madrid i Evrópukeppni meistaraliða i næsta mánuði. Það er ekki nema von, að menn séu farnir að velta þessu fyrir sér, einmitt þegar íslandsmeistararnir i Kefla- vik virðast vera i miklum öldudal — leikmenn liðsins hafa ekki staðið sig vel i und- anförnum leikjum i 1. deild. Þeir verða að taka á honum stóra sinum, þegar þeir mæta hinuheimsfræga liði i Evrópu- keppninni. Keflavikurliðið, sem hefur verið eitt okkar sterkasta félagslið undanfarin ár, hefur oft leikið fyrir hönd fslands i Evrópukeppni og staðið sig með sóma. Það er þvi ekki að efa, að leikmenn liðsins reyna allt.sem þeir geta til að standa sig sem bezt gegn einu fræg- asta félagsliði i heimi fyrr og siðar. Þótt ekki hafi gengið vel hjá Keflavikurliðinu á yfir- standandi keppnistimabili, mega leikmenn liðsins ekki gefast upp, þótt á móti blási, heldur hvetja hver annan og sýna að þeir eru þess verðugir að keppa fyrir Islands hönd i Evrópukeppni meistaraiiða. Frjálsíþrótta- félag stofnað í Hafnarfirði I eina tið áttu Hafnfirðingar marga góða frjálsiþróttamenn. Má þar nefna Oliver Stein, Þorkel Jóhannesson, Sævar Magnússon, Hallstein Hinriksson, Ingvar Hallsteinsson, Kristján Stefáns- son o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Undanfarin ár hafa frjáls- iþróttir litið sem ekkert verið iðkaðar i Firðinum, og þeir sem mestan áhuga hafa haft, hafa æft og keppt með Reykjavikur- félögunum. Nú hafa áhugamenn um frjáls- ar iþróttir i huga að stofna frjáls- iþróttafélag i Hafnarfirði. Þeir, sem hug hafa á að gerast stofn- endur, eru boðaðir á fund að Austurgötu 10 fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20,30. Unglingakeppni FRÍ frestað Unglingakeppni FRí, sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum um næstu helgi, hefur verið frestað um eina viku. Keppnin fer fram dagana 26. og 27. ágúst. FRI 25 ára í dag Frjálsíþróttafólk hefur unnið mjög glæsileg afrek Afrekaskrá kemur út í dag i dag er liðinn aldarfjórðungur siðan Frjálsiþróttasamband islands var stofnað. Fyrsti for- maður sambandsins var Konráð Gislason kaupmaður, en núver- andi formaður FRt er örn Eiðs- son. Frjálsiþróttafólk hefur staðið i ýrhsum stórræðum i þessi 25 ár. Það hefur unnið frækileg afrek, margsinnis eignazt Norðurlanda- meistara, tvivegis Evrópu- meistara, og eini Islendingurinn, sem hlotið hefur Olympiuverð- Leikur ársins? KR og Breiðablik gerðu jafntefli - en leikurinn var ekki upp á marga fiska Leikurársins? Já, leikur KR og Breiðabliks, sem fór fram á Laugardalsvellinum á mánudag- inn, er tvimælalaust lélegasti LEIKUR ARSINS. Svo lélegur og leiðinlegur var leikurinn, að menn muna varla eftir þeim lé- legri, þótt þeir renni huganum mörg ár aftur í timann. Það var ekki knattspyrna, sem liðin léku, heldur „fótbolti" eins og það er kallað hjá 5-7 ára krökkum. Það er hægt að taka undir orð eins áhorfandans, þegar hann sagði: ..Leikmenn liðanna og dómara- trióið ættu að fá ókeypis „Trimm- karl" að launum fyrir þetta „dútl", sem þeir eru aö sýna." En snúum okkur þá að gang leiksins, sem bezt væri að gleyma sem fyrst: I fyrri hálfleik gerðist ekkert, sem vert er að minnast á — einna helzt er hægt aö minnast á eina marktækifærið, sem skapaðist i hálfleiknum, en það fengu Breiðabliksmenn á 35. min. Helgi Helgason, átti skot, sem bjargað var á marklinu, knötturinn hrökk til Hreiðars Breiðf jörð, sem skaut á markið úr vitateig. Enn var bjargað á linu, og hrökk knöttur inn þá til ólafs Friðrikssonar, sem skaut himinhátt yfir. í siöari hálfleik skapaðist einnig eitt marktækifæri, og það fengu Breiðabliksmenn einnig — á 40. min. komst Þór Hreiðarsson einn inn fyrir KR-vörnina, en Magnús Guðmundsson, markvörður KR, bjargaði á siðustu stundu meö út- hlaupi. Breiðabliksfiðið var mun skárra en KR-liðið i leiknum, og ef heppnin hefði verið með liðinu, hefði það átt að vinna leikinn með tveggja marka mun. Beztu menn liðsins voru framlinuspilararnir Karl Steingrimsson, Ólafur Frið- riksson og Hreiöar Breiöfjörð. Þá áttu þokkalegan leik þeir Einar Þórhallsson og Þór Hreiðarsson. Þaö var varla heil brú i leik KR i leiknum, og var knötturinn ekki látinn ganga nógu mikið á milli manna. Beztu menn liðsins voru: Þórður Jónsson, Baldvin Eliasson og Björn Pétursson. Aðrir leik- menn voru mjög daufir og nær óþekkjanlegir frá fyrri leikjum. Ljótan svip á liðið setti Arni Steinsson, með frekar grófum leik. Þess má að lokum geta.'að síð- ustu 20 min. af leiknum voru leiknar i miklu myrkri, þvi að það er farið að skyggja snemma, og mætti láta leikina i 1. deild hef jast klukkutima fyrr, eöa kl. 19.00. SOS. I laun, er Vilhjálmur Einarsson, sem varð annar i þristökki á Olympiuleikunum i Melbourne 1956. Þá hafa islenzkir frjáls- iþróttamenn unnið marga sigra i landskeppni, en frægastur er sig- urinn yfir Dönum og Norðmönn- um i Osló 1951. t tilefni afmælisins kemur út i dag bæklingur um beztu frjáls- iþróttaafrek tslendinga frá upp- hafi til 1972, en ólafur Unnsteins- son tók skrána saman. Hún er pr- ydd mörgum myndum. Þessi bæklingur verður seldur i bóka- verzlun Isafoldar i Austurstræti, og auk þess er hægt að panta hann hjá FRt i pósthólfi 1099, Reykja- vik. Hann er um 50 bls. og kostar 200 krónur. Stjórn FRl hefur ákveðið að efna til afmælisveizlu i haust, og verður tilkynnt nánar um það siðar. Hvað gerist í kvöld? - Ármann og Selfoss mætast á Melavellinum I kvöld fer einn leikur fram i 2. deild, á Melavellinum mætast Ar- mann og Selfoss. Siðast þegar lið- in mættust, var leikur þeirra all sögulegur, þá voru þrir leikmenn reknir út af leikvelli og sjö fengu aö sjá gula spjaldiö. Nú er þaö stóra spurningin, hve margir veröa reknir út af i kvöld. Leikur- inn hefst á Melavellinum kl. 20.00. Landskeppni í golfi á Ness- vellinum í dag t dag kl. 14,00 fer fram á velli Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi, fyrsta eiginlega landskeppnin i golfi, sem haldin er hér á landi. Þá mætast þar „öldungalið" Is- lands og Tékkóslóvakiu, en tékk- neska liðið kom hingað i gær á leið sinni til Bandarikjanna, þar sem það tekur þátt i hinni árlegu heimsmeistarakeppni Seniora, sem fram fer á Broadmoor Colo- rado. Tékkneska liðið er skipað 5 mönnum, sem allir eru orðnir 55 ára gamíir eða meir. Mætir það liði Islands, sem verður skipað eftirtöldum mönnum: Helga Ei- rikssyni, Jóni Thorlacius, Sverri Guðmundssyni, Magniisi Guð- mundssyni og Guðmundi Ofeigs- syni. Hefst keppnin eins og fyrr segir kl. 14,00 og er öllum heimill aðgangur að þessari fyrstu lands- keppni i golfi, sem hér fer fram. Leiknar verða 18 holur og verö- ur þetta bæði holukeppni og högg- leikur. lóára pilturfórholu íhöggi A föstudaginn bættist við nýr maður i hóp þeirra, sem farið hafa „holu i höggi." Þetta var ungur Akurnesingur, Björn Þór- hallsson, sem er aðeins 16 ára gamall, og er þvi yngsti ts- lendingurinn sem náð hefur þessu takmarki. Björn sló þetta draumahögg allra kylfinga á 8. brautinni á velli Akurnesinga i móti á föstu- dagskvöldið en 8. brautin er 130 metra löng. Björn er einn þeirra milli 20 og 30 unglinga, sem gengið hafa i Golfklúbbinn Leyni á þessu ári, en meðal unglinga á Akranesi er nú orðinn mikill áhugi á þessari íþróttagrein. Starfsbræður sigruðu í Max Factor-keppninni hjá GR Hin árlega opna tviliðakeppni hjá GR, sem nefnd hefur verið Max Factor-keppnin fór fram i góðu veðri á Grafarholtsvelli á Iaugardaginn, en þá kepptu karl- mennirnir og á sama stað á sunnudaginn, i heldur verra veðri, en þá kepptu konurnar. Þetta er tviliöakeppni — þ.e.a.s. tveir og tveir eru saman og er árangur þess sem betur spilar hverja holu talin og eru gefin stig eða punktar fyrir höggafjöldann eftir ákveönu kerfi. t karlaflokki urðu úrslit þau, að þeir Gunnlaugur Ragnarsson og' Jón Þór Olafsson sem báðir eru þjónar á Röðli, fóru með sigur af hólmi, hlutu samtals 34 punkta. Þrir samherjar urðu svo jafnir með 32 punkta, þeir Jóhann Benediktsson / Pétur Antonsson, Óskar Sæmundsson/Ómar Kristjánsson og Viðar Þorsteins- son/Kári Elíasson. Fóru þeir út af tur og léku aukaholur um önnur verðlaunin og sigruðu þeir Jóhann og Pétur i þeirri keppni. Er þetta i fjórða sinn i röð, sem þeir verða i öðru sæti i þessu móti. t kvennaflokki urðu efstar og jafnar þær Laufey Karlsdóttir / Hanna Aðalsteinsdóttir og Ólöf Geirsdóttir / Elísabet Möller, með 17 punkta og mátti það kallast gott i þvi veðri, sem var á sunnudaginn. Þessar fjórar urðu að fara út aftur og keppa um fyrstu verð- launin og sigruðu þær Elisabet og Ólöf i þeirri keppni. 1 þriðja sæti t kvennaflokki urðu svo þær Inga Magnúsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir með 15 punktat Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.