Tíminn - 20.08.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 20.08.1972, Qupperneq 1
IGNIS FRYSTIKISTUR 187. tölublað — Sunnudagur 20. ágúst. — 56. árgangur. JO/tn A./ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Viö erum stödd við vcrðlauna- liúsið, Sunnuveg 7 i Reykjavík, og stöldrum þar við eins og margir fleiri til þess að gleðja augaö. Myndasiniðnum þykir þó for- grunnurinn helzt til auönarlegur. En úr þvi rætist fljótlega, þvi að á sviðið kemur ágæt fyrirsæta til dálitillar athafnar þarna undir runnunum. „Gerið svo vel, herrar minir og frúr”, segir hún um leið og hún Iygnir augunum og slær öðru eyr- anu aftur. Timamynd: Róbert. Jörð / Kjós keypt til skógræktar: Skógræktarsvæði á stærð við Hallormsstaðarskóg Skógræktarfélag Kjósarsýslu og Skógræktarfélag Kópavogs hafa fest kaup á Fossá í Kjós, og brestur ekki annað á formsatriði en endanlegt samþykki hrepps- nefndar i Kjósarhreppi. Seljandi er Björgvin Guöbrandsson, sem lengi hefur búið á Fossá. Jörðin verður óskipt sameign félaganna, sem munu vinna þar að hugðarefnum sinum i sam- v'iningu, og munu hafa þar ærnum verkefnum að sinna næstu ára- tugi, þvi að land, sem taliö er nytjanlegt til skógræktar erviðlíka að flatarmáli og llallormsstaðar- skógur. —Það var samþykkt á aðal- fundi Skógræktarfélags Kjósar- sýslu siðast liðið vor, að ráðast i jarðakaup upp á þessi býti, ef þeirra væri kostur, sagði for- maður félagsins, Ólafur Ágúst Ólafsson, bóndi á Valdastöðum, i simtali við Timann i gær. en æskuheimili hans var einmitt á Fossá, svo að hann er eins kunnugur öllum staðháttum og orðið getur. Von um verulega vinnu handa unglingum Viða i sveitum er tilfinnanlegur hörgull á vinnu handa unglingum, svo að þeir hrökklast af þeim sökum á aðrar slóðir, iðulega þvert gegn vilja sinum. Umfangs- mikilli skógrækt fylgir mikil vinna suma tima árs, svo að það er þeim byggðarlögum, er þess njóta veruleg kjölfesta. Fólk i grannsveitunum má þvi fagna kaupum skógræktarfélaganna á Fossá, og minnti Ólafur á Valda- stöðum á, að vinna, sem þarna byðist i framtiðinni, kæmi áreiðanlega i góðar þarfir, ekki sizt þar, sem þéttbýlt er orðið. Kópavogsbúum hvöttilað efla félag sitt Guðmundur örn Arnason skóg- fræðingur, formaöur Skóg- ræktarfélags Kópavogs, lýsti ánægju sinni með kaupin og sam- starfið við Skógræktarfélag Kjósarsýslu, og kvað hann félag sitt halda aöalfund á þriðjudags- kvöldið, þar sem skýrt verður frá þvi, er gerzt hefur. Mættu þessi kaup verða Kópavogsbúum hvöt til þess að ganga i félagið og styðja sem dyggilegast að þvi, að skógræktarframkvæmdir geti hafizt fljótt og á myndarlegan hátt. Framhald á 17. siðu. Kjarngott land og skýlt í Fossá rdal —Það er talið kjarngott land á Fossá, sagði Ólafur enn fremur, og i Fossárdal lægðinni milli Reynivallaháls og sporðsins á Þrándarstaðafjalli, er mjög skjólgott. Þar er viða Iágt kjarr, til dæmis i svonefndri Sumarkinn, sem er norðan árinnar. Þar er æskilegt land til þess að gróður- setja barrviði, og jarðvegur, sem væntanlega er prýðilega til skóg- ræktar fallinn. Að sumu leyti eru einnig sér- kennileg fyrirbæri á Fossá, bæði* um náttúrufar og að sögul. gildi Þar má minna á hvamminn við ána niðri við þjóðveginn. Að honum verður að búa af gætni, og svo er þar gamla réttin, sem á sina sögu, hlaðin úr grjóti á gamla visu. Nei, ég held það sé ekki neitt skrök, þó að ég segi það umbúða- laust, að ég ber ræktarhug til þessa staðar, eins og mér er lika skylt að gera. Þannig lá hann, steypubillinn, sem valt hjá Brekku á Alftanesi I fyrra- dag. Boðorðin meira en dauður bókstafur: Stundum er á orði haft, að boðorðin séu misjafnlega haldin. Hins cr sjaldnar getið, að þau eru stundum og suins staðar mjög dyggilega haldin, jafnvel þótt nienn missi ekki svo Iftils af þeim sökum. Færeyingar voru mikil fisk- veiðiþjóð, en sá hefur verið háttur þeirra langt aftur i ald- ir að snerta ekki færi á helgum degi. Og enn er þessu svo far- ið, að minnsta kosti um suma Um þessar mundir eru Fær- eyingar á handfæraveiðum norðan við Island, aðallega i námunda við Kolbeinsey, þar sem er heimil veiði upp að í höfn um helg ar, þótt afli sé fjögurra milna mörkum. Þessir færeysku fiskimenn halda fast við boðorðið um helgi hvildardagsins og siði forfeðra sinna: Þeir fiska ekki á sunnudögum, jafnvel þótt mokafli sé á miðunum Likt og öðrum sjómönnum þykir þeim að sjálfsögðu mikils vert um góðan aflahluta, en það freist- ar þeirra samt ekki til þess að brjóta venjur sinar. Að jafnaði leita þeir hafnar um helgar, ekki hvað sizt i Grimsey, og sumir bátanna koma þangað um hverfa helgi um veiðitim- ann norðan íslands. Þetta minnir á það, sem lesa má i Nýju kirkjublaði Þórhalls biskups árið 1913. Þar segir frá þvi, að vestur i Aðalvik sé enn margra manna venja að róa ekki suma messudaga, er þó höfðu fyrir löngu verið úr lögum numdir sem helgidag- ar. Sérstaklega eru þar til- greindar Mariumessur, Jóns- messa og allraheilagra messa. Þár hafa þvi ævafornar venjur, allt aftan úr kaþólsku verið i heiðri hafðar langt fram á þessa öld, af sumum að minnsta kosti, likt og þessir færeysku fiskimenn gera enn. J.H Tveir færeyskir handfærabátar frá Vági i höfn I Grimsey á sunnudegi. — Ljósmynd: Guðmundur Jónsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.