Tíminn - 16.08.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 16.08.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Miftvikudagur ltí. ágúst 1972 viðfangsefnum að ráða, þvi að framtið verksmiðjanna var nú ótryggari en nokkurn tima hafði áður verið. Allir vfluðu þó fyrir sér að viður- kenna, hve iskyggilegar horfurnar voru. En við vissum það öll, að verkfallshótanirnar voru meira en innantóm orð. Ögæfan gat skollið yfir með mjög stuttum fyrirvara, hvenær sem var. Það gat meira að segja ekki liðið á löngu, unz ólgan fengi útrás. Við vissum, að erindrek- ar verkamannasambandsins myndu fela stjórn þess málið til meðferð- ar, og við vissum lika hverjar kröfurnar voru: aö launaskerðingin yrði afnumin, verkamenn, sem látnir höfðu verið vikja frá störfum, yrðu teknir aftur og samtök verkafólksins i iðjuverunum yrðu viðurkennd sem samningsaðili um öll mál þeirra. Við vissum lika hug allra fram- kvæmdastjóranna og meðstjórnendanna: Þeir vildu alls ekki verða við þessum kröfum og þó sizt af öllu viðurkenna samtök verkafólksins sem löglegan samningsaðila. ,,Það er úti um Friðarpipuverksmiðjurnar, ef við slökum agnarögn til”, hafði Wallace frændi margsinnis sagt, og Emma frænka og Parker og aðrir, sem mestu réðu, voru honum hjartanlega sammála. „Það er ekki hægtað láta skipa sér fyrir um það, hvernig eigi að reka fyrirtæki, sem maður hefur þó starfað að i mannsaldur. Ef framtaks atvinnurek- endanna hefði ekki notið við, væru engar verksmiðjur eða iðnfyrirtæki til, og þaö er þjóðfélagsskylda okkar að vera vel á verði um rétt þeirra. Mér þætti fróðlegt að vita, hvaða iðjuhöldur fengi staðizt, ef hann upp- fyllti þessi skilyrði”. ,,Ef til vill væri það samt hyggilegra að slaka ofurlitið til”, vogaði Ilarrý sér stundum að segja. „Verkamennirnir eru i rauninni ófúsir til að hefja verkfall, og ef þeim er einhver tilhliðrun sýnd, munu þeir sætta sig við það, l'remur en aðeiga þaðá hættu, að atvinnureksturinn leggist i rústir”. „Ef þeim er einhver tilhliðrun sýnd — það er einmitt það, sem þeir slefna að. Þetta eru áhyrgðarlausir þorparar, sem ráða fyrir þeim, skal ég segja þér, og það er alveg óþarfi fyrir þig að fara að taka þér þeirra orð i munn. Eg er meira að segja talsvert hissa á þvi, Harrý, að þér skuli detta i hug, að við hlustum á kröl'ur þeirra. Við verðum ein- mitt að stemma ána aðósi — hrinda þessari árás þegar i upphafi.” „Eg er ekki að taka þeirra málstað”, svaraði Harrý, „en á það er þó að lita, að ekki verður komizt af án reyndra verkamanna. Samkeppnin er orðin harðari en hún hefur nokkru sinni áður verið. Það verður þvi að semja og miðla málum á báða bóga”. „Þú lætur þér ekki segjast”, sögðu þá Emma og Wallace bæði einum rómi. „Semja, miðla málum — getur þér dulizt, að það er sama og af- sala rétti sinum smátt og smátt? Hvað hefur ekki gerzt við Kyrrafljót og i Danforthverksmiðjunni? Ef þeir þar hefðu tekið málin nógu föstum tökum i upphafi, hefði aldrei komið til allsherjarverkfalls, og þá hefði ekki heldur þurft að biðja um hervernd handa nýja verkafólkinu. Við látum ekki léika þannig á okkur hér i Friðarpipuverksmiðjunum. Verkamannasambandið þarf ekki að halda, að það hræði okkur, þótt digurbarkalega sé talað og dólgslega látið”. Ári fvrr, iafnvel aðeins misseri áður, myndi ég ekki hafa gefið gaum að svona samræðum. Ég mundi ekki hafa lagt það á mig að fylgjast með þvi, sem sagt var um verksmiðjurekstur og atvinnumál. En nú var þetta oröið miklu mikilvægara fyrir mig, af þvi að framtið min valt svo mjög á hag verksmiðjanna. Þetta var eins og erlent tungumál, svo ókunnugleg voru orðatiltækin. En ég skirrðist þó við að láta fáfræði min.a i ljós, og spurði þvi aldrei, hvað orð og orðasambönd, sem mér veittist erfitt að átta mig á, þýddu. Sérstaklega veittist mér þó örðugt að fylgjast meðsamræðunum, ef þær urðu heitar og oft var gripið fram i, og þvi verr gekk mér að skilja samhengi þeirra sem fleiri tóku þátt i þeim. Það reyndi þvi oft á leikni mína. Fyrst, þegar ég var að læra að nema mál manna af hreyfingum varanna, höfðu mér oft dottið i hug loddararnir i fjölleikahúsunum, sem geta haft marga hnifa eða knetti á lofti i einu. Ég varð að temja mér svipaða list. Það þurfti fránt auga og þjálfaðan huga til þess að fylgjast með tali margra i senn. Ég las einnig skýrslur og kynnti mér hag iðjuveranna að svo miklu leyti, sem hægt var að sjá hann af reikningum og yfirlitsgerðum, og spurði Harrý spjörunum úr, þegar hann var i skapi til að svala forvitni minni. En þótt hann kæmi eigi sjaldnar en verið hafði og snæddi hjá okkur kvöldverð kvöld eftir kvöld, vorum viðekki oft tvöein. Ég myndi hafa ásakað hann fyrir þetta, ef öðru visi hefði verið ástatt. En hugur hans var svo mjög bundinn við iðjureksturinn og viðskiptamálin, að ég gat ekki legið honum á hálsi, og Emma og Wallace þurftu iðulega að bera undir hann vandamál sin, en það höfðu þau aldrei gert áður. Ég sætti mig þess vegna við það, þótt ég væri dálitið afskipt, og reyndi að telja sjálfa mig á það að vera þolinmóð, unz haustfundurinn væri um garð genginn. Ég tók þvi að þrá hann og hlakka til þess, er hann væri afstaðinn. Hvorugt okkar Harrýs minntist á misklið okkar daginn eftir heimkomu mina. Ég iðraðist þess, hve harkalega ég hafði talað við hann um hjúskap okkar. Hann varð að vekja máls á þvi aftur af fyrra bragði. Ég gat ekki fengið mig til þess. Þegar á allt var litið, hugsaði ég, er ég lá vakandi i rúmi minu og beið þess, að aftureldingin guðaði á gluggann á herbergi minu milli greina kopar-beykitrésins, — þegar á allt var litið, var sjálfsagt margt mikilvægara en lifsgleði min og ham- ingja. „Nóttin græðir öll mein”, sagði Manga oft við okkur Hönnu, er við vorum krakkar og hnuggnar á kvöldin. Ég trúði henni þá bókstaflega, og enn býr i mér trú á það, að morgundagurinn beri eitthvað betra i skauti sinu. — Þannig býst ég lika við, að flestum sé farið til æviloka. Og svo rann 1. dagur nóvembermánaðar upp, og Emma frænka lagði af stað til Wawickett-hallarinnar, þar sem fundirnir voru jafnan haldn- ir i löngum sal, sem við Hanna fengum að nota til dansæfinga fyrr á ár- um. Stjórnarmanna frá Boston var að vænta með lest klukkan tiu, og fundinum átti ekki að vera lokið fyrr en seint um daginn. Veðrið var i oilt hundrað metra hlaupinu — sem var ein grein i fiminlarþraut Olympiu- leikauna (lilaup, stökk, spjótkasl, kringlukast og gliina) — sigraði Orsippes frá Spörtu óvænt hin vinsæla Telamon. i lilaupinu niissti hann lendar- klæði sin, og var lögð fram kæra af þeim sökuni og hann talinn hafa staðið betur að vigi en keppinautar lians. Þessi kæra var ekki tekinn til greina, en hins vcgar varð upp úr þessu algengt að iþrótta- nicnn kepptu naktir. D R E K I I I I 1' MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 1972 7.00 Morgunútvarp 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft" eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (3). 15.00 Fréttir Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist: a. Sjö- strengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson. Strengjasveit Sinfóniuhljómsv. lsl. leikur, Páll P. Pálsson stj. b. Söng- lög eftir Skúla Halldórsson. Svala Nielsen syngur við undirleik tónskáldsins. c. Sónata fyrir selló og pianó eftir Árna Björnsson. Einar Vigfússon og Þorkell Sigur- björnsson leika. d. Sönglög eftir Sigurð Þórðarson, Árna Thorsteinsson, Inga T. Lárusson og Eyþór Stefáns- son. Erlingur Vigfússon syngur viö undirleik F’ritz Weisshappels. 16.15 Veðurfregnir. Allrar veraldar vegur — Via Appia og Katakomburnar Séra Árelius Nielsson flytur siðara erindi sitt frá Róma- borg. 16.35 Lög leikin á sembal 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Æsku ár niin” eftir Christy Brovvn Þórunn Jónsdóttir islenzkaöi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson les (5). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurlregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Álitamál Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 „Náttmál”, lagaflokkur fyrir gitar eftir Benjamin Britten Godelieve Monden ieikur 20.20 Sumarvaka a. Litið til baka Sigriður Schiöth talar við aldraða konu á Akur- eyri, Brynhildi Axfjörð. b. Ögurstund Gunnar Stefánss. flytur stuttan þátt eftir Ingólf Jónsson frá Prests- bakka. c. Svo kváðu þau Vísur eftir Vestur-Skaftfell inga i samantekt Einars Eyjólfssonar. Olga Sigurðardóttir les. d. Gömul bréf frá Vesturheimi Hún- vetnskur bóndi, Páll Snæ björnsson, skrifar dóttur sinni. Baldur Pálma- son flytur. e. Kórsöngur Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar. 21.30 Útvarpssagan: „Dala- lif” eftirGuðrúnu frá Lundi. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel AyméKristinn Reyr les (9). 22.35 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 F'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 1972 20.00 Fréttir 20.25. Veöur og auglýsingar 20.30 Jerúsalem Siðari hluti myndar um sögu Jerúsa- lemborgar og borgina sjálfa. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 21.10 Sumar og sól Frönsk kvikmynd um ungt fólk i sumarleyfi. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 Valdatafl Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 8. þátt- ur. Hefnd Þýðandi Heba Júliusdóttir. 1 7. þætti greindi frá þvi, hvernig John Wilder tókst með brögðum að magna mis- sætti Bligh-feðganna og jafnframt að koma i veg fyrir, að Caswell fengi for- mannssætið i útflutnings- ráði. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.