Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.08.1972, Blaðsíða 16
Drangar f Arneshreppi, þar sem kvíftafull móðir hét á Hallvarð og þúfuna hans. spurði hana um leiði Hall- varðs og það traust, sem fólk af þessum slóðum hefur enn á þessum þjóðsagnamanni, er dó fyrir hundrað sjötiu og þrem árum. — Fyrir seytján árum var ég nýbúin að eignast dreng, sem heitir Guðjón.sagði Anna, og það hlóðust á hann útbrot og kaun, svo að ég óttaðist, aö hann myndi deyja i höndunum á mér. A Dröngum i Arneshreppi, var sem sé enginn leikur að ná til læknis — öllu heldur óger- legt, ef brátt þurfti til að taka: Vegalengdir afskaplegar og torleiði ennþá meira. Aldrei komst heldur simi norður að Dröngum. Að minnsta nokkrir, sem ég veit um kosti Við spurðum önnu, hvort það væri alsiða að heita á Hallvarð. HUn játaði þvi. — Það hafa margir gert, sagði hún — kannski ekki mjög margir, en að minnsta kosti nokkrir, sem ég veit um. Þeim, sem eru þarna af Norður-Ströndum, er sýnilega vel við hanii, og geta vel látið sér detta i hug, að hann sé ein- hvers megnugur enn, þó að hann hafi legið lengi i gröf sinni. Hann var talinn kunna „ÞA HET EG A HANN, BARNI MÍNU TIL LÍFS II Enn borið traust til þjóðsagnahetjunnar og kunnáttumannsins Hallvarðs Hallssonar Skjaldabjarnarvik er nyrzti bær í Strandasýslu — við dá- litinn vog sunnan undir Geir- hólmi. Vogurinn horfir gegn Húnaflóa, og þar hefur verið hraustra manna byggð, þvi að oft getur hann verið svalur, þegar hann er við norðrið, l'ló- inn úfinn f áhlaupsveðrum og haffsinn áleitinn á þessum slóðum, ef hann berst upp að landinu á annað borð. Ekki tróðu heldur aðrir bændur þeim um tær, er i Skjalda- bjarnarvfk bjuggu, þvi að næstir bæir voru Drangar, sunnan Bjarnarfjarðar, og Reykjafjörður nyrðri, en á annah veginn voru átta eða niu kílómetrar, en á hinn lfk- lega fimmtán og á báða vegu um fjöll og torfærur að fara. Einn hinn frægasti maður, sem i Skjaldabjarnarvik hefur búið var Hallvarður Hallsson, enda karl i krapinu og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann er margrómaður i sögum og sögnum og sumra manna hald, að honum bregði einnig fyrir, þótt i annarlegri og skripilegri Utgáfu sé, i Manni og konu hjá Jóni Thoroddsen. Þegar Hallvarður Hallsson fann dauðan nálgast, mælti hann svo fyrir, að hann skyldi jarðaður i tUni i Skjalda- bjarnarvik — án yfirsöngs. Og þar var honum kuml gert i tUninu sunnan verðu án vit- undar sóknarprestsins i Arnesi i Trékyllisvik. Ræktarsemi viö leiði á eyðislóðum Hallvarður dó árið 1799, og enn er leiði hans öllum sýni- legt, er á þessar slóðir kom- ast, i sunnan verðu tUninu i Skjaldabjarnarvik. Þvi er meira að segja meiri sómi sýndur en mörgum nýlegri leiðum sveitarhöfðingja og embættismanna i meginsveit- um. Það hafa gert dætur Guð- jóns Kristjánssonar, sem bjó I Skjaldabjarnarvik 1905-1923 og aftur 1940-1947, Ingigerður Guðjónsdóttir, skólastjóri á Staðarfelli og Anna, sem hUs- freyja var á Dröngum. Þessi ræktarsemi er auðvit- að saga Ut af fyrir sig, en hitt er þó sögulegra, að enn er ekki ótitt, að fólk telji sér standa af þvi heillir að sýna þessum forneskjumanni, er vildi fremur liggja i túni sinu en vigðri mold, nokkurn sóma. Ferðamenn reka upp stór augu Þeir eru að visu ekki marg- ir, sem leggja leið sina i Skjaldabjarnarvik, en þó ber við, að þangað koma ferða- menn, sem fara fótgangandi um Norður-Strandir. Þeir, sem þangað komast,láta ekki undir höfuð leggjast að koma að kumli karls. Menn, sem þarna voru á ferð i sumar, veittu þvi athygli, að á leiði hans var nýmálaður kross og kringum það grindur, sem þó voru ekki fullgerðar, þvi að i þær vantaði eina hliðina. Þessir menn komu einnig að Dröngum, og þar voru þá fyrir þau hjón, Kristinn Hallur Jónsson og Anna Jakobina Guðjónsdóttir frá Skjalda- bjarnarvik, er áður bjuggu alllengi á Dröngum og viðar i Arneshreppi. Anna sagði þeim söguna um leiði Hallvarðs og það með, að hUn hefði heitið á karl fyrir seytján árum, barni sinu til lifs. Mér finnst eins og hann sé að minna á sig 1 gær var Anna stödd á Seljanesi, þar sem þau Krist- inn bjuggu einnig um tima. Þar átti Timinn tal við hana og — 1 þessum vandræðum varð mér það fyrir að heita á Hallvarð og þUfuna hans, hélt Anna áfram. Ég hét þvi, að það skyldi gert þokkalega utan um hann, ef hann vildi sjá með okkur. Og hann varð vel við, þvi að barnið hjarnaði við, greri sára sinna og náði heilsu og þroska. En eins og ég heyri, að þU veizt, vantar eina hliðina i grindurnar kringum leiðið hans. NU hefur tekizt svo til, að pilturinn hefur þrisvar orð- ið fyrir meiðslum, alltaf á vinstri hendi. Hann hand- leggsbrotnaði, hann missti framan af fingri og hann skað- aði sig á sög. Mér finnst eins og Hallvarður sé að minna á sig og þyki ekki fullefnt við sig áheitið, þegar eina hliðina vantar i grindurnar. Þess vegna ætla ég að hlutast til um þaö, að Ur þvi verði bætt i sumar. talsvert fyrir sér og vita lengra en nef hans náði á með- an hann stóð uppréttum fót- um, og enn eimir eftir af þvi, að hann þyki liklegur til þess að hlaupa undir bagga með fólki, sé vel að honum farið. Við hér syðra getum lika vel trUað þvi að gott sé að heita á Hallvarð, og þá ekki sizt til sæfara og harðræða, þvi að hann var 'garpur mikill, og gæti þess vegna skipað svip- aðan sess og Þór I átrUnaði Helga magra. Hver veit, nema Hallvarður Hallsson fari inn- an tiðar að keppa við Strand- arkirkju um áheit, ef það verður þjóöfrægt, að hann verði vel við? Kannski væri hann til með að semja um það við þá kynslóð, sem nú er uppi, að fjármunum, er saman drægjust á trU og trausti á til- hlutan hans um örlög manna, væri varið málefnum i Árnes- hreppi tilgagnsmuna. -JH. Skjaldabjarnarvik, þar sem nú verður aukið hlið i grindurnar um leiði Hallvarðs. ( Miðvikudagur 16. ágúst 1972 Einar Agústsson og Lúövik Jósefsson taka á móti Færeyingunum. Tlmamynd Gunnar. FBI njósn- ar um Jane Fonda Jack Anderson kemur upp um enn eitt hneykslið NTB-Washington Dálkahöfundurinn kunni, Jack Anderson, skýrði frá þvi á mánu- daginn, að bandariskir bankar hefðu veitt bandarisku alrikislög- reglunni, FBI, nákvæmar upplýs- ingar um fjárhagsafkomu leik- konunnar Jane Fonda, en slikar upplýsingar banna bandarísk bankalög, að leki Ut. Anderson vitnaði fyrir undir- nefnd fjárhagsnefndar banda- risku öldungadeildarinnar, en bandariska dómsmálaráðuneytið hefur haft hug á að draga Jane Fonda fyrir rétt, eftir að hUn heimsótti Norður-Vietnam og' skoraði á bandariska hermenn að hætta árásarferðum á landið. Sagði Jane þetta i ávarpi, sem hUn flutti i Utvarpiið i Hanoi. Anderson lagði fram skjöl frá FBI, sem sönnuðu mál hans: Við- skiptabankar leikkonunnar hafa veitt lögreglunni nákvæmar upp- lýsingar um fjárhag hennar. Seg- ir Anderson, að ekki sé þetta i fyrsta skipti, sem lögreglan hafi slikar upplýsingar frá bönkum og öðrum stofnunum, ekki einungis um fólk, sem talið er geta verið „hættulegt rikinu", heldur og fólk, sem FBI telur af einhverjum ástæðum grunsamlegt. Hollendingar mótmæla Rikisstjórnin hollenzka hefur sent rikisstjórn tslands andmæli sin gegn Utfærslu fiskveiðitak- markanna. Þótt Hollendingar segist viðurkenna, hversu fisk- veiðar séu Islendingum mikil- vægar, geti þeir ekki fallizt á þá fyrirætlun íslendinga að færa lög- sögu sina yfir miðunum upp i fimmtiu sjómilur frá ströndum lands þeirra og telji, að ráðstaf- anir til verndar fiskstofnum verði að gera með samkomulagi hlut- aðeigandi þjóða. VIÐRÆÐUR HAFNAR VIÐ FÆREYINGA Fundir islenzkra ráðherra og sendinefndarinnar færeysku hóf- ustigæriráðherrabustaðnum við Tjarnargötu. Af Islands hálfu voru á þessum fundi ráðherrarnir Einar Agústsson og LUðvik Jósefsson, Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri, Þórður AgUsts- son skrifstofustjóri, Jón ögmund- ur Þormóðsson fulltrúi, Már Elis- son fiskimálastjóri, Guðmundur Pétursson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Sig- urður Egilsson frá Landssam- bandi islenzkra Utvegsmanna. Á fundi þessum voru einkum lögð drog að þvi, hversu háttað skyldi viðræðum þeim, sem Fær- eyingar vilja eiga við islenzk stjórnarvöld um ivilnanir til veiða eftir Utfærslu fiskveiðitak- markananna. Viðræðum þessum verður siðan haldið áfram i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.