Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 8
8 Bréf til Helga á Hrafn- kels- stöðum Timinn gerði mér þann greiða, að vilja ekki birta grein eftir mig sem snerti þig og þin fræði um Lögberg og útilegumenn. Nú sé ég að þetta var góður greiði, þvi nú hefur Timinn gert þér þann óleik, að birta eftir samsetning um Lögberg, sem sýnir það, að hvorki ég né aðrir, koma neinu i kring, þótt við þig sé talað um fræðileg efni. Ég sendi þér góða vísu i þessu greinarkorni og ég veit, að Andre's Kristjánsson kann hana. Það er næstum þvi, að ég vilji strika yfir hana eins og greinina, eftir að ég er búinn að lesa siðustu rellu þina um Spangarlögbergiö. Allir viti- bornir menn munu hafa kastað fyrirróða þjóðsögunni um Alþingi á Spönginni, þótt ég hafi ekkert sagt um það, að þar kunni ekki einhvern tima að hafa verið þing- hald. Ég hef sagt þér og öðrum aö trúa ekki landnámulýgi munka, enda blasir það nú við i mörgum rannsóknum, að her fer ekkert landnám fram i auðu landi, sem þú trúirað vonum, þegar þú trúir þvi, að Alþingi hafi verið háð á Spönginni, og næg vitni gefast um það, að það var á völlunum við öxará. Nú hampar þú.með offorsi þjóðkunnum vitnisburðum. Lögberg er einstakt i sögu allra landa. Það fylgdi hinu merkilega lýðveldi á tslandi og var úr sög- unni um leið og lýðveldið. Þennan stað ættu menn að telja helgastan blett á öllu landinu og geyma i samræmi við það. Hins vegar hefur nú þessi blettur lent i þvi háði að vera talinn á Spönginni eða uppi á Almannagjárbarmi. Það er litið þjóðþrifaverk að hæðast að Lögbergi, en það munum við gera enn um sinn. Ég skal segja þér að það eina.sem mark er takandi á er það, að Sæmundur lögr.m. Einarsson á ölfusvatni ritaði annái á dögum Fjaila-Ey vindar og minntist aldrei á hann, en segir að Nikulás sýslumaður Magnússon hafi drukknað i gjá nærri Heiðna Lögbergi. Þetta orðalag sýnir það, að það er fornt mál að haida þing á Spönginni, og slikt gera ekki ribbaldar, sem oft héldu Alþingi á Völlunum. Það, sem er furðan i þessari nýju Spangar- grein þinni er það, að þú tinir fram vitnisburði frá 18. öld um þetta Spangarþing, en ég hef bent þér á, hvað merkasti sagnaritari tslands, Sturla Þórðarson, segir frá þingi 1234, þar sem hann er sjálfur til staðar 20 a'ra að aldri. Þá kom Kolbeinn ungi neðan völlinn handan um á með 600 manna og fylkti liði milli Lögréttu og Austfirðingabúðar, en Snorri stóð með önnur 600 manna i brekkunni, bak Valhöll, allt niður um Valhallar- dilkinn. Nú heimta ég af þér, að þú skýrir, hvernig þetta kemur heim á Spönginni, eða á gjár- barminum. Svo getur þú athugað, hvað Njála segir um brennubar- daga og hve vel það kemur heim á Spönginni eða gjárbarminum. Svo skaltu trúa þvi að Hafliði Másson fór með dóm sinn á Spönginni 1120, til að sekja Þorgils Oddason, til að hafa frið, sem ekki gafst á þingstaðnum. Ég hef fundið hið rétta Lögberg og skaltu hifa þig út af Spönginni og róla þangað og sjá, að á þeim eina stað á Þingvöllum, sem um getur veriðað ræða sezt sólin undir efri barm Almannagjár. Annars staðar sezt hún undir fjöll. Þar serðu að Lögberg er á „þúfu”, vænum hól. En nú hefur þú skrifað grein, sem gæti verið eftir hvaða álf úr hól, sem frá er greint i þjóðsögum, að hafi verið til. Grein þin er i hæsta lagi vitnis- burður um álfa. 4.8.1972 BenediktGislason frá Hofteigi TÍMINN Fimmtudagur 17. ágúst 1972 Fimmtudagur 17. ágúst 1972 TÍMINN 9 I I MANNSHUGURINN MANNSIIUGURINN er van- ræktur. Þcim mun meira vald scm maðurinn nær yfir umhverfi sinu, þcim mun minna vald hef- ur hann á sjálfum sér. Ilugrækt er liinum vestræna nútimamanni mikil nauðsyn... Þetta segir Fiyadassi Thcra, ceylonskur húddamunkur, sem hér er á ferð, þekktur rithöfundur og cinn af viðförlustu fulltrúum Theravada-búddhismans, þeirrar greinar Búddhadóms sem er rikj- andi á Ceylon, Burma, Thailandi og i fleiri löndum þar i kring. Ilingað til lands er kominn á veguin Sigurlaugs Þorkelssonar og llaralds Dungals, en þeir hafa um sinn vcriö i samhandi við Út- gáfufélag búddhista i Kandy, merkri borg og gömlu höfuðsctri andlegra Iræða á Ccylon. — Hvenær varstu vigður munk ur og hve gamall varstu þá? — Ég er nú 58 ára, fæddist i Cólombó 8. júli 1914. Ég stundaöi nám i enskum skólum unz ég var 18ára. Nitján ára gekk ég i reglu Búddhamunka (sangha), svo nú er ég búinn að ná þvi, sem kallað er að vera full-vigður Búddha- munkur, hef verið munkur i 38 ár. Þegar munkur nær tiunda ári i hærri vigslum reglunnar er hann kallaður Thera. Það þýðir gamall eða öldungur og er tignarheiti, en þegar hann hefur verið i reglunni i tuttugu ár kallast hann Maha- Thera. Maha þýðir mikill. — Hvað gera nú munkar? Hvernig nota þeir timann? .— Munkar fylgja sérstakri leið. Þeir nema, þeir hugsa um sig sjálfir, það er gott fyrir skaphöfn- ina, ræsta i kringum sig og þvo fötin sin. Mér þykir gaman að sinna þessum einföldu nauðsynj- um lifsins. Það er svo sem ekki mikið að ræsta og þvo. En þegar þörf er á að gera hreint þá fæ ég fólk til þess. Þar að auki tekur munkur þátt i trúarathöfnum, en þegar hann er kominn vel i gegn- um námsefnið, hefur stúderað dhamma rækilega, það er fræðsla Búddha, þá getur hann lagt fyrir sig að fræða eða predika. Hann fer þó aðeins þangað, sem honum er boðið að koma, t.d. i skóla að tala við nemendur. En hann verð- ur auðvitað að vera vel að sér i búddhiskri heimspeki og almenn- um fræðum. Mér dettur ekki i hug að halda fram, að svo sé um alla munka i Ceylon. Á þessum timum er mikil nauðsyn að vera sérstak- lega vel að sér i dhamma, þvi leikir menn stúdera lika. Það Frá Sarnath. Turninn er kallaður ,,stúpa” Sú tegund af trúarlegum niinnisvörðum var algeng forðum. Þessi stúpa er með þeim elztu, frá þvi um 100 fyrir Krists burð, reist til minningar um fyrstu ræðu Gautama Buddha. þýðir ekki að tala við þá eitthvað úti loftið. Einnig reynist manni vel að þekkja sæmilega til vest- rænnar heimspeki og nútima sálarfræði. Sumir munkar fara i háskóla. Þá höfum viö fræðslu flokka fyrir menntaða menn sem hyggjast kynna sér dýpri þætti búddhiskrar heimspeki. Sérstakir umræðuflokkar fjalla um Abbhid- arama hina háspekilegu hlið fræðanna. Sumir munkar gerast einnig rithöfundar. Einn þáttur i starfinu er að fara i sjúkrahúsin að ræða við sjúklingana og lesa fyrir þá sútrur (helgirit). Til er sútra, sem sérstaklega á við sjúkt fólk.Við erum stundum beðnir að koma, og förum þá alltaf og reynum að veita styrk. — Hvað viltu segja um hugleið- ingariðkanir munkanna? — Auðvitaö iðkar munkurinn hugleiðingu. Ef hann er sérstak- lega hneigður i þá áttina getur hann lært grundvallar atriðin hjá reyndum munki og farið svo úti frumskóginn. En þessi tegund munka er fámenn. — Lifa munkar á þvi að betla eins og i gamla daga? — Allt sem við munkar gerum, gerum við fyrir ekki neitt. En al- menningur sér okkur fyrir nauðþurftum — sem eru næsta fá- ar, einsog Búddha benti á: kufl- inn, maturinn, staður til að búa á og lyf. Þetta á auðvitað við um alla, lika leika ménn. Allt annað eru aukaþarfir, við getum lifað góðu lifi án margra hluta sem fyrir finnast i heiminum. — Hárrétt. — Ef munkurinn er dugmikill þjónandi, ef hann hefur orð á sér fyrir að vera góður munkur, þá þarf hann ekkert að óttast, fólk lætur gjafir rigná yfir hann. Þetta skiptir máli, þvi fólk tekur eftir, hvernig við lifum og metur göfugt lif og ósérplægið. — Hvernig rætist úr um þessa hluti fyrir þér sjálfum? — Ég fæ mikið gefið meira en ég þarf, og þa læt ég það ganga til annarra, sem ekki fá eins mikið. Sumir munkar hljóta ekki eins góða meðferð. Stundum kemur fólk og segir: „Herra, Mig langar til að færa þér gjöf, en hvers vegna skyldi ég gefa þér eitthvað sem þú ekki þarft? Viltu gera svo vel að segja mér hvers þú þarfn- ast helzt?” Við biðjum nefnilega ekki, nema þegar við erum spurð- ir. Annars má munkur ekki biðja nema nánustu ættingja og aðal- hjálparhellu — sem þegar hefur tilkynnt honum að hann megi leita til sin hvenær sem er. Og ef maður er beðinn að biðja um eitt- hvað, þá kannski segir-'hann: Þessi bók sem hann tilgreinir fæst i bókaverzlun, viltu gefa mér hana? Eða hann kannski biður um lyf sem hann þarfnast vegna heilsunnar. Ég læt stundum lyf af hendi til annarra munka. Og fyrir kemur að afgangs eru peningar þegar fé hefur verið lagt fram vegna ferðalaga minna og,þá læt ég það iöulega ganga til lyfja- kaupa fyrir eitthvert sjúkrahús. — Þið vinnið náttúrlega saman um þetta, munkarnir. — Já, til að mynda er munkur i minu musteri sem alltaf sinnir sjúkrahúsunum. Ég læt hann segja mér hvers er þörf ef eitt- hvað verður afgangs af ferðapen- ingum mínum. — Þú ferðast mikið. — Ég fer viða til fyrirlestra- halds, og fæ stundum varla nógan tima til að lifa i kyrrð og lesa og hugleiða. En þegar ég get fer ég til Kandy. Þar ver ég timanum gjarnan til að vinna fyrir Útgáfu- félag Búddhista. Við sendum bækur til 78 landa, m.a. hingað. Og þannig fékk ég samband við Island. Þeir Haraldur og Sigur- laugur buðu mér að koma við á ferð minni um Vesturlönd. Mér fannst það mikils virði, þvi eng- inn kynnist öðrum þjóðum trú- verðuglega af bókum. Hann þarf að koma og sjá. Og hér er sannar- lega margt að sjá og kynnast: hér er enginn her til að mynda, og þjóðin sterk þótt hún sé smá. En svo að ég snúi aftur að Kandy þá höfum við verið þar tveir við út- gáfustarfsemina, lika munkur af þýzkiim uppruna, en hann hefur nú sagt af sér, enda orðinn 71 árs, svo nú er ég einn með þetta allt. — Þekkist þá naumast að munkar fari út með betliskálina? — Jú, það er ekki alveg úr sög- ingin eins og hjól vangsins fylgir fótum uxans". Þetta þýðir að Búddha vill undirstrika þá staðreynd að mað- urinn, sem vitundarvera, ber ábyrgð á gerðum sinum sjálfur. Hann verður að megna að risa undir þeirri byrði og má ekki varpa henni yfir á neinn annan. Með hreinum og sönnum huga getur maðurinn unnið undraverk. Orð og geröir, öll reynsla manns- ins, stafar frá huga hans, vitund- inni. Við höfum fimm skilningar- vit. En þótt við höfum skynfærin þá heyrum við ekki og sjáum bara með þeim, það er ekki hægt án vitundarinnar. Þegar þú sérð, þarftu að hafa sjón-vitund, þegar þú heyrir heyrnar-vitund og svo framvegis. Þannig er mannshug- urinn eöa vitundin aðalatriði málsins i Búddhismanum. Ég tel að 90% af kenningu Búddha fjalli um þetta sem við köllum huga. En það þýðir ekki að hin efnislega hlið lifsins sé vanrækt. Búddha vissi hvernig hinir efnislegu hlut- ir orka á manninn — það, sem þú leggur þér til munns, það, sem þú snertir, allt hið ytra hefur áhrif á þig, en mestu skiptir hugurinn. — Hvernig er hugrænni þjálfun hagað hjá ceylonskum munkum? — Hugleiðing er ekki eitthvað dularfullt. Með Búddhistum er allt talið eðlilegt. Það er ekki tal- að um yfirnáttúrlega hluti, og ekki um mystik. En það er hægt að tala um óvenjulega hluti. En hin æðsta reynsla, bæði andleg og Texti og myndir: Sigvaldi Hjálmarsson FráSarnath. Hér er sagt að Gautama Buddha hafi flutt sfna fyrstu ræðu, og er á staðnum mikil helgi meðal Buddhista. unni. En það er ekki venjulegt betl, og hefur aldrei verið. Þeir biðja ekki um neitt. Fólki fellur vel að munkur komi, svo það geti látið eitthvað af hendi rakna. Hann kemur til hússins og stillir sér upp álengdar, og þá kemur fólkið með matinn og lætur i skál- ina og heilsar (þ.e. hneigir höfuð- ið með lófa saman lagða framan við bringuna). Munkur tekur ekki i hendina á neinum, og hann svar- ar heldur ekki með þvi að gera eins, heldur segir: „Súkkhi hodhú” sem þýðir eiginlega: „Vertu heill og sæll”. Góður munkur sem veit hvernig munkur á að haga sér, hann er i hugleiðslu meðan hann biður utanvið húsið, ekki djúpri hugleiðslu að visu, heldur þeirri tegund sem kölluð er hugleiöing kærleiks og mildi. Búddha segir einmitt: þegar þú tekur við fæðu frá fólki, sendu þvi þá fagra hugsun á móti. — Viltu nú ekki fara svolitið úti skoðanir búddhista um manns- hugann, hugleiðingu og þess hátt- ar? — 1 kenningu Búddha er mannshugurinn aðalatriðið. 1 öll- um guðstrúarkerfum er þannig litið á að þessi heimur, himinn og jörð, sé skapaður af guði. 1 Dhammapada semskoðamá sem bibliu búddhista, — þú veizt að flest trúarbrögð hafa sina bibliu: Hindúar Bhagavad Gita, Islam Kóraninn og kristindómurinn Bibliuna —- er rætt um kenningu Búddha frá ýmsum hliðum. F"yrstu linurnar i Dhammapada hljóða svo: (Og Piyadassi Thera tónar með mjúkri og hljómmikilli röddu fyrstu erindin úr Dhammapada á pali-tungu) „Hugurinn er upprunalegastur alls. Hugurinn skapar, hugurinn ræður. Ef maður starfar og talar með hlýju hjarta og hreinum huga þá eltir hann hamingjan einsog skugginn. Ef maður talar og starfar með seyrðum huga þá eltir hann þján- allt sem lýtur að mannvitinu, er alveg náttúrleg. Hugleiðing er ræktun hugans. 1 pali og sanskrit notum við orðið bhavana. Það þýðir að þroska.Hugleiðing er þvi þroski eða þróun hugans. 1 öðrum trúarbrögðum eru bænir. En i búddhismanum kemur hugleiðing i staðinn fyrir bænina. Það er ekki verið að biðja til neins, ekki einu sinni til Búddha. Hann var aðeins kennari sem benti á hvert vegur- inn liggur. Hver einstaklingur ræður þvi svo sjálfur hvort hann sinnir ábendingunni eða ekki, hvort hann leggur útá veginn, hann ber ábyrgð á sér sjálfur. Búddha segir meira að segja: Þú verður sjálfur að reyna. Thatagata gerir ekki annað en visa veginn. — Og hvaða aðferðum beitið þið aðallega i hugleiðingu? — Ég er einmitt að koma að þvi. Megin-flokkar hugleiðinga erutveir: Samathaog vipassana. Samatha er að kyrra hugann. Við þurfum að geta einbeitt huganum eða haft hann i ótrufluðu ástandi. Slikur hugur einn sér hlutina eins og þeir eru. Þegar hugurinn er ekki þannig, þegar hann reikar eða dregur ályktanir, sér hann hlutina ekki eins og þeir eru i ver- unni. Samatha er þannig að koma huganum undir stjórn og géra hann hljóðan. Sú aðferðin sem mest er notuð er anapana-sati, að beina huganum að andardrættin- um, fylgjast með honum, gaum- gæfni á andardráttinn. Þá er að- ferð, sem kallast að hugleiða dyggðir Búddha, hugleiða kenn- inguna, Dhamma. Ég nefndi áðan að samatha-æfingar gerðu mannshugann færan um að sjá hlutina eins og þeir eru. En ein- mitt það er vipassana, sem þýðir að sjá á sérstakan hátt, sjá einkar vel. Samkvæmt vipassana finn- urðu alls staðar þrjú einkenni, þ.e.: anieea, dukkha og anatta. Anieeaþýðir: allt er á hreyfingu, ekkert er óumbreytanlegt: dukkha: ekkert sem er umbreyt- anlegt færir fullkomna hamingju: Þetta er musteri hinnar heilögu tannar i borginni Kandy á Ceylon. Úti í skóginum tii vinstri um 3 km spöl er skáli,sem Piyadassi dvelst oft I við lestur og hugleiðingar. anatta: allt sem er umbreytan- legt og háð þjáningum er sjálft forgengilegt, án óumbreytanlegr- ar veru. Búddha var litið gefið um orðið óumbreytanlegt eða permanent. Hann leit svo á að allt væri á ferð og flugi og breytingum undirorpið, ekki hið sama eina einustu stund. Til að sjá á þennan hátt er hljóður hugur nauðsynleg- ur. 1 framhaldi af þessu kemur hugljómunin. Hugleiðing er auð- vitað alls ekki bundin við Búddh- isma, en vipassana er sérstak- lega búddhisk hugleiðingar að- ferð. Fyrir þá, sem ekki geta hug- leitt á svona djúpan hátt er kær- leiks-mildi hugleiðingin heppileg. — Hvaða erindi telurðu að hug- myndir búddhismans eigi til nú- timafólks á Vesturlöndum? — Við lifum á timum visinda og tækni. Kalla má að maðurinn hafi náð valdi á öllu. Einu getur hann samt ekki stjórnað: sjálfum sér. — Dagsatt. — Já, þeim mun meira valdi sem maðurinn nær á umhverfi sinu þeim mun minna vald hefur hann á sjálfum sér. Fólk um allan heim spyr: hvað eigum við að taka okkur fyrir hendur? Það er ráðvillt. Til min kemur ungt fólk, sem alls ekki veit hvernig það á að verja lifi sinu. Það hefur allt sem þaö þarf, en það er óánægt, hugurinn er vanræktur. Þeim mun meira sem það hefur af lik- amlegum gæðum þeim mun meira er hugurinn sveltur. Þetta fólk þarf leiðbeiningu, og ef það er einlægt þarf það ekkert annað. Enþað má ekki búast við of fljót- um árangri. Boðskapur Búddha á sannarlega erindi til Vesturlanda i dag. Menntamönnum fellur yfir- leitt vel við búddhismann af þvi hann lætur manninn alveg frjáls- an. Búddhismi kennir ekki vis- indi, en hann getur verið visinda- legur. Visindin byggjast á athug- un og tilraunum. Og i búddhisma eru einmitt bæði athugun og til- raunir. Verkefnið er aðeins ann- að. 1 visindunum er fjallað um efnið. 1 búddhismanum er verk^ efnið mannshugurinn. Allir hafa þörf fyrir hugrækt. Búddhisminn er að minu viti ekki aðeins fyrir hin svokölluðu búddisku lönd, heldur allt mannkynið. — Hvað viltu segja um sam- komulag trúarbragðanna, til að mynda búddhisma og kristin- dóm? — Að minum dómi er hollt að finna út, hvað er sameiginlegt i trúarbrögðunum yfirleitt. Ef kenningar trúarbragðanna einar eru athugaðar er mjög erfitt að finna samræmi, kenningar eru einu sinni svo mismunandi. En búddhisminn hefur sérstöðu. 1 honum er maðurinn aðalatriðið. Búddha var maður, hann var ekki guð, en með fordæmi sínu sýndi hann hvað maður getur orðið, hvernig hann getur komizt hærra og hærra. Maðurinn er ekki synd- ari i augum búddhistans, hann er sinnar eigin gæfu smiður, getur valið sér veg á móti brattanum eða niður á við, ef hann kýs svo heldur. Samt er afarhollt fyrir okkur búddhista að skoða hvað er sameiginlegt öllum trúarbrögð- um. 1 minum augum kemur þar einkum tvennt til greina: Kær- leikur og þjónusta. öll trúarbrögð kenna slikt. 1 sumum er að visu slæmur afsláttur þolaður frá megin hugsjóninni. Þess vegna er talað um „heilagt strið”. En strið er strið og getur ekki verið heil- agt. Við vitum um krossferðirnar og önnur trúarstrið. Það er furðu- legt að láta sér detta i hug að „berjast fyrir trú”. Trúarhöfund- ar voru að minum dómi fremur friðflytjendur en bardagamenn. En samt er boðskapinn um kær- leikann alls staðar að finna. Kristnir menn segja „Elska ná- ungann”, Hindúar tala um ah- imsa, meinleysi: islam bræðra- lag og i búddhismanum eins og ég sagði er þetta sem kallast kær- leiks-mildi. — Er þá kærleikurinn að þinum dómi sá punktur sem öll trúar- brögð eiga að geta sameinazt um? — Já, ég var alveg kominn að þvi að segja að kærleikurinn er það sem okkur vantar mest i dag. Ef við hugsum um allar styrjald- irnar og grimmdina sem við- gengst i dag hljótum við að geta sameinazt um að flytja boðskap kærleikans til þeirra sem eru hrjáðir og þeirra sem hata. Búddha sagði einmitt: „Það er aldrei hægt að yfirbuga hatur með hatri. Aðeins með kærleika verður hatur yfirbugað.” Sama máli gegnir um þjónustuna. Við verðum að hjálpast að. Enginn er að öllu leyti sjálfstæður. Mannlif- ið er samvinna. Þess vegna verð- um við að hugsa sem svo, að við lifum ekki aðeins okkar sjálfra vegna, heldur einnig vegna ann- arra. I búddhisma er mikið rætt um gagnkvæmar skyldur, heil sútra fjallar um þær, og þær eru taldar 61 að tölu. Enda er Buddha mikill boðberi samræmis, og að gera skyldur sinar i samfélagi mannanna er að forðast ósam- ræm i. — Þetta fellur vel saman við almennar samfélags skoðanir á Vesturlöndum i dag. — Já, hver maður verður að kunna að starfa óeigingjarnt. Ef hann er eigingjarn er hann ekki að hjálpa sjálfum sér. Þeim mun meira sem við lifum með þeirri afstöðu að vinna fyrir aðra þeim mun meira fáum við i staðinn. — Ég held að það se kjánalegt að reyna að finna út galla hverra trúarbragða fyrir sig það er meira vit i að sjá, hvað er þeim sameiginlegt. Piyadassi Thera — Maðurinn hefur vald á öllu nema sjálfum áér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.