Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. ágúst 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson; Andrés Kristjánsson fritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gfslasoni. ■ Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306.! Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuöi innan lands, i iausasölu 15 krónur ein- takiö. Blaöaprent h.f. í andstöðu við réttar- þróunina í heiminum Þegar rætt var um landhelgissamningana 1961 á sinum tima, létu ýmsir þeirra, sem voru andvigir honum, þann ugg i ljós, að alltof áhættusamt væri að treysta á úrskurð Alþjóða- dómstólsins, þvi að dómstólum hætti til að fylgjast ekki með réttarþróuninni, heldurhéldu i úrelt sjónarmið og venjur,lengur en flestir að- ilar aðrir. í raun og veru er þetta ekki óeðlilegt, þvi að dómstólum ber að vera varfærnir, eink- um þegar um ágreiningsefni er að ræða. Af þvi leiðir, að þeir eru oft miklu fremur á eftir rétt- arþróuninni en á undan henni. Bráðabirgðaúrskurður Alþjóðadómstólsins i tilefni af kæru Breta og Vestur-Þjóðverja á hendur Islendingumj ber öll merki um þetta. Úrskurðurinn er byggður á þeirri úreltu hefð, að þegnar strandrikis hafi ekki nein sér- stök forréttindi á heimamiðum umfram þegna annarra rikja, sem sækja þangað langt að, nema siður sé. Meginatriði úrskurðarins er að tryggja hlut aðkomumanna. Þeir skulu halda sama hlut og þeir hafa haft siðustu fimm árin, án minnsta tillits til þess, hvort strandrikið getur haldið sinum hlut eða ekki. Eins og spár fiskifræðinga eru nú um aflabrögð, má með fullum rétti segja, að bráðabirgðaúrskurður- inn tryggi forgang aðkomumanna á kostnað þegna strandrikisins. Þetta höfuðatriði bráðabirgðaúrskurðarins er i algjörri andstöðu við þá réttarþróun, sem er að gerast i heiminum. 1 öllum tillögum, sem lagðar hafa verið fram i hafsbotnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna, er skýlaust viðurkenndur einhliða réttur, eða mikill forgangsréttur strandrikisins.til að nýta fiskimiðin við landið utan hinnar venjulegu landhelgi. Þetta kemur m.a. eindregið fram i tillögum þeirra rikja, sem einna skemmst vilja ganga, eins og Sovét- rikjanna og Bandarikjanna. Sovétrikin leggja til, að þróunarrriki hafi riflegan forgangsrétt utan tólf milna lögsögu og eru reiðubúin til að fallast á, að sama gildi um strandriki, sem eiga afkomu sina undir fiskveiðum. Samkvæmt til- lögum Bandarikjanna, á strandrikið að hafa forgang til að nýta miðin að þvi marki, sem það hefur skip og tækni til að gera það, að minnsta kosti i vissum tilfellum. Samkvæmt tillögu þeirra, sem lengra vilja ganga — og margt bendir til að þeir verði i miklum meirihluta á hafréttarráðstefnunni — á strandrikið að hafa einhliða rétt til veiðanna. íslendingar hafna úrskurði Alþjóðadóm- stólsins fyrst og fremst vegna þess, að réttur- inn hefur ekki lögsögu i málinu. En þeir geta ekki siður hafnað honum vegna þess, að hann er i algjörri andstöðu við þá réttarþróun, sem er að verða i heiminum, að strandriki hafi ein- hliða rétt, eða að minnsta kosti mjög viðtæk- an forgangsrétt, til að nýta fiskimið sin. Þ.Þ. FRLENT YFIRLIT Fyrsta konan, sem verður formaður Öryggisráðsins Formannsstarfið er oft vandasamt og ábyrgðarmikið FARI SVO, aö Bretar visi bráöabirgðaúrskurði Alþjóö- adómstólsins i landhelgisdeil- unni við íslendinga til öryggisráðsins, er ekki ósennilegt, að það yrði kona, sem sæti i forsæti ráðsins, þegar það mál yrði tekið fyrir. I byrjun nóvember næstkom- andi mun kona setjast i for- mannssætið i öryggisráðinu i fyrsta sinn, en hún er jafn- framtfyrsta konan.sem á sæti i öryggisráðinu. Fulltrúar þar skiptast á um aö skipa for- mannssætið, og mun röðin koma að henni i byrjun nóvember. Þessi kona er Jeanne Martin Cisse, sem er sendiherra Guineu hjá Sameinuðu þjóö- unum. Hún afhenti Kurt Wald- heim, framkvæmdastjóra S.Þ. sendiherraskilriki sin 7. ágúst s.l. og tók sæti sitt i öryggis- ráðinu þremur dögum siðar. Aðeins ein kona hefur áður gengt sendiherraembætti hjá Sameinuðu þjóðunum, frú Agda Rossel frá Sviþjóð. Tvær konur hafa hins vegar verið forsetar Allsherjarþingsins eða þær Vijaya Pandit frá Ind- landi (föðursystir Indiru Gandhi) og Angie Brooks frá Liberiu, en hvorug þeirra gengdi sendiherraembætti hjá S.Þ. JEANNE MARTIN CISSE er 46 ára að aldri, fædd i april 1926. Faðir hennar var fransk- menntaður læknir, og hlaut hún þvi meiri menntun en titt var um stúlkur i Guineu á þeim tima. Hún fékk fyrst alla þá undirbúningsmenntun, sem hægt var að fá i Guineu, en siðan var hún send til Dakar, þar sem Frakkar ráku kenn- araskóla fyrir frönsku nýlend- urnar i Vestur-Afriku. Þangað kom hún 1941 Þar kynntist hún ýmsum ungum mönnum frá frönsku nýlendunum, sem höfðu þá þegar áhuga á sjálf- stæði þeirra og bundust bein- um og óbeinum samtökum um að vinna að þvi. Hún skipaði sér strax i hóp þeirra. Meðal þeirra ungu manna, sem hún kynntist þar, var landi henn- ar, Kamara Moussa Sanguina að nafni. Þau felldu hugi sam- an og giftust eftir heimkom- una. Hann er nú fylkisstjóri i einu stærsta fylki Guineu. Eftir aö Cisse kom heim frá Dakar, hóf hún strax kennslu- störf og gengdi þeim árum saman. Fljótlega tók hún að vinna að þvi að skipuleggja leynileg sjálfstæðissamtök meöal kennara, og varö henni vel ágengt i þeim efnum. Siðar varð hún formaður i hinum opinberu landssamtökum þeirra. Forusta hennar i sam- tökum kennara vakti athygli Sekou Toure á henni, og varö hún brátt meðal eindregnustu stuðningsmanna hans, og þau hjón bæði. Eftir að hann varö æðsti maður Guinea og raun- verulegur einræðisherra landsins, hefur hann sýnt þeim hjónum mikið traust, enda hafa þau fylgt honum fast að málum. SEKOU TOURE hefur faliö frú Cisse það hlutverk að hafa forustu um málefni kvenna. Hann hefur sýnt málefnum kvenna mikinn áhuga, og telja sumir andstæðingar hans það stafa af þvi, að konur eru i verulegum meirihluta i Guineu. Forusta frú Cisse i málefnum kvenna hefur ekki náð til Guineu einnar, heldur til Afriku allrar. Hún átti mik- inn þátt i stofnun samtaka afrikanskra kvenna 1962. Hún var kjörin fyrsti ritari og framkvæmdastjóri samtak- anna, og hefur hún gengt þvi starfi siðan. Arið 1961 var hún ein af fulltrúum Guineu á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna og tók þá sæti i svo kallaöri þriðju nefnd þingsins, sem fjallar um félagsmál og mannúðarmál. Alls hefur hún verið sex sinnum fulltrúi Guineu i þriðju nefnd Alls- herjarþingsins. Þá hefur hún starfað i hinni sérstöku kven- réttindanefnd Sameinuöu þjóðanna. Hún er þannig ekki neinn viðvaningur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, heldur er hún öllum hnútum vel kunnug þar. Hún er sögö fljót að kynnast og á þvi orðiö marga góða kunningja i hópi starfsmanna hjá S.Þ. og fulltrúa ýmissa þjóöa þar, einkum þó Afrikuþjóða. ÞVI VIRÐIST yfirleitt spáð, aö frú Cisse muni leysa starf sitt sem sendiherra og fulltrúi i öryggisráðinu vel af hendi og muni ekki skorta þann skörungsskap, sem á þarf að halda. Hún er engan veginn óundirbúin aö gegna for- mannsstarfi i öryggisráöinu, þvi að hún hefur tivegis verið fyrsti varaforseti þingsins i Guineu og var þar oft i for- setastóli. Starf frú Cisse sem sendi- herra hjá S.Þ. mun verða til þess, að fjölskylda hennar verður sundruð næstu árin. Þau hjón eiga sex börn, þrjá drengi og þrjár stúlkur, og munu fimm þau elztu dveljast hjá vandamönnum þeirra I höfuðborginni Conakry, þar sem þau munu stunda nám. Yngstu dótturina, sem er niu ára, mun frú Cisse hafa hjá sér i New York. Frú Cisse segir, aö starf hennar sem sendiherra og fulltrúi i öryggisráðinu verði tviþætt. 1 fyrsta lagi muni hún leggja áherzlu á aö veröa góð- ur fulltrúi lands sins. I öðru lagi muni hún keppa aö þvi að reynast fóður fulltrúi kvenna. Hún segir, aö þvi fylgi mikil skylda aö vera fyrsta konan sem er fulltrúi i öryggisráð- inu. Þeirri skyldu vilji hún ekki bregöast. Þaö sé lika vilji rikisstjórnar Guineu, að hún reynist góður fulltrúi kvenna og ryðji þannig brautina, að það þyki ekki siöur sjálfsagt, aö konur sitji i öryggisráöinu en karlar. öryggisráöinu er, samkvæmt sáttmála S.Þ. ætlaö aö vera aðalstofnun þeirra, og þvi ber að vanda sérstaklega val þeirra fulltrúa, sem þar eiga sæti Formannsstarfiö i öryggis- ráðinu getur oft reynzt mjög vandasamt og ábyrgðarmikið, þótt yfirleitt gegni sami mað- ur þvi aldrei lengur en einn mánuð i senn. Atvikin geta hagað þvi þannig, að þennan eina mánuð fái öryggisráðið eitthvert nýtt eða sérstakt verkefni, sem þurfi aö leysa sem fyrst. Þá getur reynt mik- ið á hæfileika og lagni for- mannsins, þvi að hann þarf að vera eins konar meðalgöngu- maður milli deiluaðila. Sátta- umleitanir geta hvilt mest á honum. Fyrir Jeanne Cisse er það mikill heiður aö verða fyrsta konan, sem gegnir þessu ábyrgðarmikla starfi. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.