Tíminn - 31.08.1972, Side 1

Tíminn - 31.08.1972, Side 1
IGNIS RAFIÐJAN SIMI: 19294 196. tölublað — Fimmtudagur31. ágúst—56. árgangur kæli- skápar 2>AMxtía4vé<a/t A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Fimmtíu mílurnar HEXAKLÓRÓFEN í NOTKUN HÉR ÞB-Reykjavík. Eins og fram hefur komiö i fréttum, hefur franska innan- rikisráðuneytið skráð 22 dauðsföll á ungbörnum, sem talin eru eiga rót slna að rekja til notkunar á barnapúðrinu „Bebe”. Við rann- sókn var getum leitt að þvi hexa- klórófen sé skaðvaldurinn. Um- rætt barnapúöur inniheldur 6% af þvi. Hexaklórófen er notað i ýmsar hreinlætisvörur vegna sótt- varnareiginleika sinna, en það er einkar afkastamikill bakteriu- eyðir. Má i þvi sambandi benda á, að til er bæði krem og sápa, sem inniheldur þetta efrii i meira eða minna mæli, og eru vörur af sliku tagi seldar i lyfjaverzlunum. Við höfðum samband við Almar Grimsson i heilbrigðisráðuneyt- inu og inntum eftir því, hvortts- lendingar notuðu vörur, sem inni- héldu efnið. Hannkvað svo vera, enda hefði þaö reynzt afar árangursrikt til húðhreinsunar. Hins vegar kvað hann nokkurrar tortryggni hafa gætt i þess garð Frh. á bls. 15 Bornin tuttugu frá hættusvæðunum á N-triandi komu með þotu Flugfélags tslands I gærkvöidi. Þau virt- ust öli vera mjög ánægð og mörg brosandi, þegar þau stigu á íslenzka grund. — Þaö er kannski oröið langtsföan þau hafa brosað. Þaðer hægt að taka undir orð annars fararstjórans O’Kane: „Það er langt siöan ég hef séö mótmælendur og kaþólikka brosa svona fallega, þegar þeir eru saman.” Tfmamynd: Róbert. jjjildi á mionætti Danskt húðhreinsiefni, sem notað hefur verið hér á ungbörn, enda til þess ætlað. En í þvi er 3% af hcxakiórófeni, svo sem lesa má á umbúðunum. Ekki búizt við átökum fyrstu dagana KJ-Reykjavik Klukkan tólf á miðnætti i kvöld gengur reglugerðin um úrfærslu fiskveiðilögsögunnar I 50 milur i gildi. Búizt er við þvi, að þá verði um 65 brezkir togarar að veiðum á miðunum i kring um isiand, og auk þess togarar annarra þjóða. Er ekki fjarri lagi að áætia, að um eitt hundrað erlend togveiðiskip verði að veiðum viö landið, þegar reglugerðin gengur í gildi. — Ég býst ekki við, að mikil harka verði á miðunum við landið 1. september, heldur verði er- lendir togarar, sem eru að veið- um irinan fimmtiu milnanna skráðir, ef þá á annað borð er hægt að sjá nafn þeirra og númer, sagði Einar Agústsson utanrikis- ráðherra á fundi i gærmorgun, sem efnt var til fyrir erlenda blaðamenn, sem hér eru nú staddir til að skrifa um útfærslu landhelginnar. Utanrikisráðherra sagði, að það væri I verkahring dómsmála- ráðuneytisins og landhelgisgæzl- unnar að sjá um, aö reglunum um útfærslu landhelginnar væri framfylgt, en hann byggist ekki við „þorskastriði” fyrstu dagana. Einar Agústsson sagði, að það væri rangt, sem sagt hefði verið erlendis, að Islendingar hefðu farið fram á aðstoð Atlantshafs- bandalagsins við að verja land- helgina, og hann vissi ekki til þess, að leitað hefði verið aðstoð- ar neins staðar erlendis i þessu sambandi. Hann sagði, að það gæti reynzt býsna erfitt að fylgj- ast með erlendu togurunum, ef þeir yrðu margir á dreif i kring um landið, en landhelgisgæzlan myndi gera það, sem hún gæti til að skrá nöfn og númer i fyrstu, og siðar e.t.v. reyna að taka togar- ana. „Ég býst ekki við langri baráttu á miðunum,” sagði Einar Agústsson, „það verður erfitt fyr- ir Breta að fiska innan landhelg- innar til langframa” Varðandi orðsen'dingu Breta, sem sendiherra þeirra i Reykja- vik afhenti á mánudaginn, sagði utanrikisráðherra: „Við bjuggumst viðnýjum tillögum frá Bretum, en i orðsendingunni var ekkert slikt aðeins boð um að taka upp viðræður um landhelgismálið á ný”. Utanrikisráðherra lagði áherzlu á nauðsyn útfærslunnar á Frh. á bls. 15 Irsku börnin á íslenzkri grund Þannig tók Klemenz isienzk kornbundini undir hönd sér ungur, og þannig hefur hann haldið á þeim i fimmtiu sumur. Fimmtugasta kornyrkjusumar Klemenzar: „ÉG HELD ÁFRAM, ÞÓ ÉG VERÐI NÍRÆÐUR” „Ég hcf fcngizt við korn hérlcndis i hálía öld — þctta cr fim mtugasta sumarið. ÖIl þcssi ár hef ég haldið við stofni af Dönnesbyggi og aldrei fengið útsæði að. Að visu hafa komið ár, þegar útsæðiö var lélegt, en það hefur jafnað sig, þcgar betur áraði. Ég er orð- inn sjötiu og sjö ára, og ég mun halda tilraunum minum áfram, þó að ég vcrði niræður, geti ég borið mig um svo lengi. Það cr auðvitaö bölvaö að vera orðinn svona gamall, en ég er heilsuhraustur og kveinka mér ekki við að vinna”. Þannig fórust Klemenzi Kristjánssyni á Kornvöllum orð viö Timann i gær. í sumar hefur hann i ræktun seytján tegundir af byggi, höfrum og rúgi, og að þessu vinnur hann einn með þrettán til fjórtán ára pilt sér við hönd. Hann er einnig með þrjú hundruð plöntur af túnvingli, sem hann er búinn að glima við i f jörutiu ár, og ætlar að sá fræi af þeim til fræræktar á sandinum næsta ár. Þar að auki hafa þeir Klemenz og strákur hans heyjað talsvert i sumar. — Tviraða bygg, ættað frá Noregi, er orðið svo þroskað á sandinum, að uppskera getur hafizt hvaða dag sem er, sagði Klemenz. Það hefur ekki enn hlotið neitt nafn — ég kalla það bara 004. Ég hafði ekki nægj- anlegt útsæði af þessu byggi svo að það er nokkuð gisið, en ég vænti þess samt, að upp- skeran verði tuttugu til tutt- ugu og tvær tunnur af hektara. Þetta hefur þó ekki verið með- alsumar — aöeins maimánuð ur i hlýrra lagi, en hinir mán- uðirnir allir undir meðallagi, júlimánuður til mikilla muna — þar að auki oft sérlega kalt um nætur. En ég hef alltaf Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.