Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 15
Miftvikiidagur 1(1. ágúst 11172 TÍMINN 15 mm Q|| 3SUUU Félag ungra Framsóknarmanna Kópavogi Heldur félagsfund fimmtudaginn 17. ágúst. kl. 8.30 FundarefniiKosning fulltrúa á sambands þing. önnur mál. Stjórnin Vestfjarðakjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi verður haldið að Flókalundi i Vatnsfirði 19.-20. ágúst og hefst laugar- daginn 19. ágúst kl. 1 e.h. Héraðsmót í Skagafirði 19. ógúst llalldór Ingvar Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði Varmahlið, laugardaginn 19. ágúst og hefst það kl. 21 stundvislega. Ræðumenn verða Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra og Ingvar Gislason alþingismaður. Hilmar Jóhannsson skemmtir með grini og gamansöng. Sigurveig Hjaltested og Magnús Jónsson syngja við undirleik Skúla Hall- dórssonar. Hinir vinsælu Gautar leika fyrir dansi. Sumarauki Mallorca-ferðir Farið 24. ágúst. Komið til baka 31. ágúst. Verð kr. 14.800,- (fargjald báðar leiðir, hótelpláss og fullt fæði). Farið 7. september. Komið aftur 21 september. Verð 18. 500 krónur (fargjald báðar leiðir, hótelplás fullt fæði). Kaupmannahafnarferð Farið 14. september. Komið til baka 28. sept. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hring- braut 30, simi 24480. Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik. V____________________________________________J ILYUSHIN 62 FERST 0G MEÐ HENNI 156 MANNS NTB Næstmesta flugslys sögunnar varð sl. þriðjudag -L Austur- Þýzkalandi, þegar farþegaþota af gerðinni Ilyshin 62 fórst skömmu eftir flugtak frá Schönefeldtflug- velli við Austur-Berlin. 156manns voru meö flugvelinni þar af 8 manna áhöfn og komst engin lifs af. Eitt flugslys meira hefur orðið áður, þegar 2 flugvélar rákust á yfir Japan og 162 fórust. Ilyushin-flugvélin fórst um kl. 16.10 við bæinn Königs-Wuster- STAÐSETNINGARMERKI ÚR 960 KM. FJARLÆGÐ KJ-Reykjavik. Klukkan rúmlega ellefu i morg- un gátu viðstaddir á skrifstofu Landmælinga Islands á Lauga- vegi 178 fylgzt með ferð gervi- hnattar yfir tslandi, þvi á skrif- stofunni voru Bandarikjamenn að kynna islenzkum rannsókna- mönnum staðsetningarkerf i gervihnatta. Það voru einir þrir gervihnettir frá bandariska flotanum. sem heyrðist þarna i, en þessir gervi- hnettir gefa frá sér merki og eru notaðir við staðseningu skipa og kortagerð. Það eru sérstaklega rann- sóknaskip sem notfæra sér slik merki frá gervihnöttum, en með aðstoð gervihnattanna eiga stað- setningar að vera mjög nákvæm- ar. Þá eru þessir gervihnettir not- aðir við staðsetningu á landi og kortagerö, og nú er einmitt verið að mæla út fimm punkta á tslandi i þessu skyni. Staðirnir sem hér um ræðir, eru Reynisfjall við Vik, Hjörsey á Mýrum i Borgar- fjarðarsýslu, Ennishöfði á Ströndum, Hrossaborg á Mý- vatnsöræfum og Höfn i Horna- firði. Gervihnötturinn, sem sendi frá sér merkin i morgun var i um 960 kilómetra hæð yfir Islandi og komu alls konar tölur fram á sér- stökum strimli.eftir að móttöku- tækin höfðu breytt hljóðmerkjun- um i tölur. Ennfremur komu merkin l'ram á gataræmu. Gert er ráð fyrir þvi, að i fram- tiðinni verði gervihnattastaðsetn- ingatæki almennt um borö i stærri skipum, en i.dag eru slik tæki aðeins i rannsóknaskipum, herskipum og stærstu og nýjustu farþegaskipunum,eins og Queen Elizabeth II. Blaðamenn frá brezkum fjölmiðlum í kynnisferð KJ-Reykjavik Átta brezkir blaðamenn, sem skrifað hafa um landhelgismálið i Bretlandi eru nú á fcrðalagi vitt og breitt um island i boði rikis- stjórnarinnar, en milligöngu um ferð þeirra hingað hafði kynningarfyrirtækið Hunt i Lon- don. Blaðamennirnir eru frá blöðun- um The Times, Sunday Tele- graph, Daily Telegraph, Hull Daily Mail, brezku fréttastofunni Reuters, Tomsons Provincial Press og Westminster Press. Einnig er i þessari ferð forstöðu- maður Hunt kynningarfyrir- tækisins. Eftir komuna til landsins á mánudag snæddu þeir kvöldverð með Ólafi Jóhannessyni forsætis- ráðherra og Einari Agústssyni utanrikisrácSherra, og nokkrum starfsmönnum utanrikisráðu- neytisins. I gær fóru þeir til Akur- eyrar, og i dag er lerðinni heitið til Isafjarðar. Á fimmtudaginn er svo ráðgert að þeir fari til Nes- kaupstaðar, en dvelja i Reykjavik á föstudag og ræða þá við ýmsa aðila, og þar á meðal islenzka •fiskifræðinga. Þá mun borgar- stjórinn i Reykjavik bjóða þeim til miðdegisverðar, og ennfremur munu blaðamennirnir ræða frek- ar við ráðherra. r Héraðsmót ó Tólknafirði 25. ógúst hausen, og telja björgunarsveita- menn, að allir hafi látizt sam- stundis. Flugvélin var frá austur-þýzka flugvélaginu Unterflug og var i leiguflugi með ferðafólk til borg- arinnar Burgas á Svartahafs- strönd Búlgariu. Engar upp- lýsingar liggja fyrir um orsakir slyssins. FRYSTISKÁPAR Nú er rétti timinn að láta breyta gamla isskápnum i l'rystiskáp. Annast breytingar á is- skápum i frystiskápa. Fljót og góð vinna. Einnig til sölu uokkrir uppgerðir skápar á m jög góðu verði. Upplýsingar i sima 42396. Baháí-námskeið í KR-skálanum A föstudaginn munu Baháiar efna lil sumarskóla i KR-skálan- um og hefst hann á föstudaginn og stendur til mánudags. Þar mun fara fram hópsjálfskennsla og er búizt við, að um hundrað manns sæki þetta námskeið. Á námskeiðinu verður fulltrúi frá Höndum málstaðarins, Ugo Giachere, áður kardináli. Slökkvilið gabbað austan fjalls Um kl. 5.45 i gærmorgun var hringt til Jónasar Ingvarssonar, fuiltrúa Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, og tilkynnt, að eldur væri i útibúi kaupfélagsins á Eyrar- bakka. Slökkviliðið á Eyrarbakka og lögreglan á Selfossi fóru á staðinn, en engan sáu eldinn. Ekki er vitað, hver þarna var að verki. Framhald af bls. 3. Skákin uppi með kóng, hrók og þrjú peð hvor og staöan býður upp á fátt annað en jafntefli. Tvimenn- ingarnir ljúka þó við 40 leiki, eins og hlýðin skólabörn við heima- dæmin, og semja siðan jafntefli. Héraðsmót framsóknarmanna verður haldið á Tálknafirði föstu- daginn 25. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðs- son fjármálaráðherra og Bjarni Guðbjörnsson alþingismaður. Karl Einarsson skemmtir. Kurugei Alexandra syngur lett lög frá ýmsum löndum við undirleik Gunnars Jónssonar. Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar og Ásthildur leika fyrir dansi. Héraðsmót ó Suðureyri 26. ógúst Héraðsmót framsóknarmanna verður haldið á Suðureyri laug- ardaginn 26. águst og hefst kl. 21. Ræður flytja Steingrimur Her- mannsson alþingismaður og dr. Ólafur Ragnar Grimsson lektor. Karl Einarsson skemmtir. Kurugei Alexandra syngur létt lög frá ýmsum löndum við undirleik Gunnars Jónssonar. Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar og Ásthildur leika fyrir dansi. ChesterFox er á förum til New York til skrafs og ráðagerða við lögfræðinga sina. Fox var svart-' sýnn i gær og bjóst ekki við, að neitt yrði kvikmyndað af einvig- inu i framtiðinni. Fischer var óánægður með lýsingu á sviðinu i gær. Ljósin voru þvi stillt eftir skákina. Spasski sat á sviðinu og sagði ljóstæknimönnum til. Á lýsingin nú að vera i fullkomnu lagi. Þess má geta i lokin, að Lothar Schmid sendi Fred Cramer bréf i gærmorgun, þar sem hann mót- mælir fyrri ásökunum þeirra Fischers á sig og visar kröfum þeirra á bug. Þá hafa köppunum borizt ótal bréf (allt upp i 50 á dag) viðs veg- ar að úr heiminum. Flest bréfin koma frá Bandarikjunum, en Júgóslavar og aðrar þjóðir eru lika iðnir við að senda þeim linu. Utanáskrift bréfanna er oft stuttaraleg, eins og: Fischer, Is- landi eða Spasski, Laugardals- höll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.