Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 20. ágúst 1972 TÍMINN 13 lUmsjótTfllfreð Þorsteinssor Heimsmeistarakeppnin í handknattleik 1964: Vonbrigðin urðu geysileg - íslenzka landsliðið í handknattleik var í seilings fjarlægð frá Heimsmeistaratitlinum, en á síðustu stundu var liðið stöðvað Hér verður sagt i stuttu máli frá þátttöku islenzka iandsliðsins i handknattieik, sem tók þátt i Ileim sm eista ra keppninni i Tékkóslóvakiu 1964 — sú keppni var keppni gleði og sorgar. ts- lenzka landsliðið var þá talið eitt af beztu iandsliðum heims i hand- knattleik, enda var það skipað einhverjum iitríkustu handknatt- leiksmönnum okkar fyrr og siðar. Mikill áhugi var meðal islenzkra handknattleiksunnenda fyrir heimsmeistarakeppninni, sem háð var i Tékkóslóvakiu. T.d. þögnuðu simarnir ekki þann tima, sem leikirnir stóðu yfir i Ragnar Jónsson einlék um völl- inn. keppninni. Allir vildu fá fréttir af leikjum liðsins, sérstaklega þeg- ar islenzka Iiðið lék gegn Ung- verjum — áhugi náði langt út fyrir raðir handknattleiksmanna. En snúum okkur þá að heims- m eista r a keppninni i Tékkósióvakíu: Landslið 16 þjóða mættu til lokakeppninnar i Tékkóslóvakiu, flest eftir að hafa leikið áður i undankeppni. Svo var þó ekki með Island, sem fór beint i loka- keppnina, en i heimsmeistara- keppninni 1961 hafði Island hafn- að i 6. sæti og þurfti þvi ekki að leika i undankeppninni. Keppnin i Tékkóslóvakiu fór fram i fjórum borgum og lenti Island i B-riðli með Sviþjóð, Ungverjalandi og Egyptalandi, en leikir þjóðanna fóru fram i borginni Bratislava. Það má segja um islenzka landsliðið sem tók þátt i keppn- inni, að það hafi verið valinn maður i hverju rúmi: Hjalti Einarsson FH, Guðmundur Gústafsson, Þrótti, Einar Sig- urðsson, FH, Sigurður Einarsson, Fram, Ragnar Jónsson, FH, Gunnlaugur Hjálmarsson, 1R, Hörður Kristinsson, Armanni, Guðjón Jónsson, Fram, örn Hallsteinsson, FH, Birgir Björns- son FH, Karl Jóhannsson, KR, Ingólfur Óskarsson, Fram og Karl Benediktsson, Fram, þjálf- ari, en hann var einnig skráður sem leikmaður. Fyrirliði á leik- velli var Ragnar Jónsson. Fyrsti leikur íslands var gegn Egyptalandi 6. marz. Var þetta i fyrsta skiptið, sem Island mætti Afriku-þjóð i handknattleik. ís- lanzka liðið byrjaði ekki vel gegn Egyptum, sem tókst að komast i 4:2, en þegar fyrri hálfleik lauk var staðan orðin 8:5 fyrir Island. t siðari hálfleik var um algeran einstefnuakstur að ræða af hálfu lslands og lyktaði leiknum 16:8 fyrir tsland. t heild var leikurinn slakur, enda gætti taugaspennu meðal islenzku leikmannanna. Næsti leikur tslands var gegn Sviþjóð, daginn eftir, 7. marz. Fáir bjuggust við þvi fyrirfram, að Island myndi sigra þessa rót- grónu handknattleiksþjóð. Sviar gjörþekktu flesta leikmenn is- lenzka liðsins, en Island hafði þó eitt „tromp” á hendi, þeir hföðu aldrei séð Ingólf Óskarsson leika (Ingólfur, einn sterkasti maður liðsins, hafði verið hvildur i leikn- um gegn Egyptum). Það kom lika á daginn, að Ingólfur var sterk- asta vopn tslands. A meöan Sviar lögðu áherzlu á að gæta þeirra Ragnars og Gunnlaugs (en þeir voru taldir vera i hópi beztu handknattleiksmanna heims, eft- ir heimsmeistarakeppnina i V- Þýzkalandi 1961), lét Ingólfur lausum hala — hann skoraði 5 af 12 mörkum tslands, flest með sin- um frægu skotum niðri með gólf- inu. Allan timann hafði tsland forustu. I hálfleik var staðan 7:5. Svium tókst tvivegis að minnka bilið niður i eitt mark — og um tima i siðari hálfleik var útlitið dökkt hjá isl. liðinu. Þá hafði þeim Ingólfi og Gunnlaugi verið visað út af með stuttu millibili i 2 min. En með 4 útispilara á móti 6 Svium börðust islenzku leik- mennirnir hetjulega — Svium, tókst aðeins að skora eitt mark á þessu timabili. Hjalti Einarsson, sýndi þá frábæra markvörzlu. Lokatölur urðu 12:10 tslandi i vil. Þessi sigur kom á óvart, þótt vit- að væri, að tsland hefði góðum leikmönnum á að skipa. Og eftir sigurinn var almennt reiknað með þvi, að tsland myndi sigra i riðlinum. Aður hafði það skeð, að Sviþjóð sigaði Ungverja örugg- lega. Þegar Ingólfur óskarsson, var spurður um leikinn gegn Svium, þegar hann kom heim, sagði hann: ,,Ég er ekki fyllilega sam- mála þeim, sem telja mig vera manninn á bak við sigurinn. Ég skoraði að visu 5 mörk, en sú saga segir ekki allt. Liðið allt átti skin- andi leik, ekki sizt þeir Hjalti Einarsson, markvörður og Ragn- ar Jónsson. Hjalti varði ótrúlega vel i þessum leik. Ég held, að þetta sé hans allra bezti leikur — jafnvel i hornunum, sem eru hans veiku hliðar, varði hann hvað eft- ir annað Og ragnar lék stóra hlut verk. Þegar búið var að reka tvo af okkar leikmönnum út af, og við lékum aðeins 4 gegn 6 Svium, sýndi hann ótrúlega leikni. Svi- arnir reyndu að leika „maður á mann”og taflið virtist tapað fyrir okkur. Það eina, sem við gerðum, var að senda boltann til Ragnars. Og hann vissi hvernig átti að handfjatla hann! Hann einlék um allan völlinn með 2 eða 3 Svia á hælunum, sem reyndu árangurs- laust að stöðva hann. Með þessu móti gátum við tafið leikinn, þar til okkur barst liðsauki. Ég álit, aðá þessum örlagariku minutum hafi úrslitin verið endanlega ráö- in, þvi að Sviarnir græddu ekkert á brottrekstrinum.” En leikurinn gegn Ungverjum 9. marz átti eftir að valda miklum vonbrigðum. tslenzka liðið hafði efni á að tapa með 5 marka mun — og sérfræðingar i Bratislava þóttust öruggir um, að islenzka liðið myndi ekki tapa meö stóru bili. Miklu frekar var rætt um það fyrirfram með hvað miklum mun tsland myndi vinna. En allir spá- dómar fuku út i veður og vind. Ungverjar sýndu snjallan leik, en hins vegar voru islenzku piltarnir ekki i essinu sinu, heldur óöruggir og taugaspenntir, þvi að mikiö var i húfi. Ctkoman var 9 marka sigur Ungverjalands 21:12. Vonbrigðin urðu geysileg. Þarna missti Island gullið tæki- færi, þvi hefði islenzka liðiö kom- ist i 8-landa keppnina svokölluöu, 'var þaö þegar búiö aö tryggja sér 2 stig, sem sé sigurinn yfir Svium, hefði verið látinn gilda áfram, þvi að tsland og Sviþjóð, lentu saman i riðli, ásamt V-Þýzkalandi og A- Þýzkalandi, en þessi lönd höfðu ekki á að skipa sérstökum liðum þá. Sést þvi á þessu að Island var i seilings fjarlægð frá heims- meistaratitlinum. Þrátt fyrir aö islenzka liðið náöi ekki að sigra Ungverja, var förin til álitsauka islenzkum handknattleik. Mikið var skrifaö um sigurinn yfir Svi- um og eftir keppnina var hægt að hugga sig viö, aö tsland haföi bor- iö sigur úr býtum i viðureigninni við „silfuriiðið”. Sviar hrepptu annað sætið i þessari heimsmeist- arakeppni, töpuðu fyrir Rúmen- um i úrslitaleik, 22:25. Til gam- ans má geta þess, að Ungverjinn Károly Kiss, formaður hand- knattleiksdeildar Ferencvaros, sagði i blaðaviðtali 1971, þegar hann spuröur, hvernig hon- um fyndist isl. handknattleik- ur: „Ég sá tslendinga i HM- keppninni i Tékkóslóvakiu 1964, þegar þeir unnu Svia, — stórkost- legt liö það”. A þessu sést að handknattleiksmenn út i heimi eru ekki búnir að gleyma islenzka landsliðinu, sem lék i Tékkósló- vakiu. Einnig má benda á það að Tékkar gleymá aldrei leiknum gegn Islandi 1961 — þegar tsland gerði jafntefli 15:15 við Tékka, sem voru þá heimsmeistarar. Að lokum vil ég minnast á orð Gunnlaugs Hjálmarssonar, þegar ég spurði hann: Hvaða ástæðu hann teldi fyrir þvi að lsland tap- aði fyrir Ungverjum og heföi ekki komist áfram i keppninni:” Astæðuna tel ég vera, að islenzka liðið, var ekki i nægilegri úthalds- æfingu. Þegar lið leikur á skap- inu, einsog við gerðum á móti Svi- um, þarf liðið meiri en tvo daga til að jafna sig fyrir næsta leik. Uthaidið hjá okkur var ekki nógu gott, þvi töpuðum við gegn Ung- verjum með stórum mun. En aðal ástæðuna fyrir þvi að við kom- umst ekki i 8 liða úrslitin, tel ég vera leikur okkar gegn Egyptum, þvi að við hefðum getab unnið þennan leik með mikiö meiri mun, en viö þekktum ekki styrk- leika Egypta og þess vegna tók það okkur langan tima til að átta okkur á þeim”. SOS. Gunnlaugur Hjálmarsson og Ingólfur óskarsson, fallast I faðma eftir að Ingólfur hafði sent knöttinn i netið hjá Svium. Hér sést Gunnlaugur, Hjelmarson tsland” þruma knettinum i gegnum vörn Egypta — það var ekki að sökum að spyrja, knötturinn söng i netinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.