Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.08.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. ágúst 1972 TÍMINN 13 Turninn fór á 100 þús. C> - og verður fluttur í Árbæ i 65 ár hefur Söluturninn viö Arnarhól sett svip á Miðbæinn i Reykjavik, en nú mun hann senn hverfa af þeim slóðum, sem hann hefur verið á, þvi Reykjavíkur- borg hefur keypt turninn fyrir 100 þúsund krónur, og er ætlunin að flytja hann á lóð Arbæjar- safnsins. Síðan Strætisvagnar Reykja- víkur fóru að hafa Lækjartog og Lækjargötu aðeins fyrir við- komustað, en ekki endastöð, hafa viðskiptin i turninum minnkað, sagði Kristján Guðbjartsson, sem rekið hefur sæigætisverzlun i turninum að undanförnu. Kristján hefur leigt turninn af Ólafi Sveinssyni, sem átt hefur hann i mörg ár. Kristján sagði Timanum, að ekki væri til fúi i turninum, og vel hefði verið vandað til smíði hans, en nú væri járnið á turninum fariö að láta á sjá, og ennfremur þarfnaðist hann málningar. FÆREYSKUM FISKIMONN- umveittarundanþAgur Viðræðum Færeyinga og tslendinga um aðstöðu færeyskra fiskimanna til linu- og handfæra- veiða á tslandsmiðum lauk i gær. Varð samkomulag um, að skip- um, sem skrásett eru i Færeyj- um, skuli heimilt að stunda linu- og handfæraveiðar innan fisk veiðilögsögu tslendinga á svæði á milli tólf og fimmtiu sjómilna, að fenginni heimild sjávarútvegs- málaráðuneytisins islenzka, enda hliti þau sömu reglum og islenzk skip. Ráðuneytið veitir leyfin til ákveðins tima, að fenginni vit- neskju um nöfn, skrásetningu og stærð þeirra skipa, er þeirra æskja, og gildi leyfin i ákveðin tima þó að jafnaði ekki skemur en fjóra mánuði. Við Kolbeinsey er Færeyingum heimilar veiðar milli fjögurra og tólf milna samkvæmt samkomu- lagi frá 1961. Samkomulagið undirrituðu Einar Agústsson utanrikisráð- herra og Lúðvik Jósefsson út- LÉT FYRIR BERflST A RÁK I SVARTAFJALLI - og kveikti í vasaklút til þess að vísa á sig í fyrrakvöld lögðu þrir menn, sem vinna við gerð Oddsskarðs ganganna, allir frá Eskifirði og Reyðarfirði, af stað i fjallgöngu i góðu veðri. Gengu þeir á Svarta- fjall, sem er vestan skarðsins og hæst fjalla á þessum slóðum. Þeir urðu ekki á einu máli um, hvar haldið skyldi niður af fjall inu, og leituðu tveir niðurgöngu i Lambeyrardal, þar sem ekki er vitað til, að fyrr hafi verið farið niður. Hinn þriðji ætlaði að halda sömu leið til baka. Gerði þá á Á víðavangi Framhald af bls. 3. við fsland eru einkennandi hvað snertir sóknina i smáfiskinn. Árið 1966 veiddu brezkir togarar um 31% af þyngd þorskaflans við island cn um 53% af fjölda þeirra þorska, sem veiddir voru. Þessi hlutfallslegi mismunur á þyngd afla og fjölda veiddra fiska, sýnir ljóslega þá stað- reynd, að brezkir togarar veiða meira af smáfiski, en aðrar þjóðir, sem veiða við is- land. Sérfræðinganefndin, sem ég hef áöur getið um, nefnir m.a. i skýrslu sinni, að siöan 1960 hafi veiðihæfni togaraflotans aukizt um 3% á ári. Þetta merkir þá, aö nútima togari er nú um 40% stórvirkari en 1960. Astæðan til þessa er ekki ein- göngu aukin stærð togaranna heldur einnig hin nýtizku raf- eindatæki sem komin eru til sögunnar ásamt bættum veiöi- aðferðum. Þegar allar þessar framfarir eru teknar með i reikninginn, sem hafa valdiö um 40% aukningu i veiðihæfni togara síðan 1960, er það vissulega íhugunarefni, að fiskveiðarnar i Norður-At- lantshafi — og ekki sizt viö ts- land — skuli ekki hafa aukizt að neinu ráði siðan 1960. Meginástæðan til þess, að þessi mikla aukning i tækni og fjárfestingu hefur ekki gefið af sér neina samsvarandi afla- aukningu, er fyrst og fremst sú, að veiðihæfni fiskiflotans er meiri en endurnýjunar- máttur fiskstofnanna. Það má segja með öörum orðum, að við veiðum hraðar en fiskur- inn timgast. Svipaöar aðstæð- ur hafa þekkzt áður, og á ég þá við hvalveiðarnar i Suður-ís- hafinu.” —TK vegsmálaráðherra af hálfu tslands og Atli Dam lögmaður og Eli Nolsöe landstýrimaður af hálfu Færeyinga. Brezkir hafnarverkamenn illir: RÉÐUST AÐ JACK J0NES hann þokusudda, og tók hann það til bragðs, er skynsamlegast var, að hann settist um kyrrt, þar sem hann var kominn á klettasyllu i Svartafjalli. Menn úr björgunarsveitinni á Eskifirði voru fengnir til leitar, er maðurinn skilaði sér ekki til búð- anna i Oddsskarði. Urðu þeir þess áskynja, hvar maðurinn var, þvi að þeir komust. i kallfæri. við hann, en gekk illa að koma auga á hann, þar eð dimmt var yfir og skyggsýnt og maðurinn dökk- klæddur. Greip hann þá til þess ráðs, að hann kveikti i vasaklút- um sinum, svo að hjálparsveitin sæi, hvar hann var. Eftir það gekk greitt að ná honum úr rákinu. 1 gær var maðurinn i vinnu i Oddsskarði eins og ekkert heföi i skorizt. Aftur á móti vildi hann ekki eiga nein orðastað við blaða- menn á öðru landshorni. -JH. Verða verð- launin undanþegin skatti KJ-Reykjavik Skattayfirvöld hafa nú til athugunar, hvort skattleggja eigi verðlaun á heimsmeistaraein- viginu. Verðlaun Skáksam- bandsins nema um 11 milljónum islenzkra króna. Þaö mun ekki tiðkast, að við- komandi skattleggi slik lerd laun, en hinsvegar fá heimali i verðlaunahafanna yfirleit; skerf. Vera má að gefa þurfi ut sér stök lög, ef verðleunin verða undanþegin skatti, e, eins og reglurnar eru nú þá fengu skák- mennirnir þriðjung undanþeginn skatti, en skatturinn af tveim þriðju hlutum myndi nema um 50%. Fimmtugur í dag Ólafur Jensson verkfræðingur, Þingholtsbraut 55 Kópavogi, er fimmtugur i dag. Hann veröur að heiman. NTB-London Mörg hundruð hafnarverka- menn réðust gegn lögreglunni og leiðtogum stéttarfélags sins i gær, eftir að samband hafnar- verkamanna hafði ákveðið að af- lýsa verkfallinu frá miðnætti á sunnudag. Um leið og fréttin barst út, um- kringdu hundruð verkamanna skrifstofur sambandsins og fimmtiu menn komust inn i húsið, þar sem Jack Jones var að halda blaðamannafund. Reiður hafnar- verkamaður greip járnösku- bakka einn mikinn og kastaði að Jones, en hitti þó ekki. Annar skvetti framan i hann úr fullu glasi af vatni. ókvæðisorðum rigndi yfir leiðtogana, er þeir yfirgáfu staðinn. Þá komu mörg hundruð verka- menn saman við sambands- bygginguna skammt frá þing- húsinu og varð 400 manna lög- reglulið að koma og stilla til friðar. Danir biða úrskurðar Haag-dómstólsins KJ-Reykjavik Töluverðar umræður hafa verið i Danmörku að undanförnu vegna útfærslu fiskveiðilögsögu hér Hefur þess jafnvel verið krafizt að sett yrði löndunarbann á íslenzk sildveiðiskip i Hirtshals I Danmörku, en nú hefur forsætis- ráðherra Dana, kveðið upp úr um það, að danska stjórnin muni ekki gefa út neina yfirlýsingu um af- stöðu Dana í málinu, að sinni, en biöa úrskurðar alþjóöadómstóls- ins i Haag, sem væntanlegur er i dag. Þá hefur Krag forsætisráð- herra látiö hafa þaö eftir sér, að afstaöa Dana muni að nokkru mótast af viöræðum Islendinga og Færeyinga sem staðið hafa yfir i Reykjavik. Krag sagöi ennfremur að Is- lendingar og ibúar i Norður- Noregi ættu mjög mikið undir fiskveiðum og þvi væri út- færslan mikið hagsmunamál fyrir Islendinga. Hann sagði að lokum, að ef hægt væri aö ásaka Islendinga á einhvern hátt i sam- bandi við fyrirhugaða útfærslu, þá væri það aðeins aö þeir heföu ekki beðið eftir alþjóöaviðræðum um fiskveiðilögsögu. Utanrikisráðherra Dana K.B. Andersen, sem reynzt hefur Is- lendingum hliðhollur á mörgum sviðum á undanförnum árum, mun eiga viðræður um land helgismálið við Sigurð Bjarnason sendiherra Islands i Kaupmanna- höfn bráðlega. Varöandi löndunarbannið á is- lenzka sild i Danmörku, þá hefur verið bent á það i Danmörku aö sildarlandanir islenzku skipanna þarskapi mikla atvinnu i viðkom- andi bæjum og bannið kæmi þvi einna hraðast niður á ibúum þeirra. Víkingur Framhald af bls. 11. þessum leik frekar en i fyrri leikj- um liðsins og er það merkilegt, hvað framlinumenn liðsins geta klúðrað i dauða færum. Vikings- liðið breyttist mikið þegar að Þórhallur Jónasson kom inn á, og við komu hans urðu sóknarlotur liðsins hættulegri. En hann kom of seint inn á — en þær fáu minút- ur sem hann lék sýndi hann góðan leik. Annars var liðið frekar dauft i leiknum, beztu menn liðsins voru: Guðgeir Leifsson, Bjarni Gunnarsson og Þórhallur. Diðrik ólafsson, hafði litið að gera i markinu, en hann greip oft vel inn i. Valsliðið er ekki eins gott nú og það var i sumar, vörn liðsins er ekki nógu jákvæð, en hún var heppin að Vikingsliðið notaði ekki breidd vallarins. Tengiliðirnir, Bergsveinn Alfonsson, Jóhannes og Þórir Jónsson, voru beztu menn liðsins, ásamt Sigurði Dagssyni. Framlinan náði aldrei að ógna mikið, en hún átti góða spretti annað slagið. Dómari leiksins Bjarni Pálma- son dæmdi leikinn mjög vel, fyrir utan tvö brot: A 16. min. siðari hálfleiks hlupu Róbert Eyjólfsson og Hafliði Pétursson samhliða upp aö vítateig Vals, einhverjar stimpingar urðu á milli þeirra, sem höfðu þær afleiðingar að Ró- bert tekur hálstaki á Hafliða og skellir honum gróflega. Þetta brot dæmir Bjarni á Róbert og gefurhonum „aðeins” áminningu en undir lok leiksins rekur hann Bjarna Gunnarsson, Viking, út af fyrir sams konar brot: Bjarni og Alexander Jóhannsson eru aö keppast um knöttinn, þeir falla báðir — Alexander ofan á lappirnar á Bjarna og heldur þeim föstum, við þetta veröur Bjarni vondur og lemur Alexand- er. Til mikillar furöu visar Bjarni Pálmason Bjarna Gunnarssyni út af. Ef Bjarni dómari hefði haft samræmi i dómum sinum, heföi Bjarni Gunnarsson, aðeins átt að fá áminningu. Einnig gaf Bjarni dómari Inga B. Albertssyni að- eins áminningu fyrir gróft brot rétt áður i leiknum. SOS. Skólastjóra vantar að barna- og gagnfræðaskóla Eskifjarðar. Upplýsingar gefur Sigurður Helgason i sima 25000, fræðsludeild Menntamála- ráðuneytisins og Steinn Jónsson, Eskifirði i sima 85. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Heimsfrægar jósasamlokur 6 OG 12 V. 7" OG 5 3/4" Heildsala — Smásala Sendum gegn póstkröfu um land allt TF ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.