Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. ágúst 1972 TÍMINN 3 Friðrik Ólafsson skrifar um sautjándu skákina HV: Spasski sv. Fischer. Biðstaðan ABCDEFOH Rannsóknir á biöstööunni hafa leitt i ljós, aö staöan er mjög erfið viðfangs fyrir Spasski. Hann kemst ekkert áleiðis nema veikja eigin stöðu og ákafar vinningstil; raunir af hans hálfu gætu auð- veldlega endaö meðósköpum. Eina ráðið til að rjúfa svörtu varnarlinuna er að leika fram eigin peðum, láta þau ryðja veginn, en margt bendir til þess að fleira félli þá i liði hvits. Af þessum sökum gerir Spasski enga tilraun til að knýja fram vinning, en lætur sér nægja aö leggja svarta hrókinn i einelti. Niðurstaðan er jafntefli með þrátefli. Vonbrigði fyrir áhorfendur, sem höfðu mætt til að verða vitni að harðvitugri viðureign og margir töldu, að með þessu ráöalagi væri Spasski búinn að gefa upp alla von. En Spasski hefur sýnilega lagt meira upp úr þvi að sama bilið héldist fremur en að eiga það á hættu Spassky Friðrik að forskot Fischers ykizt. Biðleikur Spasskis var: 41. Hfc2 Fischer 42. Hcl 42. H lc2 He2 Hel Aðrir möguleikar eru t.d. 41. h4 sem kemur engu til leiðar vegna — He3+. Nú má hvitur ekki leika 42. Kh2 vegna — Re5, sem hótar hvoru tveggja i senn 43. — Rxc4 og 43. — Rg4+ Hvitur verður þvi að leika 42. Hf3, He2, 42. Hf2, He3+ o.s.frv. Þá má nefna 41. Kf4, en staða kóngsins á mið- borðinu verður dálitið háska- leg. Hugmyndin er sú að mynda sér frelsingja á h- linunni með h3-h4 og g2-g4 ásamt h4-h5, en svartur kann við þessu ýmis ráð. Athyglis- verður er leikurinn 41. — , Rd4!? (eftir 41. Kf4.) 41. g5 Hindrar h3-h4, og Kf4 • Hvitur hagnast ekki á 43. Hxc6, bxc6 44. Hxc6, Hxe4 heldur ratar i mikla taphættu. 44. Hcl 45. Hlc2 He2 Nú kallaði Fischer i yfir- dómarann Lothar Schmid, og krafðist jafnteflis, þar sem sama staðan væri kominn upp þrisvar sinnum i röð eftir næsta leik sinn 45. — Hel. Athugun leiddi i ljós, að Fischer hafði rétt fyrir sér, og yfirdómarinn úrskurðaði að skákin væri jafntefli eftir 45. leik Fischers Hel. Það skal tekið fram til skýringar, aö Fischer varð að krefjast jafn- teflis áður en hann lék þessum leik, ella hefði hann fyrirgert rétti sinum til jafnteflis. F.Ó. Spasskí eygði ekki vinningsleið í biðstöðunni: JAFNTEFLI í 17. SKÁKINNI Fischer færist enn nær sigri í einvíginu ET—Reykjavik. 17. einvigisskákin var tefld áfram i gærdag. Eins og oft áður stóð biðskákin ekki lengi, þvi að henni lyktaði með jafntefli i 5. leik (45. leik). Spasski hafði augsýnilega ekki komið auga á vinningsleik i stöð- unni. Hann lék hrók sinum fram og aftur, þar til þrátefli kom upp, þ.e. sama staðan þrisvar. Spasski var vonleysislegur á svipinn, er hann yfirgaf Laugar- dalshöllina. Slikt er engin furða, þvi að Fischer færist æ nær sigri i einviginu með hverju jafnteflinu. Áskorandinn hefur nú hlotið 10 vinninga og skortir aðeins 2 1/2 til að hreppa heimsmeistaratignina. Spasski á öllu erfiðari róður fyrir höndum, hefur nú 7 vinninga og þarf að ná 5 vinningum út úr þeirn 7 skákum, sem eftir eru. Slikur árangur er liklegast aðeins fræðilegur möguleiki. 18. einvígisskákin verður tefld i dag kl. 5. ÞRÁTEFLI Þrátefli er orðið, sem lýsir bið- skákinni bezt. Spasski hafði ekki neitt upp úr krafsinu i fyrrinótt við athugun á biðstöðunni. „jafntefli”, heyrðust aðstoðar- menn hans segja um stöðuna, áður en biðskákin hófst. Þeir skákspekingar, sem ég ræddi við, töldu Spasski e.t.v. eiga vinnings- möguleika, en þeir yrðu lang- sóttir. Vonleysið skein úr Hfd2. Svar Fischers: g5 kom reyndar á óvart, en breytti litlu. Svo bauð heimsmeistarinn upp á þrátefli, er áskorandinn þáði með þökkum. Eftir 45. leik Spasski, skálmaði Fischer til Schmids dómara og krafðist jafnteflis (Skv. skákreglum ber honum að gera það, áður en hann leikur þannig, að sama staðan komi upp þrisvar). Krafa Fischers, sem auðvitað var tekin til greina, virtist fá nokkuð á Spasski. Ekki leið á löngu, þar til sá kvittur gaus upp, að hann hefði þráteflt i ógáti! LAUGARDALSHÖLLIN RANNSÖKUÐ VIÐ FYRSTA TÆKIFÆRI Guðmundur G. Þórarinsson vildi fátt segja um þær kröfur beggja aðila, sem skýrt var frá i Timanum i gær. „Mér er ekki fyllilega ljóst, hvað Geller á við i bréfi sinu. Keppnissalurinn verður rannsakaður við fyrsta tækifæri að viðstöddum fulltrúum beggja keppenda. Þá verða könnuð þau atriði, sem aðilar krefjast að rannsökuðuverði. Við höfum þegar gert vissar ráð- stafanir, m.a. sett lögregluvörð við sviðið dag sem nótt. Hvenær fyrrnefnd rannsókn verður gerð get ég ekki um sagt. Rússarnir geta það liklega ekki i kvöld, svo að úr þvi verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag eða föstu- dag”. Fleira vildi Guðmundur ekki láta hafa eftir sér um málið. Hann kvaðst t.d. enga hugmynd hafa um senditæki utan dyra eða þvilikar flugufregnir. Þess má geta i lokin að St hefur nú til sölu árituð segultöfl með myndum af báðum keppendum. Framan á kápu taflanna skartar merki mótsins, teiknað af Edgari Guðmundssyni. Þá stendur nú sem hæst sala á stökum minnis- peningum úr silfri og bronsi, en sala á gullpeningunum hefst innan skamms i minjagripasölu Sí i Laugardalshöll. Heimilt að veiða allt að 850 hreindýr KJ—Reykjavik. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hreindýra- veiðará Austurlandi og segir þar i 1. grein, að heimilt sé að veiða allt að 850 hreindýr árlega á tima- bilinu 14. ágúst til 20. september. Að undangenginni könnun á hjörðinni á hverju ári, mun ráðu- neytið siðan ákveða, hvort og þá hve mörg dýr skuli veidd árlega. Andvirði dýranna skal skiptast milli 17 hreppa i Múlasýslum og Austur- Skaftafellssýslu, og koma flest dýr eða 170 i hlut Fljótsdals- hrepps og 150 i hlut Jökuldals- hrepps, en 7 til 90 dýr i hlut ann- arra hreppa. 1 hverjum þessara 17 hreppa skulu vera hreindýraeftirlits- menn, en þeim einum er heimilt að veiða dýrin. Aðalumsjón með hreindýrunum skal hreindýra- eftirlitsmaður Fljótsdalshrepps annast. Hreindýraeftirlitsmenn verða að hafa næga skotfimi og vera kunnáttumenn um meðferð skotvopna til að mega stunda veiðarnar, en aðalhreindýraeftir- litsmaður ákveður stærð og teg- und skotvopna, sem notuð eru við veiðarnar. 1 reglugerðinni segir, að gæta skuli þess vandlega, að hreindýr séu ekki veidd á þeim slóðum, þar sem þau eru að nema ný lönd, og talið er æskilegt, að þau hagvenjist, heldur skuli veiða þar sem ætlunin er að bægja dýrunum frá. Þá skal þess gætt, að veidd séu þau dýr, sem minnstur skaði er að fyrir eðlilegan vöxt og viðgang hjarðarinnar. Halldór E. Sigurösson fjármálaráöherra brá sér f Laugardalshöllina I gær, og fylgdist meö því, hvernig biöskákin var tefld af stórmeisturunum. Þessi mynd var tekin af honum og Guðmundi G. Þórarinssyni forseta Skáksambands islands, í minjagripasölu hallarinnar. Lengst til vinstri er Geröur Steinþórs- dóttir varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem einnig fylgdist með skákinni I gær. Þremenn- ingarnir skoða minjagripi, sem þeim eru sýndir. Ber ekki að taka mark á þessu? i ræðu, sem Hans G. Andersen flutti í hafsbotns- nefnd i Genf, geröi hann m.a. grein fyrir skýrsiu þeirri, sem sérfræðingar (þar á meöal brezkir) lögðu, fyrir ársfund Norður-Atlantshafsnefndar- innar i Washington, i júní sl. í þessari skýrslu eru níöurstöö- ur nýjustu rannsókna, sem fyrir hendi eru um ástand helztu þorskstofna i Noröur- Atlantsbafi. 14 dómarar i Alþjóöadóm- stólnum i Haag viröast láta niöurstööur þessara sér- fræöinga sem vind um eyrun þjóta. i skýrslunni segir, aö þorsk- stofnarnir i Noröur-Atlants- hafi séu þegar fullnýttir og aö dánartala af völdunt veiöa hafi náö þvi marki.aö aukin sókn ntuni Itafa í för með sér sáralitla aukningu í veiði, og sumir stofnar séu jafnvel kontnir á þaö stig, aö veiöin muni ntinnka, veröi sóknin aukin. Hvað gerðist í Barentshafi? i ræðu sinni fórust Hans m.a. svo orð unt skýrsluna: „í skýrslunni er sérstaklega lögð áherzla á að veiöihæfni þcss flota. er stundar þorsk- vciðar I Norður-Atlantshafi, hafi aukizt mjög sökum meiri hreyfanleika flotans og lengri úthaldstima. Þessi floti getur þvi, i mun rikari mæli en áöur, cinbeitt sér að veiði á þeim stofnum, er gefa af sér mesta veiði hverju sinni. í skýrslunni er einnig vikið að þvf, að hinn kynþroska hluti sumra þýöingarmikilla þorsk- stofna sé kominn á svo iágt stig, að ógnað geti viökomu stofnsins og rýrt verulega þá heildarveiöi, sem hægt sé aö taka úr stofninum. Af þessum sökum er varpaö fram þeirri hugmynd, aö hin æskilega heildarsókn ætti aö vera helmingur núverandi sóknar, og myndi það ckki rýra heildarveiöina, sé litið á langan tima. i byrjun siöusta áratugs var hin mikla sókn I þorskstofnana i austanvcrðu Noröur-Atlants- liafi farin að segja til sin, og juku þvi ýmsar þjóðir sókn sina á miðin i vestanverðu Norður-Atlantshafi, þar sem ýmsir stofnar voru tiltölulega litið nýttir. En i byrjun þessa áratugs var svo komiö, að ekki voru til i Norður-Atlantshafi neinir þeir þorskstofnar, er staðið gætu undir hinni auknu afkastagetu fiotans. Aðalbreytingar á þeim veiðiflota, sem hér um ræðir, cru eftirfarandi. Veiðihæfni skipanna hefur i fyrsta lagi aukizt nijög vegna betri .veiðarfæra, svo scm flotvörpu og aukinnar notkunar á sónar- og dýptar- mælum, svo og stóraukinnar nákvæmni til miðunar. i öðru lagi eru skipin nú orðin mjög fljót i förum og geta þvi hagnýtt til fullnustu timabundnar sveiflur i stærð hinna ýmsu stofna. Það er erfitt að meta umrædda sóknaraukningu skipanna, en þeir visinda- menn, er standa að ofan- greindri skýrslu, áætla, að Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.