Tíminn - 23.08.1972, Síða 9

Tíminn - 23.08.1972, Síða 9
TÍMINN Miðvikudagur 23. ágúst 1972 Miðvikudagur 23. ágúst 1972 TÍMINN 9 Löngu áður en nokkur saga er til sjónar eða ritunar, höfðu ibúar Norður Evrópu notfært sér árnar til flutninga. Engin á Evrópu varð samt eins mikil flutningaleið og Rin. En margar aörar voru lika þýðingar miklar i þessum efnum og er Weser i þeirri tölu og ekki sú minnsta. Arnar i Norður Þýzka- landi renna á jafnlendi, eru jafn- djúpar og lygnar. Þær urðu þvi snemma kjörnar til samgangna og eru það enn, þó tækni og þekking hafi aukið gildi þeirra til stórra muna. Við ósa þeirra og ármót risu fljótlega verzlunar- borgir, þýðingarmiklar og kjörnar til stjórnaraðseturs, þegar þróunin hafði náð þvi marki, að slikt var fyrir hendi. En á þeim tima, er þessar borgir urðu til, var mjög ófriðlegt við strendur Norður Evrópu, vikingarnir frá Norðurlöndum réðu þar lögum og lofum i ránum og yfirgangi. Það varð þvi fanga- ráð ibúa landanna, að byggja borgirnar inn i landi, nokkuð frá ósunum. Svo varð það t.d. með Hamborg og dugði samt ekki þvi vikingar gerðu á hana árás og stóreyðilögðu þar borg og byggingar, rændu og rupluðu. En öðru máli gegndi með Brimar. Borgin var byggð inni i landinu, nokkuð langt frá ósum Weser. A hana gerðu vikingar aldrei árás, svo vitað sé. Weser er sérstaklega vel löguð til siglinga. Hún rennur i jöfnum farvegi á sléttu landi, án nokkurra tál- mana. Landið umhverfis ána, var auðugt af eftirsóttum viði, sem aðrar þjóðir sóttust eftir til skipa- og húsasmiði. Áin er skipgeng langt inn i landið, og var þvi mjög heppilegt að byggja verzlunar- borg inni i landinu, þar sem gat orðið fullkomin miðstöð til verzl- unar fyrir stórt svæði. Svo varð einnigi raun. Brimar varð einhver mesta verzlunarborg um langan tima og er það enn á meginlandi Norður-Þýzka- lands. Vert er að geta þess, að i raun sögunnar höföu Saxar mikla þýð- ingu fyrir þýzkt þjóðerni og upp- byggingu þýzks rikis i fyrstu sögu. Eins og kunnugt er, komust Rómverjar norður aö Elbu. En nokkrum árum eftir Kristsburð, hröktu Norður Germanir þá til undanhalds, er örlagarikt varð. 1 Teutenborgarskógi var loka- orustan háð. Þar varð einhver mannskæðasti bardagi sögunnar i Evrópu. Teutónar, það er Þjóð- verjar, brytjuðu Rómverjana niður, án þess að fylkja liði á móti þeim. Þeir stóðu þeim ekki snúning, og urðu Rómverjar að flýja og ráku Þjóðverjar flóttann að Rin, og varð hún siðan lerigi landamæri rikjanna. Teutenborgarskógur er nú einn af fegurstu skógum Þýzkalands. Þar er mikið af allskonar sumar- búðum, heilsuhælum og barna- heimilum á sumrin. Landið er fagurt og heillandi, skógurinn býr yfir mikilli fegurð og dul hinnar evrópsku náttúru. Sagan er hér lifandi i huga ferðamanns- ins, hin mikla saga Evrópu, saga deilna, ófriðar og baráttu um riki og lönd. Arið 845 gerðu norrænir vik- ingar árás á Hamborg og rændu og eyðilögðu borgina. Eftir þennan atburð varð Brimar aðal- miðstöð kristninnar i norrænum löndum um langan tima. Dóm- kirkja var byggð á hæð við Wester, er stendur enn. En nú er hún byggð úr steini en i upphafi var hún byggð úr timbri, enda brann hún á 11. öld. Með stofnun erkibiskupsstóls i Brimum hefst vegur og áhrif borgarinnar, jafnt i andlegum efnum og verald- legum, en fyrst og fremst i verzlun og viðskiptum. Meðan riki saxnesku keisaranna var sem mest, óx hagur borgarinnar, og hún stækkaði og varð um skeiö áhrifamesta verzlunarborg Norðurheims fyrir norðan Mundiafjöll. Vöxtur og gengi Brima varð mest á dögum Adalberts erki- biskups á árunum 1043-1072. 1 skjólivaldaogálits,er hann vann borginni á stjórnarárum sinum, var erkibiskupsdæmið viðlendast allra slikra i postullegu riki Rómar, og þar að auki sjálf- stæðast, og munaði litlu, að það skákaði sjálfri Róm og riki páfans svo að um slit yrði að ræða. Erkibiskupsdæmi Brima náði yfir hluta af Þýzkalandi, Eystras. löndin og hluta af USSR og Finnl., Skandinaviu alla, Danmörku, Island, Grænland og Norður Ameriku eða réttara sagt Vinland hið góða.Þetta riki varð afrakstursmikið af siglingum og kaupskap, en það var ekki undir einni stjórn nema andlegri og gat slikt ekki bundið saman þjóðir, jafnvel ekki á miðöldum. En samt sem áður efldust mjög kaupmenn i Brimum á 11. öld. Auður af vax- andi siglingum, varð þar mikill, og varð undirstaða undir þvi er siðar varð borginni mest til halds og fremdar, þegar timarnir breyttust og önnur viðhorf urðu ráðandi. Þegar litið er á sögu þessa tima af heimildum eftirlátnum, kemur greinilega i ljós, að margt er að breytast i lifnaðarháttum þjóð- anna. Kaþólska kirkjan er að festa riki sitt i sessi. Það var ekki nóg, að hún fór i auknum mæli að hafa áhrif á stjórnarfar þjóðanna, heldur vildi hún eins og önnur austurlenzk trúarbrögð hafa vald á þvi, hvað fólkið legði sér til munns á vissum timum vikunnar og ársins. Hún krafðist þess, að fólk borðaði ekki kjöt á föstunni og helzt ekki á föstudögum heldur. Þetta varð til þess, að ráðamenn þjóðanna, urðu að leita til nýrra fanga til fæðuöflunár. En þar voru til ráða nýr atvinnuháttur, fiskveiðar á fjar- lægum miðum. En til þess að svo yrði, þurfti stærri og sterkari skip. Brimar stóð hér vel að vigi. Elzta iðngrein borgarinnar var einmitt skipasmiði. Hún hafði yfir að ráðagóðum viði til skipasmiða er fluttur hafði verið út i stórum stil til Bretlands og Niðurlanda. Norður-þýzku borgirnar fóru þvi brátt að stunda fiskveiðar i auknum mæli fyrst á Norðursjó og siðar við Island. En sjónarmið þýzku borganna var fyrst i stað, eftir að viðhorfin breyttust i þessum efnum að sækja i auknum mæli kaup- höndlun við þau lönd, sem höfðu fisk á boðstólum. Þær komu sér upp miðstöð i Björgvin á vestur- strönd Noregs, og fengu um tima næstum þvi einskorðaðan rétt að kaupa þar fiskinn,sem þarvar á markaðinum. En jafnhliða urðu siðar opnar leiðir fyrir Hansa- kaupmenn á norðurslóðir allt til Islands, jafnt til verzlunar og fisk veiða. Allt framundir þrjátiuára- striðin sóttu Þjóðverjar á Islandsmið, og stunduðu hér verzlun. En eftir að þau hófust var allt i ófriði. Og að ófriðinum loknum, var ekki hafist handa um fiskveiðar i Norðurhöfum, Frh. á bls. 15 1 „Vanfær kona ieggst til svefns á sunnudegi úti á túni" — þetta hefur Guðmundur Björnsson landiæknir skrifað á miða sér til minnis. Konan vaknaði við, að tólffótungur var að skríða á enninu á henni. Þegar hún ól barn sitt, var það með fæðingar blett á enni — nákvæma eftirlíkingu tólffótungs. V.S. skrifar: Vilborg, móðir Sesselju og má greinilega sjá merki um bruna sárið á enni hennar. Sagan um fæðingarblettinn á enni húsfreyjunnar í Auðsholti í Biskupstungum Fyrir röskum niutiu árum var vinnukona á Syðra-Seli i Hruna- mannahreppi. Hún hét Þórunn Melchiorsdóttir. Nú var svo ástatt fyrir hcnni, að hún átli von á barni, og myndi okkur, sem nú crum uppi, ekki þykja frásagnar- vert. En það var meiri atburður þá en nú að eignast barn, án þess að hafa gengið i heilagt hjóna- band, cnda mun Þórunn hafa bor- ið nokkra áhyggju um sinn hag, scm að visu var sizt að undra, þvi fimm árum fyrr hafði hún eignazt annað barn. Var það drengur, sem skirður var Friðberg. Hafði honum verið komið fyrir á næsta bæ, en hann strauk jafnan heim til móður sinnar, sem að visu er örstutt bæjarlcið. Það var þvi siður en svo nokkur furða, þótt Þórunn Melchiorsdótt- ir væri ekki alltaf með glöðu bragði um þessar mundir. Svo var það einn dag um sum- ariö, að hún gekk út á túnið á Syðra-Seli, lagöist þar fyrir og sofnaði með þúfu undir höfðinu. Þegar hún hafði litla stund sofið, hrökk hún upp með andfælum við það að tólffótungur skreið yfir ennið á henni. Henni varð að von- um mjög bylt við og flýtti sér að losa sig við illyrmið. Og þar með var sú skamma hvildarstund á enda runnin. En nú gerðist undarlegur hlut- ur. Þórunn fæddi barn sitt á tilsett- um tima, sem var tiundi október árið 1879. Það var stúlka, sem fæddist, og þegar var búið að lauga barnið, reifa það og leggja það hjá móður sinni, kom i ljós, að litla stúlkan hafði stóreflis fæðingarblett á enninu, alveg á þeim stað, sem móðir hennar hafði orðið ormsins vör nokkrum mánuðum fyrr. Og ekki nóg með það: Fæðing*bletturinn var ná- kvæm eftirliking tólffótungsins, bæði að stærð og lögun. Mér er nú sem ég heyri van- trúaðar sálir fussa og sveia: „Það er þá liklegt, eða hitt þó heldur, að einhver viti svona hluti i smáatriðum eftir hart nær hundrað ár. Flestu er nú hægt að ' ljúga i blaðamenn”! Nei, biðum við. Hver veit, nema úr rætist um heimildirnar fyrir sögunni? Stúlkan, sem fæddist með þetta einkenni á enni sér, var skirð Vilborg. Hún náði háum aldri og eignaðist mög börn. Ein dætra hennar heitir Sesselja Tómasdóttir, kona á bezta aldri og vinnur hjá Áfengis- og tóbaks- verzlun rikisins hér i Reykjavik. Hún leit inn hjá Timanum hérna um daginn og leyfði blaðamann* að spjalla við sig stundarkorn. — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Sesselja: Heldur þú að móðir þin hafi haft raun af þess- um sérkennilega fæðingarbletti, sem hún bar á enninu? — Það er ég hreint ekki viss um, og svo mikið er vist, að aldrei heyrði ég hana né aðra gefa slikt i skyn. Þó hefur hún áreiðanlega viljað lita sem bezt út, eins og all- ar konur hafa alltaf viljað og einn góðan veðurdag tók hún sig upp að heiman og hélt til Reykjavikur i þvi skyni að láta lækni fjarlægja þetta einkenni af andliti sinu. — Og hvern fékk hún til þess að framkvæma verkið? — Það gerði Guðmundur Björnsson, sem þá var nýbakaður læknir, en átti siðar eftir að verða landlæknir á tslandi, virtur mað- ur og vinsæll af öllum, sem hann þekktu. — Hann hefur svo auðvitað lagt móður þina inn á sjúkrahús til þess að framkvæma aðgerðina? — Nei, ekki nú alveg. Hann kom bara með glóandi járntein og skellti honum yfir fæðingarblett- inn. Deyfði ekki einu sinni. En hafi aðgerðin borið nokkurn keim af hrossalækningu. þá gerði Guð- mundur Björnsson annað, sem bætti það fyllilega upp. Honum þótti saga móður mirin- ar svo merkileg — sagan, sem hún sagði honum um tólffótung- inn — að hann skrifaði hana upp og léta siðan taka mynö af móður minni áður hann framkvæmdf að- gerðina. Hann vildi bjarga þessu merka einkenni frá glötun, áður en hann sjálfur færi um það sin- um læknishöndum. — Móðir þin hlýtur að hafa fengið ör á ennið, fyrst læknirinn brenndi blettinn af? — Já, já. Eina breytingin sem varð á andliti móður minnar, var sú, að nú bar hún stórt brunaör á enninu i stað ormsmyndarinnar áður. Það ör bar hún til æviloka. Og ég vil bæta þvi við, að hún hafi borið það með prýði, þvi hún var stórmyndarleg kona, og það sá vist enginn maður, að þetta lýtti hana neitt. — Hún hefur þá vist ekki sjálf haft neina raun af þessu? — Nei, það held ég sé af og frá. — En heldur þú að hún hafi trú- að þvi að fæðingarbletturinn hafi verið tólffótungnum að kenna? — Já, og ekki aðeins hún, held- ur öll sveitin. — En amma þin — sú er tólffót- ungurinn heimsótti. — Heldur þú að hún hafi lagt i þetta sama skilninginn? — Já, ég er ekki i neinum efa um það. Ég man mjög vel eftir ömmu minni. Hún lifði til hárrar elli og dó á Elliheimilinu hérna i Reykjavik, fjörgömul manneskja. — Henni hefur aldrei dottið i hug, að fæðingarbletturinn á barninu væri hefnd fyrir tilurð þess, svona utan við ströngustu siðareglur samtimans? — Nei. Ég get alveg fullyrt að það datt hvorki henni né neinum öðrum i hug. Það varð nú ekki heldur til einskis, að hún móðir min sá dagsins ljós, þvi hún skil- aði sinum niu börnum inn i ver- öldina og fórst það vel úr hendi, eins og annað. Það var að sönnu ekki neinn auður i búi hjá for- eldrum minum, sem ekki var heldur við að búast, þar semi niu Hér heldur Sesselja Tómasdóttir á myndinni, sem Guðmundur Björnsson landlæknir lét taka af móður hennar áður en hann brenndi af henni fæðingarblettinn. Við hlið myndarinnar er vottorð læknis- ins, eða öllu heldur sagan, sem hann skrifaði upp árið 1913, og var varöveitt af Jóhönnu Friöriksdóttur yfirljósmóður. (Timamynd Róbert) börn voru i bæ, en það voru allir fátækari en gerðist og gekk. Það varð einhvern veginn allt svo notadrjúgt og myndarlegt, sem móðir min snerti á — sama hvað það var. — Nú væri liklega hæpið, Sess- elja, að flokka söguna um tólffót- unginn undir dulræna reynslu, og væri nær að tala um óútskýrt náttúru fyrirbrigði i þvi sam- bandi. En hefur ættmenn þina ekki hent neitt fleira, sem erfitt er að skýra á venjulegan hátt? — Ég veit ekki hvað ég á að segja, en fyrst ég er á annað borð farin að spjalla við þig, er kannski ekki úr vegi að segja þér litið eitt um hann Friðberg, móð- urbróður minn. Það tókst óvenju- sterk vinátta milli hans og Jóns á Seli, föður mömmu, þótt þeir væru ekkert skyldir og aldurs munur nokkur. Það er meðal ánn- ars til sannindamerkis um vin- áttu þeirra, að eitt sinn seldi afi öðrum manni hest, eins og ekkert er i frásögur færandi. Með þessu fylgdist Friðberg. Én svo þótti honum ekki nógu vel með hestinn farið i hinum nýja stað, svo hann hafði þá engar vöflur á þessu, en keypti hestinn og gaf hann siðan aftur afa minum. Svona og þessu lik var vinátta þeirra i smáu og stóru. En svo gerðist það haustið 1918, að Friðberg dó úr Spönsku veik- inni. Þó voru nú samgöngur frá Reykjavik ekki eins örar austur um allt Suðurlandsundirlendi og þær eru nú, og látið fréttist ekki að Seli fyrr en i desember. Þegar bréfið með andlátsfregninni barst afa minum, stóð svo á, að hann var að borða hádegismat sinn. Það var súpa. Og á sama andar- taki og hann heyrði lát vinar sins, hné hann út af og var örendur. Fyrst datt einhverjum viðstödd- um i hug, að staðið hefði i honum, þótt það væri reyndar harla ólik- legt, þar sem hann var aðeins að snæða þunnan spónamat, enda var ekki sú raunin. Hann bara dó, þegar hann heyrði lát vinar sins. Svona geta miklir vinir stundum orðið samferða. O Við Sesselja Tómasdóttir sáum ekki ástæðu til þess að teygja lengri lopa um þá sögu, sem hér hefur verið rakin. En ef til væri ekki úr vegi að hnýta við hana litlum eftirmála. Fyrir röskum þrjátiu árum gerðist það á bæ einum á Austur- landi, að útileguköttur tók sér að vetrarlagi bólfestu i heytóft áfastri við fjárhús, þar sem hýst- ar voru eitthvað þrjátiu til tjöru tiu ær. Gerðust nú ærnar svo hræddar við köttinn, þegar hann skauzt þar um krærnar, að nær ógerningur var að hýsa þær, en á þeim árum var sauðfé vitanlega haldið til beitar, hvenær sem veð- ur og jarðlag leyfði. En þegar ærnar fóru að bera um vorið, ráku sumir sem þar voru nærstaddir, upp stór augu: Nokkur lambanna fæddust van- sköpuð, og þau, sem fyrir þvi óláni urðu, báru öil einhverja lik- ingu af ketti. Sum voru með klær og eins og hálfskapaða þófa á sumum fóta sinna (aldrei á öllum fótum). önnur voru vansköpuð á höfði, þannig að skoltarnir, höfuðlagið, eða jafnvel allur hausinn, var mikið likari ketti en lambi. — Ef ég man rétt, þá fædd- ust öll þessi lömb dauð, eða dóu i fæðingunni. Það er ef til vill ekki úr vegi að geta þess að lokum, að mér er alls ókunnugt um, að lömb hafi fæðzt vansköpuð á þessum bæ, — fyrr eða siðar. Hér hefur litillega verið sagt frá hlutum, sem fólk hefur orðið vitni að og ekki komizt hjá að veita athygli. Á þau fyrirbæri skal enginn dómur lagður eða reynt að setja fram neinar skýr- ingar. En það skyldi þó aldrei vera, að hér ættu dýrafræðingar ókannað svið, sem ekki er óskemmtilegt til rannsóknar? Jón Gíslason: Brimar er elzta verzlunarborg Evrópu við Norðursjó Víðar er guð en í Görðum Hvernig stendur skákin? Hvaöa skák? Nú auövitað ref- skákin milli Islands og Bret- lands. Nú er komið að okkur sjálf- um að tefla. Milli stórmeistar- anna heitir það manntafl, milli stórþjóðanna valdatafl, — en refskák, þegar teflt er upp á fisk. Þau tiðkast hin breiðu spjótin. Bretar hafa i hótun- um eins og endranær. Þegar okkur langar í meiri fisk, verða þeir samstundis svang- ir. En af hverju vilja þeir allt- af sama fisk og við?------ Hvar er að finna leikregl- urnar i refskák, spurði maður- inn. 1 sáttmála Sameinuðu þjóðanna, svaraði einn. 1 NATO-samningnum, svaraði annar. 1 varnarsamningnum, svaraði sá þriðji. — Og hvað skyldi svo sem standa þar? Sáttmáli hinna Sameinuðu þjóða: ... „Allir meðlimir skulu leysa millirikjadeilur sinar á friðsamlegan hátt, þannig að heimsfriði, öryggi og réttvisi sé ekki f hættu stofnað. — Allir meðlimir skulu i millirikjaskiptum var- ast hótanir um valdbeitingu eða beitingu valds gegn landa- mærahelgi eða stjórnmála- sjálfstæði nokkurs rfkis, eða á annan hátt sem kemur i bága við markmið hinna Sameinuðu þjóða.” ....,,! þeim tilgangi aö skapa það jafnvægis- og vel- megunarástand, sem er skil- yrði fyrir friðsamlegri og vin- samlegri sambúð á milli þjóð- anna og grundvallast á virð- ingu fyrir jafnréttishugsjón- inni og sjálfsákvörðunarrétti þjóða, skulu Sameinuðu þjóð- irnar vinna að: a. bættum lifs- kjörum, fullri atvinnu og að- stæðum til fjárhagslegra og félagslegra framfara og þró- unar...” Norður-Atlantshafssamn- ingur: ... „Þeir leitast við að efla jafnvægi og velmegun á Norður-Atlantshafssvæðinu. Þeir hafa ákveðið að taka höndum saman um sameigin- legar varnir og varðveiziu friðar og öryggis.” ... „Þeir munu gera sér far um að kom- ast hjá árekstrum i efnahags- legum millirikjaviðskiptum sinum og hvetja til efnahags- samvinnu sin á milli , hvort heldur er við einstaka samn- ingsaðila eða alla.” ... „Aöilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri i Evrópu éða Norður-Ameriku skuli talin árás á þá alla; fyrir þvi eru þeir sammála um ef slik vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra f sam- ræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er i 51. grein sáttmála Sameinuöu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með þvi að gera þegar i stað hver um sig og ásamt hinum aöil- unum þær ráöstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopna- valds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins.” „Akvæði 5. gr. um vopnaða árás á einn eða fleiri samn- ingsaðila skulu taka til vopnaðrar árásar á lönd hvaða aðila, sem vera skal i Evrópu eða Norður-Ameriku, á hin frönsku héruð f Algier, á hernámslið hvers aðila sem vera skal i Evrópu, á eyjar undir lögsögu hvers aðila sem vera skal í Noröur-Atlantshafi norðan hvarfbaugs krabbans, eða á skip eða loftför hvers aðila sem vera skal á þessu svæði...” (Or 6. gr.) Varnarsamningur milli lýð- veldisins tsiands og Banda- rikjanna: .....,Bandarikin munu fyrir hönd Norður-At- lantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekizt á hendur með Norður-Atlants- hafssamningnum, gera ráð- stafanir til varnar Islandi með þeim skilyrðum, sem greinir i samningi þessum.” ........ „Bandarikin skulu fram- kvæma skyldur sinar sam- kvæmt samningi þessum þannig að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi is- lenzku þjóðarinnar, og skal ávallt haft í huga, hve fá- mennir íslendingar eru, svo og það, að þeir hafa ekki öidum saman vanizt vopna- burði.” .... „Hvenær sem at- burðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður-Atlantshafssamn- ingsins tekur tíi sk'al’aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, látin i té á sama hátt..” Stórmeistarar klaga til FIDE. Stóra-Bretland til Alþjóða- dómstólsins. Fischer mætti ekki i annarri skákinni upp i Höll. tsland mætti ekki i þeirri fyrstu úti i Haag. Báðar voru dæmdar af þeim. Samt hefur Fischer betur. En hvernig stendur okkar skák? Við eigum leik. Drottningar- sókn er hafin hjá Bretum — og við drottningarlausir eins og fyrri daginn. En skyldum við eiga fripeð? Björn Þ. Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.