Tíminn - 25.08.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 25.08.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Föstudagur 25, ágúst 1972 Hann veröur aö vinna 5000 og 10.000 m. hlaupin I MUnchen, aö öörum kosti hefur hann svikiö loforö þau, er hann gaf hinum kröfu- höröu finnsku áhorfendum. Hafiö meöaumkun meö manninum, sem aö nokkrum dögum liönum, veröur aö sanna aö hann er nýr Paavo Nurmi, finnska stórhlauparanumi og Evrópumeistaranum f 5000-og 10.000 m. hlaupi, Juha VBStSinen. Annar frábær hlaupari getur meö stolti hugsað aftur til ársins 1971, þegar hann tók þátt i 29 hlaupum, sigraði i 22 og varö annar i tveim, fyrir utan það aö setja 3 landsmet og tvö Evrópu- met. En á Evrópumeistaramót- inu i Heisingfors i fyrra, og i þvi hladpi, sem haföi hvað mesta þýöingu fyrir hann, varö hann aö láta sér nægja sjötta sæti. Allir hlaupararnir, sem komu á undan honum i mark, voru minnst 5 árum eldri en hann. Sigurvegar- inn varö „erkióvinur” hans, hinn þá þritugi Váatainen. 1 Miinchen hefur David Bedford heitiö aö hefna sin grimmilega. Einvigiö milli Váátainen og Bedford gæti oröiö hápúnktur hinna ólympisku leika. Hinn „æfingasjúki” Bedford frá Eng- landi gegn hinu finnska „enda- sprettsundri” Váátáinen, hvilikt hlaup gæti þaö oröiö. Váatainen er fremur litill maöur og vegur ekki nema 58 kiló. Honum hefur veriö lýstsem mjög ákveðnum, einbeittum og um leið sjálfsöruggum manni. Ifari hans finnast einnig aörir eiginleikar, sem svo tillitssemi, hjálpfýsi og gáfur. Hann hefur mjög ákveöinn vilja og mikinnstyrk,sem kemur bezt fram i þvi, aö hann hefur æft og þrælaö á ströndum Portúgals undanfarna mánuöi, I þeim eina tilgangi aö vinna gullverölaunin i 5000 og 10.000 m. hlaupunum á Olympíuleikunum i MUnchen. Enski hlauparinn Mike Tagg, sem oftast hefur þurft aö horfa á eftir Bedford I markiö á undan sér, hefur sagt. — Bedford er ekki mannlegur — En þaö eru öfugmæli, þótt svo megi viröast á stundum. Bedford piskar sjálfan sig áfram eins langt og auöiö er, en ómannlegur er hann ekki. Viku eftir viku hleypur hann allt aö 30 milur á dag, og setur svo Evrópumet meö blöðrur undir iljunum á lélegum hlaupa brautum, eöa hættir lifi sinu yfir hindrunum, I þvi eina augnamiöi aö bæta brezka metiö i hind- runarhlaupi. En utan Iþróttavall- arins er Bedford glaölyndur og hreinskilinn náungi sem þykir 'bjór góöur, og fær ekkert betra að boröa en kjötbollur móöur sinnar. Kvenfólk hefur hann aldrei flúiö. Fyrir keppni vil ég heldur vera i glööum hópi félaga minna, en aö sitja einn sér og naga á mér handabökin af ótta viö að eitthvað mistakist I hlauplnu, - segir hann. Va'átainen hefur sagt. — Ég blæs á heimsmetin, aöalatriöiö er að sigra, vinna gullverölaunin, þaugeturenginn frá mér tekiö. — Fyrir nokkrum árum var Juha VaatUinen, eins og svo margir aðrir finnskir Iþróttamenn, efni- legur, en ekkert meir. Engum datt þaö þá i hug, aö hann ætti eftir að setja allt á annan endann I Finnlandi, þegar þjóöin fylltist sigurvimu yfir frábærum sigrum hans á hlaupabrautinni. Hann hefur veriö kallaöur „hinn nýi Nurmi” en aö einu leyti er hann þó frábrugöinn þessum fræga ianda sinum. vaátáinen hleypur til þess aö sigra og bara sigra, en ekki aö setja met. A dagskrá íþróttamóts 1 Ports- mouth I fyrra, var 10.000 m. hlaup. Meðal þátttakenda var David Bedford. Hann hafði eytt kvöldinu fyrir keppnina i góöum félagsskap, en þó far-'.ö snemma aö sofa. Um morguninn daginn sem hlaupiö átti að fara fram, fór hann á búðarráp meö vinkonu sinni. Þaö haföi veriö sagt aö hlaupabrautin væri léleg og lítið betri en venjuleg sandfjara. Þar fyrir utan var kæfandi hiti. Annan hringinn I hlaupinu hljóp hann á 59 sek, en þaö var of hæg ferö aö hans dómi. Þakkaöi hann hinum keppendunum fyrir fylgdina og hljóp frá þeim. Þaö, sem vakt mesta aðdáun áhorfenda var hinn óhemju mikla þrautseigja og stálvilji mannsins. Hring eftir hring hélt hann hraöa sinum, þráttfyrirþaöaöfæturhans uröu blóðrisa og þaktir blöörum. Keppendur hans boru búnir aö vera og nálægt þvi aö drepa sig, þegar hlaupiö var unniö? — spurðu áhorfendur. Timi Bed- fords var stórkostlegur 27.47,0 nýtt Evrópumet og 27 sek. betra en fyrrverandi met JUrgens Haases. A Evrópumeistaramótinu I Helsingfors var Váátáinen ekki sáttur meö neitt annað en sigur. 1 huga hans komst ekkert annaö aö. Allt siöan 1968 haföi hann verið hinn einmana Finni meöal stórhlaupara heims á lengstu vegalengdunum. Að hans áliti varð aö breyta þeim hugmyndum heimsbyggðarinnar, aö timi finnskra stórhlaupara væri liöinn. Hann æfði i hálfgerðri útlegö i Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi og lét öll orö góð eða ill, i sinn garð, sem vind um eyrun þjóta. Og hann æfði vel. Hinn 10. ágúst 1971 reyndi hinn sprettharði Austur-Þjóðverji Jurgen Haase aö sigra i 10.000 m. hlaupinu með miklum endaspretti, en án árangurs, Juha var ennþá sterkari á endasprettinum og sigraöi. Fjórum dögum seinna varö þaö hlutskipti Frakkans Jean Wadoux, aö verða þeirrar óvæntu ánægju aönjótandi aö sjá á eftir Váátáinen i mark á undan sér, I 5000 m. hlaupinu. Þar meö hafði Juha gert það, sem aðeins 2 menn höföu leikið, að veröa Evrópumeistari I 5 þúsund og 10 þúsund metra hlaupi. Hinir eru Pólverjinn Krzyszkowiak og „tékkneska eimreiöin” Emil Zatopek. Fyrir Bedford er það margt fleira, sem kemur til greina en bara aö vinna. Hann á sér sín tak- mörk, bæöi til þess aö friðþægja sjálfum sér og gleöja fjöldann, Fólk segir aö ég sé heimskur, vegna þess að ég slit mér út i þýöingarlausum hlaupum. En ekkert hlaup er þýðingarlaust aö minum dómi.— Segir Bedford, — þetta er allt liður i þjálfun minni. — Bedford hittir oft fólk, sem hefur litiö álit á honum, og segir að hann sé enginn keppnismaöur. Þaöheldur þvi fram, að hann geti ekki unnið I harðri keppni, og segir aö öll met hans séu sett á litlum mótum og þegar ekki var um neina keppni að ræöa. Þetta fólk telur hann vera nýjan Ron Clarke, mann sem setur heims- met en sigrar aldrei á stórum mótum. Hann æfir svo stift, að það var talið að hann myndi fá taugaáfall áður en Olympiu- leikarnir hæfust, en Bedford segist ekki þrifast nema hann æfi mikið. — Ég hef lært af reyns- lunni, — segir hann, — og ef ég verð fyrir meiðslum þá mun ég fá læknisaðstoð og rétta meðhönd- lun, þannig að séu meiöslin ekki alvarleg, munu þau ekki há mér. Ég er tilbúinn undir Olympiu- leikana bæði likamlega og and- lega — Svo mörg voru þau orð. Þaö er mikilvægast að vinna, og VSatainen mun leggja allt i sölurnar fyrir sigur. Það er reiknaö með aö um 50 þús Finnar verði meðal áhorfenda, og aðrar 2 milljónir munu örugglega fylgjast meö honum i sjónvarpi . og útvarpi. Finnska þjóðin hefur endurheimt það, sem hún hefur ávalltþráð, annan Nurmi. Og um margtsviparþeim saman, hinum þjóðsagnakennda Paavo Nurmi og Juha Vaátainen. Þeir hafa ekki mikið álit á þjálfurum, fara sinar eiginn leiöir hvaö þvi viðv- íkur. Fréttamenn hafa aldrei átt upp á pallborðiö hjá þeim, þó svo aö Váátainen notfæri sér góða fréttamennsku þegar hún býðst. En þaö er meira i eigin hag en til þess aö geöjast fréttaþyrstum að- dáendum. Báöir voru og eru miklir eiginhagsmunamenn, en þó má segja að Juha sé endur- bætt útgáfa af Nurmi, þvi hann á það til að taka viö góðum ráö- leggingum sjái hann sér hag af þvi. En sigurviljinn er sá sami, og ekkert getur kastað skugga á siguraugnablikið, þegar laun er- fiðisins er að fullu greitt meö gullverölaunum. Fyrir þá stund væru þeir tilbúnir að leggja lifiö að veði. Markvisst og mað natni hefur Bedford þjálfað sig, frá þvi að hann var 13 ára, með þaö eitt i huga að verða mesti langhlaup- ari heims. Er hann var 15 ára komst hann undir hendur Bob Parker, sem verið hefur þjálfari hans æ siðan. Smátt og smátt var æfingaálagið aukið, og menn fóru að veita þessum renglulega pilti meiri athygli. Árið 1969 setti hann sitt fyrsta met i 10.000 m. hlaupi, hljóp á 29.24.4, aöeins 19 ára gamall. Ari seinna var hann búinn að koma brezka metinu niður i 28.06,2 og var með þvi kominn i hóp meztu hlaupara- heims. Arið 1971 varð ár sigra og vonbrigða, en um leið lærdóms- rikt. Þá lærði hann það, að hann getur aðeins sigrað, með þvi aö halda upp mikilum hraða allt hlaupið, og gefa hinum enda- sprettshörðu andstæðingum sinum litla sem enga möguleika á þvi aö hlaupa sig uppi á siðasta hring. En lætur Juha Váátáinen skilja sig eftir? Á þvi eru harla litlar likur. Þessi einbeitti og skapmikli Finni á sér aöeins eitt takmark, og það er að vinna tvö langhlaup á Ólympiuleikunum. Og hann ber ekki minnstu virðingu fyrir keppinautum sinum, og gerir sig engan veginn ánægðan með hálfnað verk. Hann er svo sjálfs öruggur maður, að það mætti likja honum við hrokafullan lista- mann sem þekkir eigið ágæti út i yztu æsar og lifir samkvæmt þvi. Hann reynir aldrei að afsaka sjálfan sig né gerðir sinar. Hann er maður sem litur ávallt fram á við, aldrei til baka. Og svo öruggur er hann með sjálfan sig, að hann telur betra aö vera sigur- stranglegastur, þvi þaö leiðir af sér,aðallirfylgjastmeöhonum og útfæra hlaup sitt eftir þvi hvernig hann hleypur. Einnig Bedford hefur ákveðiö markmið i huga, en það er aö setja nýtt heimsmet, enda mun það að hans dómi nægja til sigurs. Af sjálfsdáðun hefur hann verið atvinnulaus 19 mánuöi, en um leið stundað nám við Twickenham. Allt s.l. ár hefur hann miöað að þvi að vera i toppformi þann 31. ágúst 1972, þegar 10.000 m hlaupið hefst i MUnchen. Þjálfari hans hefur látið hafa eftirfarandi eftir sér: — Ég held að þjálfun Dave hafi verið unninn svo samvizku- samlega, að hápunktinum verði náð fyrstu viku Ólympiul. Bedford og Parker hafa unnið saman i 6 ár og þekkja hvor annan mjög, vel, og er þvi engin ástæða til að vanmeta það, sem þeir segja. Og takist þeim að halda Bedford i toppformi á Ólympiuleikunum, má telja öruggt að hann vinni. Þetta þýðir, að Bedford verður að halda Váátáinen fyrrir aftan sig út allt hlaupið, en þaö verður erfitt. Juha Váátáinen er ekki sú manngerð, sem lætur vel aö vera aftarlega I röðinni. Að hlaupa fremst og leiöa hlaupið er hans markmið. Hann lærði mikið þegar hann reyndi að ná kjöri til finnska þingsins, og fékk ekki nema 1800 atkvæði. Þá lærðist honum að rööin getur verið löng, og sé maður aftarlega, er næstum ómögulegt aö komast i fremstu sætin. 1 Munchen mun Finninn setja á fulla ferb, laminn áfram af þjóðhetjunafnbótinni og þvi, aö hann sé Nurmi endurborinn. Það er erfitt að vera uppáhald finnsku þjóðarinnar á Iþróttaleik- vanginum, en ennþá erfiðara er að missa aðdáun hennar og fá I staðinn útskúfun, þvi að heima i Finnlandi sviður undan þvi, aö hafa brugðizt trausti hennar. Þvi stendur gagnfræðaskólakennar- inn Juha Váátáinen frammi fyrir ómannlegum kröfum, hann verður að sigra. Fyrir Bedford og Váatáinen er hin fagra hugsjón, „aö vera meff húmbúkk eitt. Þeir koma til Milnchen með aðeins eitt tak- mark, að sigra. En hvort sem það veröa þeir eða einhverjir aðrir, sem þaö gera, mun það engin áhrif hafa á _ gang himintungl- anna, og hnötturinn mun væntan- lega halda áfram að snúast um alla framtið. — f.k. Brezki „stálmaöurinn” David Bedford I góðum félagsskap.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.