Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2004 Í sjónvarpsfréttatíma að kvöldiþann 19. febrúar síðastliðins kom Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra með skoðanakönn- un varðandi brottkast á þorski og fullyrti frammi fyrir alþjóð að ekki væri kastað nema 2000 tonn- um yfir allt árið. Virðist þetta vera mótsvar hans við norskri fréttamynd um brottkast á fiski. Er ánægjulegt fyrir sjávarút- vegsráðherra að geta hrist svona kannanir fram úr ermi sinni þeg- ar þurfa þykir, en stundum mis- heppnast töfrabrögðin hjá fag- mönnunum. Við skulum líta á staðreyndirn- ar. Samkvæmt almanaki Fiski- félags Íslands eru ekki færri en 1.500 skip sem mega veiða þorsk. Þá er þetta mjög einfalt dæmi að reikna fyrir alla venjulega menn. Það losar eitt kíló á skip sem fer í brottkast! Er það mjög sennilegt? Á fólk að trúa svona könnun? Könnun í tindabikkjulíki Ég, sem hef stundað sjó í meira en 40 ár, hef séð annað gegnum árin. Þar fyrir veit ég af bæði yfir- og undirmönnum sem vita um brottkast en viðurkenna það ekki til að halda starfinu og lífsafkomunni, sem eðlilegt er. Þannig er kerfið í raun, það er mörg brotalömin á því. Hafi þessi könnun verið gerð án þess að trillubátar hafi verið með í hópnum, eins og kom fram í DV, þá er það ekki til að auka álit- ið á könnuninni, samanber nýt- ingarstuðulinn á þorski sem renn- ur í gegnum vinnslulínuna á frystitogurunum. Nú veit ég ekki hvort sjávar- útvegsráðherrann var að gera létt grín þegar hann í sjónvarps- viðtalinu hristi þessa könnun fram úr erminni eins og sannur töframaður, en öllu verra er ef hann ætlast til að landsmenn kok- gleypi svona könnun sem er í tindabikkjulíki. Færi betur á því að komist væri að jákvæðara samkomulagi um tilhögun fiskveiðistefnunnar hér við land en verið hefur, en þá verða þingmenn að spila betur úr þeim spilum til heilla fyrir þjóð- arheild. ■ Vegna umræðu í Bretlandi uminnleiðingu sérstaks skatts á „óhollan“ mat til að reyna að vinna á móti offitu hefur Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra verið innt- ur eftir því hvort til greina komi að taka upp slíka stjórnarhætti hér á landi. Jón svaraði að hugmyndin hefði komið upp en ekki hlotið hljómgrunn, enda sé umræðan skammt á veg komin. Það kemur þó fram í viðtalinu að manneldis- ráð hafi velt fyrir sér hugmyndum um skatt á sykur og gosdrykki. Virðisaukaskattur á sætar og óhollar vörur Ef við skoðum þessi ummæli þá er ljóst að vandinn, offita, er hér vissulega fyrir hendi. Hér er líka hærri virðisaukaskattur á sætar og svokallaðar óhollar vörur, aðrar en landbúnaðarvörur, það er að segja 24,5% skattur í stað 14% skatts á aðrar matvörur, þar á meðal dísætar og líklega óhollar ís- lenskar landbúnaðarvörur. Auk þess eru lagt vörugjald á sumar matvörur sem ekki eru taldar sér- lega hollar. Hver er svo árangur- inn af þessari opinberu neyslustýr- ingu? Jú, Íslendingar borða manna mest af sykri, að undanskyldum Dönum sem búa við sérstakan og hærri skatt á sykur og súkkulaði og vörur sem innihalda hátt hlut- fall þess. Danir eru líklega enn meiri sykurneytendur en Íslend- ingar. Þetta sýnir svo ekki verður um villst algjört skipbrot opin- berrar neyslustýringar með gjöld- um eða skattlagningu. Hún virkar einfaldlega ekki því almenningur lætur hana ekki hafa nein áhrif á neysluvenjur sínar. Hvað er þá til ráða? Vísbending um það gæti fal- ist í því átaki sem gert var í nafni Latabæjar sl. haust þegar gerður var samningur við börn um ákveð- ið mataræði um ákveðin tíma. Á þessu tímabili snarbreyttist sölu- mynstur gosdrykkja og fleiri vara sem þessar aðgerðir náðu til. Það var þannig fræðsla og vilji til að ná ákveðnum árangri sem hafði þau áhrif sem margra ára opinber neyslustýring hafði aldrei náð. Ósæmileg mismunun Samtök verslunar og þjónustu hafa barist fyrir því að vörugjöld verði afnumin af öllum matvör- um og þau verði jafnframt öll skattlögð í einu og sama virðis- aukaskattsþrepinu. Um leið væri aflögð sú ósæmilega mismunun sem í gildi er varðandi skattlagn- ingu á innlendar landbúnaðaraf- urðir og aðrar vörutegundir hin- um fyrrnefndu í hag. Samtökin telja opinbera neyslustýringu bæði vonlausa stjórnvaldsaðgerð og auk þess sé það ekki hlutverk Alþingis eða framkvæmdavalds- ins að ráða neyslu fólks. Allt ann- að sé að reka fræðslustarf um hollustu og góða neysluhætti. Skynsemi fólks er stórlega van- metin af stjórnvöldum þegar gripið er til opinberrar neyslu- stýringar í stað þess að veita fræðslu og beita áróðri. ■ BROTTKAST Samkvæmt almanaki Fiskifélags Íslands eru ekki færri en 1.500 skip sem mega veiða þorsk. Um brottkast á þorski á Íslandsmiðum SKATTUR Á ÓHOLLAN MAT Íslendingar borða manna mest af sykri, að undanskyldum Dönum sem búa við sérstakan og hærri skatt á sykur og súkkulaði og vörur sem innihalda hátt hlutfall þess. Opinber neyslustýring er ekki leiðin Umræðan RAGNAR SIGHVATSSON ■ skrifar um brottkast á þorski. Umræðan SIGURÐUR JÓNSSON ■ skrifar um virðisaukaskatt á óhollar vörur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.