Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 8
:8 TÍMINN Sunnudagur 27. ágúst 1972 Menn 09 maUfni Heyskap fer nú aö ljúka, en brátt taka aörar annir viö í sveitum landsins — göngur, réttir og slátrun. Myndin hér aö ofan er frá slátrun í sláturhúsinu i Borgarnesi. Uggvænlegar fregnir Enn ein visbending um þaö, hve alvarlega horfir með þróun fisk- stofnanna á Islandsmiðum, kom fram nú i vikunni, er Sigfús Schopka fiskifræðingur upplýsti, að seiðarannsóknir á miðunum i sumar bentu til þess, að þorsk- klakið hefði brugðizt og ýsuklakið að einhverju leyti lika. Ekki er nú vitað um neinn góð- an árgang i uppvexti i þorskstofn- inum. Hinn hraðminnkandi afli is- lenzku togaranna undanfarin misseri sýnir okkur einnig, hve alvarlega horfir, og hlýtur efna- hagsafkoma islenzku þjóðarinnar að vera i voða, ef svo fer fram. Um tima var haldið, að þorskárgangurinn frá 1964 myndi gefa af sér mikinn afla, en þær vonir hafa nú brugðizt, og er þar um að kenna óhóflegri veiði á smáþorski af þessum árgangi. Það eru Bretar, sem þar eru mestir vargar i véum. Þeir stunda þetta smáfiskadráp öör- um fremur hér viö land. Bretar hafa stóraukið sóknina á tslandsmið upp á siökastið, og nú ætla þeir að stefna hingað öllum þeim togurum, sem fært er, að þvi er fregnir herma. En skv. þeim staöreyndum, sem fyrir liggja, eru mjög litlar likur á þvi, þrátt fyrir hina stórauknu sókn, að þeim takist að veiða upp i kvótann.sem Alþjóðadómstóllinn i Haag skammtaði þeim, 170 þús- und lestir, jafnvel þótt þeir fengju að vera algerlega áreitnislausir við veiðarnar siðustu 4 mánuði ársins. Gefur þetta vissulega góða visbendingu um hið alvar- lega ástand þorskstofnsins hér við land nú. Sannar áhrif aukinnar sóknar erlendra togara Hafrannsóknarstofnuninni ber- ast árlega skýrslur um veiðar Breta. Skýrsla um veiðar Breta hér viö land á árinu 1971 barst hingað i júnimánuði sl. 1 þeirri skýrslu kemur fram, að veiðar Breta hafa numið rúmlega 150 þúsund lestum. Var aflinn nær allur þorskur, en 7 þúsund lestir ýsa. Þannig hefur Alþjóðadóm- stóllinn i Haag ákveðið Bretum 20 þúsund lestum meira magn á þessu ári og þvi næsta en þeir veiddu á sl. ári, án nokkurra hamla gegn aukinni sókn, þvert ofan i skýrslu þá, sem sér- fræðingar, þar á meðal brezkir fiskifræðingar, lögðu fyrir árs- fund Norður-Atlantshafsnefndar- innar fyrr á þessu ári, þar sem lagðar eru fram óyggjandi sannanir um ofveiði á fiskstofn- unum og lagt til að minnka sókn- ina um 50%. Engar upplýsingar hafa borizt um veiðar Breta hér við land á þessu ári, en telja verður vafa- samt, i ljósi þessara staðreynda, sem fyrir liggja, að Bretar nái Haag-kvótanum, þótt þeir stór- auki sókn sina á íslandsmið enn frá þvi, sem verið hefur á þessu ári. Að undanförnu hafa brezkir togarar einkum veitt við Norður- og Austurland, en þar liggja þeir einkum i ókynþroska smáþorski. Arið 1970 veiddu fslendingar rúmlega 300 þúsund lestir af þorski, en 1971 minnkaði þorskafli Islendinga niður i 255 þúsund lest- ir. Árið 1970veiddu Bretar 123 þús- undlestiraf þorski hér við land, en á árinu 1971 tókst þeim að auka hlut sinn i 147 þúsund lestir á sama tima og okkar afli minnkaði um 45 þús. lestir. Þetta sýnir okk- ur svo ljóslega sem verða má, hvaða áhrif aukin sókn erlendra togara á fiskimiðin á islenzka landgrunninu mun hafa á aflahlut okkar og afkomu. Bitið i skjaldarrendur Þær fregnir berast nú hingað frá Bretlandi, að brezkir út- gerðarmenn stefni til íslands- miða öllum þeim togurum, sem þeim er fært að senda hingaö, og floti þeirra verði þvi talsvert stærri en vant er á þessum árs- tima. Þá er gefið i skyn, af hálfu brezkra togaraeigenda, að sjó- menn á brezkum togurum hafi fengið einhver leynifyrirmæli um það, hvernig þeir skuli bregðast við, reyni islenzka landhelgis- gæzlan að hafa afskipti af brezk- um togurum innan 50 milnanna. Er látið i það skina, að brezkir sjómenn muni beita valdi til að koma i veg fyrir að islenzka land- helgisgæzlan geti tekið togara aö ólöglegum veiðum innan is- lenzkrar fiskveiðilögsögu. Eftir fregnum að dæma mun brezka rikisstjórnin ekki áforma að hafa herskip innan 50 miln- anna þann 1. september, en gefiö er i skyn, að þau muni send þang- að, reyni islenzka landhelgisgæzl- an að taka brezka togara. Var haft eftir forystumanní brezkra togaraeigenda, að brezk- ir sjómenn myndu ekki láta hrekja sig af „hefðbundnum” miðum sinupi. Breiða yfir nafn og númer Þá berast og fregnir af þvi, að verið sé að afmá nöfn og ein- kennisstafi þeirra togara, sem vera eiga við veiðar innan 50 milna markanna við ísland eftir 1. september. Ekki fer þetta athæfi framhjá brezku rikisstjórninni, þvi að fréttir af þessu hafa siður en svo fariö leynt i brezkum fjölmiölum. Enn virðist brezka stjórnin láta þetta afskiptalast. Er hér þó um að ræða brot á alþjóðlegum sigl- ingareglum, brezkum lögum og alþjóðasamningi, sem Bretar hafa undirritað. Á bak við þetta standa brezkir togaraeigendur, en þeir virðast hafa verið helztu ráðgjafar brezku rikisstjórnarinnar i land- helgismálum og þeim samninga- viðræðum, sem staðið hafa við fs- lendinga. Láti brezka rikisstjórnin þetta afskiptalaust, sannar það aðeins, að hún hafi látið togaraeigendum eftir að móta stefnuna i þessum málum áfram. Ekki verður þvi þó trúað fyrr en á verður tekið, að brezka stjórnin veiti skipum, sem fremja svo gróf brot á margvislegum lögum, reglum og samningum, herskipa- vernd til að halda slikum brotum áfram. Brot á alþjóða samningi Árið 1967 undirritaði brezka rikisstjórnin alþjóðlegan samn- ing um að „fiskiskip hvers samn- ingsrikis skuli skrásett og auð- kennd samkvæmt reglum þess rikis til þess að tryggja kennsl þeirra á hafi úti.” Ennfremur er kveðið á um að „heiti, stafir eða númer, sem sett eru á fiskiskip, skuli vera nægjanlega stór, svo að auðveldlega megi greina þau og þau má ekki má út, breyta, gera ólæsileg, hylja eða dylja.” Þá er eftirlitsmönnum hvers rikis, sem af lslands hálfu eru starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, leyfilegt að fara óhindrað um borð i þessi skip til athugunar, m.a. á möskvast. og til skýrslugerðar. Það verða þvi um að ræða brot á þessum alþjóðlega samningi, sem gildir utan 12milna markanna og Bretar hafa undirritað, ef brezkir togarasjómenn meina islenzkum varðskipsmönnum að fara um borð i togarana til athugana og skýrslugerðar. Hins vegar mun brezkum tog- urum ekki verða nein vörn i þvi að breiða yfir nafn og númer. Landhelgisgæzlan á myndir af öllum brezkum togurum, og þeir verða myndaðir, þegar þeir koma nafnlausir á fslandsmið. Meö samanburði má gjörla þekkja, hver reynir að fara huldu höfði. Slik lagabrot brezkra togara munu þvi' reynast þeim skamm- góður vermir, og þau gera mál- stað Bretaveldis i þéssu máli sannarlega ekki betri en hann er. Enn svarar brezka stjórnin engu Enn hefur ekkert svar borizt frá brezku rikisstjórninni við sið- asta samningstilboði islenzku stjórnarinnar. Enn er hægt aö semja, og islenzka rikisstjórnin hefur alltaf haft fullan vilja til þess að ná bráðabirgðasam- komulagi, er kæmi i veg fyrir þau átök og vinslit, sem nýju þorska- striði fylgja. En hvað sem bráðabirgðasam- komulagi liður. hefur islenzka rikisstjórnin margitrekað, að frá ákvörðuninni um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur 1. september verði ekki hvikað. Reglugerðin um hina nýju skipan á fslandsmiðum kemur þá til framkvæmda. fslenzka rikisstjórnin og Land- helgisgæzlan munu beita öllum skynsamlegum úrræðum til að framfylgja lögum innan islenzkr- ar lögsögu. Þær aðferðir, sem beitt verður hverju sinni, hljóta að ráðast af þeim aðstæðum, sem rikjandi eru á hverjum tima. fslendingar eiga hér allt að vinna, og timinn vinnur fyrir þá i tvennum skilningi, þótt Bretar kunni enn að bregða til þess ráðs að beita hernaðarlegu ofbeldi til að reyna að knýja Islendinga til undanhalds i baráttunni fyrir réttinum tii mannsæmandi lifs á Islandi. Alþjóðleg þróun land- helgismála er okkur i vil. Og þótt brezk herskip geti komið i veg fyrir töku brezkra veiðiþjófa við kosnaðarsamt úthald um hrið, kemur að þvi, að þessir togarar verða að leita islenzkrar hafnar, þannig að islenzkum lögum verði yfir þá komið. Reynslan hefur sannað, að fiskveiðar undir her- skipavernd eru ekki árangursrik- ar. Við höfum þvi efni á þvi að fara að með fyllstu gát, þolin- mæði og þrautseigju. Sýnum samstöðu A mestu riður, að við höldum hinni algeru samstöðu okkar i landhelgismálinu i þeirri hörðu baráttu, sem fram undan er. Bretar biðu ósigur i siðustu átökunum við Islendinga. Þeir virðast þvi miður ekki hafa lært nóg af þvi tapi. Reynslan frá sið- asta þroskastriði sannar, að brezk skip geta ekki stundað veið- ar hér við land i vetrarveðrum án þess að leita vars inni á vikum og fjörðum eða i höfnum, þegar veðurofsinn nær hámarki. Islenzk varðskip munu sifellt truflá veiðar brezkra togara, þótt ekki verði ráðizt i tvisýnu með töku þeirra. Mörk skip i hnapp á tiltöluléga litlu svæði stunda ekki ábatasamar togveiðar, og þess vegna hljóta menn að gefást upp á slikum veiðiskap, þegar til lengdar lætur. Þess vegna skul- um við ekki æðrast, þótt Bretar sýni okkur enn einu sinni yfir- gang, heldur fara að öllu með gát og stillingu. Við sigrum ekki með vopnavaldi, en sigurinn verður að lokum okkar, þótt nokkur bið kunni að verða á þvi. Rikisstjórnir nokkurra er- lendra rikja hafa bent okkur á, að heppilegast sé að leita alþjóðlegs eða fjölþjóðlegs samkomulags um verndun fiskstofnanna. Þessi verndun hefur verið i höndum hinna fjölþjóðlegu svæðastofnana svokallaðra. 1 ræðu, sem Hans G. Andersen flutti á fundi hafsbotns- nefndar, er vinnur að undirbún- ingi að hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem nú er búið að fresta um eitt til tvö ár, skýrði hann mjög ljóslega af hverju Is- lendingar geta ekki fallizt á slika framtiðarskipan mála. Hans sagði m.a.: Á slíka skipan fellstísland aldrei ,,Að þvi er varðar svæðastofn- anir, þá er það ljóst, að þeim hef- ur ekki tekizt að tryggja nauðsyn- lega verndun fiskstofnanna. Þvi hefur verið haldið fram, að rétta svarið við þeim aðfinnslum sé að styrkja þessap stofnanir. Okkar svar við þeirri röksemd er, að þegar búið er að ákveða hið rétta hlutverk slikra stofnana, þá mundum við vera fylgjandi þvi, að völd þeirra yrðu aukin að miklum mun. Hið rétta hlutverk þessara stofnana er að fást við verndarsjónarmið og ráðstafanir og auðvitað hafa einnig hlutverki að gegna bæði varðandi verndar- ráðstafanir og hagnýtingu fisk- stofna, að þvi er varðar svæðið utan lögsögu hinna einstöku rikja. Að sjálfsögðu á þetta við fisk- stofna, sem fara um úthöfin. Að þvi er varðar staðbundna síofna, er það ekki hið rétta hlutverk svæðastofnana að fást við úthlut- un varðandi hagnýtingu þeirra. I þessu sambandi ber að leggja áherzlu á það, að i þeim alþjóða- samningum, sem svæðastofnanir þessar eru byggðar á, svo sem t.d. ofveiðinefndirnar fyrir Norð- austur-Atlantshafið og Norðvest- ur-Atlantshafið, er sérstaklega tekið fram, að ekkert ákvæði þeirra skuli hafa áhrif á rétt eða kröfur strandrikjanna, að þvi er varðar viðáttu fiskveiðilögsög- unnar. Með öðrum orðum má segja, að hlutverk þeirra, a.m.k. að þvi er varðar hagnýtingu fisk- stofnanna, sé takmarkað við svæðið utan fiskveiðimarkanna sjálfra. Það er rétt, að upp á sið- kastið hafa þjóðir þær, sem fisk- veiðar stunda á fjarlægum mið- um, sýnt vilja og tilhneigingu til að falla frá kröfum sinum um að svæðastofnanir þessar gangi ein- ungis frá reglum, sem gildi jafnt fyrir alla, og hafa nú tekið að tala um úthlutunarkerfi, þar sem há- marksaflinn dugar ekki til að fullnægja kröfum allra þjóða, og jafnvel að strandrikin skuli þar hafa nokkurn forgangsrétt i slikri úthlutun. En i þvi sambandi verð- ur fyrst og fremst að leggja áherzlu á það, að þessi stefnu- breyting hefur orðið vegna kröfu strandrikjanna og að á hana hefði verið fallizt, að minnsta kosti að nokkru leyti, með hálfum hug af þeim þjóðum, sem fiskveiðar stunda á fjarlægum miðum. Og ekki má heldur gleyma þvi, að innan sumra þessara svæðastofn- ana, eins og t.d. Noröaustur-At- lantshafsfiskveiðinefndinni, mundi hlutur Islands samkvæmt þessu kerfi verða i eðli sinu ákveðinn af öðrum aðildarrikjum nefndarinnar, sem öll hafa áhuga á að stunda fiskveiðar á Islands- svæðinu, og mundi þá Island hafa þar eitt atkvæði gegn öllum hin- um. Það gefur auga leið, að slikt kerfi er algjörlega óraunhæft að þvi er varðar staðbundna stofna við strendurnar, svo sem við höf- um áður vakið athygli á i þessari nefnd” —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.