Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 1
 V. IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SÍMI: 19294 Kæli- skápar 3Djt<n A./ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 v. Ljósmyndir: Ragnar Ragnarsson Væng komiö upp á burðargrind á þaki annars jeppans BREZKA FLUGVÉLAR- LEIÐANGRINUM LOKIÐ Tólf Bretarog einn islendingur, Ragnar Ragnarsson, fram kvæmdastjóri Tékkneska bif- reiðaumboðsins, hafa nú lokið við að tina saman aiit, sem finnan- legt er úr enska flugvélarflakinu, sem legið hefur í grennd við Hofs- jökul siðan snemma á striðsárun- um, nú i nær þriðjung aldar. Er flugvélinni, sem er af torfenginni gerð, Fairey Battle, ætlaður stað- ur í flugvélasafni brezka hersins, sem einmitt verður opnað i haust. Skýrði Ragnar Timanum frá þessum leiðangri og fer frásögn hans hér á eftir i megindráttum. Þótt Bretarnir hafi orðið feng- sælli hér,heldur en þeir gerðu sér i hugarlund að óreyndu, vantar enn að mestu leyti flugvélar- skrokk til þess úr samtiningnum verði alsköpuð flugél, auk þess sem það mun taka tvö til þrjú ár setja flugvélina saman. Fréttu <.eir félagar af flugvélarflaki, sem sagt var af sömu gerð, i fjöllum á Snæfellsnesi, en það reyndist annarrar tegundar, þegar til kom. Seinna fréttu þeir af flug- vélarflaki i svonefndum Þverdal i Esju, þar sem aðeins koma til greina tvær gerðir, önnur þeirra sú, sem eftir er sótzt, og átti að kanna i gær, hvort heldur væri. En ef allt um þrýtur hérlendis, er von ef til vill i heillegum skrokki flugvélar, sem nauðlenti á sinum tima i skógi i Skotlandi, og nýlega hafa hafzt spurnir af. I dag kemur hingað til lands brezk herflutningaflugvél,til þess aö sækja Bretana tólf og það af hlutum úr flugvélarflakinu, sem hún kemst með, en þaö, sem þá verður eftir, verður sótt einhvern næstu daga. NÖTURLEGIR HAUST- DAGAR ARIÐ 1940 Þessi flugvél, sem svo fast er sótt að endurskapa og hafa til sýnis i safni, fórst 13. september 1940. Hún lagði af stað frá flug- vellinum i Kaldaðarnesiog átti að fara með liðsforingja norður á Akureyri, og voru þeir tveir i flugvélinni, flugmaðurinn og liðs- foringinn. Ekki var lendandi á Akureyri, og var þvi snúið við suður, en yfir hálendinu bilaði vélin, og hafnaði hún á grýttum melum undir Hofsjökli. Flug maðurinn meiddist á fæti, en far- ginn slapp óskaddaður. Gengu ir félagar til byggða, hrepptu norðanstorm og frost, óöu ár upp undir hendur og komust mjög nauðulega til bæja á þriöja sólar- hring. FÓLK HVERGI SKILVISARA OG FÚSARA TIL SAMSTARFS Siðan hafa íslendingar komið að flugvélarflakinu stöku sinnum, eins og áður hefur verið rakið, og hirt úr þvi eitt og annað, meðal annars vélina, og er það talið Framhald á 5. siðu. Óhugnanlegt nábýli: ROTTUR Á FERLI í LOFTHITUNAR- STOKKUM HÚSS Það er óneitanlega miöur farið, þegar rottur komast I stokka húsa, þar sem lofthitun er. Þær eru óskemmtilegar i nábýli og talsverður fyrirgangur I þeim á köflum, ailk þess sem fæstir kjósa aö anda aö sér þvi lofti, sem þær lifa og hrærast i. Timinn veit þó dæmi þess, að fólk I húsi á höfuð- borgarsvæðinu á við þetta að striöa. Alls konar þrusk og áflog i stokkunum er daglegt brauö, og þó færist fyrst lif i tuskurnar, ef svo má aö orði komast um dýr, sem ekkert hafa saman viö klæö- skera aö sælda, þegar eitthvað það er matreitt, sem megn lykt er af. Þá er eins og rotturnar tryll- ist, enda trúlega ekki fjölbreytt úrval matfanga i stokkunum og aðdrættir fyrirhafnarsamir. Húsið, sem fyrir þessum ósköp- um hefur orðið er nokkurra ára gamalt, á aö gizka tiu til fimmtán ára, og hefur þar aldrei borið á neinu fyrr en i vor, að þessi firn hófust. Er þvi likast, að þá hafi rottunum opnast einhver leiö inn i stokkana, þar sem þær hafa svo tekið sér bólfestu. Ýmissa bragða hefur leitað til þe§s að losna við rotturnar úr stokkunum. En þrátt fyrir marg- ar atlögur, hefur þaö ekki tekizt fram að þessu enda ekki hægt um vik. Það er til dæmis ekki nema miölungi þægileg tilhugsun aö tortima þeim með eitri eöa eitur- gufum, þar sem þær eru, þvi að þá myndu skrokkarnir úldna i stokkunum og verða illlift i hús- inu, þegar lofti væri blásið i gegn um þá. Timinn hefur spurnir af þvi, aö svipað hefur gerzt i ööru húsi i næsta nágrenni Reykjavikur, en þar tókst fljótlega að vinna bug á rottunum og loka inngönguleið þeirra. Stórveldið og kotríkið: Óþarft að fara að lögum við ísland Samband brezkra togaraeig- enda hcfur gefið fyrirmæli um það, að setja skuli nöfn og ein- kennisstafi á ný á alla brezka tog- ara, sem kennimerki höfðu áður verið máð af. Skulu þau vera sýnileg á skipunum, nema á is- landsmiöum. Sagt er nú, aö um hundrað brezkir togarar veröi þar um þaö bil, er fiskveiðitakmörkin veröa færð út, og þar virðist gert ráð fyrir þvi.að þeir breiði yfir nafn og númer eins og brezkir togara- skipstjórar létu gera oft og tlöum fyrr á árum, þegar þeir voru að veiðum i islenzkri landhelgi, jafn- vel á fjörðum inni. Þannig var til dæmis farið að á togaranum Royalist, sem drekkti þrem Dýr- firöingum laust fyrir aldamótin, að aðeins hluti nafns og númers sást. Bretar telja sig með öörum orð- um,ekki þurfa að fara að alþjóöa- lögum né standa við gerða samn- inga^á yfirráðasvæði smáþjóðar- innar islenzku, ef þeim býður svo viö að horfa. ALÚÐLEG SAM- BÚÐ í 17 AR Galdurinn er sá, að „finna til með bílnum eins og reiðhestinum sínum” Klp—Reykjavik. islendingar hafa lengi verið orðlagðir fyrir að vera hálfgerðir draslarar með marga hluti, sér- staklega þó vélar og vinnutæki sem komineru til ára sinna. Má þar t.d. nefna hluti eins og bila, báta og vinnuvélar, bæði til sjávar og sveita. Eru þessir hlutir oft i mikilli niðurnfðslu, og oft mesta furða, hvernig þeir hanga sjsrnan. A þessu eru þó undantekningar sem betur fer. Við rákumst t.d. á gott dæmi um hirðusemi bíla- eiganda hér i borg nú i vikunni, er við áttum leið framhjá þvotta- plani vestur á Birkimel. Þar stóð bifreiðaf ChevroletBel Air-gerð, smiðuð árið 1955, sem leit óvenju vel út( svo vel, að jafnvel eig- endur nýrra bifreiða gætu ofundað eigandann af henni. I ljós kom, að sá sem átti þessa bifreið, var Benedikt Guttorms- son fyrrverandi bankastjóri. Hann sagði okkur, að hann hefði fengið þennan bil i júli 1955 og hefði átt hann siðan alls i 17 ár. —Ég lit ekki á hann sem neitt undratæki, þvi ég hef séð svona Framhald á 5. siöu. Benedökt Guttormsson að þvo bilinn sinn, sem nú er einmitt orðinn jafnaldra unglingunum, sem Ijúka ökuprófi jafnskjótt og lög leyfa. —Tímamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.