Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 11
TÍMINN Fimmtudagur 24. ágúst 1972 11 Umsjón:Alfreð Þorsteinsson Qnonnonrlí keppni í sundi milli sundstaðanna í Reykjavík - Ijósmyndari Tímans Myndar- legt blað HSH I tilefni 50 ára afmælis Héraðssambands Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu, hefur sambandið gefið út mjög myndarlegt afmælis- rit, sem Guðmundur Guð- mundsson, núverandi fram- kvæmdastjóri sambandsins, ritstýrir. Er blaðið 64 siður og prýtt fjölda mynda. Meðal efnis i blaðinu má nefna grein eftir þá Kristján Jónsson og Jónas Gestsson um starf H.S.H. i 50 ár, viðtöl við Agúst Bjartmars, Gylfa Scheving, Sigþór Hjörleifs- son, Agústinu Guðmunds- dóttur, Ólaf Rögnvaldsson, Ásrúnu Jóhannsdóttur, Grétu Bjargmundsdóttur, Helga Arnason og Onnu Kristinu Stefánsdóttur, grein eftir Sigurð Helgason og margt fleira. Er allur frágangur blaðs- ins til fyrirmyndar, en blaðið er prentað i Stykkishólmi. VIKINGUR LEIKUR GEGN GUMMERSBACK 1. deildar lið Vikings i hand- knattleik niun fara i keppnis- ferðalag til Dannierkur og V- Þýzkalands um miðjan septem- ber og leika nokkra leiki gegn lið- um frá þessum löndum. Vikings- liðið mun byrja ferðina i Kaup- mannahöfn, þar sem liðið lcikur gegn danska 1. deildar liðinu Stadion. Frá Kaupm.h. heldur svo Vik ingsl. til Hamb.oglleikurþarigegn Hamburger SV, en það er eitt af beztu félagsliðum V-Þýzkalands. Eins og menn muna þá tók HSV þátt i Vikingsmótinu sem fór fram hér á landi i vor. Frá Hamborg heldur liðið til Dort- mund og leikur þar við lið, sem er ekki af verri endanum, nefnilega frægasta handknattleikslið Evrópu, sjálfir meistararnir Gummersback, en með þvi liði leikur risinn Hans Schimdt. Siðan leikur Vikingsliðið á svip- uðum slóðum og IR-liöið (sjá annars staðar á siöunni) i V- Þýzkalandi. Vikingsliðið mun svo koma nær beint i Reykjavikur- mótið i handknattleik. SOS meðal keppenda! Á sunnudaginn kemur verður háð á sundstöðunum i Reykjavik einhver mest spennandi keppni ársins. Þá munu einvalalið sund- staðanna — eingöngu skipuð fastagestum — þreyta keppni sin á milli. Verða margir þekktir kappar i sundsveitunum, m.a. má nefna það, að Gunnar V. Andrés- son, ljósmyndari Timans, verður i sveit Laugardalslaugar. Keppni þessi er haldin að tilhlutan iþróttabandalags Reykjavikur. Keppt verður i 10 manna sveit um i þremur flokkum, 10-14 ára, 25-35 ára, og 40 ára og eldri. 1 hverri sveit geta verið jafnt konur sem karlar, og syndir hver þátt- takandi eina laugarlengd, 50 metra. Keppnin á að hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi á sunnudaginn og vonast forráðamenn keppninnar til þess að margir áhorfendur komi til þess að fylgjast með frammistöðu sins sundstaðar og hvetja félagana. KR EINNIG UTAN? Geir Hallsteinsson, fánaberi islenzku Olympíusveitarinnar. Iþróttasiðan hefur frétt, að 1. deildar lið KR i handknattleik sé að kanna möguleika á þvi að komast i keppnisferðalag til V- Þýzkalands um miðjan sept- ember. Handknattleiksdeild KR er ekki enn búin aö fá ákveöið svar, en miklar likur eru á þvi, að liðið fari i keppnisferðalag. Ef KR-liðið fer til V-Þýzkalands, verður það þriðja 1. deildarliðið, sem fer i keppnisferðalag til út- landa fyrir næstkomandi keppnistimabil. A þessu sést, að 1. deildar liðin verða vel undir- búin, þegar handknattleiksver- tiðin hefst, og má búast við aö handknattleikur i vetur verði miklu skemmtilegri en undan- farin ár. Flest liðin, ser.i leika i 1. deild n.k. keppnistimabil, æfa mjög vel um þessar mundir, og ætla þau sér að vera vel undirbúin fyrir barninginn i vetur. Iþróttasiðan hefur fregnað, að einhver félags- skipti leikmanna standi til um þessar mundir, en við höfum engar staðfestingar fengið, og getum þvi ekki nefnt nein nöfn i þvi sambandi. SOS Geir Hallsteinsson fánaberi íslenzku Olympíusveitarinnar AI.F—Rpvkiavik — t ^ > ALF—Reykjavik dag, fimmtudag, halda islenzku ólympiufarar- nir utan til Þýzkalands, en ólympiuleikarnir hefjast n,k. laugardag, eins og kunnugt er. Þegar eru tveir islenzku keppendanna farnir utan, þeir Bjarni Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson, en þeir hafa dvalizt ytra við æfingar og keppni sið- ustu daga. Ólympiuleikarnir verða settir við hátiðlega athöfn á laugar- daginn og munu þá keppendur allra þeirra þjóða, sem tilkynntu þátttöku utan Ródesiumanna ganga fylktu liði inn á Ólympiu- leikvanginn en eins og fram hefur komið i fréttum ákvað meirihluti Alþjóða ólympiunefndarinnar að visa Ródesiumönnum frá keppn- inni. Fánaberi islepzku Olympiu- sveitarinnar verður Geir Hall- steinsson, handknattleiksmaður úr FH, en handknattleiksmenn setja mjög svo svip sinn á islenzku ólympiusveitina að þessu sinni, en þetta er i fyrsta skipti, sem handknattleikur er á dagskrá ólympiuleikanna sem keppnisiþrótt. Islenzku keppendurnir halda utan í dag. - Olympíuleikarnir verða settir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. • • . __ L ö fiimnnzloilinn P1 Að venju voru sniöin sérstök Olympiuföt á keppendur og fararstjóra. Klæðast þeir bláum jökkum og hvitum buxum (kven- fólk hvitum pilsum) rauðum skyrtum ljósum skóm og hvitum höttum. Eru Ólympíuföt islenzku keppendanna mjög smekkleg að sögn. Sjálf keppnin á Ólympiuleik- unum hefst á sunnudaginn, en islenzku keppendurnir byrjá ekki keppni fyrr en á mánudag. Nánar segir frá Ólympiuleikunum i blað inu á morgun ÍR leikur gegn Hollands- meisturum í handknattleik w -IR-liðið heldur utan 7. sept. f keppnisferð I. deildar lið ÍR i handknattleik mun i byrjun september halda ut- an i keppnisferðalag. Liðið mun fara til llollands og V-Þýzkalands og leika þar nokkra leiki. Eins og menn eflaust muna, þá var sagt hér á siðunni i sumar, að IR-liðið mundi fara í keppnisferðalag til Kandarikjanna. Ekkert varð þó úr þeirri ferð, þvi að á siðustu stundu sveik bandariska hand- knattieikssambandið boðið. ÍR-liðið mun halda til Hollands 7. september i boði eins bezta félagsliðs Hollands, Sittardia Sittard, sem hefur verið Holl- landsmeistari i handknattleik undanfarin fimm ár. IR-liðið mun leika einn til tvo leiki gegn liöinu, sem er frá borg, sem liggur rétt við landamæri Hollands og V- Þýzkalands. Eftir að hafa leikið gegn Sittardia, heldur IR-liðið svo til V-Þýzkalands og leikur þar nokkra leiki. Ekki er enn ákveðið, hvaða leiki IR-liðið leikur i V-Þýzka- landi, en hollenzka liöið mun út- vega IR-liðinu mótherja, og eru miklar likur á að mótherjar 1R verði frá borgunum Dortmund, Duisburg, Dusseldorf, Köln og Bonn, eða borgum i næsta ná- grenni. IR-liðið hefur áður fariö i keppnisferðalag á þessar slóöir, og lék i þeirri ferð t.d. gegn Hass- loch, en þaö liö var eitt af fyrstu erlendum liðum, sem léku hér á tslandi. Eftir að IR-liðið er búið aö leika i V-Þýzkalandi, heldur þaö aftur til Hollands, þar sem eru miklar likur á að liðið leiki gegn félags- liöi frá Amsterdam. IR-liðið kem- ur svo heim rétt fyrir Reykjavik- urmótið i handknattleik, og hafa leikmenn liðsins mikinn hug á aö blanda sé‘r i baráttuna um Reykjavikurmeistaratitilinn. SOS Stjórn og framkvæmdastjórn H.S.K. Frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, framkvstj. Þórður Gfsla- son, meðstj., Jón Pétursson, form., Magndis Alexandersdóttir, gjaldk., Jóhann Lárusson, ritari, og Vilhjálmur Pétursson, meðstj. Reyna í dag Ekki komust Eyjamenn til Reykjavikur i gær til að leika við KR. Hins vegar reyna þeir aftur i dag, og fer leikurinn þá fram á Laugardalsvellinum kl. 19. i kvöld. örn Eiðsson Örn spáir um OL-leikana í blaðinu á morgun mun Örn Eiðsson, for- maður Frjálsiþrótta- sambands tslands, spá um úrslit frjálsiþrótta- keppni óly mpiuleikanna i MUnchen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.