Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. ágúst 1972 TÍMINN 3 Minnisstæður dagur í Þingmúlakirkju Séra Gisli Brynjólfsson, fyrrum prófastur, nú fulltrúi i landbún- aðarráðuneytinu, er kunnur maður, ekki einungis frá prests- skapartið sinni, heldur og ekki siður eftir að hann breytti um starf. Nú ferðast hann um landið þvert og endilangt á vegum Kirkjujarðasjóðs, ,,þvi viða stendur fé hans fótum^ en séra Gisli er umsjónarmaður jarð- eignasjóðsins sem kunnugt er. Séra Gisli er glöggskygn á feg- urð og tilbrigði islenzkrar náttúru og fundvis á fornan fróðleik um menn og málefni, einkum þó kirkjusögulegs efnis. Fjölmargar skemmtilegar greinar á hann i blöðum og timaritum. I Morgunblaðinu 29. júli 1970 á hann grein með yfirskriftinni. „Veðréttur Wathne I Þingmúla- kirkjuV t þessari grein rekur hann i stuttu og skýru máli byggingar- sögu núverandi kirkju i Þingmúla i Skriðdal. I raun og veru er saga sú ekkert ævintýraleg og þó á hún sina sérstöðu. Þingmúlakirkja mun vera eina kirkjan á landi hér, sem veðsett hefur verið fyrir „verzlunarskuldum” viðkomandi prests. En hún stób það af sér eins og „stormþotu” og stendur enn, i öllu sinu yfirlætisleysi, með likum ummerkjum og i upphafi að öðru en málningu, þó hún sé nú komin langt á niunda áratuginn, byggð 1886 af séra Páli Pálssyni er þá sat staðinn. Þetta er ekkert stórhýsi, enda sóknin aldrei mannmörg verið, en kirkjan er yfir höfuð snotur og vandlega gjörð, að öllu þvi, er séð verður” segir prófasturinn i Suður-Múla prófastsdæmi, ásamt nánari lýsingu, er hann visiterar hana árið eftir að hún er byggð. Margir prestar hafa embættað i þessu litla guðshúsi og látið að þvi liggja, að óviða hafi þeim „liðið betur” við starf sitt. Má þvi ætla, að þrátt fyrir allt hafi kirkju- bygging þessi vel tekizt og sé ekki guði óvelkomin. Sunnudaginn 4. júni s.l. fór eft- irminnileg athöfn fram i kirkj- unni. Þar afhenti Jónina Salný Guðmundsdóttir, húsfreyja á Lynghól, kirkjunni að gjöf skirn- arfont til minningar um móðir sina, Pálinu Fanney Stefáns- Þá er búið að velja fegurstu götuna i Reykjavik þetta árið — og fallegasta einbýlishúsið lika. Fegrunarfélagið stendur fyrir þessu vali — og er mér raunar ekki kunnugt um aðrar fegrunar- framkvæmdir þess ágæta félags- skapar. Raunar er það ekki ætlun min að gagnrýna störf Fegrunar- félagsins. Þessi félagsskapur hef- ur vissulega unnið ágætt starf með þvi að benda á þau atriði i út- liti borgarinnar, sem talin eru til fyrirmyndar — og unnið þannig starf sitt á jákvæðan hátt i kyrr- þey. En þessi starfsemi sýndi okkur einnig að veruleg þörf er á öðru félagi, sem starfað gæti á hliðstæðum grundvelli: Skúraút- rýmingarfélaginu. Fyrir tveimur arum las ég grein i enska blaðinu ”The Guardian”. Höfundurinn, Micha- el nokkur Blake hafði dvalið hér i nokkra daga, og setti sig siðan upp sem helzta sérfræðing blaðs- ins i islenzkum málefnum — m.a. islenzkri byggingarlist með is- lenzkar skúrabyggingar sem sér- grein. Margt var þar af mikilli ósanngirni skrifað og heldur illa undirpúkkað — enda tóku landar i Lundúnum sig til og rituðu mót- mælabréf — sem þetta virðulega blað birti vitanlega ekki! dóttir, húsfreyju á Geirúlfsstöð- um, er lézt i nóv. 1970. Að gjöfinni stóðu eftirlifandi eiginmaður, Guðmundur Sveinsson bóndi á Geirúlfsstöðum, börn hans og systkini hinnar látnu — Mýra- systkinin. — En faðir þeirra, Stefán hreppstjóri Þórarinsson lét sér mjög annt um kirkjuna og safnaðarlif i Skriðdal um sina daga. Um eða yfir 20 ár var hann bæði forsöngvari og meðhjálpari og rækti það starf af einstakri al- úð og samvizkusemi. Skirnarfontur þessi er hinn fegursti gripur, gerður af Þórarni Stefánssyni, fyrr kennara á Laugarvatni (bróðir Pálinu heit- innar). Hann er áttstrendur með út- Um skúra og drasl Þótt ég væri grein Blakes þessa ósammála i flestum atriðum, þá varð ég samt að viðurkenna að i skúramálunum hafði sá enski á réttu að standa. Ég efast um að nokkur höfuðborg i Evrópu norð- anverðri bjóði upp á jafn mörg af- brigði skúrabygginga — sem eiga það eitt sameiginlegt, að vera herfilega illa haldið við: ryðið og málningarleysið haldast drengi- lega i hendur og þar sem þeir aðilar ná ekki til, taka strákarnir i næstu götum sig til og halda verkinu áfram. Rúður allar brotnar, gapandi gluggatóftir og hangandi hurðir blasa við augum — inni virðist allt drasl borgar- innar vera samankomið. Þessar sérkennilegu byggingar — skúrarnir — finnast á óvænt- ustu stöðum i borginni — en þvi miður einkum og sérilagi i vest- urbænum — stoiti borgarinnar. Gönguferð gegnum Grjótaþorpið nægir til þess að fullvissa sig um tilveru þessara fyrirbæra — en vitaskuld eru þeir viðar. Þetta er þeim mun leiðinlegra, þar sem talsvert hefur verið gert að þvl undanfarið, að lagfæra sum eldri húsin i þessum bæjarhluta: göm- ul bárujárnshús eru nær óþekkj- anleg orðin, þar sem þau lyfta upp umhverfinu með sinum skæru litum og vel hirtu um- hverfi. skornum táknmyndum á öllum hliðum, stórvel gerður. Fylgir honum bók i vönduðu bandi. í henni er ljósmynd af fontinum, og þar gerir listamaðurinn rækilega grein fyrir merkingu hverrar myndar. Enn fremur eru þar nöfn allra þeirra, er að gjöfinni stóðu. Sóknarpresturinn, séra Gunnar Kristjánsson las þessar skýr- ingar, sem yrði of langt mál að rekja hér og þakkaði fyrir hönd kirkjunnar. Þá voru skirð tvö börn, þrjú ungmenni fermd og gefin saman ein brúðhjón. Að þvi búnu fór fram óvenju fjölmenn altarisganga. Þá er og þess að geta, að áður en gengið var i kirkjuna þessu sinni breiddi Ragnheiður Einars- En auk skúranna er einnig að finna aðskiljanlegustu hluti, sem skildir hafa veriö eftir milli húsa — og helzt li,tur svo út.að þeir hafi gleymzt þar. Ónýtir tiu hjóla trukkar geta ekki talizt einsdæmi — stórhætta fyrir börn að ógleymdum ljótleikanum. Járna- draslýmisskonar, fúnar spýtur — vottar um þá fornu dyggð söfnun- argleðina, sem með árunum hef- ur breyzt i hirðuleysi. Niðurstaðan af þessum hugleið- ingum gæti t.d. orðið sú, að Fegr- unarfélagið birti auk myndanna af fallegasta einbýlishúsinu og fegurstu götunni, myndir af ljót- asta skúrnum og ótótlegasta draslinu — ásamt upplýsingum um eigendurna, og áskorun til þeirra um að gera nú annað- hvort: Fjarlægja þessar eigur sinar með öllu eða taka rækilega til, mála skúrinn og setja rúður i gluggana, lamir á hurðina og lás fyrir. Og þá verður manni hugsað til þeirra skúra, sem blasa við aug- um flestra borgaranna — gömlu húsanna i Bernhöftstorfunni. Eig- andi þeirra — Rikissjóður — kæmi vissulega til greina sem fyrsti verðlaunahafinn i þessari samkeppni — Páll Heiðar Jónsson. dóttir, húsfreyja I Litla-Sandfelli á altarið sérlega failegan og vel gerðan dúk, sem hún sjálf hafði saumað og gefið, og i fyrra við fermingu var presturinn skrýdd- ur nýjum og vönduöum hökli, sem kvenfélagið gaf, en Ragnheiður saumaði, endurgjaldslaust. Fyrir þessa ræktarsemi og góðu gjafir þakkaði fyrir hönd safnaðarins Björn Bjarnason, sóknarnefndarmaöur i Birkihlið, og vil ég af heilum huga taka undir þær þakkir, um leið og ég bið þeim öllum blessunar guðs, sem á einn eða annan hátt, hafa að þessum gjöfum staðið, þvi tvi- mælalaust eru þær þessu aldna húsi mikill fengur og gefendum til verðugs sóma. Friðrik Jónsson safnaðarfuiltrúi. UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI LONDON frá kr. 14.102,- iBeint þotuflug báðar leiðir, brottför Ivikulega. Innifalið: gisting og morg- lunverður á fyrsta flokks hóteli. öll I herbergi með baði og sjónvarpi. Ferð- lir milli hótels og flugvallar og ýmis- | legt fleira. Þetta verða vinsælar ferðir Itil milljónaborgarinnar. Leikhús og I skemmtanalif það viðfrægasta I ver- löldinni, en vöruhúsin hættulega freistandi. KAUPMANNA- HÖFN Brottför í hverri viku. Innifalið: beint þotuflug báðar leiðir, gisting og tvær máltiðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu i Kaupmannahöfn með islenzku starfsfólki. Hægt að velja um dvöl á mörgum hótelum og fá ódýrar fram- haldsferðir til flestra Evrópulanda með Tiæreborg og Sterling Airwavs. Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup- mannahafnar. Allra leiðir liggja til hinnar glaðværu og skemmtilegu borgar við sundið. MALLORCA frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með | viðkomu i London. Brottför hálfs- mánaðarlega til 15. júni og I hverri | viku eftir það. Frjálst val um dvöl i ibúðum i Palma og i baðstrandabæi- unum (Trianon og Granada) eða hin- um vinsælu hótelum Antillas Barba- dos, Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma j með íslenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta | sólskinsparadís Evrópu. Fjölskylduafsláttur. COSTADELSOL frá kr. 12.500,- Brottför hálfsmánaðarlega, og i hverri viku eftir 27. júli. Beint þotu flug báðar leiðir, eða með viðdvöl London. Sunna hefir samning um gistirými á aftirsóttúm hótelum Torremolinos (Alay og Las Palomas) og íbúðum, iuxusíbúðunum Playa mar í Torremolinos og Soficobygg- ingunum Perlas og fl. I Fuengirola og | Torremolinos. Islenzkir fararstjórar Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu- I aðstöðu í Torremolinos, þar sem alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskins- paradís Evrópu og Sunna getur boðið [upp á beztu hótel og ibúðir á hag kvæmum kjörum. YMSAR FERÐIR Norðurlandaferð 15 dagar, brottför 29. júní. Kaupmannahöfn, Oslo, Þelamörk og Sviþjóð. | Kaupmannahöfn - Rinarlönd 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda. Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júli. Vika i Kaupmannahöfn vika i Sorrentoiog viku í Rómarborg. | Paris - Rinarlönd - Sviss 16 dagar, brottför 20. ágúst. I Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar, brottför 7. október. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu- j ferðanna með áætlunarflugi eða hinu I ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA | gerir öllum kleift að ferðast. Sunna er alþjóðleg IATA ferðáskrifstofa lERflASKRIFSTOFAH SDNNA BANIASTREH 7 ® 1640012070 .. ' ' ..... in™«a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.