Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2004 FORSETI HEIMSÆKIR SPÍTALA Yoweri Museveni, forseti Úganda, heim- sótti í gær slasað fólk á sjúkrahúsi nærri Barlonyo-flóttamannabúðunum þar sem uppreisnarmenn myrtu um 200 manns á laugardag. Hann sagði mistök hersins hafa orðið til þess að árásin átti sér stað og bað íbúa svæðisins afsökunar. Þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar: Landspítala fyrir Landssíma ALÞINGI Kristján L. Möller hefur ásamt fleiri þingmönnum Samfylk- ingarinnar lagt fram þingsáálykt- unartillögu um að ríkisstjórnin skipi byggingarnefnd til að undir- búa nýbyggingu við Landspítala - háskólasjúkrahús á lóð þess við Hringbraut. Ennfremur að komi til sölu ríkiseigna, til dæmis Lands- símans, þá renni hluti af söluverð- mætinu til þessa verkefnis. „Við teljum nauðsynlegt að hefja byggingu við spítalann sem allra fyrst, svo hægt verði að ná fram fullri hagræðingu af sameiningu spítalanna þannig að starfsemi hans verði nær öll á sama stað í borginni. Lagt er til að byggingar- nefndin kanni hvort nýta megi Borgarspítalann undir dvalarheim- ili fyrir aldraða í framtíðinni, en þörf fyrir slíkt eykst ár frá ári með hækkandi aldri þjóðarinnar,“ segir í þingályktunartillögunni. Þingmenn Samfylkingarinnar leggja til að efnt verði til þjóðar- átaks undir kjörorðinu Landspítala fyrir Landssíma, en talið er að fyr- ir hlut ríkisins í fyrirtækinu megi fá allt að 35 milljarða króna. Vinna við nýbyggingu Landspítalans geti hafist haustið 2007, um leið og áformað er að ljúka framkvæmd- um austanlands við álver og virkjun með tilheyrandi jarð- göngum og stíflum. ■ Hörð gagnrýni: Hópmorð á geðsjúkum BÚKAREST, AP Samtök sjúklinga hafa krafist lögreglurannsóknar á andláti 21 sjúklings á geðsjúkra- húsi í sunnanverðri Rúmeníu. Sjúklingarnir hafa allir látið lífið frá áramótum og kenna samtökin illri aðbúð um dauða fólksins. Dr. Alexandru Buzamet, yfir- maður samtakanna, segir að fólk- ið hafi látið lífið vegna matar- skorts, kulda, lítils hreinlætis og skorts á lyfjum og læknisaðstoð. Hann líkti þessu við hópmorð. Yfirmaður geðsjúkrahússins var rekinn eftir athugun heil- brigðisráðuneytisins á aðstæðum á geðsjúkrahúsinu. ■ JACQUES CHIRAC Forseti Frakklands ávarpaði ungverska þingið meðan á heimsókn hans stóð. Samrunaþróun ESB: Frumherjar fari hraðar BÚDAPEST, AP „Ef sum ríki vilja ganga lengra ættum við að leyfa þeim það, leyfa þeim að ryðja brautina fyrir aðra,“ sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti þegar hann hvatti til þess að aðild- arríki Evrópusambandsins gætu gengið misjafnlega langt í sam- runaþróun sambandsins. Chirac, sem var í opinberri heimsókn í Ungverjalandi, neitaði því að með þessu yrði til tvöfalt Evrópusamband. Laszlo Kovacs, utanríkisráðherra Ungverjalands, lýsti efasemdum um tveggja hraða kerfi í samrunaþróun, að sum gangi lengra en önnur. ■ TRAUSTIÐ ÞORRIÐ Væntingavísi- tala ítalskra neytenda mælist nú lægri en hún hefur verið í áratug. Fjármálahneykslið í kringum fyr- irtækið Parmalat, þar sem kom í ljós að bókhald hafði verið falsað um margra ára skeið, hefur dreg- ið mjög úr trausti ítalsks almenn- ings á viðskiptalífinu. FÓRST Á LEIÐ Í HJARTAÍGRÆÐSLU Sex létu lífið þegar flugvél sem flutti lækna og hjarta, sem ætlað var til ígræðslu, hrapaði á ítölsku eynni Sardiníu. Flugvélin hrapaði í fjalllendi og létust allir um borð, tveir flugmenn og fjögurra manna læknalið. FLÓTTAMÖNNUM FÆKKAR Hælisumsækjendum í Bretlandi fækkaði um 41 prósent á síðasta ári frá fyrra ári. Tæplega 50.000 manns sóttu um hæli á síðasta ári en rúm 84.000 árið áður. Stjórn- völd hafa beitt sér fyrir því síð- ustu ár að draga úr fjölda hælis- leitenda og gripið til margvís- legra aðgerða. KRISTJÁN L. MÖLLER Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að hafinn verði undirbúningur að nýbyggingu við Landspítala - háskólasjúkrahús. Þingmennirnir vilja að hluti af söluandvirði ríkiseigna, svo sem Landssímans, renni til byggingarinnar. ■ Evrópa ÞJÓÐLENDUR Íslenska ríkið hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á Suðvesturlandi. Á meðal þess sem ríkið gerir kröfu til er Hengilssvæðið, Blá- fjallasvæðið og efsti hluti Esjunn- ar. Óbyggðanefnd mun á næstunni kynna kröfur ríkisins og gefa þeim kost á að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir nefndinni innan þriggja mánaða sem kunna að eiga hagsmuna að gæta. Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur og fyrr- verandi borgarlögmaður, segist hafa miklar efasemdir um kröfu- gerðina. „Þetta varðar bæði sveitar- félögin og aðra hagsmunaaðila eins og Orkuveitu Reykjavíkur. Mér finnst þessi kröfugerð ganga mjög langt. Hún er ekki í anda laganna um þjóðlendur, þar sem segir að leysa eigi úr réttaróvissu um stöðu mála á hálendinu. Það er ekki um það að ræða á þessu svæði. Stór hluti af því landi sem ríkið er að sækjast eftir er fólk- vangur sem sveitarfélögin hafa haft samstarfsverkefni um. Mér sýnist því að ríkið sé að seilast svolítið langt. Síðan skil ég ekki alveg hvers vegna ríkið er að gera kröfu til Blikdals í Esjunni, það land er að þremur fjórða hluta í eigu borgarinnar. Hjörleifur segir að ríkið sé meðal annars að gera kröfu í hluta af landi sem Orkuveitan hafi ný- lega keypt af ríkinu sjálfu og ein- staklingum á hundruð milljóna. „Orkuveitan hefur undanfarin ár verið að kaupa lönd á Hengils- svæðinu og hefur hún farið mjög gætilega í þau kaup vegna þess að vitað var að þjóðlendumálið lægi fyrir. Engir samningar voru frá- gengnir fyrr en ríkið væri búið að skrifa upp á þá en fjármálaráðu- neytið hefur nú skrifað upp á þá alla. Þá var enginn ágreiningur við fjármálaráðuneytið um að verið væri að selja úr löndum í einka- eign. Ef ráðuneytið hefði haft ein- hverjar skoðanir á því að þessi lönd ættu að tilheyra þjóðlendum þá hefði það væntanlega gert athugasemd við það á sínum tíma. Eitt af þeim löndum sem við keyptum var land Kröggólfsstaða en það átti ríkið sjálft. Áður en frá því var gengið fékk ríkið heimild frá Alþingi til að selja landið og í framhaldi af því gekk Orkuveitan frá kaupsamningi við landbúnað- arráðuneytið. Þetta var árið 2000. Þegar búið var ganga frá samn- ingi við ríkið var gengið frá samn- ingi við aðra landeigendur og þeim greitt kaupverðið, þar sem sýnt þótti að ekki væri ágreining- ur við ríkið um að landið væri í eigu einstaklinga. Nú er ríkið síð- an að gera kröfu til þess að stór hluti þessa lands verði þjóðlenda. Þetta er náttúrlega kröfugerð sem gengur ekki upp. Ríkið hlýtur að breyta þessu þegar það sér þetta.“ Þórólfur Árnason borgarstjóri segist taka þessum kröfum ríkis- ins með fyrirvara enda um ýtr- ustu kröfur fjármálaráðherra að ræða sem til þess séu gerðar að kalla fram athugasemdir. „Borgin mun fara yfir málið og að sjálfstöðu gera sínar athuga- semdir,“ segir Þórólfur. „Við leggjum áherslu á það að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu verði samstíga í sínum kröfum. Þá sérstaklega í því máli sem snertir fólkvang í Bláfjöllum.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir ljóst að ríkið sé að gera kröfur til mjög viðkvæms landsvæðis eins og til dæmis Blá- fjallasvæðisins. Þá séu landamörk sveitarfélaganna líka mjög óljós á þessu svæði sem torveldi málið. „Okkur hefur ekki verið gerð grein fyrir þessu,“ segir Sigurður. „Þetta er stóralvarlegt mál sem við þurfum að fara mjög vandlega yfir. Það þurfa að liggja verulega góð rök fyrir því ef ríkið ætlar að fara að taka jafn verðmætt land og raun ber vitni af sveitarfélög- unum. Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum lýsa kröfum í ákveðin landsvæði þarna.“ trausti@frettabladid.is HLUTVERK ÓBYGGÐANEFNDAR Óbyggðanefnd fjallar um kröfur sem fjármálaráðherra hefur sett fram til ákveðinna landsvæða til handa ríkinu í krafti laga um þjóðlendur. Í lögunum er ekki heimild til eignaupptöku, en það er nefndarinnar að skera úr um hvar mörk þjóðlenda liggja. Úrskurðum nefndar- innar má svo skjóta til dómstóla. Í vinnu sinni hefur óbyggðanefnd skipt landinu upp í nokkur svæði og hefur hún lokið málsmeðferð í uppsveitum Árnessýslu og sveitarfélaginu Hornafirði. Málsmeð- ferð sem snertir þjóðlendur í Rangár- vallasýslu og Vestur-Skafafellssýslu er á lokastigi. Á þeim þremur svæðum sem nefndin hefur fjallað um hefur fjórum málum verið skotið til dómstóla. Ríkið krefst lands sem það hefur nýlega selt Lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur segir kröfugerð ríkisins vegna þjóðlendna ekki ganga upp. Borgarstjórinn tekur kröfunum með fyrirvara. Bæjarstjóri Kópavogs segir málið stóralvarlegt. KRAFA RÍKISINS 1. Hluti Botnssúlna og að Há Kili. 2. Efsti hluti Esjunnar og meginhluti Blikdals. 3. Mosfellsheiði, Hengillinn, Skarðsmýrarfjall og hluti Hellisheiðar. Sá hluti Hellisheið- ar, sem er utan kröfugerðar er austan við Orrustuhól við Hengladalsá beina línu í hæsta punkt Reykjafells, sem er ofan Skíðaskálans í Hveradölum. Utan kröfugerðar er land Kolviðarhóls. 4. Hluti Þrengsla, Jósefsdals, Heiðinnar há, Bláfjalla og alls lands ofan Heiðmerkur að Bláfjöllum. 5. Land ofan Helgafells og Húsfells og hrauns upp af Straumsvík, en hluti þess svæð- is er Almenningsskógar Álftaneshrepps hins forna og hluti Suðurnesjaalmenninga. 6. Selsvellir, Höskuldarvellir og Geldingahraun upp af Hvassahrauni. 7. Land Vilborgarkots fyrir norðan Hólmsá. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Borgarstjórinn segist taka kröfugerð ríkisins með fyrirvara. SIGURÐUR GEIRDAL Bæjarstjóri Kópavogs segir ríkið þurfa góð rök fyrir þessari kröfugerð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.