Tíminn - 23.08.1972, Side 5

Tíminn - 23.08.1972, Side 5
Miðvikudagur 23. ágúst 1972 TÍMINN 5 Sovétrikin á Olympiu- leikunum i Miinchen 624 manns fara frá Sovétrikjun- um á Olympiuleikana i Miinchen. Þar af eru 507 iþróttamenn, en aörir eru þjálf- arar og sérfræðingar. 39 sovézk- um dómurum er boðið til Olympiuleikanna. I Sovét- rikjunum eru stundaðar allar tegundir iþrótta, og i Munchen munu Sovétmenn keppa i öllum greinum nema grashokki. Á siðastliðnu ári voru hafnar æfingar á grashokki i Sovét rikjunum og ef til vill munu Sovétrikin keppa i þeirri grein á næstu Olympiuleikum. tþróttir i Sovétrikjunum þróast eins og alþjóðleg hreyfing, sem er i fullu samræmi við olympiskar hugsjónir. Olympiufararnir eru úrvalið af 45 milljónum sov- éskra iþróttamanna. Þeir eru af 26 þjóðernum. Vaxmyndasafn i Kaupmannahöfn Vaxmyndasafn Madame Tussaud i London hefur nú fært út kviarnar, og opnað vax- myndasafn i Kaupmannahöfn. 1 þessu safni eru 75 myndir i 27 sviðsmyndum. Var safnið opnað nú fyrirfáum vikum. Hér er frú Lena Korski frá Póllandi að klæða Ingiriði drottningu fyrir opnunina, en að sjálfsögðu er konungsfjölskyldan öll i safninu auk fjölmargra annarra stór- menna. A annarri mynd, «em fylgir hér með er Margrét drottning i örmum Ron Book- ers, forstjóra safnsins, og á bak við má sjá Henrik prins. Reynd- ar er þessi mynd af prinsinum ekki sérlega góð, og likist hon- um ekki eins mikið og búast hefði mátt við. Virðist hann vera orðinn nokkuð þéttur og bústinn i framan, en kannski hafa forráðamenn safnsins látið gera mynd af honum eins og þeir búast við að hann eigi eftir að lita út eftir nokkur ár, svo þeir þurfi siður að skipta um mynd, þegar aldurinn fer að færast yfir prinsinn. Telja alla sina garða Frakkar standa nú i þvi, að gera skrá yfir alla garða, einka- garða jafnt sem almennings- garða og græn svæði i og við borgir landsins. Er tilgangurinn að gera siðar tillögur um það, hvað af þessum görðum beri að vernda i náinni framtið, og banna að þeir verði teknir undir byggingar. Garðatalningunni verður lokið i lok þessa árs, og eftir það verður að sækja um leyfi til opinberra aðila til þess að fá að byggja á þessum svæð- um. Rikið hefur nú lagt að mörkum sem svarar 1.200.000 dollurum til þess að styrkja sveitir og bæi til þess að kaupa upp garða og fallega girt svæði svo hægt sér að koma i veg fyr-, ir, að þessi svæði verði lögð und- ir byggingar eða einhvers kon- ar framkvæmdir. Mættu margir af þessu læra, þar sem nokkuð hefur borið á þvi jafnvel hérlendis, að menn taki garða og opin svæði og leggi þau undir bilastæði og annað þvi um likt. Virðist fólk vera að vakna æ meira til umhugsunar um nauð- syn þess að hafa einhver svæði i borgum þar sem borgarbúar geta notið útivistar á grænu grasi. ★ Hveravatn til húsahitunar Makhatjkala, höfuðborgin i kákasiska sjálfstjórnarlýðveld- inu Dagestan, er sjöunda so- vézka borgin, sem nýtir heitt vatn úr hverum og laugum i ná- grenninu til húsahitunar. Jarðhita og heitar laugar er viða að finna i Sovétrikjunum — á Kamtsjatka, i Kákasus, Mið Asiu og Siberiu- og á fjölmörg- um stöðum hefur verið borað eftir heitu vatni. Það er ekki einungis heita vatnið sem nýtt er, heldur og hveragufan, m.a. sem orkugjafi raforkuversins við Pásjetka á Kamtsjatka. A þessum áratug er áætlað að stórauka jarðvarmanýtinguna i Sovétrikjunum. Dandy — danska tyggigumiiö fer víöa Dönsku tyggigúmmiverk- smiðjurnar, sem framieiða Dandy, framleiða hvorki meira né minna en 30 tonn af tyggi- gúmmii á dag, og það er selt til 116 landa. Ef reiknað er út, hversu margar plötur af tyggjói eru i þessum 30 tonnum, er talið, að þaö séu um 21 milljón, þvi hver plata er um 1.4 grömm. Annars er framleiðslan mjög fjölbreytt, að sögn verksmiðju- eigendanna. Koma í veg fyrir olíumengun umhverfis skip Hafnaryfirvöld i Antwerpen i Belgiu hafa komið fyrir tækjum i höfninni, sem koma i veg fyrir, að olia setjist utan á skip, sem þar liggja. Getur stafað eld- hætta af þessari oliu og einnig er alltaf hætta á mikilli mengun vegna oliunnar. Tækin eru þannig, að pipur hafa verið lagðar við botninn i höfninni og liggja að þeim leiðslur, sem hægt er að dæla lofti i gegnum. Þegar loftstraumnum er hleypt á, myndast loftbólur umhverfis skipin, og hrinda þær oliunni frá. Loftstraumur þessi er það sterkur, að hann getur hamlað á móti hafstraumum og sterkum vindi. Tækin voru upp- fundin i Sviþjóð. ★ Olia frá ishafinu Hafinn er leiðangur til að leita að oliu og jarðgasi i grennd Kolgujefeyjar, sem er 300 km fyrir norðan heimskautsbaug. A siðari árum hefur fundizt veru- legt magn af oliu og jarðgasi á tundrunum i Ishafshéruðum Sovétrikjanna, og sérfræðingar eru þess fullvissir, að æðarnar nái útundir strendurnar og eyjarnar undan þeim. A Ark- hangelsksvæðinu og á ströndum Barentshafs hafa fundizt auðug- ar æöar og allt útlit er fyrir góö- an árangur borana á Petjora- ströndinni. ★ Prins í málaferlum Málaferli standa nú yfir i Belgiu og hafa vakið þar mjög mikla athygli. Málið fjallar um það, hvort fyrrum stjórnandi lands- ins, Karl prins, sem var við völd á árunum 1944 til 1950, og er frændi Baudouins konungshafi verið féfiettur af belgiskum baróni, sem var fjármálalegur ráðgjafi hans, eða hvort prins- inn hafi greitt 480 milljónir króna lil konu nokkurrar, sem eitt sinn var ástmær hans, í þeim tilgangi, að fá hana til þess að segja ekki frá sambandi þeirra. Lögfræðingur barónsins hefur haldið þessu siðara atriði fram, og reynt með þvi að sanna, að skjólstæðingur hans hafi ekki svikið peningana út úr prinsinum. Fyrir tiu árum á prinsinn að hafa reynt að drepa kærustu sina, frú Damoiseau, en herbergisþjónn gat komið i veg fyrir morðið. Prinsinn ótt- aðist afleiðingar þess, að þetta spyrðist út, og hefur greitt kon- unni háar upphæðir, að sögn lögfræðings barónsins, sem seg- ist hafa sönnunargögn um að konan hafi tekið viö peningun- um.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.