Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.08.1972, Blaðsíða 16
ÞINGEYSK FJALLALÖMB Á APPELSINUGULA PLASTDISKA - lokahóf einvígisins hefur verið undirbúið í 2 mánuði SB-Reykjavik — Auftvitaft verður þetta vcizla aldarinnar, sagði Þorvaldur Guð- mundsson i Sild og Fiski og Hótcl Holti, en þau íyrirtæki hans, ásamt Leikhúskjallaranum, eru nú að undirbúa lokahóf hcims- mcistaraeinvigisins, scm haldið verður i Faugardalshöllinni að cinviginu loku. Undirbúningur veizlunnar hef- ur nú staðiö i nær tvo mánuði, og sagði Þorvaldur, að þetta væri allt þegnskylduvinna. — Tæknilega á ekki að vera hægt að halda svona veizlu, sagði hann, — en við ætlum samt að gera það.Einu sinni höfðum við hér kalt borð fyrir 1000 manns, og það átti heldur ekki að vera hægt og var reyndar i fyrsta sinn á Norðurlöndum. Enginn vafi leikur á, að veizlan verður afar mikilfengleg. Allt verður i vikingastil, starfsfólkið, alls um 50 manns, verður með vikingahjálma á höfðum, og mjöðurinn, „Vikingablóð” verður drukkinn úr hornum. Um mjöðinn sagði Þorvaldur, að búið væri að brugga i tvær 500 lítra ámur og ætti það að duga eitthvað til að byrja meö. Styrkleikinn og blöndunin eru tgyndarmál, en að sjálfsögðu er „Vikingablóð” fall- ega rautt að lit. Á matseðlinum er islenzkt fjallalamb, steikt að vikingasið, i heilu lagi á sverði fyrir eldi. bor- valdur sagðist reikna með, að 25 lömb þyrfti i veizluna, og hjá SIS, sem útvegaði lömbin fengum við að vita, að þau væru komin af heiðum N-Þingeyjarsýslu. bá eru á boðstólum heilsteiktir mjólkurgrisir úr svinabúi bor- valdar sjálfs og bjóst hann við, aö 20grisiryrðu steiktir. Ennfremur er kartöflusalat, hrásalat og kraftsósa, sem kölluð er Vikinga- sósa. Þess má og geta, að isinn, sem Vikingablóðið veröur kælt með, er kominn ofan af Vatna- jökli og er geymdur i sænska frystihúsinu. — Vin með jökulis er miklu meira lifandi, en með vél- tilbúnum is, sagði Þorvaldur. Gert er ráð fyrir, að veizluna sitji 1000 til 1500 manns, og þar sem of mikið fyrirtæki heföi orðið að fá dýran postulinsborðbúnað handa þeim fjölda, var gripið til þess ráðs, að fá erlendis frá appelsinugula piastdiska, vand- aða mjög og skreytta gylltri mynd. af þeim Fischer og Spasski sitjandi að tafli. Sérstak- lega gerð plastglös eru meö mynd af 2. skákinni, þeirri sem aldrei var tefld. og drykkjarhornin eru einnig merkt einviginu. Allt þetta geta gestir tekið með sér heim úr veizlunni, og fylgir plastpoki hverjum bakka. Maturinn er þannig framreiddur, að kokkarn- ir með vikingahjálmana standa áð baki langeldunum og skera steikina, en veizlugestir fara þangað með bakka sina og sækja sér á diskana. A bökkunum er stór og falleg servietta, sem á er. prentaður matseðillinn, tilefni veizlunnar og merki þeirra fyrir- tækja,sem sjá um hana. Er varla að efa, að servietta þessi verður safngripur, eins og raunar allt annað, sem komið hefur við sögu einvigis aldarinnar. Snæðingur i „Veizlu aldarinnar” kostar 2000 krónur á mann. Ilér sýnir niatsvcinii hvcrnig skrokkur af þingeysku fjallalambi lftur út á vikingasvcrði. (Timamyndir: Róbcrt og Gunnar) horfði á útförina ÞM-Reykjavik I gær voru þeir Brekkukots- menn að kvikmynda siðasta kirkjugarðsatriöið i garðinum á Lágafelli. bað var útfiir Garðars Hólms. Voru þar flestar aðalper- sónur myndarinnar viðstaddar. eins og afi og amma i Brekkukoti (borsteinn ö. Stephensen og Regina bórðardóttir). Kristin i Hringjarabænum, Álfgrimur og kafteinn Hogensen voru einnig viðstödd. Jón Laxdal (Garðar llólm). sem stóð hjá og fylgdist mcð upplökunni. sagði. að hálf- einkennilegt væri að vera við- staddur eigin jaröarför sem áhorfandi, og væru það vist ekki margir, sem fengju tækifæri til þess. Næst mun veröa hafizt handa um útiatriðin suður i Garði, en þar hefur Brekkukot verið byggt. Frá útför Garðars Hólm. (Timamynd Gunnar) Matsveinn á Hótel llolti incð veizluhjálm, sverð og mjólkurgris, sem vcrður veizlukrás. Ræs - fræðslurit um áfengismál ÞM-Reykjavik Samband bindindisfélaga i skólum varð 40 ára fyrr á þessu ári. Af þvi tilefni var meðal ann- ars ákveðið að gefa út fræðslurit um áfengismál. Rit þetta er nú komið út og nefnist Ræs. Ritið er gefið út i blaðaformi, og voru gef- in út 30.000 eintök, sem verður dreift um allt land. Samtökin kosta sjálf útgáfuna, auk þess sem ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa lagt þeim lið með fjárfram- lagi. Kostnaður við útgáfu blaðs- ins er um 120.000 krónur. I samtökunum eru 14 skólar, bæöi gagnfræöa- og menntaskól- ar. Ýmist eru þaö bindindisfélög innan skólanna eða nemenda- félögin sjálf, sem senda fulltrúa sina á þing sambandsins. Fulltrúar sambandsins sögðu, að i ýmsum skólum, þar sem starfrækt væru bindindisfélög, væru 50-60% nemenda meðlimir þeirra en i öörum miklu færri. Leiöinlegt segja þeir að sjá, aö á skólaböllum ýmissa skóla sé þorri nemenda áberandi drukkn- ir, en á samkomum annarra skóla sjáist enginn með áfengi undir höndum. Merkilegt er, að nem- endafélög sumra skóia fá vin veitingaleyfi fyrir samkomur sin- ar, t.d. Iðnskólinn, en margir nemendur hans eru undir tvitugs- aldri. Fulltrúar sambandsins sögðu, aö ef gerð yrði könnun.sem sýnir, hvernig ástandið i áfengismálum er i raun og veru, væri mögulegt að leysa vandamál þau, sem áfengisneyzlan skapar. Nú er vaðið i reyk, og svo viröist, að menn forðist að ljúka upp augun- um i sambandi viö þessi mál. t blaöinu, sem sambandiö hefur nú gefið út, svarar ráðherra spurningum f sambandi við áfengismálin, rætt er um áfengis- neyzlu innan iþróttafélaganna, og margt annað, sem aö þessum málum lýtur er i blaðinu. Ritstjóri blaðsins er Tryggvi Gunnarsson, 17 ára. Formaður S.B.S. er Einar Jónsson, 15 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.