Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. ágúst 1972 TÍMINN 9 (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:;g arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlssonjgj Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timáns Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, ■ Ritstjórnarskrifýi:::: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-183064i;:|:j Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösiusími 12323 — auglýs-í::|::: ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjald:o:j 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:;:;:i takið. Blaðaprent h.f. Við mótmælum Á fundi sl. föstudag gerði rikisstjórnin ályktun og sendi Alþjóðadómstólnum i Haag. 1 þessari ályktun mótmælir islenzka rikis- stjórnin harðlega bráðabirgðaúrskurði Al- þjóðadómstólsins. Lýsir hún undrun sinni yfir þvi, að dómstóllinn skuli telja sér fært að kveða upp slikan úrskurð á meðan hann hefur enn ekki tekið ákvörðun um lögsögu sina i málinu. Lögsögu Alþjóðadómstólsins i land- helgismálinu hefur hvað eftir annað verið ein- dregið mótmælt af islenzku rikisstjórninni. ísl- endingar hafa sagt upp landhelgissamn- ingnum frá 1961 við Breta og Vestur-Þjóðverja með löglegum hætti og telur islenzka rikis- stjórnin samkomulagið þvi ekki lengur i gildi, en það er á þvi samkomulagi, sem Bretar og Vestur-Þjóðverjar byggðu málshöfðun sina á hendur íslendingum. Þá lýsir islenzka rikisstjórnin furðu sinni yfir þvi, að Alþjóðadómstóllinn skuli telja sig þess umkominn að bjóða eins konar kvótakerfi i fiskveiðum við Island. Rikisstjórnin leggur áherzlu á, að hún telji þessi afskipti Alþjóðadómstólsins af deilu- máli, sem enn sé á samningsstigi, ákaflega óheppileg og til þess fallin að torvelda samn- inga. En islenzka rikisstjórnin hefur alltaf lýst vilja sinum til þess að leysa þetta deilumál með bráðabirgðasamkomulagi og var dóm- stólnum full kunnugt um það. íslenzka rikisstjórnin mótmælir enn á ný allri lögsögu Alþjóðadómstólsins um fiskveiði- réttindi íslendinga og mun ekki telja úrskurð dómsins, sem hann hefur nú upp kveðið, á neinn hátt bindandi fyrir íslendinga. Þá lýsir rikisstjórnin þvi skýlaust yfir, að hún muni eftir sem áður fylgja fast fram þeirri ákvörðun að stækka fiskveiðilandhelgina við ísland i 50 sjómilur frá og með 1. sept- ember n.k., svo sem Alþingi íslendinga hafi einróma samþykkt. Það furðulegasta af öllu i sambandi við þennan úrskurð Alþjóðadómstólsins er kannski það, að hann ákveður Bretum og Vestur-Þjóð- verjum kvóta um aflamagn. Ekki verður annað skilið af úrskurði dómsins, en engin af- staða sé tekin til gildis útfærslu fiskveiðilög- sögu við ísland i 50 milur gagnvarð öðrum þjóðum en Bretum og Vestur-Þjóðverjum. í úrskurðinum er aðeins gerð um það ábending, að Islendingar ættu ekki að láta ákvæði reglu- gerðarinnar um útfærslu landhelginnar ná til brezkra og vestur-þýzkra skipa, sem ættu að hafa leyfi til að veiða næstum jafn mikið og þau hafa gert á undanförnum árum. Skellir dómurinn þar með skollaeyrum við samdóma áliti sérfræðinga Norður-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, að nauðsynlegt sé að minnka sóknina á fiskstofnana um 50% vegna ofveiði. Jafnframt telur dómurinn, að Bretum og Vestur-Þjóðverjum beri sérstök forréttindi á hafsvæði, sem þessar þjóðir kalla úthaf.Haag- dómstóllinn er vægast sagt á hálum is, er hann lýsir þannig sérstökum forréttindum tveggja rikja á landgrunni þriðja rikis. —TK. Moses Olugua Oka: 2-3 milljónir manna eru landflótta í Afríku Vandræði þessa fólks verða ekki leyst nema með samstilltu átaki allra frjálsra ríkja. HEITA má, að Afrika sé orðin að tröllauknum flótta- mannabúðum. Astæðurnar eru einkum kúgunarstyrjaldir nýlenduveldanna harðvitug keppni milli stjórnmálaflokka og ættflokkaerjur. Samkvæmt nýjustu tölum Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna eru nú rúmar tvær milljónir flóttamanna i Afriku. Aðrar stofnanir, þar á meðal Einingarsamtök Afriku, telja flóttamennina vera miklum mun fleiri. NÝLENDUSTRÍÐIN i Angola, Guinea-Bissau og Mocambique valda sam- felldum straumi flóttafólks til hinna frjálsu grannrikja Afrikumanna. Arið 1971 höfðu 500 þús Afr ikumenn fldiö frá Angola 67 þúsund frá Guinea-Bissau og 60 þúsund frá Mocambique. Þessar tölur hækka hvert sinn, sem erjurnar blossa upp að nýju. Þeir eru að mun færri, sem flýja land i Rhodesiu, Suður-Afriku og Suð-vestur- Afriku (Namibiu), en þar er eigi að siður um allmargar þúsundir manna að ræða. BYLTINGAR i frjálsum rikjum Afrikumanna valda einnigflóttamannabylgjum við og við. Þegar Hutuarnir i Rwanda steyptu Tutsi-- einveldinu flýðu 200 þúsundir manna land. Enn eru 52 þúsund manna landflótta siðan átökin urðu i Congo (Zaire) á árunum milli 1960 og 1970. Borgara- styrjaldirnar i Súdan sunnan- verðu og Eritreu hafa valdið umfangsmiklum landflótta og fjöldamorðin i Burundi nú siðast hafa valdið miklum flóttamannavanda. AÐ sjálfsögðu eru það nágrannariki landanna, sem styrjaldir og uppreisnir geysa i , sem verða fyrir mestu aðstreymi flóttamanna. Til dæmis hafa 67 þúsund Guineu- menn flúið til Senegal, 72 þúsund hafa flúið frá Mocam- bique og Rwanda til Tanzaniu. t Zambiu eru svo 16 þúsund flóttamenn frá Angóla og Mocambique. 40 þúsund Rwandabúar hafa leitað skjóls i Burundi og 21 þúsund manns frá Sudan hafa flúið til Miðafriku lýðveldisins. Abessinia hefir einnig tekið við 27 þúsund Sudanmönnum, en hins vegar hefir Sudan tekið við 67 þúsund flóttamönnum frá Abessiniu og Congo. Congo (Zaire) hefir orðið mjög hart úti og orðið að taka við 500 þúsund flóttamönnum frá Angola, Rwanda Sudan og Burundi. Uganda hefir hins vegar um 200 þúsund flótta- menn frá Congo (Zaire), Rwanda og Sudan. Þannig verður útkoman sú, að tiltölu- lega fá Afrikuriki verða að bera meginþunga kostnaðar- ins, sem af flóttamanna- straumnum leiðir. SKAMMT er um liðið siðan að Afrikumenn viðurkenndu, að öll frjáls riki hljóta að verða að leggjast á eitt til þess að leysa þann vanda, sem flóttamannastraumurinn veldur. Einingarsamtök Afriku hafa af þessum sökum komið á fót stofnun, sem á að koma afrikönskum flótta- mönnum fyrir og vinna að velferð þeirra. Hún á að samræma kennslu ungra flóttamanna og veita þeim aðstoð við að útvega sér atvinnu þegar fram liða stundir. Allmargir flóttamenn geta snúið aftur til sins heimalands þegar ástandið batnar, byltingar eru um garð gengnar eða sættir komnar á. Sú.varð til dæmis raunin með flóttamenn frá Alsir þegar landið öðlaðist sjálfstæði árið 1962. Margir Sudanmenn munu efalaust snúa heim þar sem uppreisnarmenn eru búnir að semja við rikis- stjórnina i Khartoum. Þrátt fyrir þetta er augljóst, að mikill meirihluti flóttamanna fær aldrei augum litið föður- land sitt á ný. AF þessum sökum hefir reynst óhjákvæmilegt að finna varanlegar lausnir og útvega flestum afrikönsku flótta- mönnunum samastað, þar sem þeir geta reist sin eigin hús og framleitt ofan i sig og á. Þessari skipan hefir verið valið heitið „sjálfvalin búseta’’ og hefir reynzt ágæt lega i Senegal og Zaire. Sums staðar hefur flótta- mönnum verið komið fyrir roeð „skipulegum” hætt, einkum þar sem þvi varð við komið við rúmt efnahags- ástand. Þegar þessi háttur hefir verið hafður á, hefir orðið að flytja flóttamennina frá landamærahéruðunum, bæði til þess að forðast áfram- haldandi erjur og átök við ibúana i gamla heimalandinu og eins til þess að hafa betra yfirlit yfir, hvar flótta- mennirnir búa i aðseturs- landinu nýja. Sem dæmi um nauðsyn þessa má nefna, hve sambúð Rwanda og Burundi gjörspilltist árið 1964, þegar flóttamenn frá Rwanda reyndu að gera innrás i landið frá Burundi, þar sem þeir höfðu leitað skjóls. FLÓTTAMANNAHJALP Sameinuðu þjóðanna og fleiri hjálparstofnanir leggja fram fé til „skipulegrar” búsetu- aðstoðar. Framkvæmdin sjálf er falin framkvæmdaraðila, sem meðal annars tekur að sér að útvega vatn, hjúkrun og kennslu. Þá er einnig reynt að efla efnahagsþróunina meðal flóttamannanna. Þeim er til dæmis kenndur listiðnaður og hjálpað til að koma á fót smáiðnaði, en mest áherzla er þó lögð á til að reyna að koma á framförum i jarðyrkju og kvikfjárrækt. STUNDUM verður vart öfundar og afbrýðisemi einkum ef lifskjör flótta- mannanna verða rýmri en lifskjör ibúanna, sem fyrir voru. Þegar hætta þykir á sliku, eða þess verður vart, fá heimamenn einnig aðgang að þeim leiðbeiningum og fræðslu, sem flóttamennirnir njóta. Þetta hefir verið gert með ágætum árangri i Tanzaniú og nokkrum rikjum öðrum. Margs konar nýr vandi vekst þó upp i sambandi við nokkurn hluta flóttamann- anna, einkum fyrir borgar- búa. Borgarbúum fjölgar afar ört, meðal annars vegna þess, að börn flóttamannanna i landbúnaðarhéruðunum flytjast til borganna, eins og æskufólk gerirum allan heim. Þessi ungmenni brestur oft gersamlega þá menntun eða verkkunnáttu, sem þarf til að tryggja þeim þolanlega lifs- möguleika. M JOG er erfitt að finna störf við hæfi flóttamanna i mörgum rikjum Afriku, jafn- vel þó að stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða kirkjuráðið og fleiri liknarstofnanir annist kennslu þeirra. Þetta veldur að sjálfsögðu vonbrigðum og uppgjöf hjá flóttaíólkinu, eöa að minnsta kosti sinnuleysi, sem gerir stórum erfiðara að búa um þá með þolanlegum hætti. Flest sjálfstæð riki eru andvig, þvi að veita flótta- mönnum störf, sem þegnar þeirra geta sjálfir annast með góðu móti. Umönnun flóttafólksins krefst þvi samábyrgðar allra Afrikurikja til þess að þau geti i sameiningu lagt að mörkum nauðsynlegt fjármagn og tekið sem mestan og jafnastan þátt i að veita flóttamönnunum viðtöku og tryggja þeim' mannsæmandi tilveru. tbúar frá Biafra á flótta undan stjórnarhernum i Nigeriu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.