Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 6
6 25. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68.99 -0.07% Sterlingspund 129.33 0.83% Dönsk króna 11.66 0.21% Evra 86.88 0.24% Gengisvísitala krónu 119,72 0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 382 Velta 5.387 milljónir ICEX-15 2.506 0,38% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 324.274 Pharmaco hf. 207.332 Marel hf. 148.968 Mesta hækkun Marel hf. 7,38% AFL fjárfestingarfélag hf. 2,98% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2,30% Mesta lækkun Og fjarskipti hf. -1,18% Síldarvinnslan hf. -0,77% Hlutabréfamarkaðurinn hf. -0,39% Erlendar vísitölur DJ* 10.589,2 -0,2% Nasdaq* 2.013,6 0,3% FTSE 4.496,8 -0,6% DAX 3.991,4 -1,9% NK50 1.362,5 -0,3% S&P* 1.142,8 0,2% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Lögmaður Færeyja vék sjávarútvegs-ráðherra landstjórnarinnar úr embætti í gær. Hvað heitir sá brottrekni? 2Hver er formaður skipulags- og bygg-inganefndar borgarinnar? 3Hver er aðstoðarmaður umhverfis-ráðherra? Svörin eru á bls. 30 Jarðskjálfti reið yfir í Marokkó að næturlagi: Hundruð fórust í jarðskjálfta MAROKKÓ, AP Í það minnsta 300 manns, og hugsanlega mun fleiri, létu lífið þegar harður jarð- skjálfti reið yfir norðurhluta Marokkó í fyrri nótt. Fjöldi húsa hrundi í jarðskjálftanum en flest- ir íbúa á svæðinu þar sem jarð- skjálftinn var hvað harðastur voru sofandi þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hermenn og björgunarsveitir voru sendar á skjálftasvæðin en lentu í vandræðum með að komast að bæjum í hlíðum Riffjalla. Veg- ir þar eru þröngir og erfiðir yfir- ferðar og hamlaði það för björg- unarsveita auk þess sem einhverj- ar skemmdir urðu á vegum. „Skaðinn er gríðarlegur,“ sagði Mekki Elhankouri, læknir á sjúkrahúsi í borginni Al Hoceima þar sem jarðskjálftinn fannst. Íbúar í þorpum í nágrenninu urðu þó verst úti en byggingar í þeim eru byggðar úr leir og hrynja auðveldlega í hörðum skjálftum. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði Mohammed Ziane, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Marokkó. „Flestir þeirra sem búa þarna eru konur, börn og gamalmenni. Karl- arnir hafa farið til Hollands og Þýskalands til að leita að vinnu.“ ■ MIÐAUSTURLÖND, AP Ísrael getur ekki samið um frið við Ahmed Qureia sem er í forsæti stjórnar morða og lyga,“ sagði Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, í viðtali við ísraelska dagblaðið Yediot Ahronot og hefur sjald- an eða aldrei verið eins harð- orður í garð hins palestínska s t a r f s b r ó ð u r síns. Degi áður hafði Sharon sagt á lokuðum fundi með þing- mönnum að hann hefði enn áhuga á að ræða við palestínska forsætisráðherr- ann. Reynt hefur verið að koma á slíkum fundi um tveggja mánaða skeið en án árangurs. Í viðtalinu gagnrýndi Sharon orðalag samþykktar palestínsku heimastjórnarinnar þar sem sjálfsmorðsárás sem kostaði átta manns lífið var fordæmd. Sharon sagði að Palestínumenn fyndu aðallega að tímasetningu árásar- innar, degi áður en málflutningur hófst við Alþjóðadómstólinn um lögmæti byggingar veggsins sem á að aðskilja Ísraela og Palestínu- menn. „Ríkisstjórn Abu Ala er stjórn morða og lyga. Við slíka stjórn er ómögulegt að ná nokkurs konar samkomulagi,“ sagði Sharon í við- talinu en Qureia er einnig þekktur undir nafninu Abu Ala. Shimon Peres, fyrrum forsæt- isráðherra Ísraels og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði hins vegar eftir fund með Colin Powell, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezza Rice, öryggismálaráðgjafa Bandaríkjaforseta, að Ísraelar ættu ekkert siðferðilegt tilkall til þeirra landsvæða sem þeir her- námu í sex daga stríðinu 1967. Peres sagði að Ísraelar yrðu að láta öll hernumdu svæðin á Gaza og Vesturbakkanum af hendi. „Ef þú heldur eftir tíu prósentum landsins heldurðu eftir hundrað prósentum átakanna,“ sagði Peres og bætti því við að tíminn sem Ísraelar hefðu til stefnu til að ná samkomulagi við stjórn Ahmeds Qureia væri stuttur, ekki meira en fjórir mánuðir. Hann sagði spurn- inguna um að láta hernumdu svæðin af hendi ekki snúast um stjórnmál heldur siðferði. Ísrael- ar ættu að hjálpa Palestínumönn- um að byggja upp lífvænlegt og stöðugt ríki. ■ FYRSTU SAMKYNHNEIGÐU HJÓNIN Phyllis Lyon og Del Martin voru gefnar saman fyrstar samkynhneigðra para. Ríkissaksóknari: Hæstiréttur úrskurði SAN FRANCISCO, AP Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur óskað eftir því við hæstarétt ríkisins að hann skýri það hvort viðurkenning borgaryfirvalda í San Francisco á hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við lög ríkisins. Hann vonast til að hæstiréttur taki afstöðu í málinu sem fyrst. Borgaryfirvöld í San Francisco hafa þegar höfðað mál á hendur Kaliforníuríki vegna laga sem banna hjónabönd samkyn- hneigðra, borgaryfirvöld telja að þau brjóti í bága við jafnræðis- ákvæði stjórnarskrár ríkisins. ■ BROTIST INN Í TVO BÍLA Brotist var inn í tvo bíla í sömu götu í Mosfellsbæ í fyrrinótt. Þjófarnir brutu hliðarrúðu til að komast inn í bílana og tóku þaðan geisla- spilara, hátalara, magnara og geisladiska. Málið er í rannsókn lögreglu. SPÖRKUÐU UPP HURÐINNI Inn- brotsþjófar spörkuðu upp hurð á íbúð í Æsufelli í Breiðholti í fyrr- inótt. Úr íbúðinni stálu þeir sjón- varpi og myndbandstæki. Íbúðin var mannlaus. Málið er í rann- sókn. RÍKISSTJÓRNIN REKIN Vladimir Pútín Rússlandsforseti rak Mikhail Kasjanov úr embætti for- sætisráðherra í gær og með hon- um ríkisstjórn hans. Lengi hafði verið talað um að Kasjanov væri á útleið en hann var síðasti háttsetti maðurinn í rúss- nesku stjórninni sem skipaður var í tíð Boris Jeltsín. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. LÉTTAR ÚLPUR SÍÐBUXUR OG PEYSUR Stormur við Noreg: Þrjú skip í vanda ÓSLÓ, AP Björgunarsveitir þurftu að koma tveimur fólksflutninga- ferjum og olíuflutningaskipi til að- stoðar undan vesturströnd Noregs í gær. Stormur geisaði á svæðinu og voru stærstu öldurnar meira en tíu metrar á hæð, þannig að nokk- ur skip lentu í vandræðum. Norsk herskip fylgdu líberísku olíuflutningaskipi til hafnar eftir að í ljós kom að vélar þeirra réðu illa við ölduganginn og vindinn. Joe Braseth, yfirmaður björgunar- aðgerða, sagði þó að björgunar- menn hefðu góða stjórn á ástand- inu. „Þetta er engan veginn neyð- arástand.“ ■ SKEMMDIR Í AL HOCEIMA Talsverðar skemmdir urðu á húsum í borg- inni Al Hoceima, við strönd Miðjarðarhafs. Ekki hægt að semja við stjórn lyga og morða Núverandi og fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels hafa gjörólíkar hug- myndir um möguleika á friðarsamkomulagi við Palestínumenn. Ariel Sharon segir ekki hægt að ná samkomulagi við stjórn Ahmed Qureia. MÓTMÆLI Í JERÚSALEM Ísraelskir friðarsinnar rífa hér niður eftirlíkingu af veggnum sem Ísraelsstjórn er að byggja á Vesturbakkanum. Mótmælin fóru fram fyrir utan aðsetur Ariels Sharon forsætisráðherra í Jerúsalem. „Ef þú held- ur eftir tíu prósentum landsins held- urðu eftir hundrað prósentum átakanna. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.