Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 24. ágúst 1972 Athugasemd við skrif Morgunblaðsins Um álagninguog innheimtu eignarskatta á tekju-og árinu 72 í Morgunblaðinu þann 22. ágúst er bæði i frétt á baksiðu og i leið- ara fjallað um álagningu beinna skatta á árinu 1972 skv. skattskrá og er m.a. gerður samanburður á álagningartölunum og áætlunar- .tölum fjárlaga fyrir árið i ár. 1 þessu sambandi vill ráðuneytið taka fram, að þessi samanburður er villandi að þvi leyti að i tekju- hlið fjárlaga er sýnd áætlun um. innheimtu en ekki álagningu og hefur svo verið um mörg undan- farin ár. Með fjárlögum ársins 1972 var ákveðin veruleg hækkun tekju- og eignarskatta, samfara niðurfellingu persónuskatta og vegna útgjaldatilfærslu frá sveit- arfélögum til ríkisins. Búast má við að þessari breytingu fylgi á fyrsta ári veruleg aukning eftir- stöðva tekju- og eignarskatts i krónutölu við áramót, sé miðaö við, aö innheimtuhlutföll haldist svipuð og verið hefur. Viö af- greiðslu fjárlaga á Alþingi i desember 1971 var að sjálfsögðu gerð grein fyrir álagningarfor- sendum áætlunar um innheimtar tekjur af tekju- og eignarsköttum. Innheimtuáætlunin var i megin- atriðum reist á reynslu siðustu ára af innheimtu gjaldfallinna beinna skatta. Þessar forsendur tekjuáætlunar fjárlaga 1972 eru sýndar hér að neöan og til saman- burðar niðurstöður álagningar skv. skattskrá 1972 (ásamt áætlun um áhrif bráðabirgðalaga um skattivilnun aldraðra og öryrkja) og eftirstöðvar i lok ársins 1971 ásamt nýrri innheimtuáætlun fyrir árið i ár. Loks eru sýndar til frekari samanburðar álagningar- tölur og innheimtureynsla ársins 1971. Alagning og innheimta tekju- og eignarskatta 1971 og 1972 (1% byggingarsjóðsgjald meðtalið). 1 9 7 2 1 9 7 1 Alagning skv. Aætlun fjárlaga um> Alagning skv. skattskrá 1972 dlagningu og skattskrá 1971 og og ný innheimtu innheimta 1971 skv. innheimtuáætlun ríkisbókhaldi. A. Alagning M.kr. Einstaklingar: 1. tekjuskattur 3.471,6 — áætluð áhrif bráðabirgðalaga um skattivilnun fyrir aldraða oe öryrkja (—40,0) 2. Eignarskattur -L*U. SAMTALS 3.555,9 Félög: 2. Tekjuskattur 684,3 3. Eignarskattur 169.0 "853Í3 SAMTALS A. Alagning ALLS 4.409,2 B. Eftirstöðvar við upphaf ársins skv. rikisbókhaldi áætlað I fjárlagatölum 497,4 C. Samtals tii innheimtu á árinu A-t-B 4.906,7 D. Innheimta (áætlun 1972, reynsla 1971) - 3.505.2 E. Innheimtuhlutfall = D/Cxl00% 71,4% M.kr. M. kr. 3.408,0 1.117,1 JJLLiL 3.509,8 I3I.ÍL 1.239,0 560,4 237,1 . 154.9 48.6 715,3 285,7 4.225.1 1.524,7 541,1 407,7 ' 4.766.2 1.932,4 3.384,9 1.383,4 71,0% 71,6% 1) Mismunur „samtals til inn- heimtu á árinu” og „innheimtu” 1971 kemur ekki heim við þessar tölur vegna breytinga frá upphaf- legri álagningu. Af þessum tölum má sjá, að raunveruleg álagning tekju- og eignarskatts 1972 er 184,3 m.kr., eða 4.4% hærri eráætlun fjárlaga og heildarfjárhæð gjaldfallins tekju- og eignarskatts á árinu 1972 er 140.5 m.kr.hærri en reikn- að var meö i fjárlögum. 1 þessu sambandi má nefna, að i fjárlög- um ársins 1971 voru tekjur af tekju- og eignarskatti áætlaðar 1277,5 m.kr. (1% byggingarsjóðs- gjald með taliö). Alagningin reyndist siðan 1524,7 m. kr. og innheimtan 1383,7 m. kr. sbr. hér að framan. Þannig varð álagn- ingin skv. skattskrá i fyrra 247.2 m. kr. hærri en fjárlagaáætlun, en innheimtan, sem er sú tala, sem beint má bera saman við fjárlögin 105.9 m. kr., eða 8.3% hærri. Að sjálfsögðu rikir enn nokkur óvissa um innheimtuárangurinn á þessu almanaksári. Hér er reiknað með i nýrri innheimtu- áætlun fyrir almanaksárið 1972, sem byggist bæði á innheimtu- reynslu ársins 1971 og á inn- heimtureynslu fyrri árshelmings i ár, að innheimta þessara skatta geti orðið 3.505.2 m. kr„ sem er 120.3 m. kr„ eða 3.6% hærra en áætlað var i fjárlögum. Inn- heimtuhlutfallið er i áætluninni fyrir árið 1972 nær það samaog reyndin varð i fyrra, sá miðað við samtölu eftirstööva og álagning- ar skv. skattskrá. 1 ár e»-álagning ársins, sem innheimtist að jafn- aði betur en eftirstöðvar frá fyrri árum, mun stærri hluti hinnar gjaldföllnu skattfjárhæðar en i fyrra, en á móti þessu kemur, að Tilboð óskast i bogabyggða birgöaskemmu 12,5x30 m aö stærð á Kefla- víkurflugvelli. Tilboöin veröa opnuö á skrifstofu vorri fimmtudaginn 7. september kl. 11 árdegis. Sölunefnd Varnaliðseigna. nú kemur stærri hluti en þá til innheimtu á siðustu fimm mánuð- um ársins, sem að likindum þýð- ir, að innheimta ýtist eitthvað yfir á næsta ár. Innheimtarfærist sfð- an væntanlega i eðlilegt horf við álagningu á næsta ári. 23. ágúst 1972. Fjármálaráðuneytiö Orðsending Framhald af bls. 1 leysa á alþjóðavettvangi. Af Dana hálfu hefur i umræðum þeim, sem nú fara fram á veg- um S.Þ., verið lagt til, að settar verði reglur, er taki sanngjarnt tillit til réttmætra hagsmuna allra fiskveiðiþjóða af að stunda veiðar á úthafinu, jafnframt þvi að gerðar séu sérstakar ráðstaf- anir til að tryggja tilverugrund- völl ibúa þeirra svæða, sem vegna aðstæðna eru sérstaklega háðir fiskveiðum vegna afkomu sinnar. Dönsku rikisstjórninni er kunn- ugt um bráðabirgðaálit það, sem Alþjóðadómstóllinn hefur látið i ljós þann 17. þ.m. varðandi fisk- veiðar Stóra-Bretlands og Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands á Islandsmiðum. Rikisstjórnin von- ar, að þær samningaviðræður, sem tsland hefur nú um langt skeið unnið aö og hefur enn á ný lýst sig reiðubúið að halda áfram við þá aðila, sem hagsmuna hafa að gæta vegna hinnar nýju is- lenzku reglugeröar, verði sem fyrst fram haldið.” I GR0ÐUR PLAST M0LD ÓV—Reykjavik Komi maður i blómabúð eöa gróöurhús og kaupi moldarpoka vegna orkideanna sínna kann aö koma á óvart aö finna hvitar plastkúlur saman viö moldina. Gæti manni jafnvel dottiö i hug, aö moldin sé óhrein og hafi veriö tekin viö ibúðarhús i byggingu, þar sem brotnaö hafi einangrun- arplötur og plastkornin úr þeim fokið. Þessi plastkorn eru samskonar, en eru notuð i háfræðilegum til- gangi. Frauðplast þetta er kallað EPS og er notað til að blanda i þungan og loftlausan jarðveg til að bæta eðlisástand hans til rækt- unar. Undanfarin 6 ár hefur EPS ver- ið framleitt hjá Plastgerð Suður- nesja i Njarðvikum en þegar blaðamaöur Timans ræddi við framkvæmdastjórann þar, Hauk Ingason, þá kom i ljós, að ekki eru nema tæp tvö ár siðan hérlendir menn gerðu sér grein fyrir ágæti plastkúlnanna til garðyrkju og ræktunar — og þá var það eftir að brezkir sérfræðingar höfðu heim- sótt Hauk og samstarfsmenn hans suður til Njarðvikur. Frauðplast þetta er lyktarlaust og án nokkurra efnalegra áhrifa, segir i ársriti Garðyrkjufélags ts- lands 1972, en þar er þetta kynnt litillega. EPS hefur engin annar- leg áhrif á plöntulifið, rotnar ekki og er alveg sérstaklega létt i sér. Eitt rúmfet vegur aðeins eitt pund. Kornin halda aðeins að sér vatni á yfirborði en verða ekki gegnsósa. Þau bæta þvi fram- ræslu og loftun jarðvegsins og valda þvi að hann verður ávallt lausisér. Um leið jafna þau hita- stig jarðvegsins. Meira súrefnis- innihald og hærra hitastig gera hann lifrænni og betri ræktunar- árangur fæst. Auðvelt er að bæta ástand jarðvegsins með frauð- plasti og vegna þess að efnið rotn- ar ekki, veröa umbætur á þéttum jarðvegi varanlegar. Athygli skal vakin á því, að EPS heldur ekki i sér vatni og frá þvi fara engin lif- ræn efni úti jaröveginn. Hin bæt- andi áhrif á þungan jarðveg stafa einmitt af þvi að EPS helzt þar óbreytt. Svo segir i Garöyrkjuritinu, en notkunarreglur virðast held- ur einfaldar: blanda frauðplast- inu saman við og ætti hver meðal- skussi að geta sagt sér sjálfur hvað er heppilegt magn; litið mun þýða að nota eingöngu plast- kúlurnar! Arangurinn mun ekki lála á sér standa, harðari og öflugri rótarmyndun er marg- sönnuð, og skapast það af meiri hita og betri loftun, án þess að hætta sé á að blandan verði vatnssósa. Sérstaklega mun reynsla vera góð af græölingum i slikum blöndum, enda þarfnast þeir mikillar hlýju og umhyggju. En eins og Haukur Ingason hjá Plastgerð Suöurnesja sagði, þá eiga blessaöar húsmæðurnar stundum til að drekkja blómun- um sinum og á plastið að útiloka það. Gallinn er helzt sá, að húsmæð- ur hafa ekki gert sér grein fyrir þessu kosta efni ennþá. Það var ekki fyrr en i sumar að fyrst varð þaðstaðfestá prenti hérlendis, að gott væri að nota plast i gróður- mold og enn sem komið er fram- leiðir Plastgerð Suðurnesja ekki mikið til þessara nota. A þeim tveimur árum, sem liðin eru sið- an Haukur og samstarfsmenn hans þar suðurfrá gerðu sér grein fyrir notagildi plastsins i þessu sambandi, hafa þeir framleitt um það bil ltonn til nota i gróður- mold. — En ég get nefnt sem dæmi, sagði Haukur, — að 1971 fóru 25.000 tonrl frá Bretlandi til Þýzkalands og i Þýzkalandi er framleitt hvað mest af þessu efni i þessum tilgangi. Þjóðverjar hafa svo mikið af leirkenndri mold og þeir eru nauðbeygðir til að fá eitthvað til að lyfta henni. Við islenzkar aðstæður, hélt Haukur áfram, — er þetta mjög gott, þvi hitamunur á degi og nóttu getur verið svo mikill, að viðkvæmar jurtir hreinlega fyrir losti”. Ef plastið er notað, helzt varminn i jurtinni miklu lengur og bjargar henni. Svo er það. Húsmæður og ein- setukarlar geta væntanlega nýtt sér þessa vitneskju fyrir potta- blóm sin og skulum við vona að hver hljóti nægjanlega æfingu i vetur til að geta umbylt garð- yrkjutækni sinni, er vorar á ný. Gíróreikningur írsku barnanna er 20002 - Hjálparstofnun kirkjunnar leitar eftir framlögum frá almenningi Eins og fram hefur komið i fréttum, hefur biskup tslands boðið til landsins hópi 20 barna á aldrinum 12-15 ára frá N-trlandi. Börnin koma til tslands 30. ágúst og dvelja i sumarbúðum þjóð- kirkjunnar, Reykjakoti við Hveragerði, til 13. september. Börnin eru valin til farajinnar af opinberri nefnd i N-trlandi i samráði við kirkjuyfirvöld. Oll eru börnin frá svæðum, sem illa hafa orðið úti i hörmungum siöustu ára. Börnin eru þannig valin, að helmingur þeirra er kaþólskrar trúar og helmingurinn mótmælendatrúar, helmingurinn kemur frá Belfast og helmingur- inn frá Londonderry, 10 stúlkur og 10 piltar. Meðan á dvölinni stendur munu börnin verða i umsjá starfsliðs frá æskulýðsstarfi þjóð- kirkjunnar undir forystu séra Ingólfs Guðmundssonar. Auk þess koma með börnunum tveir fullorðnir trar, og væntanlega mun einn aðili frá kaþólska söfnuðinum á tslandi verða meö hópnum. Fyrst og fremst er ætlazt til að dvölin geti orðið þessum hrjáðu börnum til afþreyingar og hvildar, en ef aðstæður leyfa, verður farið með þau í stuttar ferðir til merkisstaða á Suður- landi. Hjálparstofnun kirkjunnar sér um allan kostnað vegna komu barnanna, dvalarkostnað og flug- ferðir Glasgow Reykia- vik/Glasgow. Félagsskapurinn Junior Chamber i Belfast sér um að koma börnunum frá heim- kynnum þeirra til Glasgow og aftur til baka sömu leið. Hjálparstofnunin hefur þegar fengið beinan * stuðning og fyrirheit um stuðning frá ýmsum félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum, auk nokkurra fjár- framlaga frá einstaklingum, sem borizt hafa til skrifstofunnar og einstakra sóknarpresta. Meðal þeirra, sem heitið hafa fjárstuðningi, má nefna borgar- stjórn Reykjavikur, Flugfélag tslands og Junior Chamber i Reykjavik. Auk þess hafa mörg fyrirtæki heitið fyrirgreiðslu i ýmsu formi, gefa mat o.fl. Enn vantar þó mikið á að nægjanlegt fjármagn sé fyrir hendi til að gera verkefninu skil. Hjálpar- stofnunin treystir nú sem endranær á velvild fólks, treystir þvi, að fleiri sjái sér fært að leggja eitthvað litilræði af mörkum til þess að unnt veröi að létta áþján skelfingarinnar um stundar sakir af þessum óhamingjusömu börnum frá N- trlandi, og gefa þeim e.t.v. nýja von og trú um betra lif og bjartari framtið. Framlöguin til irsku barnanna er unnt að koma á framfæri á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkiunnar, Biskupsstofu, Klappprstig 27, til allra sóknar- presta landsins og á giróreikning nr. 20002.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.