Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 23. ágúst 1972 „Enn get ég snúið við”, sagði ég við sjálfa mig og mældi með augun- um skrefin, sem ég þurfti að stiga yfir gólfið frá borðinu að dyrunum. Ég gat skotizt út og hlaupið brott frá húsinu, án þess að nokkur yrði min var, ef ég gripi tækifærið þegar. En þrátt fyrir þessar hugsanir vildi ég ekki fara, og ég gerði mér það ljóst. Og svo snaraðist hann inn. Hann hélt á læknisáhöldum, sem ég þekkti orðið mæsta vel. „Dæla”, sagði ég, ,,ég hef fengiðnóg af þess háttar lækningum.” „Mig furðar á þvi”, sagði hann og handlék tæki sin, „að þér hafið aldrei spurt mig, hvort aðferð min valdi sársauka. Ég bjóst viö þeirri spurningu”. Nú var það ég sem yppti öxlum. „Verð ég að gera allt, sem þér búizt við af mér? ” spurði ég. „Nei, en það er mjög algeng spurning”. Hann leit enn einu sinni á mig gráöugum rannsóknaraugum. „Ég vil, að þér heitið mér þvi hátiðlega að hlaupa ekki frá öllu sam- an”, sagði hann. „Ef til vill verður batinn tregari en okkur bæði órar fyrir”. „Treystið þér mér ekki”? „Ekki til fullnustu”. Ég tók eftir þvi, að honum varð litiö út um gluggann yfir i verksmiðjuhverfið og upp aö efri brúnni. „Ég komst á Iegg þarna hinum megin”, hélt hann áfram, „og þar á ég i rauninni heima. Ég get ekki treyst sjálfum mér, ekki yður, ekki neinum, sem er hérna megin við ána — nema Weeks lækni”. „Móðir min var lika upprunnin þarna hinum megin”, sagði ég ósjálfrátt. Hann kinkaöi kolli. „Ég veit það”, sagði hann. „Ég heyrði fólkið tala um það, þegar ég var litill. Þetta var orðin eins konar helgisögn, sem langþreyttar, fátækar og einmana stúlkur i verksmiðjuhverfinu sóttu von og hug- hreystingu i.Aldrei hafði mér dottið i hug, að ég ætti eftir að tala svona við dótlur þeirrar konu”. Mér fannst þó miklu undarlegra, að ég skyldi vera þar, sem ég var, og leyfa honum að gera það, sem ég hafði ákveðið, að aldrei skyldi gert oítar. ..Er bað ekki nóe að koma hingað”? spuröi ég gremjulega. „Þarf ég lika að vinna eið að helgri bók — eða ef til vill einhverri lækninga- skruddunni yðar”? Hann bar nálina á dælunni i birtuna og rýndi á hana áður en hann svaraði. „Jæja þá”, sagði hann. „Við skulum fella þetta tal. Þér eruð hingað komin, og ég er reiðubúinn að byrja verk mitt”. Ég seildisteftir bláa kistlinum. Hann horfði brosandi á mig. „Nú heitiö þér þvi. Hann jafngildir helgri bók”, sagði hann og hóf starf sitt. Ég hélt af stað heim um sólarlagsbil. A leiðinni barðist ég við að gieyma þvi, að ég hafði aftur lagt út á þá hörmungabraut, sem ég hafði gengið i tvö ár. En ég hafði gengizt undir þetta ok og ég ætlaði ekki að flýja af hólmi. Ég ákvað að koma ávallt á tilsettum timum til læknisins, en hitt þurfti hann ekki að láta sér detta i hug, að hann gæti vakið hjá mér trú á það, að kák hans og kvotl hefði nokkurn lækningamátt. Ég veitti þvi enga athygli hvert ég gekk. Ég vaknaði sem af draumi, er ég var komin út á miðja brúna, þar sem ég hafði oft staðnæmzt þegar ég var barn. Þarna höfðum við móðir min staðið einu sinni endur fyrir löngu. „Þú getur verið óhrædd”, hafði hún sagt. „Þú er örugg þin megin árinnar. Þið eruð öll af Blairsættinni”. En ég var ekki af óskiptri Blairsætt, og ég gat ekki fundið, að ég ætti neins staðar heima. Skyldi móöur minni einnig hafa verið þannig innan brjósts stundum? Hafði hugur hennar dvalið við kröpp kjör liðinna ára, æskudrauma hennar og æskusorgir, er hún stóð á brúnni, þar sem ég var nú? — Svo mun hafa verið. Og þó stóð hún hérsjaldnast ein. Hún hafði arm eiginmanns við að styðjast og granna fingur hans að halda i. Eða hafði það aðeins sundrað sál hennar enn meir en ella, flett henni enn rækilegar i sundur? Blái kistillinn, sem vigður var annarri konu, hafði glætt hjá mér skilnine. sem gerði mér kleift að sjá móður mina i nýju ljósi. Það var langt siðan, að ég komst að raun að ég hafði ruglað henni saman við mynd af fallegri konu i viðum fellingakjól, sem einhver frægari málari en faðir minn hafði gert fyrir tuttugu árum. Pensill hans hafði brugðið yfir hana einhverjum töfrablæ, eins og Vance hafði sagt, að draum- lyndar verkamannadætur handan árinnar hefðu gert. Mér datt i hug, að ég, dóttir hennar, hlyti einnig að hafa orðið skáldhneigð almanna- róms að yrkisefni. Ef til vill var ég öfunduð og hötuð. Mer varð hugsað til jólatrésskemmtunarinnar i verksmiðjugarðinum forðum, þegar ókunnur maður hóf upp hnefa sinn og skók hann með formælingum og bölbænum og hálfstálpaður drengurinn rýndi forvitnislegum augum á ikorna-handskjólið mitt og festi það sér i minni. Ég varð snögglega kviðin og hrædd. „Ég öðlast nýtt jafnvægi, þegar við Harry erum gift, og við giftum okkur undir eins og þessi viðskiptakreppa er gengin um garð”. Mér létti talsvert viö þá tilhugsun, enda þótt ég vissi, aðkreppan og viðskiptaörðugleikarnir voru rétt að byrja. Þaðan, sem ég stóð, sá ég einmitt fáeinar hræður, sem höfðust við hjá verksmiðjuhliðinu liðlang- Jafnframt þvi, sem karlmennirnir æfðu sig, tóku drengirnir þátt i æfingum fyrir minn-Olympiuleika, þar sem keppt var bæði i hlaupi, stökki, kringlu- kasti, spjótkasti og ýmsu öðru. Mikill fjöldi áhorf- enda kom einnig til þess að fylgjast meö keppni ungu ógiftu stúlknanna. Anippe frá Melos vann i þetta sinn hlaupið. A meðan á leikunum stóð keppt- ust kaupmenn og börgir um að bjóða i iþróttamenn- ina, og iþróttastjörnurnar gengu kaupum og sölum rriilli manna. HVELL I t fyrsta skipti i lengri tima gleym Siliko heimþránni og skemmtir sér. .. r JíÍARSPORT OUTDOOR ART SHOW D R E K I m iiiiii MiÐVIKUDAGUR 23. ágúst. 7.00 Morgunútvarp . 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft'' eftir P.G.Wodehouse Jón Aðils leikari les (8). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 íslenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: úr sögu islenzkra gróðurrann- sókna Ingimar Öskarsson náttúrufræðingur talar. 16.45 l.ög leikin á sembal 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár min” eftir Christy Brown Þórunn Jónsdóttir islenzk- aði. Ragnar Ingi Aðalsteins- son les (7). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir . Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál . Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Sónata fyrir selló og pianó op. 4 eftir Kodály. Vera Dénes og Endri Petri leika. 20.20 Sumarvaka a. Vopnfirð- ingar á Fellsrétt. Gunnar Valdimarsson les fyrsta hluta frásögu eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi. b. i hendingum.Hersilia Sveins- dóttir fer með stökur eftir ýmsa höfunda. c. Barn og lamb ilifshættu — og árnar i hættulegum ham. Sigriður Jónsdóttir frá Stöpum segir frá ferð sinni i læknisvitjun norður i Þingeyjarsýslu. d. Kórsöngur, Karlakór Reykja vikur syngur nokkur lög. Sigurður Þórðarson stj. 21.30 Útvarpssagan „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les þriðja bindi sögunnar (13). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Maðurinn sem breytti um andlit" eftir Marcel Aymé. Kristinn Reyr les (13). 22.35 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIDVIKUDAGUR 23. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 Steinaldarmennirnir. Aumingja Fred litli. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Ekkert járntjald. Brezk kvikmynd um dýralif og náttúruvernd i Sovétrikjun- um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.20 Valdatafl.9. þáttur. Við- koma i Róm.Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 8. þáttar: Sir John Wilder kemst að raun um að Pamela, kona hans, á vingott við Hagadan verkfræðing. Þessi vitn- eskja kemur honum mjög á óvart og veldur honum meira hugarangri en honum þykir einleikið. En hann finnur brátt ráð, sem dugar til að halda eljaranum i hæfilegri fjarlægð. 22.10 Nóvember-stúlkan. 1 þessari mynd segir mynda- smiðurinn Sam Haskins frá ljósmyndun sem listgrein og lýsir viðhorfum sinum gagnvart henni. Einnig er sýnt, hvernig hann tekur myndir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 22.35 Dagskrárlok. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.