Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR LÚÐRABLÁSTUR OG LISTDANS Lúðrasveit Reykjavíkur og Listdansskóli Ís- lands halda tvenna tónleika og danssýn- ingar í Borgarleikhúsinu í kvöld. Fyrri samkoman hefst klukkan 19 en hin síðari klukkan 21. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGLÆTISVEÐUR Í borginni og þar verður frostlaust yfir hádaginn. Áfram víða frost og él, einkum á norðuhelmingi landsins. Vindur vex heldur síðdegis. SJÁ SÍÐU 6. 25. febrúar 2004 – 55. tölublað – 4. árgangur ● kíkti á kjötkveðjuhátíð Björk: ▲ SÍÐA 30 Djammar í Brasilíu ● tekur Halldóri Guðmundssyni fagnandi Jóhann Páll Valdimarsson: ▲ SÍÐA 30 Gefur út ævisögu Laxness ● 30 ára í dag Nína Dögg Filippusdóttir: ▲ SÍÐA 16 Enginn tími fyrir stórveislu ● tónlistarnemendur til fyrirmyndar Davíð Ásgeirsson: ▲ SÍÐUR 18-19 Alltaf nóg að gera RÉTTINDALAUS Félag leikskólakennara hefur gert athugasemdir vegna réttinda- leysis leikskólastjórans á Flúðum. Sveitar- stjóri Hrunamannahrepps ætlar að auglýsa stöðuna þegar samningur leikskólastjórans rennur út. Sjá síðu 2 SNJÓFLÓÐIN Á FLATEYRI Tvær heimildarmyndir eru í undirbúningi um snjóflóðin sem féllu á Flateyri í október árið 1995 með þeim afleiðingum að 20 fórust og stór hluti þorpsins eyðilagðist. Sjá síðu 4 ÁTÖK Á KORTAMARKAÐI Hart stríð er á milli kortafyrirtækjanna eftir að SPRON hóf kynningu á e-kortinu. SPRON hefur séð ástæðu til að leiðrétta auglýsingar keppi- nautar. Sjá síðu 4 STJÓRN LYGA OG MORÐA Ísrael getur ekki samið um frið við Ahmed Qureia sem er í forsæti stjórnar morða og lyga að sögn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Sjá síðu 6 VIÐSKIPTI KB banki jók hlut sinn í breska bankanum Singer and Fried- lander um 10 prósent. Bankinn á nú tæp 20 prósent í bankanum. Kaup- verðið var 2,60 pens á hlut sem er nokkru hærra en markaðsverð bankans að undanförnu. Kaupin nema því rúmum sex milljörðum króna og eignin um tólf milljörðum. „Við teljum bankann áhugaverða fjárfestingu og sem stærsti hluthafi bankans munum við leitast við að eiga gott samstarf við stjórn hans.“ Með tilkynningu fylgdi yfirlýsing um að KB banki hygðist ekki yfir- taka bankann. Samkvæmt breskum reglum bindur slík yfirlýsing KB banka í yfirtöku næstu sex mánuði. Sigurður segir hendur bankans ekki bundnar umfram það. Talið er afar líklegt að bankinn taki upp þráðinn að sex mánuðum liðnum. Það sé ekki í anda stjórn- enda bankans að láta þar við sitja. Yfirlýsingin nú sé her- fræðileg fremur en stefnumark- andi til framtíðar. Menn munu því fylgjast grannt með KB banka eftir sex mánuði þar sem yfirgnæfandi líkur eru taldar á að þá fari bankinn yfir 30 pró- senta mörkin sem mynda yfir- tökuskyldu í Bretlandi. ■ nám o.fl. HÖFNUÐU MÁLAMIÐLUN Stjórnarandstaðan á Haítí hafnaði í gærkvöld málamiðlun Bandaríkjastjórnar til lausnar skálmöldinni sem þar hefur ríkt. Stjórnarandstæðingar sögðu tillöguna óaðgengilega þar sem hún fól ekki í sér afsögn forsetans heldur átti að skerða völd hans umtalsvert. Fylgismenn forseta Haítí, Jean-Bertrand Aristide, flykktust að hliði forsetahallarinnar í Port-au-Prince í gærkvöld og hróp- uðu hvatningarorð til forsetans meðan hann hélt blaðamannafund. Aristide krafðist íhlutunar alþjóðasamfélagsins til að forða frekari blóðsúthellingum. Tugir manna hafa látist í átökum í landinu undanfarnar þrjár vikur. ÞJÓÐLENDUR Mikils titrings gætir vegna kröfugerðar ríkisins í jarðir á Suðvesturlandi. Júlíus J. Jóns- son, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, segist mjög undrandi. Ríkið sé að gera kröfu í jarðir sem hita- veitan hafi keypt fyrir örfáum árum. Hjörleifur Kvaran, lögmað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Þetta er mjög undarlegt. Við erum nýbúnir að kaupa jarðir og síðan kemur ríkið og segist eiga þær,“ segir Júlíus. „Ég skil þetta ekki alveg og held í raun að þetta geti ekki verið annað en mistök hjá ríkinu. Það má mikið vera ef þetta er allt í einu orðið einskis- mannsland.“ Júlíus segir að lögmaður hita- veitunnar muni fara gaumgæfilega yfir málið á næstunni. „Það er alveg ljóst að við munum ekki una þessari kröfugerð. Við lát- um ekki taka af okkur landsvæði sem við erum nýbúnir að kaupa og þinglýsa hjá ríkinu,“ segir Júlíus. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir kröfugerð ríkisins fyrst og fremst snúast um það hvar mörk eignar- landa og þjóðlendna séu. Það sé síð- an óbyggðanefndar eða dómstóla, ef málum sé skotið þangað, að skera úr um málin. Baldur segir gagnrýni á hend- ur ríkinu meðal annars byggða á misskilningi. Þó ríkið hafi til að mynda skrifað upp á samninga milli orkufyrirtækja og einstak- linga um að nýta ekki forkaups- rétt sinn á ákveðnu landsvæði hafi það ekki afsalað sér rétt sínum til að kanna nákvæmlega landamörk eignarlandanna. Hjörleifur segir að ríkið sé með- al annars að gera kröfu í hluta af landi sem Orkuveitan hafi nýlega keypt af ríkinu sjálfu og einstak- lingum á hundruð milljóna. Baldur segist ekki vita betur en að í samn- ingi ríkisins við Orkuveituna hafi verið gerður fyrirvari um mörk landsins með tilliti til afréttar eða þjóðlendna. trausti@frettabladid.is Sjá nánar bls. 11 Sex milljarða fjárfesting í Bretlandi Líkur á yfirtöku í haust 57%70% Þjóðlendukröfur ríkisins umdeildar Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur una ekki kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á Suðvesturlandi. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Leiguskip Eimskipa: Smyglarar teknir SMYGL Tollgæslan tók nokkurt magn af áfengi og tóbaki í leit í flutningaskipinu Hanseduo, í fyrrinótt. Þónokkrir skipverjanna gengust við að eiga smyglið sem var nokkrir tugir lítra af áfengi og tugir tóbakskartona. Háar sektir eru fyrir smygl af þessu tagi. Skipið er leiguskip Eim- skipa og siglir að mestu til Norð- ur Ameríku segir á vefsíðu fyr- irtækisins. ■ Héraðsdómur Reykjaness: Skilorð fyrir bankarán DÓMUR Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í níu mánaða fang- elsi, skilorðsbundið til fimm ára, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir vopnað rán sem hann framdi í Sparisjóði Kópavogs á síðasta ári. Dómurinn leit til þess að maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu og að hann fór fljótlega í áfengismeðferð eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi. Mað- urinn hefur endurgreitt allt þýf- ið með aðstoð foreldra sinna og hefur verið í fastri vinnu frá byrjun ágúst í fyrra. Maðurinn segist hafa framið ránið vegna fíkniefnaskuldar, bent hafi ver- ið á Sparisjóðinn sem leið til að losna undan skuldinni. ■ AP /M YN D            FRÁ RÁNSSTAÐ Bankaræninginn hefur endurgreitt þær 900 þúsund krónur sem hann rændi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.