Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 17. ágúst 1972 þungbúið þennan dag og himinninn skýjaður. Dökka reykjarbólstra lagði yfir ána. Það var eins og þeir stöðnuðu þar milli grárra þokubakk anna og ættu sér engrar undankomu auöiö. „Cff”. Hanna ók sér og bar sig aumkunarlega yfir árdegisteinu. „Þaö hlýtur að vera i góðu skapi i þessu lika veöri þarna i danssalnum okkar gamla. — En ég ætla nú samt að bregða mér þangað”. Mig hálflangaði til að biðja hana að lofa mér að verða samferða, en áður en ég vissi af var hún komin af stað i litlu bifreiðinni. Við Hanna höfðum aldrei verið samrýmdar, en aldrei höfðum við þó verið hvor annarri jafnfjarlægar og nú. Samt varð mér oft hugsað hlýlega til hennar, þegar hún var fjarstödd. Ég hafði nýlega orðið vör við eigin- leika hjá henni, sem mig hafði sizt grunað, aö hún ætti i fari sínu eða gæti tamið sér. Aður fyrr hafði hún verið giaðlynd og látið kylfu ráða kasti. Nú var hún orðin fyrtin, tók sér allt nærri, sem henni var gert á móti skapi, og var iðulega skapill og þungbúin og fór einförum að ástæðulausu, að þvi er virtist. Emma frænka hafði lika veitt þessari breytingu athygli og ræddi stundum um hana. „Ég veit ekki, hvað gengur að henni Hönnu”, sagði hún. „Ég bauð henni að fara til New York á dögunum, en hún sagöist heldur vilja vera heima, og þó hefur hún ævinlega kvartað yfir þvi, hvað hér sé dauft og leiðinlegt. Ef um einhvern ungan mann gæti verið aö ræða, myndi ég halda að hún væri ástfangin”. Ég fór i regnkápu og gekk út eftir hádegið. Ferðinni var ekki heitið neitt sérstakt. Ég var aðeins að eyða timanum, og á stigum og flötum i garðinum var svo mikið af föllnu og votu laufi, að ég kaus fremur að leggja leið mina út á götu. Jafnvel Táta virtist vera hálf niðurdregin. Hún hafði ekki i frammi nein vinalæti, hvorki dinglaði rófunni né lypp- aði langan skrokkinn, heldur lötraði á eftir mér og fylgdi mér fastar en skuggi. Ég reikaði stefnulaust áfram i grárri þokunni og hugsaði um hve allt gat verið dauflegt, engu skárra en i biðstofum læknanna. Ég kannaðist ekki lengur við gölurnar, sem ég hafði gengið við hlið Harrýs. Mér fannst ég allt i einu vera útlendingur i borginni, sem ég var fædd og uppalin i. Hún var ekki lengur sá griðastaður, sem ég hafði vænzt, ao hún vrði mér á þrautastund. Mér var áþekkt innan brjósts og manni, er snúið hefur heim, en kemur að dyrum húss sins læstum. t þessum hug leiðingum var ég, er ég kom aftur heim og sá Vance lækni sitja við ar- ininn i dagstofunni. Hann var sá maður, sem ég heföi sizt viljað rekast á. Gremja min mun ekki heldur hafa leynt sér. Um morguninn hafði ég verið að velja nokkrar teikningar, sem ég ætlaði að sauma i veggtjöld og hægindi. Mig sáriðraði þess að hafa skilið þær eftir á borðinu, þvi að ég sá, aö Vance hafði verið að skoða þær. Hann hélt á einni þeirra i hendinni, er hann stóð upp til þess að heilsa mér. „Emma frænka er enn á fundinum”, sagði ég kuldalega. „Ég hef ekki hugmynd um, hvenær hún kemur heim”. „Ég veit það”, svaraði hann. „Af þvi kom ég. Mig langaöi til aö hitta yður, en ekki föðursystur yðar”. Ef Manga hefði komið á móti mér og tilkynnt mér komu hans, hefði ég getað komizt hjá þvi að tala við hann, en úr þvi sem komið var, gat ég ekki stolizt brott. „Ég var að lita á þetta”. Hann hélt enn á myndinni i hendinni og leit snöggvast á hinar, sem lágu á borðinu. „Þér hafið verið að velja á sýn- ingu. Eða er þetta ekki yðar handverk”? „Jú, ég hef gert þessar myndir. Má ég spyrja yður, hvernig yður gezt að þeim?” „Fyrst yður fýsir svo mjög að heyra.álit mitt”, — hann gaut augun- um á myndina, sem hann hélt á, og seildist eftir fleiri — „þá skal ég segja yður það i hreinskilni, það þær hefðu getað verið verri”. „Þér hrósið mér allt of mikið”. Ég reis þóttalega á fætur og tók blööin af borðinu. Hann gerði sig ekki liklegan til þess aö rétta mér myndina, sem hann hélt á, svo ég seildist eftir henni. Hann gaf þvi engan gaum. „Þetta er sú, sem þér voruð i rauninni að taka frá”, hélt hann áfram eins og ekkert hefði i skorizt. „Teikningin er góð. En myndin hefði orðið áhrifameiri, ef þér hefðuð haft skipti á dökku og ljósu flötunum”. Þetta var rett. Mig furðaði á þvi, að ég skyldi ekki hafa séð það fyrr. En ég ætlaði ekki að láta hann verða þess varan, að ég féllist á þetta. „Það er harla fátt, sem þér eruði vafa um, Vance læknir”. „Getur verið”. Hann rétti mér myndina um leið og hann sagði þetta. „Ég hef ekki heldur tamið mér að staðhæfa neitt um það, sem ég veit ekki. Þessar myndir eru svo góðar, að þær gætu verið miklu betri. En þér hafið ekki haft fyrir þvi að fága þær. Það er hvimleiðast við stúlkur eins og yður.....” „Hvað er það,.sem þér eigið við, þegár þér segið „stúlkur eins og yð- ur”, Vance læknir?” greip ég fram i. Hann yppti öxlum og tók upp sigarettu. „Stúlkur, sem eiga nóga peninga og nógar gáfur, eru snotrar ásynd- um, geta treyst á forsjá vandamanna sinna og beina hug sinum i of margar áttir. Þetta held, ég að sé fullmægjandi skilgreining”. I þessari andrá kom Manga inn með te á bakka. Hún virtist vera glöð yfir þvi, að ég hafði fengið gest. Ég veitti þvi athygli, að hún hafði skorið skorpuna af sneiðunum, og það var órækt merki þess, að hún i slökki vann Telemon mjög glæsi- i spjótkasti var beöið með mikilli eftir- Spörtu — og i tveimur siðustu köstunum lega. Hann sló Olympiumetið rækilega, væntingu, en þar áttust þcir fyrst og tryggði Spartverjinn sér sigur. og slill hans var mjög fagur. Úrslitanna freinst við Telamon og Orsippes frá FIMMTUDAGUR 17. ágúst. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson held- ur áfram lestri sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða, Tónleikar kl. 10.25: Kammerhljómsveitin i Amsterdam leikur Svitu i fis-moll fyrir strengjasveit eftir Georg Telemann; André Rieu stjórnar / Enrico Mainardi og hátiðar- hljómsveitin i Lucerne leika Sellókonsert i A-dúr eftir Giuseppe Tartini; Rudolf Baumgartner stjórnar. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (4). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist Archiv hljóm- sveitin -leikur undir stjórn Wolfgangs Hoffmanns. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár min” eftir Christy Brown Ragnar Ingi Aðalsteinsson les (6). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Nútimaljóð frá Noregi i þýðingu Guðmundar Sæmundssonar; siðari þátt- ur. Flytjendur með þýðanda: Friða A. Sigurðardóttir og Hreiðar Sæmundsson 19.50 Frá listahátið í Reykja- vik: Kammertónleikar i Austurbæjarbiói 7. júni a. Andante með tilbrigðum op. 46 eftir Robert Schumann. Jórunn Viðar og Gísli Magnússon leika saman á tvo flygla. b. „Plus sonat, quam valet” eftir Þorkeí Sigurbjörnsson. Ib Lanzky- Otto, Einar G. Sveinbjörns- son, Ingvar Jónasson og Hafliði Hallgrimsson leika. c. Sjö sigenaljóð op 55 eftir Antonin Dvorák Sigriður E. Magnúsd. syngur. Jórunn Viðar leikur á pianó. d. Septett eftir Igor Stravinsky. Gisli Magnús- son, Einar G. Sveinbjörns- son, Ingvar Jónasson, Einar Vigfússon, Thore Janson, Rune Larson og Ib Lanzky- Otto leika. 20.45 Leikrit: „Manntafl” eftir Stefan Zweig Klaus Graupner breytti I útvarps- leikrit. Þýðandi: Þórarinn Guðnason, Leikstjóri: Lárus Pálsson. (Frumflutt i sept. 1962). Persónur og leikend- ur: Sögumaður..Róbert Arnfinnsson. Vinur hans...Rúrik Haraldsson. McConnor...Valur Gislason. Czentovic. .Baldvin Halldórsson. Dr. Blatt...Helgi Skúlason. Fangavörðurinn...Valde- mar Lárusson. Prófess- orinn.. .Indriði Waage. Hjúkrunarkonan..Helga Bachmann. Rödd...Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel AyméKristinn Reyr les (10). 22.35 A lausum kili: Hrafn Gunnlaugsson kynnir létt lög 23.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.