Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. ágúst 1972 TÍMINN 5 Aö lokum Svo fór að lokum, að elzta tré i Isfahan i Iran rifnaði upp með rótum, og féll ofan á leigubil, sem stóð og beið eftir farþega fyrir framan skólabyggingu nokkra i borginni. Tréð mun hafa verið 270 ára gamalt, og ekkert smáræði eins og sjá má. Ekki fer neinum sögum af þvi, hvort bilstjórinn hefur verið i bilnum, en þá hefur trúlega ekki orðið mikið eftir af honum, þeg- ar tréð var búið að klessa bilinn gjörsamlega. ★ Jackie eignast aðdáanda Jackie Onassis hefur eignazt enn einn aðdáandann, sem sendir henni á hverjum degi blóm, rauöar rósir, og þær ófá- ar. Aðdáandinn er prins, og hef- ur ráð á að senda allar þessar rósir. Hann er nefnilega enginn annar en bróðir Hassans kon- ungs, prins Moulay Abdullah af Marokko. Prinsinn kynntist Jackie fyrir einu ári, þegar hann bauð henni og manni henn- ar eina helgi til hallar sinnar I -¥■ Marakech. Onassis komst ekki i heimsóknina, en Jackie fór þrátt fyrir það. bá varð prinsinn ástfanginn af Jackie og hefur ekki náð sér enn. Hann sendir henni rósir hvern einasta dag. En það eru fleiri en prinsinn, sem gefa blóm. bað hefur komið upp úr kafinu, að Jackie gefur sjálf blóm á Capri. bað er gitar- leikari og söngvari, sem heitir Giuseppe Savarese, sem þiggur blómin á Capri. Á meðan Onass- is var eitt sinn i viðskiptaerind- um i Paris, brá Jackie sér til Capri, og þar hitti hún söngvar- iann, og gaf honum blóm. Hún skilur sem sagt lika, að það get- ur verið gaman að gefa blóm jafnt sem að þiggja þau. ★ óvenjulegur hugsunarháffúr eðá hvað? Konan hér á myndinni heitir Birthe Danielsen og er 29 ára gömul. Hún starfar sem ljós- móðir i Odense i Danmörku, en leggur auk þess stund á læknis- fræði i fristundum sinu. Hún á þessi þrjú börn, sem eru hér | með henni á myndinni, en það ★ óvenjulega er, að hún á þau sitt með hvorum manninum. bannig vildi hún að það væri, og þannig varð það. Fyrst kynntist hún föður Carstens, sem er niu ára. Faðirinn er blaðamaður við danskt vikublað, en Birthe seg- ist ekki hafa haft áhuga á að hafa meira samneyti við hann. Næst eignaðist hún Eben, sem er fjögurra ára, og faðir hennar er mikill músikant. Hann hvarf einnig á braut, og þriðji faðirinn kom, og með honum eignaðist hún hina þriggja ára gömlu Evu. Faðir hennar er læknir. — Ég get ekki hugsað mér að binda mig við einn mann, en börn hef ég alltaf viljað eiga. bau hef ég fengið. Ég er rauð- sokka og trúi á sjálfstæði kon- unnar. Feðurnir hafa ekkert samband við börn sin, þvi ekki gæti ég hugsað mér að eitt barn- anna fengi að fara i Tivoli með föður sinum, en hin yrðu að vera heima, þar til faðir þeirra kæmi. Feðurnir borga aðeins meðlögin, og ég sé um uppeldið sjálf. Hún ætlar sér ekki að eiga fleiri börn, hún Birthe, og ekki telur hún, að nokkur einn faðir hefði getað fengið henni jafngáf- uð og skemmtileg börn, og þessi þrjú eru. — Hvernig ég fæ peninga hjá manninum minum? Jú, ég segist bara þurfa að skreppa til mömmu, og hún býr i Astraliu. — Af hverju heldurðu um magann? Er eitthvað að þér? — Já, ég held ég sé með botn- langabólgu. — Botnlanginn er hægra megin, en þú heldur vinstra megin. — Já, en ég er lika örvhentur. * Fjölskyldan fór á ströndina á heitum sumardegi, en þegar átti að fara að baða sig, kom i ljós, að höfuð f jölskyldunnar hafði gleymt sundskýíunni heima. Frúin dó ekki ráða laus, heldur tók upp smekk barnsins og batt hann um mitti eiginmannsins. Smekkurinn þjónaði vel tilgang- inum sem fikjublað, en mann- tetrið gat alls ekki skilið, hvers vegna allir hinir brostu svo breitt að honum. bað kom i ljós á eftir, að þvert yfir smekkinn var letrað stórum stöfum: — Eftirlæti mömmu sinnar! uppboð. — Ef þú hefur ekkert i bak- höndinni, Maria min, þá ætla ég að skreppa út og hitta strákana. DENNI DÆMALAUSI betta er bara tilraun. Við skul- um rúlla pappirnum upp aftur á eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.