Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. ágúst 1972 wmmm TÍMINN n er hagkvæmari en ún sé dýrari í upphafi i, einn mesta völund bókbindarastéttarinnar sem kom eftir pappann. Inn- linurnar á hvitu myndinni brenni ég svo með heitu járni. Það var eingöngu sjálfs min hugmynd að nota heitt járn til þess. En að visu býst ég varla við þvi að þær mjóu linur— þessar með gullslitnum — sjáist, þegar búið verður að ljós- mynda þetta og offsetprenta það i viðbót. En samskeytin, þar sem hvita myndin og svarta skinnið mætast, —- þau eiga að vera svo slétt, að þar finnist alls engin ójafna, þótt strokið sé með fingurgómi yfir. — Hvað er eiginlega lengi verið að ganga frá sliku bókarskrauti — fella mynd niður i slétt skinn, svo að hvergi sjáist né finnist nein ójafna? — Ó, ég veit ekki. Þetta er ákaf- lega finlegt nákvæmnisverk. Ætli það séu ekki svona sex til átta klukkutimar, fyrir utan timann sem fór i að teikna myndina i upphafi. — Vel á minnzt.: Eftir hvaða frummyndum teiknaðir þú þessar myndir, sem eru utan á bókum Hallgrims Péturssonar? — Myndina af Kristi á krossin- um fann ég inni i bókinni sjálfri, en hinar tvær eru hugarfóstur sjálfs min. — Við höfum nú hér fyrir fram- an okkur þrjár bækur eftir Hall- grim Pétursson, allar bundnar i hið vandaðasta band. Hvað gætir þú imyndað þér að farið hefðu margir dagar i að binda þessar þrjár bækur? — Ég átti i dálitlum erfiðleik- um með sniðgyllinguna, þvi mig vantaði eitt efnið sem til hennar þurfti. En að þeim töfum frátöld- um, gæti ég hugsað, að það hefði farið svona um það bil ein vika i hverja bók. Handgyllingin er ákaflega seinleg. Stjörnurnar, sem sjást þarna utan með, eru allar gylltar i hönd- um, ein og ein i einu. Það er feiki- leg yfirlega. — Það væri þá hægt að hugsa sér, að það kostaði eitthvað dálit- ið að láta binda fyrir sig bækur með þessum hætti, ef vinna við hvert bindi tæki heila viku —- fyrir nú utan allt efnið. — Já, ég er hræddur um það. Nei, svona vinnu er i raun og sannleika ógerningur að meta til peninga, og gildir það reyndar um marga aðra handavinnu. —Já, önnur handavinna seg irðu. Hefur þú ekki reynt fyrir þér á öðrum sviðum? Fengizt við út- skurð, skrautskrift, eða annað þess háttar? — Otskuröinum skulum við sleppa. En ég var snemma spenntur fyrir skrautskriftinni. Þegar pabbi var beðinn að útbúa möppur utan um skrautrituð skjöl, varð mér oft býsna starsýnt á þau. Þetta varð til þess, að ég bað Sigfús Halldórsson tónskáld að skrifa upp fyrir mig stafrófið, svo ég gæti æft mig á þvi. — Og hefur þú siðan lagt stund á skrautritun? — Það hefur nú allt verið i smáum stil. Jú, ég hef skrautritað fyrir fjölskylduna brúðarkort og þess háttar. — Væri ekki gaman að hafa þarna dálitla hliðargrein, svona til þess að lifga upp á hversdag- leikann? — Jú, áreiðanlega. Skrautritun er feikilega heillandi verkefni — ef maður gerir nógu vel. — Ert þú ekki eins og flestir fagmenn, að þér sé illa við að ólærðir eða litt lærðir fúskarar séu að fást við bókband, meira af vilja en mætti? — Jú, að sjálfsögðu er mér af- arilla við það. Þetta er langverst fyrir þá, sem slikra verka eiga að njóta, þvi þarna er oft um að ræöa hreina og beina eyðilegginu á góðum og dýrum bókum. Við höf- um fengið til gyllingar bækur, sem fólk hefur látið óvana menn binda fyrir sig, af þvi að þeir höfðu gert það fyrir eitthvað minni pening en faglærðir menn. En þegar til hefur átt að taka, hafa þessar bækur iðulega veriö hálfónýtar. Þær hafa verið skorn- ar allt að þvi inn að prenti, og á allan hátt svo herfilega útleiknar að ógerningur hefði verið að láta binda þær upp, þótt eigendurnir hefðu viljað leggja i þann kostn- að. Svona ðtleiknar höfum við fengið margar bækur, sem orðnar eru mjög fágætar, eins og til dæmis fyrstu árgangana af Arbók Ferðafélags Islands. Það er satt að segja ömurlegt til þess að vita, að fólk, sem ætlaði að spara sér nokkrar krónur með þvi að láta óvana og óvandvirka menn binda fyrir sig bækur, skuli svo hljóta þá refsingu fyrir sparsemina, að eyðilagðir eru fyrir þvi hlutir, sem næstum ógerningur er að endurnýja, hversu fegnir sem menn vildu. — Já, það má náttúrulega ekki minna vera, en að eigendurnir fái bækur sinar óskemmdar til baka. — Það finnst mér. Það er að sönnu ekki algengt, að við sjáum bækur, sem hafa blátt áfram ver- ið eyðilagðar, en þær eru oft stór- lega skemmdar, og venjulega miklu verr útlitandi en nokkur þörf er á. Mér finnst að fólk ætti að hugsa sig tvisvar um, áöur en það lætur bækur sinar i hendur óvandvirkra manna, jafnvel þótt þeir séu eitthvað ódýrari á vinnu sina en hinir. — Hvert er álit þitt á bók- bandskennslunni i landinu? Er hún ekki helzt til litið skipulögð? — Jú, hún er of litið skipulögð. Handiðaskólinn er að visu til, en hann framleiðir ekki iðnaðar- menn. Hér þarf að risa upp raun- verulegur verknámsskóli fyrir bókbindara. Skóli, sem kenndi al- veg hreint handband svo sem þrjá eða fjóra mánuði á ári. Margir, sem læra bókband, eru alltof slakir i gyllingunni, jafnvel þótt þeirséu komnir á lokastig i námi. En það er nú svo með hana, að það er æfingin ein, sem þar skap- ar meistarann. Það veitir ekkert af að menn æfi gyllingu á hverj- um einasta degi, þau fjögur ár, sem þeir eru við nám. — Ertu ekki bjartsýnn á fram- tið iðngreinar þinnar? — Jú, ég er það. Það hefur ekki verið nein þurrð á verkefnum sið- an ég fór aö fylgjast meö þessum málum, og ég held, að það veröi næg verkefni i framtiðinni. Ég neita þvi ekki, að mér finnst kennsla i bókbandi mætti taka nokkrum framförum frá þvi sem nú er. Það er alltof algengt, að maður sjái illa bundið, jafnvel af lærðum mönnum. Slikt finnst manni illt til afspurnar fyrir stéttina. Það heyrist oft, að handband sé orðið dýrt, og vist er það. En ég held, að þeir sem svo tala, ættu sjálfir að kynna sér, hvilikt verk þetta er. Ýmsir þeirra hafa farið i Handiðaskólann til þess að sann- færa sig um að þaö sé nú öldungis ekki mikið verk að binda eina bókarskruddu. Þeir hafa flestir komið fróðari til baka. -VS. Ragnar Einarsson með nokkra af listmunum sinum á milli handanna. Hér má svo að lokum sjá gestabók hjónanna i Háagerði 65. Þaö er ekki kastaö til hennar höndum, fremur en vænta mátti. Gyllt ikrók og kring, með upphleyptum reit fyrir hvern staf I kilinum, en framan á fremra spjaldi synda svanir á bárum. heildsala - smasa/a HELLESENS RAFHLÖÐUR steel power 15 VOLT RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAViK • SIMI 18395 TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR eltthvad 66 SIIVII -13630 ;^1 'Vr ' ZJsZSíanp®5»i 5? j&SB ..:S@Ö m. vhéW ■ VRTiáT' *-V ^ ^ I ^ ir j|//:j| > Í j| ! v'íi’ 1 1 r t J UJ . 1! . * Mosnl j- ' - V v.f HLJOMT/EKJA OG PLÖTUDEILD LAUGAVEGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.