Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 20
Klp—Reykjavík. t sumar hafa borgaryfir- völdin látift vinna markvisst aft þvi aö fjarlægja skipsflök þau, sem veriö hafa inni I Kleppsvik undanfarin ár og bæjarbúum þótt heldur litil prýöi aö á þessum fagra staö. Fullorðiö fólk, sem heima á i næsta nágrenni við þessi skipsflök, hafði lengi kvartað undan þeim og varað við slysahættunni sem þeim fylgdi. Var á sinum tima mik- ið skrifað um þetta mál hér i Timanum. En nú eru öll þessi skipsflök að hverfa. I gær fækkaði um eitt, þegar slökkviliðið bar eld að skipi, sem eitt sinn hét Bjarnarey og flutti lengi vel vörur á milli Vestmannaeyja og Reykjavikur. Logaði glatt i þvi, þegar okkur bar að garði, enda búið að standa á þurru i ein 15 ár. Kitt af siöustu skipsflökunum I Kleppsvik aö brenna. t>etta skip hét eitt sinn Bjarnarey og annaöist i fjölda ár vöruflutninga milli Vestmannaeyja og Reykjavikur. ( Tímamynd Róbert). verið leikvöllur þeirra að und- anförnu. Þau hugguðu sig þó við það, að enn væri eitt skip eftir, sem þau gætu leikið sér i. Það ber nafnið Vísundur, en er þó þekktara undir nafninu „Spiraskipið”, sem það fékk eftir Asmundarsmyglið fræga. Er það i fjörunni rétt hjá þar sem Bjarnarey var, og þar skammt frá liggur kjölur af öðru-skipi. Þegar þessi skip — eða skipsflök — hverfa, verður aðeins sýnilegur kjölurinn af Laxfossi gamla, sem liggur nokkuð utar og hin mesta óprýði er af. Börn og ungli'ngar, sem fylgdust með brunanum, voru ekki alls kostar ánægð með að skipið hyrfi, þvi að það hafði Föstudagur 25. ágúst 1972 VERÐA SIGLFIRÐINGAR AÐ HÆTTA VIÐ HITAVEITUNA! - gerð verður úrslitakönnun í Skútudal SB—Reykjavik Undanfarin ár hcfur veriö bor- aö i Skútudal viö Siglufjörö i leit að heitu vatni i hilaveitu fyrir^ kaupstaöinn. Sex holur liafa veriö boraöar, en hvcr ný liola hefur tekiö vatniö frá hinum þannig aö liklega er þetta allt sama vatnið. Nú er fyrirhuguö lokakönnun á svæöinu i Skútudal. Lokakönnunin er i þvi fólgin að rýma holu niöur á 140 metra dýpi og fóðra hana og sannreyna siðan varanlegt vatnsmagn með djúp- dælu. Eins og er benda likur til þess, aö vatnsmagn þarna sé nægjan- legt fyrir um 1600 manns, eða tvo þriðju hluta Siglufjarðarkaup- staðar. Ekkert er þó hægt að full- yrða um það, fyrr en könnuninni lýkur. Borinn er kominn á stað- inn, en djúpdælan er enn ekki komin til landsins. Könnunin mun taka um mánaðartima. Skútudalur er um 6-7 km leiö frá Siglufiröi, og ef ekki fæst þar heitt vatn fyrir kaupstaðinn, verður sennilega hætt við allar hitaveituhugmyndir, að minnsta kosti i bráð, að sögn Stefáns Frið- bjarnarsonar bæjarstjóra. Þetta er eina svæðið sem ur komið að geymi vatn. til greina get- nægilega heitt Iðnó lokað 1. okt? Klp—Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að^ veita samkomuhúsinu lönó frest til 1. októbcr n.k. til aö koma i lag öllum eldvarnamálum sinum, að öðrum kosti veröi húsinu lokað frá og með þeim degi. Astæðan fyrir þessu er sú, að sögn slökkviliðsstjórans i Reykjavik Rúnars Bjarnasonar, að stjórn hússins hefur þverskall- azt við að koma eldvarnaeftirliti hússins i lag frá þvi að fyrst var farið að hafa orð á þessu fyrir nokkrum árum. Þá var þess farið á leit við öll samkomuhús borgar- innar, að þau gerðu ýmsar ráð- stafanir i þessum málum, ogiurðu þau öll við þeirri ósk nema Iðnó. Þar var m.a. óskað eftir þvi, að merktar yrðu neyðarútgöngudyr með ljósaútbúnaði og séð til þess að allar slikar dyr opnuðust út o.s.frv. Eldvarnaeftirlitið skrifaði sið- an stjórn hússins bréf, og það oft- ar en einu sinni, en ekkert var gert i málinu, og þess vegna var skrifað til borgarráðs, sagði slökkviliðsstjóri að lokum. Borgarráð tók þetta bréf fyrir á siðasta fundi, og þar var sam- þykkt að gefa hússtjórn Iðnó frest til að framkvæma umbeðnar lag- færingar fyrir 1. október n.k., að viðlagðri stöðvun á rekstri húss- ins til samkomuhalds. HRÍSEYINGAR ÞURFA AÐ VELJA A MILLI SAUÐFJÁR 0G NAUTA SB—Reykjavik Einhvern tima á næstunni verð- ur haldinn almennur fundur i Hrisey um nautamáliö, cin eins og kunnugt er hefur komiö sterk- lega til greina aö hafa Galloway-- nautin þar i eynni, þegar þar að kemur. Hriseyingar eru fremur hlynnt- ir nautunum, en hins vegar ekki þvi skilyrði fyrir veru þeirra, að leggja þurfi niður allan sauðfjár- búskap i eynni. Hreppsnefnd Hriseyjarhrepps hefur sent nefnd þeirri i Reykja- vik, sem um málið fjallar, spurn- ingalista, og þegar svörin berast noröur, verða þau lögð fyrir al- mennan fund. Myndin var tckin fyrir skömmu af bornum i Skútudal. Siglufjöröur I baksýn. ( Ljósm. A.B.) NOG VATN FUNDIÐ I HITAVEIT- 14. þing SUF á Akureyri Fjórtánda þing S.U.F. verð- ur haldiö á llótel KEA á Ak- ureyri, dagana 1. tii '.I. septembcr 1972. Dagskrá þingsins veröur sem hér segir: Föstudagurinn 1. september. Kl. 20.00 1. Þingsetning —Már Péturs- son, formaður S.U.F. 2. Ræða — „Stjórnmálaflokk- ar og unga fólkið” Sr. Guð- mundur Sveinsson, skóla- stjóri Bifröst. . Kosning kjörbréfanefndar og uppstillingarnefndar. 4. Kosning starfsmanna þings- ins. a) þingforseta, b) þingritara 5. Skyrsla stjórnar a) Formanns, Más Pétursson- ar. b) Gjaldkera. Þorsteins Ólafs- sonar. 5. Skýrsla stjórnar a) Formanns, Más Péturs- sonar b) gjarikera, Þor- steins Ólafssonar 6. Umræður um skýrslur stjórnar 7. Skipað i nefndir. Laugardagurinn 2. september kl. 09.00 Nefndastörf Lagabreytingar Nefndaálit og umræður kl. 18.30 Kvöldveröur kl. 20.30 Nefndastörf Sunnudagurinn 3. september kl. 9.00 Afgreiösla nefndaálita Kosningar samkvæmt sam- bandslögum kl. 15.00 Þingslit UNA A HVAMMSTANGA SB—Reykjavlk Eins ug kunnugt er, vinna livammstangabúar nú aö lögn hitaveitu i kauptúniö. Vatniö er fengiö úr borholu aö Laugarbökk- um, en sá galli var þar á, að magnið var tæplega nægilegt. i gær fannst hins vegar meira heitt vatn, svo aö nú er fyrir hendi nóg vatn til að hita upp Hvamms- tanga, og vel það. Vatnið, sem fyrir hendi var á Laugarbökkum, voru 16 sekúndulitrar af 97 stiga heitu vatni. Boruð var önnur hola, en hún gaf i fyrra aðeins 0.7 sekúndulítra. undanfarna daga hefur veriö borað aftur i þá holu, og fengust fljótlega úr henni 3 sekúndulitrar til viðbótar. I gær- kvöldi var borinn kominn niður á 400 m dýpi, og þar fengust alls 8 sekúndulitrar úr holunni. Sér- fræðingar telja, að holan eigi enn eftir að bæta við sig, og þykja Hvammstangabúum þetta aö vonum góðar fréttir. Talið er, að hitaveitan verði komin i um 80% húsa á Hvamms- tanga um áramótin. Vinna við verkið gengur mjög vel, aðeins hefur reynzt erfitt að fá vinnu- kraft, en það hefur bjargazt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.