Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.08.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. ágúst 1972 TÍMINN 13 17. einvígisskákin fór í bið: Tekst Spasskí að krækja sér í vinning ET—Reykjavik. 17. einvigisskákin fór i bið eftir 40 leiki. Veður öll voru váiynd i l.augardalshöllinni, er hún hófst i gær. Fischer hafði sent frá sér mótmælabréf i fyrrinótt (sjá baksiðu) og Geller, aðstoðar- maður Spasskís, sendi annað sl/kt i gærdag (sjá forsiðu). Skákin sjálf var með fjörlegra raóti. Spasski fékk opnari stöðu i upphafi, en lengi framan af var skákstaðan mjög jöfn. Spasski vann skiptamun i 21. leik og fékk við það nokkru betra tafl. Eins og fyrr sagði, fór skákin svo i bið og stendur Spasski betur að vigi i biðstöðunni. Hvort þeir stöðuyfirburðir séu svo miklir, að þeir nægi til vinnings, eru hins vegar áhöld um meðal skák- meistara. Biðskákin verður tefld kl. 5 i dag og má biiast við langri og strangri baráttu, því að heims- meistarinn verður skilyrðislaust að vinna, ætli hann sér að halda tigninni. ENN BREGÐUR FISCHER AF VANA SÍNUM Askorandinn mætir „aðeins" 5 minútum of seint til leiks að þessu sinni. A skákborðinu blasir við honum fyrsti leikur heims- meistarans e4. Fischer svarar að bragði: d6. Næstu leikir sýna, að hér er fremur óvenjuleg byrjun á ferðinni, nefnilega svokölluð Pirc-vörn. Ég fæ fljótlega þær upplýsingar, að þetta sé i fyrsta skipti, sem Fischer beiti vörninni. Enn einu sinni kemur hann Rúss- unum i opna skjöldu i byrjunum. (Annars er Pirc-vörn i miklu eftirlæti hjá skákmeisturum sem stendur, einkum i Sovét- rikjunum). Leikjunum fjölgar og staðan verður brátt of flókin fyrir leik- menn á borð við mig. „Svipuð staða", segja spekingarnir, en nóg um það að sinni. Þetta er Sverrir V. Bernhöft i matsölunni i Laugardalshöll að reiða fram hressingu handa skákköppunum — Spasski og Fischer — epla- safa, tómatasafa og annað þess háttar, ásamt molum, svo að drykkur- inn svali þeim. El'nVÍgÍð Framhald af bls. 16. Bféf GellefS Framhald af bls.,1. ekki aðeins skoðun min, heldur lika stórmeistara þeirra, sem ég talaði við. Jafnvel þér virtuzt á sömu skoðun, eftir þvi að dæma, sem mátti sjá til yðar á sviðinu". Þá segir Cramer, að fjarlægja verði fyrstu sjö sætaraðirnar, iögreglumenn i einkennis- búningum verði að vera i salnum, og að biðja verði áhorfendur um að vera sem minnst á gangi um salinn og að hætta öllu skrafi. Þá þurfi að loka götunum, sem eru á milli salarins og herbergjanna, þar sem skákirnar eru skýrðar. Að lokum segir Cramer ,,að timi sé til kominn að halda fund, þar sem málin verði tekin föstum tökuni og reynt að leysa þessi vandamál, en ekki stöðugt vitnað i reglur og fjárhagsafkomu mótsins. Við erum' búnir að biða of lengi, Lothar. Komum þessum hlutum i lag áður en einviginu er stefnt i hættu". Spasski úr jafnvægi og koma hon- um úr baráttuskapi. Mér finnst, að hegðun Roberts Fischers sé i beinni andstöðu við samninga þá, er gerðir voru i Amsterdam, og fara fram á heið- arlega framkomu keppenda. Ég tel ennfremur, að dómarar ein- vigisins hafi þegar i höndunum nægileg sönnunargögn til að krefjast þess, að Robert Fischer fari eftir settum reglum einvigis- ins. Þegar verður að taka i taum- ana, þvi einvigið er að ná há- marki og dregur að úrslitum. Við höfum fengið bréf, sem segja að rafeindatæki og efna- fræðileg samsetning, sem hægt er að koma fyrir i keppnissalnum, séu notaðar til aö hafa áhrif á Boris Spasski. 1 bréfunum er sér- staklega bent á stól Fischers og þau áhrif, sem hin sérstaka lýsing yfir sviðinu, hefur, og sett var upp að beiðni Bandarikjamanna. ELDINGU SLÆR NIDUR Það er rólegt á yfirborðinu hér i Höllinni á sjöunda timanum, en undir niðri ólgar sjór. Eitthvað stórkostlegt er á seyði! Svo kemur Freysteinn blaðafulltrúi hlaupandi með blaðabunka og byrjar að dreifa plöggum meðal fréttamanna. Annað plaggið er frétt frá St, þar sem skýrt er frá fundi með forráðamönnum Fischers fyrr i dag (þriðjudag). Niðurstöður þess fundar voru þær, að 17. skákin yrði tefld á sviði keppnis- salarins. Athyglisverður árangur! Hitt plaggið vekur öllu meiri athygli. Það er yfirlýsing Gellers, aðal aðstoðarmanns Spasskis, (birt i heild á öðrum stað i blaðinu). Efni hennar vekur mikla furðu og sumir trúa ekki sinum eigin augum.Ég spyr Fred Ef til vill hljómar þetta ævin- týralega, en augljós atriði i þessu sambandi benda til þess, að eitt- hvað kunni að vera til i þessu. Af hverju, til dæmis, mótmælir Fischer allri kvikmyndatöku, jafnvel þótt hann tapi stórfé á þvi? Ein af ástæðunum gæti verið sú, að hann sé fikinn i að losna við, að stöðugt sé fylgzt með hegðun og likamlegu ástandi keppenda. Sama gæti manni dottið i hug, ef teknar eru til athugunar endur- teknar kröfur hans um að halda taflinu áfram bak við lokaðar dyr og fjarlægja áhorfendur úr 7 fyrstu sætaröðunum. Það kemur spánskt fyrir sjónir, að Banda- rikjamennirnir séu i Laugardals- höllinni, þegar ekki er verið að tefla, jafnvel að nóttu til. Krafa Cramers um, að Fischer fái til umráöa og afnota ,,sinn" ákveðna stól, þótt báðir stólarnir liti eins út, kemur einnig spánskt fyrir sjónir, enda eru stólarnir gerðir af sama fyrirtæki i Banda- rikjunum. Ég vildi lika láta það koma fram, að eftir að hafa þekkt Boris Spasski i mörg ár, þá er þetta i f'yrsía skipti sem eg verð var við að hann sé fljótfær og eigi erfitt með að einbeita sér i taflmennsku sinni. Þetta get ég ekki skýrt með sérstaklega góðri taflmennsku Fischers. Þvert á móti hafa áskorandanum orðið á tæknileg mistök i nokkrum skákanna og i mörgum þeirra notfærði hann sér alls ekki þá möguleika, sem stað- an bauð upp á. t framhaldi af þvi, sem sagt hefur verið hér að framan, hefur sendinefnd okkar afhent aðal- dómaranum og framkvæmdaað- ilum einvigisins yfirlýsingu varð- andi þetta efni, þar sem þess er krafizt, að Laugardalshöllin og það, sem i henni er, verði rann- sakað með aðstoö hæfra sérfræð- inga möguleikar á nærveru óvið- komandi hluta tengdum keppend- um verði útilokaðir. Reykjavik, 22. ágúst, 1972, E. Geller." Þegar Frank Skoff einn af varaforsetum bandariska skák- sambandsins fór af landi brott, kom i hans stað Don Schults, annar varaforseti, og rafeinda- verkfræðingur að atvinnu. Skoff fór til Bandaríkjanna i siðustu viku, til að vera viðstaddur útnefningu siná, sem forseti bandaríska skáksambandsins á ársþingi sambandsins í Atlanta nú i vikunni. Schultz er starfandi hjá IBM-fyrirtækinu, og er einn af stjórnendum Evrópudéildar þess. — Þessar fréttir kom mönnum til að brosa eftir að hafa lesið yfir- lýsingu Gellers. „Einkennileg tilviljun eða.....?" — eða heldur Fischer jöfnu? Cramer álits, en hann er faldrei þessu vant) alveg orðlaus. Það er litið fylgzt með skákinni hér i blaðamannaherberginu þessar minútur. FJÖR FÆRIST í LEIKINN Smám saman beina menn augum á ný að skákinni. Spasski hefur fórnað peði fyrir sóknar- færi. Staðan er annars tvisýn og sérfræðingur láta ekkert uppskátt. Sóknarþungi Spasskis eykst og Fischer lætur skiptamun i 21. leik. Frank Brady hristir höfuðið yfir vini sinum og telur skákina gjörunna fyrir Spasski. Bragi Kristjánsson segir heims- meistarann standa betur, ef honum takist að knýja l'ram upp- skipti. Það heppnast Spasski, þvi að Fischer þiggur drottninga- kaup, og leiðin til sigurs virðist nú opin fyrir heimsmeistarann. B I D S K ÁK F R A M UNDAN — SAGT UM BIDSTÖDUNA Nú hefst hatrömm barátta á skákborðinu. Spasski reynir að rjúfa varnarvegg andstæðings- ins, á meðan Fischer leitast við að halda i horfinu. Eftir 40 leiki fer skákin i bið. Ég spyr nokkra skakmeistara um álit á biðstöðunni og fara svörin hér á eftir: Kraiik Brady: „Þetta endar liklega með jafntefli. Hins vegar á Spasski e.t.v. vinningsleið, en ég kem ekki auga á hana i svip- inn". Harold Sclionberg: „Ég er ekki trúaður á, að Spasski vinni. Það er a.m.k. mjög erfitt i þessari stöðu". Bragi Krisljánsson: „Þetta hlýtur að vera unnið fyrir Spasski, þótt það taki kannski langan tima fyrir hann að knýja fram vinning". Giiniiar (iiinnarsson: „Spasski vinnur skákina að öllum likindum. Úrvinnslan á stöðunni er efiaust erl'ið, en hann hlýtur að hljóta réttmætan vinning i þessari skák". Dimitrije Bjclica: „Spasski hefur allgóða vinningsmöguleika i stöðunni". .lolin ('ollings: „Hvitur stendur betur, en erfitt er að spá um framhaldið. Fischer er snillingur i vörn, ekki siður en sókn, svo að ekki er auðvelt að spá neinu um úrslitin". I.a/.arevic, júgóslavneska skák- konan: „Spasski á góða mögu- leika á vinningi." .Ii'iis Envoldsen: „Spasski hefur sáralitla vinningsmó'guleika". .lón Þorsleinsson: „Sennilegust úrslit eru jalnteí'li". Itobert Byrnc: „Hvitur á að minum dómi vinningsmöguleika i biðstöðunni." Svcto/ar Gligoric: „Hvitur stendur betur að vigi og hefur e.t.v. möguleika á vinningi". 1x2—1x2 (21. leikvika — leikir 19. ágúst 1972) Úrslitaröð: IXX — 211 —112 — 11X 1. vinningur: 11 réttir nr. 1838 (Akureyri) nr. 7095 (Keflavik) kr. 42.500,00 nr.3180 (Garðahreppur) nr. 22475(Rcykjavik 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1,900,00 n r. nr. nr. nr. nr. nr. n r. nr. 1241 nr. 4500 nr. 6653 nr. 14603+ nr. 15121+ nr. 15213 + nr. 19700+ nr. 20134 nr. 21409 nr. 22438 nr. 22469 nr. 22731 23761+ nr. 24722 nr. 25273+ nr. 25274+ nr. nr nr. nr. 27126 nr. 30384 nr. nr. nr. 27169 30642 36163 + nr. nr. nr. 24904 25805 27265 + 34307 + 36611 413 + 12675 17904 22322 23162 24966 + 26375 nr. 29385 nr. 35028+ nr. 35157 nr. 40802 nr. 4109 + nal'nlaus Kærulresturer til 11. sept. Vinningsuppliæðir geta lækk- að ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 21. leikviku verða póstlagðar el'tir 12. sept. Hahdhafar nafnlausra seðla (merktir +) verða að iranivísa stofni eða senda stolninn og lullar upplýsingar um nafn og heimilislang til Getrauna lyrir greiðsludag vinniiiga. GETKAUNIR — íþróttamiðsfdðin — KEYK.IAVÍK 1 x 2 — 1 x 2 (20. leikvika —lcikir 12. ágúst 1972.) Úrslitaröð: 212 — 121 — XXI — 1X1 1. vinningur: 11 rcttir — kr. 100.500.00 nr. 12513 (Suðureyri 2. viniiiii ) gur : 10 réttir — kr. 3.900.00 nr. 2176 nr. 607fi+ nr. 10315 nr. 20144 nr. 13912 nr. 23810 nr. 18648 nr. 24280 + nr. 29050 nr. 33912 nr. 34042 + + nafnlaus Kærufrestur er til 4. sept. Vinningsupphæðir geta lækk- að ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 20. leikviku verða póstlagðir eftir 5. sept. Handhafar nafnlausra seðla (merktir +) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimiiisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.