Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 20. ágúst 1972 Sunnudagur 20. ágúst 1972 TÍMINN 11 ÚT VIL ICYE er ekki „skólapró- gramm” á sama hátt og AFS. Að visu sækja flestir skiptinemar i Bandarikjunum skóla, en þar sem mjög hefur dregið úr skipt- um Evrópu, Asiu og Afriku við Bandarikin á undanförnum ár- um, hafa æ fleiri skiptinemar nýtt ár sitt við ýmiss konar störf, aðal- lega litt eða ólaunuð liknarstörf. Hér á tslandi þekkist slikt starf ekki nema að mjög takmörkuðu leyti og þess vegna hefur oft gengið illa að halda starfinu inn- an þess ramma. Striösgróöinn sá um, að hér ersjálfboðavinna litin hornauga — eða þá stórum aug- um og vantrúuðum. Þeir ICYE- þátttakendur, sem hér hafa dval- izt á undanförnum árum og ekki verið hjá fastri fjölskyldu, gengið i skóla og svo framvegis, hafa þar af leiðandi verið um tima á þess- um stað og annan tima á öðrum, við störf, nám og annað: 3 mánuði á skóla, 3 mánuöi I frystihúsi, 3 mánuði á bóndabæ og svo fram- vegis. En i framhaldi af striðsgróðan- um, þá kann það aö verka dálitiö ankannalega, að það var einmitt siöari heimsstyrjöldin, sem var hvatinn og upphafið að starfi ICYE, AFS og annarra svipaöra samtaka. Bæði margnefnd „pró- grömm” eiga upptök sin I Banda- rikjunum, þar sem nokkrir frið- elskandi menn sáu fram á, að til að græða sárin á milli óvinaþjóða, væri bezta ráðið að láta unglinga viðkomandi þjóða dvelja um tima á heimilum hvers annars, Þjóð- verjar i Bandarikjunum og öfugt. Fyrst i stað voru skiptin einskorð uð við Bandarikin-Evrópulönd- Bandarikin, en smátt og smátt hefur verið teygt á rammanum og allt frá árinu 1961 hefur ICYE staðið fyrir skiptum sem eru Evrópa-Evrópa, Evrópa, Asia-Evrópa, Evrópa-Afrika- Evrópa, Evrópa-Ástralia- Evrópa, og svo mætti lengi telja, ungmenni úr þessu heimshorninu fer i hitt og svo gagnkvæmt. AFS tók upp þessi „multi-national” skipti fyrir ári eða tveimur og verða þau aukin i framtiðinni. Bæði AFS og ICYE eru sjálf- stæð, ágóðalaus (non-profit) fyrirtæki. AFS er rekið af ýmsum fyrirtækjum og nýtur jafnframt riflegs rikisstyrks (bandarisks) er ICYE er rekið af ýmsum kirkjudeildum og samtökum og missti bandariska rikisstyrkinn eftir að samtökin voru gerð al- þjóðleg árið 1961, þá voru aðal- stöðvarnar jafnframt fluttar frá Bandarikjunum. Nú færir ICYE enn út kviarnar og tekur þátt i samstarfi við önnur samtök, til dæmis er nú staddur hér á landi ungur Breti, sem hér verður I ár á vegum ICYE-Island og evrópskra samtaka, sem heita CEYE, Community Education for the Young European, er það „vinnu- prógramm”, það er að segja: Heimkomnir skiptinemar ICYE hafa með sér samtök, sem þeir kalla KAUS. Stóðu KAUSar m.a. fyrir páskavökunni i Langholtskirkju nú fvor, þegar svo virtist sem Jesúbyitingin væri að koma til tslands. Myndin var tekín af einum umræðuhópnum á páskavökunni. AFS-skiptinemar, gamlir og nýir f setustofu samtakanna f Reykjavik. \ gólfinu lengst til hægri er Sigrún Jörundsdóttir, leiðtogi AFS á Is- landi. um ICYE og auk þess hafa dvalizt hér i sumar, á vegum AFS, 6 bandarisk ungmenni: þau komu hingað 15. júni og halda heim hinn 30. ágúst n.k. AFS-skiptinemarnir eyða sumrinu á ýmsan hátt. Þau fjög- ur, sem veriö hafa i Reykjavik i sumar, hafa unnið 2 daga i viku i Skógrækt rikisins i Fossvogi en notað aðra daga til að ferðast, sýna sig og sjá aðra. Hin tvö, pilt- ur og stúlka, eru á Isafirði og i Keflavik og dunda sér þar við sitt af hverju. En það reynist forráðamönnum bæöi AFS og ICYE erfitt að út- vega erlendu ungmennunum heimili til dvalarinnar. Stúlka á skrifstofunni hjá AFS sagði i við- tali viö fréttamann Timans fyrir skömmu, að svo virtist sem Islendingar vildu langtum heldur þiggja en gefa. En það er alls ekki einsdæmi, ýmis félagssamtök hafa neyðzt til að hætta við þátt- töku i ýmiskonar skiptum vegna þess, aö ekki hafa fundizt fjöl- skyldur til að hýsa einn eða tvo yfir nótt eða tvær. Aftur á móti hefur aldrei staðiö á fólki til að vilja fara utan og búa á einka- heimilum um tima, njóta þar fæð- is og húSnæðis endurgjaldslaust. Þegar svo á að koma að tslend- ingunum að hýsa útlendinga um lengri eða skemmri tima, er ýmsu borið viö: of dýrt, ekkert hægt aö fara með þá, ekki nógu fint etc., etc., etc. En forráða- menn skiptanna benda á á móti, að ef skiptin eiga að ná tilgangi sinum, verði ungmennin að kom- ast inn á eðlileg heimili og fyrir þau á alls ekki að gera meira — né minna — en aðra meðlimi fjöl- skyldunnar. Og tilgangur skiptanna er væntanlega sá, að auka kynni þjóöa, stuðla að vináttu og heims- friði. ICYE er kristilegt „pró- gramm" og er rekið á kristileg- um grundvelli, en þaö þýðir aftur á móti ekki, að ekki geti nema kristnir unglingar tekið þátt i skiptunum. Fyrir nokkrum árum sótti um búddiskur Kinverji frá Kaliforniu og er mikið hafði verið rætt um hvaða skilning væri að leggja i orðið „kristilegur”, var búddistanum tekið. Siðar hætti hann við af persónulegum ástæð- um en það er annað mál. „AFS International Scholar- ships” er annarskonar fyrirbæri að vissu leyti, þó er markmiðið svipað og hjá ICYE. Nafnið felur vissulega i sér umráð samtak- anna ogi munu ungmenni á vegum AFS, þau er fara til ársdvalar að minnsta kosti, öll fara i skóla en s samt sem áður eru þátttakendur o ekki endilega valdir eftir eink- unnum, heldur öllum þeim persónueinkennum og hæfileik- um, er fyrirfinnast. Og vissulega þarf nokkuð sterka persónuleika til að taka þátt i nemendaskipt- um, enda hefur skiptinemum ver- ið likt viö blóm, sem rifiö er upp meö rótum rétt i þann mund sem það festir rætur (hinn viðkvæmi 16-18 ára aldur) og plantað i ókunnu og framandi umhverfi. Rétt þegar blómið, eða skipti- neminn, er að festa rætur i hinu nýja umhverfi, er það rifið upp á ný og sett aftur i það gamla. Þau umskipti geta oft verið ákaflega hættuleg og erfið en vikið verður nánar að þvi hér á eftir. Einn ICYE-skiptinemanna, Michael Weiss frá Berlfn. Aftrir skipti nemar voru ýmist vant viftlátnir efta komnir. Ilandreisur. Bretinn mun vinna hér algengustu störf og er sem stendur við fiskvinnu i frysti- húsinu á Þingeyri. Þátttakendur i ICYE fjár- magna samtökin algjörlega, og má nefna sem dæmi, að þeir skiptinemar, sem nýlega héldu utan, greiddu um það bil 67.000 krónur islenzkar fyrir ár sitt erlendis, allt innifalið, og AFS- þátttakendurnir i kringum 60.000 krónur jsl. Aftur á móti nýtur AFS á tslandi styrks frá AFS International Scholarships i Bandarikjunum og greiða banda- risku höfuöstöövarnar meðal annars skrifstofukostnað og laun starfsstúlku. ICYE heyrir undir æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar og er stjórnað þaðan, en stefnt er að þvi að gera það fjárhagslega sjálfstætt, þó áfram innan æsku- lýðsnefndarinnar og hefur biskup Islands þvi með höndum, að skipa i skiptinemanefnd kirkjunnar. Eins og vikið var að hér aö framan, getur oft á tiöum reynzt ákaflega erfitt aö vera skipti- nemi, kannski sérstaklega að koma heim aftur. Eirftarleysiö smýgur oft um merg og bein i heimkomna skiptinemanum og hann á enga ósk heitari en að halda aftur utan, oft er honum sama hvert, bara i burtu. Út vil ek! Þvi gera bæði AFS og ICYE það að kröfu, að skiptinemarnir skuldbindi sig til að vera heima á tslandi i eitt (ICYE) eða tvö (AFS) ár eftir heimkomuna til að átta sig á hlutunum og jafna sig á umskiptunum. Hefur þetta yfir- leitt gengið vel en sifellt fer þó i vöxt, að skiptinemum séu boðnir skólastyrkir og þess háttar. Þannig situr eiröarleysið i blóð- inu og fáir af þeim, sem á annaö borð fara aftur, staldra lengi við á Islandi. Sumir biða tilsettan tima en taka siöan upp þráðinn og eiga hvergi heima. En hvaö sem þvi liður, fæst lik- lega enginn skiptinemi til að viðurkenna, aö nokkuð nema gott eitt sé um þessa stórkostlegu reynslu að segja. Einn þeirra hefur sagt, að þrátt fyrir að hann hafi fengizt við ýmislegt um sina ævi, þá telji hann þetta eina ár það gáfulegasta, „jafnvel þó mér hafi hundleiðzt allan timann”. I AFS taka nú um 70 lönd þátt og upp undir 30 i ICYE. AFS hefur eingöngu skipt við Bandarikin enn sem komið er, en frá tslandi hafa farið, á vegum ICYE, ung- menni til Bandarikjanna, Bret- lands, Sviss, Sviþjóðar, Noregs, Finnlands, Hollands, Þýzkalands, Jamaica, Costa Rica og Braziliu, en hingað hafa komiö á vegum ICYE ungmenni frá Braziliu, Bóliviu, Jamaica, Bandarikjunum, Bretlandi, Þýzkalandi, Sviss, Hollandi, Austurriki. Að minnsta kosti einn þeirra, piltur frá Sviss, hefur i hyggju aö setjast hér að, enda dvelur hann hér 'öllum lausum stundum. Þannig er eirðarleysiö ekki sér-islenzkt fyrirbæri, en liklega skiptir þjóðernið minnstu máli i þessu sambandi. ó.vald. Brice Mikesell er ICYE-skipti- nemi frá New Madison I Ohio. llann er 18 ára og iauk f vor menntaskólaprófi (high school) en hefur hug á aft halda út i tón- listarnám er hann snýr aftur heim. Brice sagftist ekki hafa vit- aft neitt um tsland áftur en hann kom hingaft. — ég vissi aft landift var hér og búið, sagfti hann og giotti vift. Helzta vandamál hans hefur verift að aðlaga sig tima- hreytingunni en islenzku-náminu segist hann ekki kviöa fyrir: hann hcfur meira aö segja þegar iært aft telja upp aft tiu, þrátt fyrir aft liann segi 8 .attur"! Á hverju sumri halda utan Islendingar i stórum hópum. Flestir fara sennilega i sumarfri, verzlunarferðir og skemmti- reisur, en enda þótt ferðirnar heiti á pappirunum eitthvað af upptöldum, virðulegum nöfnum, er raunverulegt „mótiv” oft dá- litið tvöfalt, allavega hjá þeim, sem loka sig af i gistihúsum og veitingastöðum — til þess eins að muna sem minnst þegar heim er komið. En árlega heldur og utan stór hópur ungmenna til að minnsta kosti ársdvalar, ýmist til Banda- rikjanna eða Evrópu — eða jafn- vel enn lengra frá tslandi. Þetta eru skiptinemar ýmist á vegum AFS (sem áður hét American Field Service) eða ICYE (Inter- national Christian Yooth Exchange), nemendaskipta kirkjunnar. I staðinn koma hing- að til lands erlendir unglingar, til lengri eða skemmri dvalar, og dvelja á islenzkum heimilum við leiki og störf. 1972/1973 dvelja erlendis á veg- um þessara tveggja „pró- gramma” 26 ungmenni, 14 á veg- um AFS og 12 á vegum ICYE. Hér á landi munu dvelja næsta árið 7 erlendir skiptinemar, allir á veg- Þrjár bandariskar stúlkur, sem hér hafa verift I sumar á vegum AFS. Frá vinstri: Susan Myers frá Frederick í Maryland, Sally Wiiliams frá Bloomington f Indiana og loks Bea Bergien frá Chicago i Illinois. Þrjú önnur hafa dvalift hérlendis i sumar á vegum AFS, Kené Disco frá New York sem dvelur á isafirfti, Jack Kime frá Connecticut, sem nú er f Keflavik og Mike Gatzke frá Conn., sem býr i Reykja- vfk. EK! Lítillega greint frá tvennum skiptinemasamtökum, ICYE á vegum kirkjunnar og AFS Pétur Jónsson í Reynihlíð: UM ÖSKJU Dagblaðið Timinn kom að venju út laugardaginn 5. ágúst en vegna verzlunarmannahelgar- innar barst það ekki til min fyrr en þann áttunda. Ég hóf lestur i blaðinu, sem er bæði fallegt og merkilegt, og nær það hámarki á svokallaðri opnu litprentaðri inni i miðju blaðinu. Henni er skipt i þrjá reiti með bláu striki. Þrfr fimmtu aö ofan er um stórvanda- mál i Ameriku. Meiri hluti kjallarans er um náttúruvernd og viðhald staða i Rangarþingi, eftir hetjumennið Helga Haraldsson. Loks er svo inn- römmuð grein i hægra horni, og ber hún yfirskrift, sem vakti at- hygli mfna, enda er við hana spurningarmerki og fjallar hún um hluti, sem mér eru alls ekki ókunnir. Þetta er greinin „A aö eyðileggja öskju?” eftir Eystein Þorvaldsson. Er það fljótsagt, að ég hef varla lesið ritsmfð eftir fávisari mann, sem setur sig á hærri hest en þessi. Hér er auö- sjáanlega um spjátrung aö ræöa, sem ferðast um landiö, þykist hafa vit á öllu og fellir dóma um það. Jafnvel að láta það i ljós, að mönnum sé alveg ofaukiö og þeir séu eingöngu til þess að spilla hinni ósnortnu náttúru, sem sé það eina, sem sé þess vert að sjá það. Látum svo vera, ef það væri fagurt gróðurlendi meö blóma- skrúði, sem troðið væri niður og skemmt. Það væru náttúruspjöll. En þegar vandlætarinn byrjar að reikna nýlega runnin alpalhraun og gosgrjótssléttur sem frumfegurð, sem ekki megi snerta og Sé eyðilögð, ef bilslóö komi i þetta, það er of langt gengið, þvi aö hraunin eru „bannlýst jörð til beggja handa brunasandur eyöimörk”. Allir vita, að á ýmsu hefur gengið i öskju, bæöi fyrr og siðar, svo að þar væri ekki öruggt að geyma neitt „ósnortið”. Það gæti einn góðan veðurdag verið horfið undir nýtt hraun. Það er engin furöa, þó' að fólk þrái að koma á þennan stað og sjá þar forn og ný eldsumbrotamerki. Það var upp úr 1940 sem fariö var að aka um öræfi tslands landsfjórðunga á milli, og veit ég um Pál Arason, Guðmund Jónasson, Bjarna Guð- mundsson og fleiri, sem hófu það. A þessum árum hafði ég fengizt nokkuö við þaö að gera veginn færan suður i Heröubreiðarlindar og sandana, að tilhlutan Geirs Zoega vegamálastjóra, sem lika var forseti Ferðafélags tslands og vildi greiða fyrir þvi að fólk gæti ferðazt um landiö. Þessir lang- ferðabilstjórar ræddu um það við mig hvort ekki væri hægt aft leggja veg inn i öskju, þvi þaö tók ævinlega heilan dag að ganga þangað, og voru margir sem ekki treystu sér til að ganga og fóru þvi ekki i ferðir, þvi það var Askja, sem þaö langaðimest til að sjáafþvi.sem kosturvar aðsjáá þessum leiðum. Svo langt var komið sumariö 1961, að búið var að fela mér aö fara með jarðýtu og opna veg inn I öskju, þvi að þá datt engum i hug aö þarna væri svo heilög jörö, að ekki mætti koma þar bilslóð. Við Guömundur Benediktsson fórum þangað seinasta sunnudag i júli, og þá var svo mikill snjór a" mest öllu þvi svæði, sem vegurinn átti aö koma á, að engin leið var að vinna það á þessu sumri. Þá lá 50 cm jafnfallinn snjór yfir allri sléttunni i öskju. En hvað gerist i oktober um haustið? Þá kemur upp nýtt hraun og rennur yfir þær slóðir, þar sem vegurinn átti að koma, svo aö hann heföi verið af- máður með öliu, ef hann hefði komizt á sumarið 1961. Vitað var, að marga fýsti að vitja öskju vorið 1962, svo aö mér var faliö að reyna að gera það fært svo fljótt sem hægt væri. Ég fór i þann leiðangur 31.mai, þvi að þá hafði voraö svo vel, að þetta var oröið fært. Þá skoðaði ég nýja hraunið um leið og sá, aö það mundi að mestu vera hægt að vinna þaö með svo litilli ýtu, aö þaö mætti flytja hana á bil. Ég fór svo seinna með jarðýtu og krabbabil og náði þá að ryðja til bráöa- birgða alla leiö inn að Biskupi, sem er klettur i hliðinni að sunnanverðu, um þrjúhundruö metrum neöan viö nýju gigana, sem eru allháir hólar úr rauöu vikurgjalli. Þetta sumar fór fjöldi fólks I öskju, og þurfti ekki að ganga nema tæpan kiukkutima til þess að komast að Oskjuvatni og lögöu margir hart aö sér til þess að komast þangað. Næsta sumar var svo farið aftur, og þá ruddur vegur yfir versta hraun- kaflann að gigunum. Þaðan var auðvelt að aka eftir gjallsléttu alla leið að vatninu bæði að Vitinu og Knebelsvöröunni. Og er þákomin full yfirsýn yfir öskju. Var þess minnzt, þegar við vorum við Vitið, að við vorum i Ódáða- hrauni þar sem Heiöa-Þórður beið og át ostinn forðum. Þar sem fyrr i háum harmi Heiða-Þórður beit sinn ost, stöndum við á Vitis barmi hjá Volvo-bil sem þolir frost. Hófust nú fljótt ferðir, og fór jafnvel fólk á niræöisaldri þangaft úr ýmsum byggftum norðaustanlands og viöar að. En vikjum nú aftur að Eysteini Þorvaidssyni. Ég finn þaö nafn ekki i neinum fræöibókum og veit þvi ekkert hver maðurinn er, og verð þvi aö láta hann njóta sann- mælis að minu áliti. Ég tek það ekki nærri mér þótt ég teljist til þessa framtakssömu aðila, sem „hafa lagt sig fram um að spilla tign og kyrrð staöarins meö að leggja bilveg inn um öskjuop og alla leiö að öskjuvatni.” Læt sem vind um eyrun þjóta bolla- leggingar hans um land- nám viö öskjuvatn. En þaö ætla ég að fullyröa, aö jarðvegur er slikur i öskju, sjálfum dalnum, aö honum er engin hætta búin, þó að lagöar séu slóðir um hann. Náttúran, vatn og vindur, laga þessar sléttur til eins og henni sýnist. Hann er vist léttur á sér þessi dómari fyrst hann skopast að þeim^sem ekki nenna að ganga 10 - 20 min., en hann gleymir þvi, að hann gæti orðiö haltur sjálfur. Svo margir eru búnir aö njóta þess aö koma á þessar slóöir, sem ekki voru færir um aö ganga þangaö, aö þakkir þeirra eru meira virði en skop spjátrungsins. En mér þótti nóg um þegar þaö kom I fréttagrein i Timanum, næsta bjaði, að einhverjir hefðu ekið upp á Vftiö og skiliö eftir sig djúp hjólför. Það er ekki upp á neitt aö fara, þótt ekiö sé aö Vitinu. Þaö eitt þarf að varast að fara ekki of nærri þvi, og væri þaö verkefni einhverra ferðamála- félaga að setja þar upp merki til þess að vara við að fara með bil næren 20 metra frá sjálfum Vitis- barminum. Vitiö er veggbratt og hefur stækkaö mikið siöan ég sá þaö fyrst 1933. Það eru þvf ööru hvoru að falla niður i það stór brot úr börmum þess. Aö endingu nokkur orö um hraun almennt. Hraun eru bann- lýsingarmerki á jöröinni og óskópnir hinn mesti. Það er þvi alrangt að tala um hraun sem fegurð sem slik. öðru máli gegnir um skógi vaxin hraun, en þaö er bara gróður, sem hefur unnið bug á hrauninu, og á hann ’ þvi heiöurinn. Einn kost hafa hraunin þó, og hann er sá, að það má alla vega breyta þeim, og það er alltaf hraun þó að sólin skini á annan flöt á einhverjum steini. Þaö er þvi fáránlegt smekkleysi að tala um það í umvöndunartón þó vegarrispa komi I geg um stórt hraun. Jafnvel skrúðgöröum er skipt niður af gangstigum. bbhhmhmmhhhhhbhhhhhhbwbhhhmbbbbbhwhbhmmhhh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.