Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. dgúst 1972 TÍMINN 17 Björn ólafsson, konsertmeistari: „Getur leitt til igrundunar og að fólk hlusti á alvarleg tónverk” við búizt við, að þessum skripa- leik fari að ljúka. Karl Sighvatsson popptónlistar maður hefur sjálfur lent mjög i þessum deilum og lét hann til dæmis hafa ýmislegt krassandi eftir sér, þegar mál þessi voru i brennidepli fyrir einhverju siðan. Karl hefur stillzt en skoðun hans á málinu er enn sú sama: „Ég tel, að i þessu eigi sér stað skoðanamismunur. Sem sé þeir ráðamenn sjónvarps og hljóð- varps, sem hafa með höndum yfirstjórn þessara mála álita ein- hverra hluta vegna, að efni sem þetta sé óhæft til flutnings. Ég er á annarri skoðun. bað er sjálfsagt, að Rikisútvarpið, sem lögum samkvæmt á að miðla landsmönnum þvi bezta i mynd- og hljóðlist, kynni fólki valið efni i þessum dúr (eða moll). Og ekki sakar að geta þess að Bach gamli heyrist jazzaður svona af og til i hljóðvarpinu.” Leyfið látnum að hvíla f friði Jón Þórarinsson, yfirmaður lista- og skemmtideildar sjón- varpsins, segir um þessa siðustu fullyrðingu Karls, að slikt sé „eins og hvert annað slys”. Tal- aði Jón þar að visu i framhaldi af spurningu um sjónvarpsþáttinn með „Nice” en orðrétt sagði Jón: „Afstaða okkar hér byggist á þeirri grundvallarskoðun, að hvert tónskáld eigi að fá að njóta þess, að verk hans sé aðeins leikið á þann hátt, sem hann óskaði sjálfur og gekk frá á þann hátt og gildir þetta að sjálfsögðu ekki sið- ur um látna menn. Ýmislegt af þvi, sem við höfum ekki óskað eftir að setja i rarpið, höfum við talið afbökun og móðgun við heiður þeirra manna, sem verkin sömdu. Þeir skildu verkin eftir i nótum og jafnvel þó að nótur séu á márgan hátt mjög ónákvæmur leiðarsteinn að fara eftir, þvi þær sýna i reyndinni aðeins vissa, af- stæða hluti. Það er að segja relativa tónhæð og relativa lengd tóna en raunveruleg tónhæð hefur verið á hreyfingu upp og niður i aldanna rás. Hvað lengd tónanna viðkemur, þá veltur það á þeim hraða, sem stjórnandi eða flytjandi velur og hann getur ver- ið undir afskaplega mörgum hlut- um kominn: Til dæmis undirþvi hvort stjórnandi eða flytjandi er taugaóstyrkur, hvort salurinn, sem spilað er i er stór eða litill, og svo framvegis. Nú, nóturnar bera heldur ekki með sér hvaða tónblær hefur vak- að fyrir höfundinum, nema að þvi leyti, sem þau hljóðfæri, er höf- undurinn skrifar fyrir, hafa sinn ákveðna tónblæ. Til dæmis er það þannig á vissan hátt afbökun að taka laglinu, sem er skrifuð fyrir fiðlu, og spila hana á gitar, þvi hún fær á sig allt annan blæ og allt annan en þann, sem fyrir höfund- inum vakti. Það er þetta,sem verður oft að lita á sem afbökun. Auk þess er það oft, sem hlutunum er bein- linis brey.tt og það oft til stórra muna, eins og til dæmis það sem þeir spiluðu hér um árið og var byggt á Pilagrimakórnum úr Tannh'áuser eftir Wagner. Þar var um verulega breytingu á öllu að ræða, nema kannski sjálfri tónaröð laglinunnar. Það var rythmiskt afbakað og hljómsetn- ingin öll algjörlega brengluð. Gunnar Reynir Sveinsson: „Þvi má Molinari spila klassik á nikkuna?” Þetta myndi enginn lifandi höf- undur alvarlegrar tónlistar sætta sig við i lifanda lifi og hann á ekki að þurfa að sætta sig við það i gröfinni heldur. Um flutning Náttúru á verkum Griegs og Bachs er allt annað að segja, mér fannst það ekki afbök- un: á þessu er alskonar stigs- og eðlismunur, ýmis tröppugangur. Hinsvegaj- komu á sinum tima til- mæli frá Bandalagi islenzkra listamanna til útvarpsráðs, áð stöðva þessa hluti og ég veit ekki betur en að það hafi verið þar samþykkt og sé enn i gildi. Sjónvarpsþáttur með hljóm- sveitinni Nice sá margumtalaði þáttur, var bara eins og hvert annað slys.” Þorkell Sigurbjörnsson: „Varla til bóta;’ Klassískt popp kann að vera hvati Margir andstæðingar marg- nefndrar stefnu tónlistardeild- anna hafa bent réttilega á, að ýmsir fara fyrst að hlusta á „orginalinn” eftir að hafa heyrt poppútsetningarnar. Björn ólafs- son, konsertmeistari St, er til dæmis þeirrar skoðunar: „Það eru náttúrlega til tvær hliðar á þessu eins og öllu öðru, sumir hlusta ef til vill á uppruna- lega verkið eftir að hafa heyrt það i poppútsetningu og er ekki nema gott eitt um það að segja en sjálfur vil ég helzt ekki heyra klassisk verk, sem ég þekki,i poppútsetningu. Það kann annars að vera dálitið erfitt fyrir mig að segja til um þetta, þar sem ég hef lifað og hrærzt i klassiskri tónlist siðan ég var barn en ég held að það sé rétt- lætanlegt hjá Rikisútvarpinu að banna ákveðin verk, sem hafa verið „poppuð” (þetta er afskap- lega ljótt orð). Margt af þessu er hreinasta afskræming en ég hef lika heyrt sitthvað, sem er gott og allt i lagi með. Þá efast ég einnig um að leyfi- legt sé að breyta þessum gömlu verkum, mörg þeirra eru lög- vernduö — allavega hér i Evrópu — i allt að 60 ár eftir dauða tón- skáldsins.” Jóhann G. Jóhannsson: „Vægast sagt hæpið’.’ Einstakiingarnir sjálfir ofsóttir Ekki eru þó allir sammála Gunnar Reynir Sveinsson, tón- skáld, sem þekktur er að geysi- lega vönduðum tónsmiðum, segir til dæmis: „Min skoðun er sú, að það eigi að rikja fullkomið tjáningarfelsi fyrir listamenn. Aftur á móti er náttúrlega til að menn spili svo illa, að það sé ekki frambærilegt og þá meina ég faglega. En ef músik er vel flutt, þá finnst mér ekki ver hægt að banna hana. Ef við tökum t.d. þessa umdeildu út- setningu Túbrots á Pilagrima- kórnum, þá fannst mér fárániegt að banna það, Trúbrot eru frá- bærir músikantar. Af hverju er til dæmis ekki Molilaribannað að spila sinfóníur á harmóknikku og hvers vegna er ekki lúðrasveitum bannað aö spila þessi sömu verk? Svo lengi sem flutningurinn er faglega góður, þá er ekki hægt aö banna eitt eða neitt. Hinsvegar vitum við, að það sem þessir ráðamenn leggjast gegn fyrst og fremst eru strákarnir i „poppbrasanum”. Það er ekki hægt að leggjast gegn einni hlið á músik og leyfa aðrar, sem eru kannski margfalt verri.” Ekki svaravirði Og einn þeirra „frábæru múslkanta”, sem Gunnar Reynir gat um, er Gunnar Þórðarson, gitarleikari og höfuðtónskáld Trúbrots, likast til virtasti popp- tónlistarmaður á tslandi, Hann segir: „Mér þykir þessi afstaða svo kjánaleg, að ég hef satt að segja aldrei hugsað mikið um hana. Hún er ekki það beisin fyrir, músikin sem Rikisútvarpið býður uppá, að það taki þvi fyrir þá að vera að banna svona hluti. Sú fullyrðing, að umrædd tónlist sé svo léleg að ekki taki þvi að flytja hana, er ekki þess virði að henni sé svarað. Þarna er verið að draga i dilka, sem ætti alls ekki að gera og það er slæmt að ein tónlistartegund þurfi að gjalda fyrir skoðanir svo valdamikilla manna.” Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld hefur unnið hjá tónlistar- deild Rikisútvarpsins-hljóðvarp og hann staðfestir það sem Árni Kristjánsson neitaði: ýmislegt er óæskilegt i hljóðvarpinu: Sjálfskipaðir siðferðispostular? „Hjá öllum stofnunum veröa að vera menn, sem velja og hafna og það sem ekki er valið, er kannski samasem bannað. Það voru dæmi um það, þegar ég var sjálfur hjá útvarpinu, að það sem þótti* vafasamt þótti ekki ráðlegt aö senda út, það þótti ósmekklegt, en það hefur ekkert að gera með það sem hér um ræðir. Setjum sem svo, að einhver maöur yrki kvæði og sé nokkuð stoltur af. Svo einn góðan veður- dag, þá les hann kvæðið og þá er einhver Pétur eða Páll búinn aö hnika til orðum, breyta merkingu og jafnvel að breyta allri mein- ingu. Það segir sig sjálft, að skáldið myndi ekki fella sig við það og gera eitthvað til að fá af- bökunina bannaða. Sú var tiðin, að menn gátu gramsað i hugsmiðum náungans eins og þá lysti en nú standa vörð Njöröur P. Njarövfk, formaður útvarpsráös: „tjtvarpsráö ræöur, ekki tónlistardeildirnar.” um höfundarrétt ýmis samtök, til dæmis STEF, og þegar höfundar- réttur er fyrndur, 50 árum eftir dauða höfundar, þá getur hver gert við smiðina það sem honum sýnist. Það sem eftir er er þá ekki lögfræðileggtt dur bara siðferði- leg. Það er að segja: hvað vill maður ganga langt? Þvi er ekki hægt að segja aö þeir menn, sem þjóðfélagiö hefur treyzt til að standa vörð um verk- ið, hvað sem það er, séu sjálfskip- aðir siðferðispostular og þeirra dómgreind verðum við að virða. Þess vegna held ég að þessi af- staða tónlistardeildanna sé rétt- lætanleg. Hvað snertir margumtalaða út- setningu á Pilagrimakór Wagn- ers, þá var hún náttúrlega algjör hryggðarmynd af upprunalega verkinu. Hinsvegar má alltaf deila um einstök atriði, útsetn- ingar eru alltaf smekksatriði, en ég held að sjaldnast hafi nokkuð verið betrumbætt af klassfskum verkum, sem hafa verið sett i popp-útsetningar.” Hættulegar plötur eyðilagðar og plötuspilarar skemmast Ýmsar sögur um einstakar reglur er tittnefndir yfirmenn eiga að hafa sett, hafa borizt undirrituðum til eyrna en vita- skuld fást þær ekki staðfestar. Þó skal hér nefnt eitt dæmi, sem of margar sögur hafa heyrzt um svo að hægt sé að láta hana sem vind um eyrun þjóta: Sé eitthvað ákveðið lag bannað er platan einfaldlega eyðilögð. Sé lagið á hæggengri plötu með 10-12 lögum er rekin nagli i lagið og það eyðilagt þannig. Einn heimildar- maður sagðist hafa lent i sam- kvæmi með starfsfólki tónlistar- deildar annarrar stofnunarinnar, og hafi þvi samkvæmi lokið með ónýtum plötuspilara, þar sem nálin þoldi ekki stóru skörðin i plötunum, sem starfsfólkið hafði fengið lánað hjá Rikisútvarpinu. Og undarlega oft „finnast” ekki plötur, sem leiknar hafa verið i hljóðvarpi daginn áður. Siðasti maðurinn, sem við leit- um álits hjá setti fram skemmti- lega samlikingu: svipað og að einungis landslagsmyndasýn- ingar væru leyfðar i gallerium landsins! Það var Jóhann G. Jóhannsson, sem að visu hefur ekki „popp- að” klassiskt tónverk, heldur annað og meira: Hann tók 13. kapitula 1. Kórintubréfsins og bjó til fallegt lag við, það var siðan sett á plötu með hljómsveitinni ÓÐMENN og sú plata valin „Plata ársins 1970”. Enn hefur ekki borizt kvörtun að ofan og ekki einu sinni frá kirkjuráði! Jóhann sagði: Bönnum allt nema landslagsmyndir. „Það hlýtur að vera hæpið að einnmaöur eða tveir geti ráðið hvað er gott og hvað er ekki gott. Ég veit ekki betur en aö Rikisút- varpiö sé eign landsmanna allra og þvi hlýtur þaöað vera i verka- hring almennings, aö ákveöa, hvað hann vill hlusta á og hvað ekki. Mér finnst vægast sagt und- arlegt, að hægt sé að setja fólki svona ramma, það er svipað og ef allar málverkasýningar væru bannaðar, nema þær sem saman- stæðu af landslagsmynd- um.” ó.vald. skólavörum ritföngum pappírs- vörum stílabækur reikningsbækur glósubækur kladdar teikniblokkir blýantar strokleður yddarar pennaveski skólatöskur litir pennar Heildsölubirgðir: fklpkolt Ve Skipholti 1 Símar 2-37-37 og 2-37-38 Bíll til sölu Jeepster, árgerð 1967, ekinn 62 þúsund km. Skipti koma til greina á ódýrari bil. Upplýsingasimi 36923. Lykilorðið er YALE Frúin nefnir þær túlípana- læsingar, en karlmennirnir líkja þeim við koníaksglös. Samt sem áður gleymir hvorugt þeirra að biðja um YALE. YALE læsingar með túlí- panalaginu fara vel í hendi. Aðeins rétti lykillinn opnar YALE læsingu — lykillinn yðar. VERIÐ VISS UM AÐ MERKIÐ SÉ YALE ÖRUGGAR OG FALLEGAR LÆSINGAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.