Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. ágúst 1972 TÍMINN n Ums^ónT^Jfœ^Þorsteinssof Astvaldur kastaði 70,61 m. Kastmót var haldið á Laugar- dalstúninu fimmtudaginn 10. ágúst keppt var i flugulengdar- köstum. Úrslit: Kastgrein nr. 3: Flugulengdar- köst, einhendis. Meðaltal. 1. Bjarni Karlss. 47.70 m. 2. Astvaldur Jónss., 46.78m. 3. Baldvin Haraldss., 44.10m. Kastgrein nr. 4: Flugulengdar- köst tvihendis. Meðaltal. 1. Ástvaldur Jónss. 70.61 m. 2. Baldvin Haraldss. 57.22 m. 3. Bjarni Karlss. 55.72 m. Kastklúbburinn vill minna á áður auglýst kastmót á fimmtu- dögunum 17. 24. og 31. ágúst. Keppni unga fólksins í sundi Unglingasundmót K.R. verður haldiö i Sundlaug Vesturbæjar þriðjudaginn 22. ágúst og hefst kl. 20.00 Keppt verður i eftirtöldum grein- um: 1. 100 m. skriðsund sveina 14 ára og yngri 2. 100 m. bringusund sveina 12 ára og yngri 3. 50 m. skriösund telpna 14 ára og yngri 4. 100 m. bringusund drengja 5. 50 m. baksund sveina 12 ára og yngri 6. 50 m. baksund telpna 14 ára og yngri 7. 200 m. fjórsund drengja 8. 4x50 m. bringusund telpna 9. 4x50 m. skriðsund sveina Tilkynningar um þátttöku ber- ist til Erlings Þ. Jóhannssonar Sundlaug Vesturbæjar fyrir mánudag 20. ágúst. Sá,sem fæst mörk hefur fengið á sig Það er alltaf verið að tala um þá leikmenn, sem hafa skorað flest mörk i 1. deild. Við ætlum hér að minnast á Ieikmann, sem hefur fengið fæst mörk á sig i 1. deild, en það er Þorbergur Atlason, sem hefur staðið f marki i öllum leikjum Fram Isumar. Hann hefur oft variö stórkostlega og er hann einn af mönnunum bak við sigurgöngu Fram i sumar. En Framliðiö hefur ekki tapað leik enn sem komið er. (Timamynd Gunnar) 4 íslenzk börn keppa á Andrésar andar leikunum Hin árlega keppni 11 og 12 ára barna i frjálsum iþróttum, sem kennd er við Andrés önd, fór fram á Melavellinum i Reykjavik 8. og 9. ágúst. Þátttakendur voru 62 frá 10 félögum og héraðssamböndum. 11 ARA TELPUR 60 m hlaup: Ásta B. Gunnl.d. 1R 8.5 Lára Marteinsd. ÍR 9.1 Ingibjörg lvarsd. HSK 9.2 600 m hlaup: Asta B. Gunnl.d. IR 1:53:5 Helga Sóley A 2:08.8 Jóhanna Jónsd. USVH 2:17.6 I 3 nffctfikk Ingibjörg Ivarsd. HSK 3.78 Salvör Gunnarsd. UMSK 3:70 Sæunn Eiriksd. IR 3.53 12 ARA TELPUR 60 m hlaup Bára Halldórsdóttir HSH 8.8 Margrét Grétarsd A 9.0 Bergþóra Westmann UMSK 9.2 600 m hlaup: Guðrún Sigurðard. A 2:09.0 Bryndis Birnir Á 2:09.6 Kristin Sverrisd. USVH 2:24.6 Lí3 ngstökk Bergþóra Westmann UMSK 4:22 Margrét Grétarsd Á 4.20 Súsanna Torfad. USU 3.90 Kúluvarp: Súsanna Torfadóttir USU 9.11 Helga Gislad. HSK 8.61 Bára Halldórsd. HSH 7.31 11 ARA DRENGIR 60 m hlaup: Lárus Guðmunds Á 9.0 Erlingur Jóh.s. HSH 9.1 Sigurður Matthias UMSB 9.6 600 m hlaup: Lárus Guðmundsson A 1:50.6 Erl. Jóhannss HSH 1:55.0 Magnús Haraldss IR 1:55.4 Langstökk: Unnar Vilhjálmss UMSB 4.00 Arsæll Guðmundss KR 3.57 Erik RailUMSK 3.52 Kúluvarp: Unnar Vilhjálmss UMSB 9:03 Erik Rail UMSK 7.01 Isleifur Waage KR 6.85 12 ARA DRENGIR 60 m hlaup: Guðmundur Geirdal UMSK 8.5 Hafliði Halld. son IR 9.0 Kári Jónsson HSK 9.1 600 m hlaup: Guðm. Geirdal UMSK 1:39.3 Stefán Erlendsson HSK 1:46.2 Guðjón Guðmundss lR 1:46.7 Langstökk: Kári Jónsson HSK 4.38 Einar Vilhjálmsson UMSB 3.93 Guðm. Kristjánss HSH 3.85 Kúluvarp: Einar Vilh.son UMSB 9.95 Sigurður Guðnas USU 9.77 Vésteinn Hafst. s. HSK 9.12. Mót þetta var úrtökumót fyrir Andrésar andar leikana i Kóngs- bergi i Noregi, sem fram fara 2.og 3. september n.k. Frjálsiþrótta- samband Noregs býður 4 börnum til mótsins, einu i hverjum flokki. Stjórn F.R.I. hefur valið eftirtalin börn til fararinnar. Innan sviga er árangur sigur- vegaranna i Kóngsbergi i fyrra. Þar var þá keppt i 600 m viöa- vangshlaupi. Ásta B. Gunnlaugsdóttir IR, 60 rii hlaup (8.5) og 600 m hlaup (2:03.3) Súsanna Torfadóttir, USU, kúluvarp (9.43) Unnar Vilhjálmsson UMSB, kúluvarp (8.94) Guðm. Geirdal UMSK 60 m hlaup (8.3) og 600 m hlaup (1:49.6) Fyrir mótið var tilkynnt, að árangur sem næðist á úrtöku- mótum sem haldin væru utan Reykjavikur hjá samböndum, sem ekki hefðu fjárhagslegl bol- magn til að senda þátttakendur i mótið, yrði tekinn til greina, og var svo gert. Fréttatiikynning frá F.R.t. Óheppnin eltir Víking: Víkingsliðið tap- aði enn einum leiknum, sem það átti meira í - ekkert nema kraftaverk getur bjargað Bikarmeisturunum úr Vfkingar gátu sannarlega ekki hrósað happi á þriðjudaginn. Leikur þeirra gegn Val hefði sannarlega átt að færa þeim stig, ekki aðeins eitt, heldur tvö. Vfk- ingar áttu meira i leiknum og markatækifærin, sem þeir fengu, voru sum of opin til að klúðra þeim, eins og Víkingar gerðu svo oft f leiknum. Leikmenn liðsins hreinlega frusu þegar þeir sáu opið markið. Víkingar geta kennt sjálfum sér um tapið gegn Val, það vinnur ekkert knattspyrnulið leiki, ef aldrei eru notaðir kant- arnir, það er vonlaust að leika með þrjá miðherja, Eirik Þor- steinsson, Hafliða Pétursson og Stefán Halldórsson I framllnunni. Eftir þetta tap getur ekkert ncma kraftaverk bjargað Viking frá aö falla niður I 2. deild, liðiö hefur aðeins hlotið 3 stig I 1. deild, og er liðið fjórum stigum á eftir næsta liöi. Þó að það séu enn möguleik- ar fyrir liðiö, eru þeir hverfandi fyrir liðiö, sem er nú þegar búið að stiga fyrsta þrepið á leiðinni i 2. deild. En snúum okkur þá aö gangi leiksins, sem var leikinn á Laugardalsvellinum. Veður var ekki gott til að leika knattspyrnu, völlurinn var blautur og meðan á leiknum stóð rigndi: Það voru ekki liönar nema 6 min. af fyrri hálfleik, þegar Vik- ingar máttu hirða knöttinn úr net- inu. Þórir Jónsson, tók auka- spyrnu fyrir utan vitateigslínu — hann spyrnti knettinum vel fyrir markið þar sem Jóhannes Eð- valdsson, náði að skalla i þverslá, þaðan hrökk knötturinn til Alexanders Jóhannssonar, sem skallaði hann I netiö. Eftir markið tóku Valsmenn að sækja, en sókn- ir þeirra báru ekki árangur. A 19. min. fengu Vikingar gulliö tæki- færi til að jafna, Guögeir Leifs- son, lék þá upp að endamörkum og gaf knöttinn vel fyrir Vals- markið — 3 sóknarmenn Vikings voru staddir inn i markteignum, en á einhvern óskiijanlegan hátt tókst þeim að missa knöttinn frá sér og hann hélt áfram fram hjá markinu og af hættusvæðinu. Strax á 1. min. siðari hálfleiks munar ekki miklu að Gunnar örn Austurbænum frá falli Kristjánsson hefði jafnað fyrir Viking, gott skot frá honum strauk stöng. A 4. min. komst svo Ingi B. Albertsson einn inn fyrir Vikingsvörnina, en Diðrik Ólafs- son, markvörður Vfkings, bjarg- aði stórglæsilega. A 9. min. var Vikingsvörnin ekki vel á verði, Hörður Hilmarsson, leikur upp hægri kantinn og gefur þaðan knöttinn vel fyrir markið — Jó- hannes Eðvaldsson, hittir ekki knöttinn, sem berst til Inga Bjarnar og átti hann ekki i erfið- leikum að spyrna i markið. A 12. min. kom svo færið, sem allir leikmenn i 5. flokki hefðu skoraö úr. Stefán Halldórsson, gefur vel fyrir Valsmarkið, Hafliði Péturs- son, fær knöttinn i dauða færi inn i markteig (þurfti ekki annað en að renna knettinum i netið) — hann tók við knettinum og ætlaöi greinilega að þruma knettinum i netið, skot hans var ónákvæmt og Siguröi Dagssyni tókst aö verja á siðustu stundu. En eftir þetta sóttu Vikingarnir meira, en heppnin var greinilega ekki með þeim, á 26. min. var Stefán Halldórsson i dauða færi inni i markteig, en honum brást bogalistin og hitti ekki knöttinn. En nú kemur breyting til batnað- ar i Vikingsliðið, inná kom loksins útherji, Þórhallur Jónasson, og við það breyttust sóknarlotur Vikingsliðsins og þær fóru að verða hættulegar. Það leið ekki á löngu, áður en knötturinn lá i Valsmarkinu — Þórhallur lék upp vinstri kant og gaf þaöan fyrir góðan „krossbolta”, sem sveif inn i vitateiginn til Hafliða Péturssonar, sem átti ekki i erfiö- leikum meö að skalla i netiö. Eftir markið fara Vikingar að sækja stift og það er nær stanzlaus pressa á Valsmarkiö. Tveimur min. fyrir leikslok bjargar Helgi Björgvinsson, á linu eftir aö Þór- hallur útherji var búinn að renna knettinum fram hjá Sigurði Dagssyni. Undir lokin fengu Vik- ingar hverja hornspyrnuna á fæt- ur annari, en þeim tókst ekki aö skora og endaði þvi leikurinn með sigri Vals 2:1. Vikingsliðið var ekki heppið i Framhald á bls. 13 Heimaleikir og útileikir: Línurnar að skýrast í 1. deildinni Nú eru eftir aðeins 21 leikur i 1. deildinni i knattspyrnu og linurn- ar eru farnar að skýrast nú þeg- ar, það má telja nær öruggt að Fram veröi Islandsmeistari i ár, en það getur samt allt skeð enn L IIEIMALEIKIR Fram 9 3 3 0 0 8:1 Akranes 10 6 4 0 2 15:8 Breiðab. 10 5 2 2 1 4:5 Keflavik 10 5 1 3 1 10:10 Vest.ey. 8 5 2 1 2 16:11 KR 9 4 0 2 2 3:7 Valur 8 4 1 1 2 4:5 Vfkingur 10 5 1 0 4 2:9 Markhæstu menn: Eyleyfur Hafsteinss. IA 9 Atli Þ. Héðinsson KR 7 Steinar Jóhannss. IBK 7 Ingi B. Albertss. Val 6 þá, einnig má telja Vikingsliðiö nærdauðadæmt i deildinni, en liðið hefur þó smá von enn þá. Við skulum lita á stigatöflu liðanna og sjá hvernig þau standa að vigi. ÚTILEIKIR M S 6 3 3 0 14:11 22:12 15 4 2 0 2 5:6 20:14 12 5 2 12 5:8 9:13 11 5 2 12 7:9 17:19 10 3 111 5:6 21:17 8 5 3 0 2 10:6 13:13 8 4 12 1 9:8 13:13 7 5 0 14 1:8 3:17 3 Erlendur Magnúss. Fram 6 Kristinn Jörundss. Fram 6 Teitur Þórðarson IA 6 Tómas Pálsson IBV 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.