Tíminn - 16.08.1972, Síða 13

Tíminn - 16.08.1972, Síða 13
Miðvikudagur 16. ágúst 1972 TÍMINN 13 Eitt hiyggir og annað gleður - bréf fré Bandaríkjamanni, sem fyrir milligöngu Tímans dvaldi um tíma á íslenzkum sveitabæ Kæru herrar! Ég skrifa ykkur þetta bréf vegna tveggja ástæðna. í fyrsta lagi sem þakklætisvott og í öðru lagi sem vott um hryggð mína yfir framkomu og háttalagi bandaríska skák- mannsins Bobbys Fischers. Mig langar að ræða fyrst siðari ástæðuna: Undanfarna mánuði hef ég fylgzt vel með undirbúningi skákeinvigisins og einviginu sjálfu, bæði i dag- blöðum og sjónvarpi, og ég hef oft reiðzt vegna barnalegrar og ruddalegf,*. framkomu Fischers i RSjtk'javik. Vegna Islendinga þykir mér leitt að aðrir þurfi að gjalda fyrir si- Síðasta sumarsins ÓV-Reykjavik Siðasta skátamót sumarsins, fyrir skáta 15 ára og eldri hvaðanæva af landinu, verður haldið i Maradal i Henglafjöllum um helgina. Maradalur er nánar tiltekið neðan i Skeggja, efsta tindi Henglafjalla, og er hann lokaður allt i kring, að undan- skildu litlu opi, sem Bretar munu hafa sprengt á striðsárunum. Það er skátafélagið Hamrabú- ar i Reykjavik, sem stendur fyrir þessu skátamóti, og verður það sett á föstudagskvöldið. Þátttak- endur koma sér sjálfir upp að Kolviðarhóli, en þaðan leiða Hamrabúar gönguferðir á móts- stað, um það bil klukkustundar gang, klukkan 17, 18, 19 og 20 á föstudagskvöld. Mótið stendur þangað til á sunnudag, og verður margt til gamans og gagns gert, rétt eins og gerist á skátamótum yfirleitt, meðal annars verður haldinn varðeldur i Leðurblöku- helli — og auk þess sofa allir mótsgestir i tveimur stórum tjöldum, þannig að enginn þarf að hafa áhyggjur af þeim burði. Nánari upplýsingar um þetta mót er að fá i simum 81130 (á daginn) og 40388 (á kvöldin). Athugasemd I ágætri grein um Kerlingafjöll i Timanum i siðustu viku féll niður nafn Sigurðar Guðmunds- sonar skólastjóra á Leirá i Borgarfirði, en hann er einn af eigendum og kennurum Skiða- skólans, og ennfremur skal þess getið að Magnús Karlsson tré- smiður er einnig einn af eigend- um skólans. fellda ruddamennsku og háttalag þessa „spillta krakka”. Nú kem ég.«.að fyrri og mikilvægari ásíjeðunni til þessa bréfs. Mig~langar aö þakka Timanum aö hann birti frétt 12. júli 1970, þar sem þess var getið að ég vildi vinna á bóndabæ á Islandi. Arangur þeirrar greinar varð dásam- leg ferð, sem Ferðaskrifstofa rikisins veitti mér endur- gjaldslaust að Hallfreðar- stöðum i Hróarstungu, þar sem ég eignaðist góða og varanlega vini. Gestrisni og innileg góövild fólksins, sem ég kynntist þar og einnig i Reykjavik, mun alltaf lifa i minningum minum, og sem stendur vonast ég til að geta komiö til tslands i vetur, til að heim- sækja góðan vin, Eggert Kristjánsson i Reykjavik. Til undirbúnings hef ég hafið is- lenzkunám með linguaphone- kerfinu, svo tungumálið verði ekki það vandamál, sem það stundum er, og ég geti tjáð mig á ykkar eigin tungumáli. Aftur langar mig að undirstrika samúö mina við Skáksamband Islands og aðra, sem hafa orðið fyrir óþægindum af Fischers hálfu. Hið eina, sem ég öfunda hann virkilega af, er sú staðreynd, að hann er á Islandi núna, og ég er það ekki. Ég vorkenni honum, þvi hann virðist ekki virða og skilja rika menningu ykkar og sögu og staðfestu is- lenzku þjóöarinnar. Ég vona,aö þið getið lesiö þetta bréf, eins og ég hef skrifað það. Mér er ljóst, að það er dálitið ruglingslegt, en ég hef reynt að orða hér til- finningar minar og segja huginn. Ég vonast til að eitt- hvað af þessu bréfi verði birt. Mig langar að segja öllum Is- lendingum, hve leiður ég er yfir einu atriði og, um leið, hve þakklátur ég er fyrir annaö. Kærar þakkir, með alúðar- kveðju. Michael Beach, 5105 N. Harvard, Portland Oregon 97203 Bandarikjunum. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins um lánsumsóknir, sem til greina eiga að koma á árinu 1973. 1. Vegna allra framkvæmda, annara en vélakaupa. Lánsumsóknir skulu hafa borizt bankanum fyrir 15. október 1972. Umsókn skal fylgja nákvæm lýsing á fram- kvæmdinni, þar sem m.a. er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur, veðbókarvottorð og teikning, ef kostur er. 2. Vegna vélakaupa. Lánsumsóknir skulu hafa borizt bankan- um fyrir 31. desember 1972. Láns- umsóknum bænda vegna dráttarvéla- kaupa skal fylgjai veðbókarvottorð, skýrsla um búrekstur og upplýsingar um verð og tegund vélar. Lánsumsóknum ræktunar- og búnaðar- sambanda, vegna kaupa á vinnuvélum, skal fylgja upplýsingar um verð og tegund vélar og greinargerð um þörf á kaupunum. Reykjavik 14. ágúst 1972 BtlNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBUNAÐARINS Ritarastarf við Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins er laust til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Upplýsingar i sima 83200 Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Keldnaholti. Þessivél- hjOlum sem myndin sýnir J vinnur á fáum sekúndum verk, sem áður tók langan tima og mikla fyrirhöfn að leysa. fyri bíla á stOrnm Auglýsingastofa Tlmans ér 1 Bankastræti 7 simar 19523 — Við getum nú annast hjólbarðaviðgerðir fyrir ALLAR STÆRÐIR BÍLA. H|61barðar Höfðatúni 8 — Simar 86780 og 84320 TÆKNIFRÆÐINGAR - VERKFRÆÐINGAR Oskum eftir að ráða til starfa við rekstur álverksmiðjunnar i Straumsvik Bygginga- Rafmagns- og Véltæknimenntaða menn Um framtiðarstörf er aö ræöa. Umsóknir óskast sendar til tslenzka Alfélagsins h.f. fyrir 31. ágúst næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfiröi. ÍSLENZKA ALFELAGIÐ H.F. STRAUMSVlK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.