Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 184. tölublað —Fimmtudagur 17. ágúst —56. árgangur. kælí- skápar X>/**ut£etAt4*é£et/í. A..Æ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Geta verið leifar hvaða skips sem er - ef eitthvað er í sandinum „Ég fór á þriðjudaginn meö borinn niöur á sand til mannanna, sem eru að leita að þessu svokallaða gull- skipi", sagði Lárus Sig- geirsson á Klaustri við Tímann í gær, „og ég kom afturviðhjá þeim idag. Þeir voru byrjaðir að bora, en sóttist seint, þvi að þarna eru leirlög i sandinum, og borinn varla jafn hentugur og búizt hafði verið við eins og þarna hagar til." Lárus sagði að staðurinn væri þrjú til fjögur hundruð metra frá sjó, og ef eitthvað væri þarna undir annað en leir og sandur, myndu vera á að gizka sex til tiu metrar niður á það. En hann kvaðst ekki úr hófi fram trúaður á, að þarna væri neitt gullskip. Þarna gætu verið leifar hvaða skips sem væri, ef eitthvað væri. Auk þess kynni að þurfa að bora býsnamargar holur áður en nokkuð fyndist, þótt ein- hverjar grotnaðar skips- leifarværuisandinum. -JH. Myndin er tekin á þvi augnabliki, sem sprengjan lokaði farvegi Köldukvislar. Vatnið, sem þarna myndast, mun ná upp i miðja hlíðina, i baksýn og skurðbakkarnir fremst fara ;í bólakaf. Fleiri myndir og frétt eru á baksiðu. (Timamynd Róbert.) Fischer enn með hótanir KJ-Reykjavik. Enn mótmælir Fischer hávaða i höllinni og i gær sendi fulltrúi hans ljóstæknifræðingurinn Cramer skeyti til dr. Euwe for- seta alþjóðaskáksambandsins, sem býr i Amsterdam. Kvartar fulltrúi Fischers þar um hávaða i salnum, og yfir þvi, hve aðaldóm- arinn Lothar Schmid hafi verið ósamvinnuþýður siðustu tvær vikur við að bæta aðstæður i hóll- inni. Dr. Euwe hringdi i aðaldóm- arann eftir að hann hafði tekið á móti skeyti Cramers en aðal- dómarinn sagði, forsetanum, að aðstæður i höllinni væru allar samkvæmt einvígisreglum, og þar væri enginn verulegur hávaði. Skriflegt svar við þessum umkvörtunum Cramers mun verða sent fyrir hádegi i dag og undirritað af fulltrúum skáksam- bandsins og aðaldómaranum. Þar sem Cramer fer einkum fram á er, að fremstu sætaraðir- nar i salnum verði fjarlægðar, bannaö verði að skýra skákirnar i herbergjum undir saJnum, og komið verði i veg fyrir, að börn séu að hlaupaum salinn, eins og komið hefur fyrir, þegar teflt hefur verið. Ef ekki verður verið við þessum kröfum hefur Fischer i hótunum um að tefla i bak- herberginu, eins og gert var i þriðju umferðinni. STEFNT ER AÐ ÞVI AÐ EIN VÍGIÐ BERI SIG í athugun að smíða 1000 skákboro og selja þau í Bandaríkjunum KJ-Reykjavik Þeir skáksambandsmenn virð- ast staðráðnir i að láta heims- meistaraeinvigið standa iuidir sér fjárhagslega — eða meö öðr- um orðum að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til þess að svo megi verða. Hafa þeir uppi margskonar fyrirætlanir til fjár- öflunar, en útséð virðist véra um að nokkrar verulegar fjárhæðir komi inn vegna kvikmyndatöku af taflmennskunni I Laugardals- höllinni. Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands tslands staðfesti það i viðtali við Timann i dag, að hugmyndir væru nú uppi um að láta smiða allt að eitt þús- und skákborð, eins og það sem heimsmeistarinn og áskorandinn hafa setið við i Laugardalshöll- inni, og selja þau númeruð á Bandarikjamarkað. Er Skák- sambandið i viðræðum við iðju- höld i Bandarikjunum, sem sýnt hefur máli þessu mikinn áhuga. Margt þarf þó að athuga og gera áður en smiði þessara borða verður að veruleika. T.d. þarf mjög mikið efni i þessi eitt þús- und borð, eða um 150 tonn af mag- hony, og vinnur nú bandariski iðjuhöldurinn að þvi að útvega til- boð uin sölu á efninu hingað til lands. Hugmyndin er að borðin yrðu smiðuð i „serium" hundrað borð- iserium.og yrði hvert borö með áletraðri silfurplötu og númeri. Gunnar Magnússon húsgagna- arkitekt hannaði skákborðið i Laugardalshöllinni, og gaf hann Skáksambandinu teikningarnar af borðinu. Gunnar er nú erlendis, en hann á að sjálfsögðu höfundar- réttinn, og ekkert verður gert nema i samráði við hann. Ragnar Haraldsson húsgagna- smiðameistari smiðaði borðið sem heimsmeistarinn og áskor- andinn hafa setið við, en stein- platan, sem upphaflega var i borðinu var srhiðuð hjá S. Helga- son h.f. steiniðju. Ekki er gott að segja til um hvaðborð sem þetta myndi kosta, en ef tækist að selja 1000 borð af þessari gerð, myndi það áreiðan- lega rétta við fjárhag Skáksam- bandsins. Guðmundur G. Þórarinsson sagði, að margar aðrar hug- myndir væru á lofti um f járöflun, og mætti þar nefna skyndihapp- drætti, þar sem verðlaun yrðu skákborð áritað af Spasski og Fischer. Þá sagði hann að Skák- sambandið hefði sent myntfyrir- tækinu Lombardo i Bandarikjun- um skeyti vegna hugsanlegrar út- gáfu opinbers minnispenings þar ilandi um heimsmeistaraeinvigið i Reykjavik. Væri vonast til að eitthvað yrði af framkvæmdum i þessu sambandi á næstunni. Að lokum sagði Guðmundur að Fischer hefði enn ekki skrifað á skákborðin tiu, en hann vonaðist til að af þvi yrði og leggði Skák- sambandið mikia áherziu á það, enda hefði lögfræðingur Fischers Paul Marshall tjáð Skáksam- bandinu að áskorandinn myndi rita nafn sitt á borðin. Spasski & einnig að skrifa á borðin, en búizt er við að ekki þurfi eins að ganga á eftir honum með áskriftina og Fischer. „Framar björtustu von- um" Guðlaugur Guðmundsson, sem sæti á i stjórn Skáksambandsins, sér um rekstur minjagripa- verzlunarinnar i Laugardalshöll- inni, og sagði hann i viðtali við Timann i gær, að salan þar hefði fariðfram úr björtustu vonum, og stundum komizt upp i á þriðja hundrað þúsund á dag. Guölaugur sagði, að mest seld- ist af kortum og umslögum. T.d. hefði Skáksambandið gefið út 30 þúsund umslög með mismunandi myndum, og væri sala um- slaganna langt komin. Kortin hans Halldórs Péturssonar hafa selzt mjög vel, og á þriðjudaginn kom út Jitkort sem Halidór hefur teiknað og Skáksambandið gefur út i 8 þúsund eintökum, og sagði Guðlaugur að það hefði selzt m jög vel fyrsta daginn, enda kostar það ekki nema 100 krónur Guðlaugur sagði, að það sem merkt væri sambandinu og minnti á einhvern hátt á einvigið seldist áberandi bezt, og hefði fólk haft orð á þvi að það vildi styrkja sambandið með þvi að kaupa það sem þvi er merkt. Að lokum sagði Guðlaugur að þeir skáksambandsmenn stefndu að þvi aö ná endunum saman fjárhagslega, og leggðu nú mikla vinnu i það að athuga alla mögu- leika. Skákboröiö ásamt hliöarborðum á sviðinu I Laugardalshöllinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.