Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. ágúst 1972 TÍMINN 5 Það var stór dagur á Klúku i Bjarnarfirði á Ströndum s.l. sunnudag. er félagsheimilið Laugarhóll og skólabyggingin á staðnum var vigð, að viðstöddum heimamönnum, ráðherrum og al- þingismönnum. Sólin skein i heiði og þennan dag, 13. ágúst, voru ná- kvæmlega sex ár liðin frá þvi byrjað var að grafa grunn félags- heimilisins og skólabyggingar- innar. Magnús Torfi ólafsson mennta- málaráðherra vigði bygginguna, en i upphafi vigsluathafnarinnar sá séra Andrés Ólafsson um helgistund. Allir þingmenn kjör- dæmisins voru mættir, nema Bjarni Guöbjörnsson, og einnig kom til vigslunnar Sigurvin Einarsson fyrrverandi alþingis- maöur. Guðlaugur Jörundsson frá Hellu stjórnaði söng undir borðum, en Magnús Gunnlaugs- son hreppstjóri, Ytra-Ósi, var veizlustjóri. Til vigslunnar var boðið þeim, sem unnið höfðu að byggingunni, en þeir voru flestir utan sveitar, og öllum hjónum og hjónaefnum i Kaldrananeshreppi og Hrófbergshreppi. Var þarna þvi margt um manninn, þegar þessum merka áfanga var náð. Um kvöldið var dansleikur i félagsheimilinu, og þar var m.a. frumflutt lag Guðlaugs Jörunds- sonar frá Hellu við ljóð Jörundar Gestssonar á Hellu, og var hvort- tveggja tileinkað félagsheimilinu Laugarhóli i Bjarnarfirði. Ingimundur Ingim undarson oddviti i Kaldrananeshreppi flutti ræðu við vigsluna.þar sem aö- draganda og framkvæmdum við byggingu félagsheimilisins og skólabyggingarinnar var lýst. h'ara hér á eftir kaflar úr ræðu Ingimundar: Lýsing byggingar Þrátt fyrir ótal samþykktir á almennum hreppsfundum og hjá sveitarstjórn Kaldrananes- hrepps, um byggingu skólamann- virkja á Klúku, — allt frá þvi að hreppsnefnd og Sundfélagið Grettir gerðu með sér samn. þar um árið 1943 — gerðist litið raun- hæft á þvi sviði, er við kom skóla- byggingu, þar til árið 1954, aö byggður var skólastjórabústað- urinn sem fyrsti áfangi skóla- mannvirkja á Klúku. Kennsla og heimavist var svo i skólastjórabústaðnum þar til um árslok 1970, að neðri kennslustofa nýju byggingarinnar var tekin i notkun. Annars er saga II. byggingar- áfangans þessi, i stórum drátt- um: 13. febr. 1966 ákvað skóla- nefnd Kaldrananessskólahverfis og hreppsnefnd að hefjast handa með byggingu II. áfanga skólans á þvi ári, ef samþykki ráðuneytis fengist og fjárhagsaðstæður yrðu fyrir hendi. Að visu töldu sumir aö illa áraði til slikra fram- kvæmda. Sama dag var Hróf- bergshreppi boðin þátttaka i skólabyggingunni, og jákvætt svar barst þaðan 28. mai það ár, en börn úr Hrófbergshreppi höfðu um nokkurt árabil notið kennslu i skólast jórabústaðnum. 13. júli 1966 sendir svo mennta- málaráðherra fræðslumálastjóra staðfestingu á leyfi fyrir skóla- byggingunni. 13. ágúst sama ár er byrjað að taka fyrir grunni og húsgrunnur steyptur þá um haustiö. Árið 1967 er byggingin steypt upp og m.a. steypt á hana þak, sem þó á næsta ári voru byggðar á sperrur og þakið járnklætt. Sfðan hefur timinn farið i frekari frágang húss og lóðar. I. áfang- inn, skólastjórabústaðurinn, mun vera 106 fermetrar. Il.áfangi er hinsvegar 458 fermetrar. 1 lok júnimánaðar i ár var kostnaöurinn orðinn tæpl. 16 millj. króna, en hvað siðan hefur bæzt við, liggja ekki fyrir tæm- andi tölur. Byggingin hefur staðið yfir i nákvæmlega 6 ár i dag, og miklar verðhækkanir og skerðing krón- unnar dunið yfir á timabilinu. Frekari frestun framkvæmdanna hefði þess vegna haft aukinn kostnað I för meö sér. Þessi nýi áfangi er raunar tvi- skiptur. t þeim hluta, sem næstur er skólastjóraibdðinni, eru 4 her- bergi með heimavist fyrir 16 nemendur, herbergi fyrir starfsstúlku og svo tvö snyrtiher- bergi. Einnig er með sama gang bókasafnsstofa og sérstakt her- bergi, ásamt snyrtingu fyrir ráöskonu. Þá er i suöur hluta Kaldrananeshreppur...... 20,9% Hrófbergshreppur........ 5,46% Sundfélagið Grettir..... 6,53% Búnaðarf. Kaldrananeshr. 1,61% mundarson á Svanshóli haft á hendi. Oddvitar beggja hrepðanna hafa oftans verið kvaddir á bygg- ingrnefndarfundi, enda ætlast til að þeir sæju um fjármálahliðina. Eigna- og kostnaðarhlutföll byggingarinnar eru á þennan veg: Skólahlutfall hússsins er tal- ið 72,8% en þar er þátttaka rikis- ins 75,0% er gildir sama og 54,6% af heildarkostnaði byggingarinn- ar. Heildarhluti Félagsheimila- sjóðs er um 10,9%. Heimahlutar skiptast þannig: Vinnuframlög og gjafir einstaklinga til félagsheimilis- hluta byggingarinnar nema nú rösklega 300 þúsund krónum. Fánar blöktu við vigsludaginn. hún i góðaveörinu fyrir utan hina nýju félagsheimils og skólabyggingu á Félagsheimilið Laugarhóll og skólabygging vígð á Klúku í Bjarnarfirði s. I. sunnudag Lokaorð Þegar settum áfanga er náð, reikar hugurinn jafnan til upp- hafsins. Hér má telja frjómold fyrir fyrsta vaxtarsprotann, undirbúna af ræktunarmanninum og héraðshöfðingjanum Matthiasi Ilelgasyni á Kaldrananesi og samstarfsmönnum hans i hrepps- nefnd um 1940, þegar sveitar- sjóður keypti Klúkuna með það fyrir augum, að þar væri fram- tiðarstaður fyrir skóla-og félags- málastarfsemi. Fyrsti vaxlarsprotinn skaut svo rótum fyrir 29 árum, þegar hreppsnefnd Guðmundar Þ. Sigurgeirssonar og Sundfélagið Grettir gerðu með sér samning um byggingu skóla- og iþrótta- mannvirkja i Kiúku. Fyrst af þessum fram- kvæmdum var sundlaugin, er sundfélagið kom upp með góðri aðstoð sveitarstjórnar árin 1946- '47oghlaut nalnið „Gvendarlaug hins góða”. Stærð hennar er 25x8 m, og er hún eina viðurkennda keppnislaugin i Strandasýslu. Hún hefur veriðstarfrækt frá 1947 og veitt mörgum ánægju og hreysti. Siðar komu byggingaráfangar skólans eins og áður hefur verið skýrt frá. Verulegt áræði og átak þurfti til þessara framkvæmda og mörgum ber að þakka, er þar lögðu hönd og hug að. aðalálmu tvær kennslustofur, sin á hvorri hæð. Sér inngangur er i þennan hluta hússins, bæði að ut- an og svo i sambandi við austur- álmuna. Aðalanddyri er i austur- álmunni, en þegar inn kemur, er á hægri hönd miðasala o.fl. Þar innaf sömu megin er fyrst borð- stofa ásamt eldhúsi og búri. Til vinstri svo aðgangur að innri hluta miðálmunnar, en þar er iþrótta- og samkomusalur ásamt áhaldageymslu og leiksviði. Böð, búningsherbergi og snyrting eru undir leiksviði. Húsið er að mestu hitað upp með laugarvatni að sumrinu, en vatnið hitað frek- ar um vetrar timann. Brunavarn- artæki eru i byggingunni sam- kvæmt ákvæðum þar um, og loft- ræstikerfi i salnum. Aðal innkaupin hafa verið hjá Innkaupastofnun rikisins, sem hefur sýnt sérstaka liðvikni og ágætustu fyrirgreiðslu. I bygg ingunni eru simar og hljómburð- artæki samkvæmt skipulagningu raftæknifræðings. öllu, er að þeim málum laut. Raflagnir hefur Halldór Hjálm- arsson rafvirkjameistari á Hólmavik séð um. Málun er framkvæmd af Friðrik Runólfs- syni málarameistara á Hólma- vik. Hitaveitulögn loftræstikerfi o.fl. annaðist Vélsmiðja Jóhanns & Unnars á Hólmavik. Ýmsir aðrir voru til ráðuneytis i hinum sérhæfu þáttum framkvæmd- anna. Byggingarnefndin hefur verið þannig skipuð: Sigurður Arn- grimsson Klúku, Arngrimur Ingimundarson Odda, Magnús Ingimundarson Skarði, Magnús Gunnlaugsson Ytra-Ósi, og Bald- ur Sigurðsson Odda. Reiknings- hald hefur Ingimundur Ingi- Bygginguna teiknaði Þorvaldur Kristmundsson arkitekt Reykja- vik, en verkfræðiskrifstofa Sig- urðar Thoroddsen i Reykjavik sá um allt, er við kom verkfræði- þjónustu. Yfirsmiður var Sveinn Sighvatsson byggingarmeistari, Hólmavik. Arni Guðmundsson múrarameistari i Reykjavik sá um múrun. Miðstöðvarlagningu annaðist Bogi Ragnarsson pipu- : lagningarmeistari á Djúpavogi. Ólafur Gislason raftæknifræðing- ur i Reykjavik var ráðunautur i Byggingarnelnd hússins talið f.v. Baldur Sigurösson, Arngnmur Ingi- inundarson, Magnús Gunnlaugsson, Sigurður Arngríinsson og Magnús Ingimundarson. Gestir og heimafólk ræðast við eftir vigsluna. A myndinni eru m.a. ráðherrarnir Hannibal Valdimars- son og Magnús Torfi ólafsson. (Ljósm. Unnar Stefánsson) Við upphaf II. áfanga skóla- byggingarinnar nutum við sér- stakrar aðstoðar þingmanna kjördæmisins, ásamt fræðslu- málastjóra og Þorleifs Bjarna- sonar námsstjóra. Þar lögðu drjúgt lóð á vogarskálarnar þeir Hannibal Valdimarsson og' Sigurvin Einarsson, en ég vona að ég halli á engan, þótt mér verði á að færa sérstakar þakkir Matt- hiasi Bjarnasyni alþingismanni, sem hefur staðið eins og „foldgnátt fjall” með okkur i öllum þessum umbrotum, og á ég þá fyrst og fremst viö fjármálahlið- ina og það er snerti opinber af- skipti i hvivetna. Starfsfólki við þennan byggingaráfanga ber að færa sér- stakar þakkir fyrir, hversu hóf- samt það hefur verið með kaup- greiðslur, sem oft hefur verið erfitt að inna af hendi eins skil- vislega og vilji og eðli stóð til. Byggingarnefndin hefur falið mér að afhenda bygginguna til skóianefndar og félagsheimilis- stjórnar, til fullrar starfrækslu, með þeirri ósk, að menntun og menning megi ávallt rikja i Klúkuskóla og Laugarhóli og vera til farsældar heimabyggð og hér- aði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.